Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1310 done, 40 left)
Vitnisburður um samtal þeirra Jóns Sigmuudssonar og Gottskálks biskups, að Jón hefði engu bætt fyrir þau tvö eigin börn sin, er hann hefði sjálfur látið farga,—látið drekkja
öðru í Gljúfrá, en hinu í soðkatli. (Falsbréf, eitt af
morðbréfunum).
Sigurður Daðason kongs umboðsmaður í Húnavatnsþingi gefur
Egli bónda Grímssyni fult umboð til að halda þing um
mannslag Jóns Sigurðssonar, að leiða megi víglýsing hans.
Falsbréf
Dómur tólf presta útnefndur af Gottskálki biskupi á Hólum
um ákœrur biskups til Jóns Sigmundssonar um kirknafé á
Urðum og í Víðidalstungu og aðrar fleiri sakir.
Bkéf, að síra Björn Jónsson megi leysa til sín lögveð það,
sem hann átti í Kollufossi, er hann hafði selt Guðrúnu
Jónsdóttur, en kaup Guðlaugs Sigurðssonar og Guðrúnar
um Kollufoss skyldi ónýtt og að engu haldast.
Þuríður Arngrímsdóttir selur síra Birni Jónssnui jörðina Gröf
með kotinu Freysivíkurbakka, báðar í Miðfirði, fyrir þrjátíu
hundruð i lausafé, en Hallur Arngrímsson fékk Þuríði systur
sinni þessar jarðir móti æfinlegri framfærslu, auk fleiri greina,
er bréfið hermir.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Bergþórs bónda
Grímssonar um jarðirnar Sámsstaði í Hvítársiðu, Leikskála
i Haukadal, Syðrivelli og Bakka í Miðfirði og Syðstahvamm
á Vatnsnesi.
Gunnlaugr Ásgrimsson selur síra Birni Jónssyni tuttugu
hundruð íjörðunni Torfustöðum í Miðfirði fyrir hálfa Barka
staði í Svartárdal, en kaup þessi höfðu þeir fyrir sex árum.
Helgi ábóti á Þingeyrum selr síra Birni Jónssyni jarðir
klaustursins Refsteinsstaði og Titlingastaði í Víðidal fyrir
jarðirnar Orrastaði og Neðstagil i Langadal, með þeim atriðisorðum, er bréfið hermir.
Jón biskup á Hólum selur síra Birni Jónssyni „frænda“ (syni)
sínum jarðirnar Stóruborg og Litluborg í Víðidal fyrir jarðirnar Fremranúp í Núpsdal, Æsistaði i Langadal og Kollsá
í Svarfaðardal; jarðamun lofar biskup að jafna seinna og
setur Hóladómkirkju svo mikið jarðagóz til panta, sem hann
hafði gefið dómkirkjunnar eign við Stóruborg.
Kaupbréf um Ás i Vatnsdal.
Erlendur lögmaðr Þorvarðsson fær síra Birni Jónssyni til
fullrar eignar jörðina Bjarg í Miðtirði, fyrir þrjátíu voðir
vaðmáls, er síra Björn átti hjá síra Einari í Görðum, og
fjörutíu og fimm i fríðu og ófríðu.
Erlendur lögmaðr Þorvarðsson selr síra Birni Jónssyni jarðirnar Vík og Hól í Sæmundarhlíð og tuttugu nundruð í Víkum á Skaga, fyrir Vilmundarstaði í Borgarfirði og ánefnt
lausafé.
Ormur bóndi Guðmundsson selur sira Birni Jónssyni jarðirnar
Kamb, Reykjarfjörð, Kjós, Naustvíkur, Kjesvog og Ávík, allar á Ströndum, fyrir lausafé.
Ingvildur Grímsdóttir selur síra Birni Jónssyni jörðina Skarð
á Reykjaströnd, með ítaki og selför i Kálfárdalsjörð, fyrir
fjóra tigi hundraða í fastaeign og lausafé.
Jón biskup á Hólum selr síra Birni Jónssyni jarðirnar Krossa-
nes á Vatnsnesi og Eldjárnsstaði í Blöndudal fyrir jarðirnar
Haug í Núpsdal og Grenivík í Höfðahverfi.
Ari Jónsson selur sira Birni bróður sínum fyrir „mögulegt
verð“ jarðirnar Kjallaksstaði og Ormsstaði, er Ormr Sturlu-
son hafði selt honum.
Síra Björn Jónsson seulr Ormi bónda Sturlusyni hálfa elleftu
vætt smjörs, eina lest skreiðar fyrir sunnan i kauptíð, og
sex hundruð, er Ormur skuldaði síra Birni, fyrir 20 kúgildi í
nœstu fardögum heima á Melstað, með þeim greinum er
bréfið hermir.
