Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1310 done, 40 left)
Andrés biskup í Björgvin, Kristján Pétursson presutr við Postulakirkjuna sama staðar og fjórir ráðsmenn Björgynjar —
þar á meðal Guttormur lögmaðr Nikulásson, bróðir Gottskálks biskups — lýsa því, að Ögmundr ábóti í Viðey
hafi birt fyrir þeim páfabréf, ásamt fleirum bréfum, um hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, og staðfestu þeir þau.
Transkriptabréf. Andrés biskup í Ósló, Mattís Hvörv prófastur við Maríukirkjuna í Ósló, Hans Mule höfuðsmaður á Akrhúsi, Eirikur Eiriksson lögmaður í Ósló og Bent Heringsson lögmaður undir Agðasíðu lýsa þvi, að Ögmundur ábóti í Viðey og biskupsefni í Skálholti hafi lagt fyrir þá bæði páfabréf og konungsbréf um, að löglegt skyldi hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, þótt þau væri fjórmenningar að frændsemi, og börn þeirra skilgetin og arfgeng, og staðfesta þeir og samþykkja öll þessi bréf.
Magnús biskup í Skálholti kvittar Þorleif Björnsson og Ingveldi Helgadóttur af 8., 9., 10., 11., 12. og 13. barneign
þeirra á milli.
Skrá um jarðir Kristínar Björnsdóttur í umboði Markúss, um
porcio kirkjunnar í Aðalvík meðan Markús tók og um skipfi
á jörðum eptir Kristínu Björnsdóttur.
Torfufellsmál.
Ísleifur Þorbergsson yngri selur Jóni Björnssyni Mýrarkot á Tjörnesi í Húsavíkursókn lausafé.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi
Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Úrskurður konungs og ríkisráðs, að arfur eftir Þorleif
Grímsson skiptist í tvennt, og falli annar helmingr til
barna hans með fyrri konu, en hinn til barna með síð-
ari konu.
Skipti eftir Þorleif Grímsson.
Vitnisburður um konungsbréf um skírgetning barna
Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Vitnisburður tveggja manna um það, að oft hafi
þeir heyrt lesið upp konungsbréf um skírgetning barna
Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Transkript skiptabréfs á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms sonar hans.
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
a) Úrskurður Eggerts lögmanns Hannessonar um Veturliðastaði.
b) Vitnisburður um Veturiðastaði. Eiður síra Þorsteins Gunnarssonar.
c) Eiður Böðvars Þórðarsonar um afsal síra Jóns Filippussonar
á Vetrliðastöðum i hendur Jóni byskupi Arasyni.
Sjöttardómur, kvaddur af Ormi lögmanni Sturlusyni, dæmir
Margréti Erlendsdóttur eða hennar réttum forsvarsmanni,
Páli bónda Grímssyni, eiginmanni hennar, rétta sókn þeirra
peninga (Hofs á Höfðaströnd), er hann hafði gefið henni á
brúðkaupsdegi þeirra, en síðan selt af ótta við ofríki.
Tylftardómur og lögmannsúrskurðr, er lýsir friðhelgi yfir
Þorsteini Guðmundssyni á Grund, mönnum hans og fé hans
öllu.
Kaupmálabréf Árna Péturssonar og Þuríðar Þorleifsdóttur.
Jón prestur Ólafsson selr Jóni biskupi á Hólum jörðina Meðaldal í Dýrafirði fyrir Tjörn í Aðaldal með 10 kúgildum og
tíu hundruð í parflegum peningum, og er hálfkirkju skyld á Tjörn og bænhúss skyld í Meðaldal.
a) Jarðaskiptabréf Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Gríms
bónda Pálssonar á Möðruvöllum 1501.
b) Dómur Kristjáns konungs hins annars um jarðabýti þeirra
Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Gríms Pálssonar 1510.
Dómur tólf manna útnefndr af Egli Grímssyni um vígsmál eptir
Haldór Snorrason og Arvið Mattheusson.
Þorsteinn prestur Eireksson, kirkjuprestur á Munkaþverá. Þorsteinn Jónsson djákni á Þingeyrum og Gísli Brandsson votta, að Hálfdán Einarsson seldi Jóni lögmanni Jónssyni LXc í Arnbjarnarbrekku í Hörgárdal í Möðruvallakirkjusókn fyrir LXc í lausafé, og gaf jafnframt, ásamt konu sinni Þrúðu Ormsdóttur, þessi LXc í próventu sína.
Vitnisburður þriggja manna, að þeir hafi verið við staddir,
þá er Jón ábóti Þorvaldsson tók umboð af Gottskalk bisk-
upi að leysa Jón Sigmundsson af mannslági því, er hann
féll í, þá er hann varð ófyrirsynju Ásgrími Sigmundssyni að
bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og Jón meðgekk fyr
ir biskupi og mörgum góðum mönnum (Falsbréf, eitt af
morðbréfunum ).
Gottskálk biskup á Hólum gefur Jóni Þorvaldssyni ábóta á
Þingeyrum umboð til að leysa Jón Sigmundsson af því mannslagi, er hann í féll, þá er hann varð Ásgrími Sigmundssyni,
bróður sínum, að bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og
Jón hefði meðkenzt (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Page 135 of 149