Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1158 documents in progress, 1294 done, 40 left)
Arnfinnur Jónsson selur séra Gísla Brynjólfssyni fimm hundruð í jörðinni Hóli í Bergsstaðakirkjusókn, með samþykki eiginkonu sinnar, Kristínar Oddsdóttur. Í staðinn fær Gísli þeim átta hundruð í tilgreindu lausafé.
Arnfinnur Jónsson selur séra Gísla Brynjólfssyni fimm hundruð í jörðinni Hóli í Bergsstaðakirkjusókn, með samþykki eiginkonu sinnar, Kristínar Oddsdóttur. Í staðinn fær Gísli þeim átta hundruð í tilgreindu lausafé.
Páll Gíslason vitnar að þann 1. júlí 1633 á almennilegu Öxarárþingi hafi séra Gísli Brynjólfsson lýst því að Arnfinnur Jónsson, með samþykki konu sinnar Kristínar Oddsdóttur, hafi fengið sér (sr. Gísla) lögmála á hálfum Hóli í Svartárdal.
Eggert Jónsson afhendir Birni Magnússyni hálfan Botn í Patreksfirði gegn loforði um Bakka í Geiradal.
Vitnisburður um landareign Grundar í Eyjafirði, sbr. LXII, 3.
Vitnisburður Jóns Magnússonar um landareign Grundar í Eyjafirði.
Vitnisburður Björns Guðmundssonar og Guðmundar Þórðarsonar um að Sæmundur Sigurðsson hafi gert séra Jón Ormsson kvittan um kaup Jóns á jörðunum Vatnadal og Bæ í Súgandafirði, er Sesselja Þórðardóttir, kona Sæmundar, hafði selt Jóni.
Magnús Arason kaupir af föður sínum Ara Magnússyni Brekku í Dýrafirði gegn Hrafnabjörgum í Ögurkirkjusókn.
Torfi og Eyjólfur Jónssynir selja Ara Magnússyni þrjú hundruð hvor í jörðinni Dal í Snæfjallakirkjusókn gegn sex hundruðum til hvors í fríðu, þegar Ara hentaði vel að greiða.
Kaupmáli sr. Snorra Hákonarsonar og Þórkötlu Bjarnadóttur.
Álitsgerð sex manna um þrætulandsspotta sem Hvamms- og Kúastaðamenn hafa eignað sér í Hólsjörðu í Svartárdal.
Kvittun Björns Sveinssonar fyrir 12 hundruðum í Hafnarhólma frá Magnúsi Sæmundssyni.
Sáttmáli og kaup milli Magnúsar Sæmundssonar af einni hálfu og Björns Sveinssonar, Guðnýjar Pálsdóttur, eiginkonu Björns, og Páls Ormssonar af annari hálfu, viðvíkjandi eignarrétt hálfum Heiðarbæ í Steingrímsfirði og hálfum Hafnarhólma.
Steingrímur Steinmóðsson gefur Birni bónda Magnússyni 15 hundruð sér til ævinlegrar framfærslu á Hofi.
Vitnisburður um landamerki milli Sölvholts, Hróarsholts og Smjördæla.
Björn Magnússon selur bróður sínum og mágkonu, Eyjólfi Magnússyni og Sigríði Pálsdóttur, jörðina Hlíð í Kollafirði með ýmsum skilyrðum og fær í staðinn jörðina Sveinseyri í Tálknafirði.
Björn Magnússon selur bróður sínum og mágkonu, Eyjólfi Magnússyni og Sigríði Pálsdóttur, jörðina Hlíð í Kollafirði með ýmsum skilyrðum og fær í staðinn jörðina Sveinseyri í Tálknafirði.
Kaupmálabréf milli Sveins Símonarsonar, fyrir hönd Magnúsar Gissurarsonar, og Þóru Bjarnadóttur fyrir hönd Þórkötlu Snæbjarnardóttur, dóttur sinnar.
Vitnisburður Þorleifs Klemenssonar um að faðir hans, séra Klemens Jónsson sem hélt Tungustað í vart 40 ár, hafi átölulaust brúkað þá hólma og sker og Hrólfsey er liggja fyrir Grafarlandi, sem er kirkjunnar kot.
Kaupmálabréf Jóns Gissurarsonar og Þóru Ólafsdóttur.
Guðrún Magnúsdóttir selur Herluf Daa í umboði konungs 50 hundruð í Reykjavík á Seltjarnarnesi fyrir jarðirnar Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kirkjufell í Kjós.
Björn Eiríksson fær Gísla Hákonarsyni til eignar fimm hundruð í Þykkvabæ í Holtum fyrir 15 hundruð fríð í Klofa á Landi. Á bakhlið hefur Gísli sjálfur skrifað að hann hafi þetta bréf og gjörning gefið í vald Torfa Eiríkssyni 1623.
Dómur um ákæru þeirra bræðra Jóns og Magnúsar Gissurarsona til Jóns Þorlákssonar að hann skyldi sanna að nokkurt félag hefði gert verið milli föður hans Þorláks heitins Einarssonar og móður Guðrúnar heitinnar Hannesdóttur, föðurmóður þeirra bræðra.