Björn prestur Jónsson selur Oddi Einarssyni jarðirnar ytri og
syðri Þverá og Kistu i Vesturhópi fyrir jarðirnar Reyki, Múla
og Saurá i Miðfirði.
Pétur Jónsson selur síra Birni Jónssyni jörðina Saurbæ í Vatns-
dal fyrir lausafé.
Erlendur lögmaður Þorvarðsson fær sira Birni Jónssyni til
fullrar eignar jörðina Ás í Vatnsdal, og hafði þeim komið
saman um andvirðið.
Erlendur Iögmaður Þorvarðsson lýsir því, að hann hafi selt
sira Birni Jónssyni jarðir þær, er hann átti í Vatnsdal, As,
Bakka og Eyjólfsstaði, og að síra Björn megi taka dóm-
laust að sér jörðina Vík út frá Stað í Skagafirði, og kvitt-
ar hann síra Björn um andvirðið.
Þuríður Einarsdóttir fær í framfærslu sína síra Birni Jóns-
syni til eignar jörðina Bergstaði í Miðfirði, með þeim grein-
um, er bréfið hermir.
Bergþór Grímsson selur síra Birni Jónssyni jarðirnar Hlið á
Vatnsnesi og Bæ og Finnbogastaði í Trékyllisvík fyrir Óspaks-
staði í Hrútafirði og þrjátiu og fimm hundruð í lausafé.
Bréf fyrir Forsæludal.
Gunnlaugur prestur Arngrímsson selur síra Birni Jónssyni tíu hundruð í jörðunni Forsæludal í Vatnsdal fyrir tiu hundruð i lausafé.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Haldórs Brandssonar um jarðirnar Lund í Þverárhlíð og Uppsali í Miðfirði.
Jón Grímsson kvittar síra Björn Jónsson fyrir andvirði jarðanna Reykjavíkur og Bakka í Bjarnarfirði, er hann hafði selt honum.
Stephán Ólafsson selur Jóni Jónssyni jörðina Sámsstaði í Hvítársíðu, er legið hefir i eyði, fyrir fimtán hundruð í lausafé.
Skiptabréf á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms, sonar hans.
Tylftardómur, er dæmir gilda konungsveiting á Munkaþverárklaustri til handa Ormi lögmanni Sturlusyni.
Bréf Jóns prests Bjarnarsonar og Dálks Einarssonar um landamerki Víðivalla og Reykja í Tungusveit og um veiði í Jökulsá.
Vitnisburður tveggja manna um það, að Finnbogi Jónsson lýsti því, að Björn Snæbjarnarson hefði handsalað sér fyrstum kaup á hálfri jörðunni Héðinshöfða fyrir það andvirði er hann mætti kjósa og bréfið greinir.
Ásgrímur Hallsson selur Finnboga Jónssyni hálfan Héðinshöfða á Tjörnesi, þann er Björn Snæbjarnarson hafði áður selt Ásgrími, að tilskilinni Lundey og eins manns aungulveiði á Botnsvatn, fyrir tuttugu hundruð í lausafé.
Skiptagjörningur þeirra bræðra Halls og Finns Ásgrímssona á landi, öllu búi og hýbýlum að Héðinshöfða á Tjörnesi.
Finnbogi bóndi Jónsson selur Jóni Sigmundssyni jarðirnar Márstaði og Grund í Vatnsdal með tilgreindri kirkjuskyld og itökum, fyrir kaupahlutann i Grýtubakka í Höfðahverfi, með þeim atriðisorðum, er bréfið greinir.
Transskript af fjórum bréfum. (Útdráttur)
Transskriftarbréf Stígs prests Björnssonar og þriggja leikmanna af fjórum bréfum viðvíkjandi kröfum Guðbrands biskups Þorlákssonar til eigna Jóns lögmanns Sigmundssonar og Einars Jónssonar.
1, af Friðreks konungs staðfestíngarbréfi, dat. Fredsichsb. 14 Apr. 1571 (No. 647)
2, af Bessastaðadómi tólf manna, miðvikud. eftir visitatio Mariæ 1569 (No. 644)
3, af Akradómi tólf manna, miðvikud. eftir Geisladag 1570 (No. 645)
4, af Alþingisdóm tólf manna 1570 (nr. 646)
Afskriftin er gjörð á Hólum í Hjaltadal 22. janúar 1580.
Bréf Friðriks konungs annars 14. Apríl 1571, þar sem hann staðfestir alþingisdóm 1570 (VII), Bessastaðadóm 6. Júlí 1569 og Akradóm 18. Janúar 1570 um jarðamál Guðbrands biskups.
Dómur um mál síra Guðbrands Þorlákssonar er hann klagaði til Hóladómkirkju.
Akradómur Orms lögmanns Sturlusonar um jarðakærur síra Guðbrands Þorlákssonar.
Page 136 of 149