Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1310 done, 40 left)
Dómsbréf um eignarrétt á jörðinni Nesi í Eyjafirði. Hallur Magnússon áklagar séra Björn Gíslason um jörðina Nes í Eyjafirði. Dómsmenn komast að því að bréf sem séra Björn nýtir til að sýna fram á eignarhald sitt séu ómerk enda kannist meintir vottar þeirra ekki við að hafa staðfest gjörninginn.
Jón Finnbogason handsalar Hákoni Árnasyni vitnisburð um landamerki Ísólfsstaða á Tjörnesi.
Gunnlaugur Ormsson selur Jóni Jónssyni lögmanni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og þar með Egilsá og Þorbrandsstaði. Einnig lofar Gunnlaugur að selja Jóni aðra hálfa Silfrastaði fái hann þá til eignar eftir erfð og gjöf móður sinnar, Þorbjargar Þorleifsdóttur.
Vitnisburður Sigurðar prests Jónssonar um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum, nema álnar kefli, og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Vitnisburður séra Kolbeins Auðunarsonar um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum nema álnar kefli og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Vitnisburður Odds Ásmundssonar lögréttumanns um að Grund í Eyjafirði eigi allan reka fyrir Hallbjarnarstöðum, nema álnar kefli, og hálfan Sandhólareka á móti við Munkaþverárklaustur.
Vitnisburður Þorvalds Eiríkssonar, Arnbjörns Jónssonar og Ólafs Jónssonar að þeir voru viðstaddir í Glaumbæjarkirkju í Skagafirði þegar Gottskálk prestur Jónsson meðkenndist fyrir þeim að hann hefði selt jörðina Valadal í Víðimýrarkirkjusókn Þorláki Eyvindarsyni.
Jón Þórðarson og kona hans Margrét Jónsdóttir selja Magnúsi Jónssyni, herra Eggerti Magnússyni til handa, jörðina Raknadal fyrir lausafé. Einnig lofar Magnús að allur hugmóður og sakferli sem hafði farið milli Jóns og Eggerts skyldi kvitt og niðurslegið.
Þórólfur Eyjólfsson biður séra Jón Kráksson að auglýsa fyrir Friðriki konungi að móðurbróðir Eyjólfs, Ögmundur biskup, hafi gefið honum tvö hundruð hundraða en biskupinn verið fluttur úr landi áður en Þórólfur hafði fengið þar af 60 hundruð; óskar hann því eftir að fá þau af góssi og peningum biskups.
Páll Sveinsson fær bróður sínum Bjarna Sveinssyni hálft áttunda hundrað í jörðinni Kirkjubóli í Skutulsfirði og greiðir faðir þeirra, Sveinn Jónsson, Páli tíu hundruð í lausafé.
Vitnisburður séra Páls Brandssonar að séra Jón heitinn Brandsson, bróðir hans, hefði sagt sér að hann vildi ekki meðkennast að hafa selt Jóni lögmanni jörðina Garð í Ólafsfirði, né að hann hefði gefið Jóni lögmanni lagaumboð upp á Hall Magnússon eða Gunnlaug Ormsson, skyldmenni sín.
Þórunn Jónsdóttir selur bróður sínum séraSigurði Jónssyni jörðina Grund í Eyjafirði. Rekum á Tjörnesi sem Grund á tilkall til er lýst. Í staðinn fær Sigurður Þórunni jarðirnar Grýtubakka, Grenivík, Hlýskóga, Hvamm og Jarlstaði í Höfðahverfi og Lauga hina stærri í Reykjadal. Þórunn setur það skilyrði að hún megi áfram búa á Grund eins lengi og hún vill. Gjörninginn samþykkja Helga Jónsdóttir og synir hennar, Sigurður og Ísleifur yngri, og Halldóra, dóttir séra Sigurðar.
Guðrún Björnsdóttir yngri gefur frænda sinn Eggert Hannesson kvittan fyrir andvirði jarðarinnar Tungu í Valþjófsdal.
Jón Gissurarson selur Vigfúsi Jónssyni 13 hundruð og 40 álnir betur í jörðinni Vindási í Kjós er liggur í Reynivallakirkjusókn fyrir 14 hundruð í öllum þarflegum peningum.
Kaupmáli milli Ólafs Örnólfssonar og Sigríðar dóttur Jóns Nikulássonar.
Guðmundur Jónsson selur bróður sínum Sveini hálft fjórða hundrað og fimm aura betur í jörðinni Kirkjubóli í Skutulsfirði í Eyrarkirkjusókn fyrir lausafé, og gefur hvor annan kvittan um öll skipti.
Vitnisburður tveggja manna um dóma sem Erlendur Einarsson segir að kveðnir hafi verið upp yfir Teiti bónda Þorleifssyni á Alþingi.
Sex manna dómur dæmir jörðina Stóra-Garð í Dýrafirði eign erfingja Þorsteins Torfasonar.
