Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1316 done, 40 left)
Dómur, kvaddur af síra Jóni Þorleifssyni i umboði sira Gísla officialis Jónssonar, dæmir Þórð Sigfússon skyldan að lúka Árna bónda Gíslasyni, kirkjunnar vegna i Vatnsfirði, alla þá tolla, er fallið hafa á Ósi í Bolungarvík, siðan Þórður fyrst átti meðgerð með þeirri jörðu.
Gjafabréf síra Jóns Eirikssonar i Vatnsfirði fyrir skógarparti til Vatnsfjarðarkirkju.
Jón Jónsson lýsir því, að hann hafi sœzt viS síra Jón Eiríksson um þann skógarpart og afhendir honum hann, „sem liggur fyrir neðan hamrahjalla þann, sem inn geingur eptir skóginum fyrir ofan mýri þá, er kölluð er Krafsmýr", og síra Jón hafði beiðst af Jóni heitnum murta Einarssyni föður Jóns, og síra Jóni þótti hann hafa lofað sér.
Vitnisburður um fiskatolla Vatnsfjarðarkirkju í Bolungarvík, búðagerð og torftak í Grímsmýri, svo og um lambseldi kirkjunnar f Alptafirði og á Langadalsströnd.
Vitnisburður um fiskatolla Vatnsfjarðarkirkju í Bolungarvík.
Vitnisburður um fiskatolla Vatnsf]arðarkirkju í Bolungarvík og lambseldi kirkjunnar í Álptafirði og á Langadalsströnd.
Vitnisburður um Bolungarvíkurtolla Vatnsfjarðarkirkju.
Ögmundur biskup í Skálholti staðfestir og samþykkir dóm frá 19. apríl 1526. (sjá DI IX, nr. 289, Apogr 907).
Dómur sex klerka, út nefndur af síra Jóni Eiríkssyni officialis Skálholtskirkju, um kæru síra Jóns vegna Vatnsfjarðarkirkju til Kolbeins Ingimundarsonar, er þá bjó í Unaðsdal á Snæfjallastrðnd, að hann hefði ekki haft til reiðu torf það, er þaðan skal gefast hvert sumar til Vatnsfjarðarkirkju.
Eiríkur Walchendorph erkibiskup í Niðarósi staðfestir og samþykkir dóma og úrskurði Stepháns biskups í Skálholti, góðrar minningar, að Vatnsfjörður skuli fullkomlega vera staður (beneficium) eptirleiðis og æ upp héðan.
Stephán Jónsson biskup í Skálholti úrskurðar Hælarvík á Hornströndum með öllum hvalreka og öðrum gæðum eign kirkjunnar í Vatnsfirði, samkvæmt máldögum hennar.
Björn Þorleifsson fær af sínum parti Stepháni biskupi í Skálholti í vald alla bóndaeignina í heimalandinu í Vatnsfirði og hálfa Borgarey, guði, jungfrú Marie, Ólafi kongi og öllum helgum til æfinlegrar eignar, ásamt öllum peningum í Vatnsfirði, kvikum og dauðum og ánefndum jörðum, en biskup kvittar Björn um þær sakir, er Björn (ríki) afi hans reið í Skálholt og greip peninga stólsins og hélt síðan leingi, og að sami Björn afi hans, ásamt Þorleifi syni sínum, reið til Helgafells og eyddi og spenti klaustrsins peninga, ennfremr að Þorleifur Björnsson, faðir hans, í annan tima reið i Skálholt með fjölmenni og tygjabramli og rauf biskupsherbergin, berandi út tygin og harneski staðarins í forþrot við staðarins umboðsmann og kirkjunnar, sem og um aðrar sakir, er Birni ber fyrir að svara.
Gauti erkibiskup í Niðarósi staðfestir dóm og úrskurð Stepháns biskups í Skálholti, að Vatnsfjörður í Ísafirði skuli vera staðr (beneficium) æfinlega.
Stefán biskup í Skálholti lýsir svo mikið vera fallið til æfinlegs beneficium upp í heimalandið í Vatnsfirði, sem á bresti reikningsskap kirkjunnar, er lokið skyldi innan þriggja ára
Úrskurður og skoðunargerð Sveins biskups í Skálholti, með ráði þriggia presta og þriggja leikmanna, um skóg Vatnsfjarðarkirkju á Tjarnarnesi, sem henni er eignaður í Vilkinsmáldaga.
Úrskurður Sveins biskups í Skálholti, að kirkjan í Vatnsfirði skuli eiga alla tolla í Bolungarvík samkvæmt bréfi, er fyrir hann kom („Skallabréfl“ 14. Júní 1469, DI V nr. 483), þangað til önnur gögn komi fram, er framar gangi.
Ólafur Ísleiksson prófastur milli Geirólfs(gnúps) og Langaness úrskurðar jörðina í Vogum Vatnsfjarðarkirkju til æfinlegrar eignar samkvæmt testamentisbréfi Einars Eiríkssonar, er Björn bóndi Þorleifsson bar fram.
Úrskurður Óla Svarthöfðasonar officialis Skálholtskirkju um hvalreka Vatnsfjarðarkirkju á almenningum.
Tvö bréf um kaup Björn Einarssonar á fiskatolli í Bolungarvík. Transskriftarbréf.
Þrír menn transskribera bréf um reka Vatnsfjarðarkirkju í Almenningum.
Transskipt af bréfi um Ólafslömb í Vatnsfirði, þ.e. transskript þriggja manna af úrskurði séra Snorra kyngis 31/8 1366 um lambatolla Vatnsfjarðarkirkju.