Nikulás Oddsson lýsir forkaupsrétti Björns Magnússonar á Hvestu hinni meiri í Arnarfirði og hálfri Hlíð í Kollafirði.
Þrír menn votta að Tómas Jónsson hafi lýst því yfir að hann myndi gjarnan selja Ara Magnússyni hálfan Hnífsdal en hann geti það ekki því að hann hafi áður selt konu sinni jörðina.
Séra Gunnlaugur Bjarnason selur Þorleifi Bjarnasyni jörðina Gnýp í Saurbæjarhrepp fyrir Þyrilsvelli í Steingrímsfirði.
Guðmundur Árnason gefur Magnús Björnsson kvittan um verð fyrir Eyri í Tálknafirði, vegna konu sinnar Elísabetar Bjarnadóttur.
Guðbrandur Þorláksson lofar Bjarna Ólafssyni að hafa son síra Brynjólfs í skóla í þrjú ár fyrir þann reit sem genginn er undan Hvammi, á sjálfs kosti. Vilji Brynjólfur það ekki skuli Bjarni fá sex hundruð í góðum og gildum peningum.
Vitnisburður um landamerki Seljalandi, Fitja og Sanda undir Eyjafjöllum.
Heimstefnudómur Jóns lögmanns Sigurðssonar um þrætureit milli Hóls og Hvamms í Svartárdal.
Transskrift af alþingisdómi um ágreining Jóns Björnssonar og Péturs Pálssonar.
parchment and paper
Vottfest afrit tveggja frumbréfa:
Símon Oddsson og Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfan Hlíðarenda, er Guðrúnu féll til erfða eftir dóttur sína Álfheiði Gísladottur, fyrir lausafé. Ítökin eru tilgreind. Oddur, Steinunn og Þórdís, börn Símonar og Guðrúnar, samþykktu.
Útdráttur úr dómsbréfi um samþykkt þriggja dóma þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að greiða Daða Bjarnarsyni 24 hundraða jörð en synir hennar, Björn og Halldór Þorvaldssynir, eiga að fá móður sinni aðra jörð jafngóða, nema þeim semji öðruvísi.
Vitnisburður Björns Bjarnasonar um viðurvist er það samtal fór fram sem rætt er um í LX, 19.
Vitnisburður Konráðs Sigurðssonar um viðurvist þá er það samtal fór fram sem rætt er um í LX, 19.
Vottorð Sigfúsar Torfasonar um að hann lofi að selja Þórði Jónssyni jörðina Meðaldal.
Samþykki Guðbrands Þorlákssonar biskups á dóminum í LX, 17.
Dómsbréf um kirknagóss og portio Holts í Fljótum.
Eignaskipti á jörðinni Auðúlfsstöðum í Langadal á milli Jóns bónda Einarssonar og Teits bónda Björnssonar; skiptin taka til húsa, túna og engja.
Ari Guðmundsson selur Magnúsi Björnssyni hálfan Djúpadal og Selland fyrir Stóru- og Litlu-Brekku á Höfðaströnd.
Jón Björnsson kaupir Draflastaði í Eyjafirði af yngri alnafna sínum og frænda, Jóni Björnssyni, syni Björns Gunnarssonar, fyrir lausafé.
Tólf prestar í dóm nefndir af herra Guðbrandi biskupi Þorlákssynir á Flugumýri í Skagafirði á almennilegum prestafundi dæma séra Jón Gottskálksson af öllu prestlegu embætti þar til hann gengur til hlýðni og löglega gerir sína æru klára.
Ragnheiðar Eggertsdóttur gerir sátt við séra Magnús Jónsson og fyrirgefur honum þau brigslyrði sem hann hefur haft um hana og hennar fjölskyldu.
Skúli bóndi Einarsson meðkennist að hafa selt séra Brynjólfi Árnasyni átta hundruð og 40 álnir með í jörðinni Hóli í Svartárdal fyrir lausafé og kvittar hann fyrir andvirðinu.
Magnús Vigfússon gefur dóttur sinni Sesselju og dótturmanni, séra Sigurði Ólafssyni, jörðina Fell í Vopnafirði.
Vitnisburður Páls Jónssonar um sátt Jóns Magnússonar hins eldri og Þorsteins Ormssonar, sem gerð var á Bæ á Rauðasandi 1602.
Magnús Gíslason selur undan sér og sínum dótturbörnum, börnum Jórunnar Magnúsdóttur og Odds heitins Sveinssonar átta hundruð í jörðinni Skálmholtshrauni á Skeiðum fyrir lausafé.
Jarðaskipti: Guðbrandur Þorláksson selur Jóni Björnssyni jörð dómkirkjunnar á Hólum, hálfa Gunnlaugsá í Ólafsfirði fyrir þriðjung í Torfufelli, en fær dómkirkjunni í staðinn hálfan Hól í Fljótum eða aðra jörð jafngóða.
Jón Eiríksson selur Þorleifi Alexíussyni jörðina Hraunkot í Grímsnesi fyrir lausafé. Landamerkjum lýst.