Sex menn í dóm nefndir af Jóni Björnssyni, kóngs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, dæma Árna Einarssyni og Guðmundi Gíslasyni til eignar svo mikið í jörðunum Finnstungu og Brekku í Blöndudal og Gautsdal á Laxárdal sem svaraði því sem þeir höfðu misst þegar jörðin Marðarnúpur í Vatnsdal var dæmd af þeim en í hendur Helgu Jónsdóttur og hennar meðarfa á Bólstaðarhlíðarþingi haustið áður, en móðurfaðir þeirra Árna og Guðmundar, Brandur Ólafsson, hafði keypt Marðarnúp af Teiti Þorleifssyni fyrir áðurgreinda jarðarparta.
Tveir vitnisburðir um jarðeignir Jóns Finnbogasonar og systra hans, skrifaðar af tveimur mismunandi höndum á eitt blað.
Sex menn, útnefndir af Þórði Guðmundssyni, kóngs umboðsmanni í Þverárþingi, dæma Guðrúnu dóttur Þorsteins heitins Torfasonar alla jörðina Hersey (Hjörsey) fyrir Mýrum eftir gjöf föður hennar, en ónýta klögun Ara Ormssonar, sem eigna vildi Hersey Sigríði eiginkonu sinni og elstu dóttur Þorsteins heitins.
parchment and paper
Nikulási og Jóni, sonum séra Odds Þorsteinssonar, er dæmdur allur arfur eftir föðurföður þeirra, Þorstein heitinn Guðmundsson.
Vitnisburður Jóns Ormssonar um landamerki Héðinshöfða á Tjörnesi.
Dómur um klögun Þórðar Þorleifssonar er hann veitti Magnúsi Björnssyni að hann héldi fyrir sér jörðunum Torfufelli og Villingadal sem faðir sinn og bróðir hefðu sér gefið til kvonarmundar. Jarðirnar dæmdar Þórði og Magnúsi gert að greiða Þórði slíka peninga sem hann hefur haft af þessum jörðum.
Hannes Björnsson kvittar Eggert Hannesson um fjárgæslu fyrir sig og systur sínar á arfi foreldra sinna og um útgreiðslu peninga Steinunnar Jónsdóttur.
Sigurður Jónsson selur Páli Jónssyni þriðjungshlut í Björnólfsstöðum og kvittar hann um verðið.
Þórarinn Filipusson kvittar Pál Jónsson um verð fyrir þriðjungspart í jörðinni Björnólfsstöðum í Langadal.
Jarðaskipti með þeim hjónum Eiriki Snjólfssyni og Þuríði Þorleifsdóttur og Halldóru, dóttur þeirra.
Reikningur Djúpadalskirkju i Eyjafirði.
Skiptabréf eftir Þorleif Grímsson.
Vitnisburður um lýsing Magnúsar Jónssonar á fullréttisorðum af hálfu Odds Jónssonar til sín.
Vitnisburður um skjöl, er varða mál Teits lögmanns Þorleifssonar og greiðslu nokkura úr arfi eftir hann.
Vitnisburður um sætt Magnúsar Jónssonar og Bjarnar Bjarnasonar um bætr Bjarnar fyrir menn sina fyrir grip þeirra á fé Magnúsar.
Kaupmálabréf Jóns Einarssonar og Helgu Guðmundsdóttur.
Ormur Sturluson lögmaður úrskurðar hálft Svignaskarð og hálft Sigmundarnes rétta eign Henriks Gerkens. Stórahóli, 25. ágúst 1568.
Vidisse eða transscriptum. 1. Leyfisbréf Páls Stígssonar (DI XIV, nr. 189). 2. Ættleiðslubréf Þorleifs Björnssonar (DI XIII, nr. 169).
Síra Jón Þorleifsson vitnar, að hann hafi lesið skjal um það, að kirkjan í Alviðru ætti jörðina Skaga í Dýrafirði.
Ormur lögmaður Sturluson úrskurðar Meyjarhól eign séra Sigurðar Jónssonar.
Jörðin Meyjarhóll dæmd síra Sigurði Jónssyni til eignar í deilu hans við Jón Filipusson.
Afhendingarbréf fyrir Eyrarlandi.
Síra Sigurður Jónsson endrnýjar gjöf sína til Magnúsar Björnssonar.
Jarðaskiptabréf.
Kaupbréf fyrir 20 hundr. í Alviðru, ásamt gerningi með þeim Eggert lögmanni Hannessyni og Hannesi Björnssyni um umboð á Síðumúla.
Vitnisburður um landamerki Öndóttsstaða í Reykjadal.
Gjafabréf fyrir Hellisholti.
Staðfesting á vitnisburði pr. í DI XIV, nr. 322.
Vitnisburður um Eldjárnsstaði í Blöndudal.
Ólafur biskup Hjaltason gerir um ágreining Nikulásar Þorsteinssonar og síra Halldórs Benediktssonar um reikningsskap Munkaþverárklausturs og kirkju.
Þorsteinn Þorgilsson lýsir kaupi sinu við Magnús Björnsson á Másstöðum i Skíðadal.