Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1158 documents in progress, 1263 done, 40 left)
Dómar og skilríki um arf þann sem Einari Ólafssyni hafði fallið eftir Solveigu Björnsdóttur móðurmóður sína, afrituð „úr kópíubók frá Hólum í Hjaltadal“.
D 1–9. Afrit af transskriftarbréfi frá Hólum í Hjaltadal, 6. maí 1517.
Vitnisburður sex manna um próftöku Bessa Einarssonar sýslumanns, í umboði Einars Þorleifssonar, um yfirgang Guðmundar ríka Arasonar. Óheilt afrit af transskriftarbréfi frá 10. maí 1446.
Afrit af eignaskrá Guðmundar ríka Arasonar. Vantar framan á.
Afrit af eignaskrá Guðmundar ríka Arasonar, dómsbréfi um arf og annálsbrot.
Afrit af uppskrift af eignaskrá Guðmundar ríka Arasonar.
Afrit af eignaskrá Guðmundar ríka Arasonar.
Blað úr reikningsbók um skip og útgerð.
Afrit af erfðaskrá og skiptabréfi Eyjólfs Einarssonar. Einar Sigurðsson og Ólafur Árnason votta að bréfið sé skrifað upp eftir frumriti árið 1614.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Afrit af sátt um landamerki mili Voðmúlastaða og Úlfsstaða.
Afrit af samþykkt Ólafs sýslumanns Einarssonar og tólf annarra um skipaútgerð í Vestur-Skaftafellssýslu, gerð á Heiði í Mýrdal 2. júní 1694 eftir skriflegri áskorun Sigurðar Björnssonar lögmanns. Þessir svonefndu skipapóstar eru svo samþykktir af lögmönnum 19. júní 1695 og lesnir upp í lögréttu 17. júlí 1703. Eftirritið er staðfest af Ólafi sýslumanni sjálfum.
Bréf Kristjans konungs fimmta um að Magnús Jónsson lögmaður hafi látið af hendi jarðirnar Arnarhól og Húsanes í Snæfellsnessýslu fyrir Mávahlíð og hálfa Tungu í sömu sýslu. Kaupmannahöfn, 3. maí 1694.
Á eftir bréfinu fylgir vitnisburður Árna Geirssonar um að bréfið hafi verið lesið upp í lögréttu 30. júní 1694.
Vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi undirritaður af Gísla Jónssyni og Steindóri Helgasyni á Reykhólum 9. október 1703.
Þrír vitnisburðir um fjöruna Kóngsvík í Skaftafellssýslu.
Virðing á peningi frá Hvoli, gerð að bæn Helgu Þorláksdóttur vegna Erlendar Jónssonar sonar hennar af þremur prestum og þremur leikmönnum um þá muni sem ganga áttu til Björns Jónssonar Staðarfellskirkjuhaldara upp í reikning kirkjunnar. Gert á
alþingi 7. júlí 1691 og afskrift staðfest af 2 mönnum á Þingvelli 8. júlí sama ár.
Afhendingarbréf tveggja erfingja Henriks Bielckes á fimm jörðum í Rangárvallasýslu, eða svonefndu Bakkaumboði, til Jóns Péturssonar til fullrar eignar, og viðurkenning fyrir að hafa fengið fulla borgun. Skrifað í Kaupmannahöfn 25. apríl 1690.
Á eftir bréfinu fer vitnisburður á dönsku um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi 18. júní 1703 undirritaður af Rasmus Hansen og Gísla Jónssyni.
Aftan á stendur að Bakkaumboð tilheyri nú (1703) tveimur bræðrum, sr. Jóni Erlingssyni og sr. Hannesi Erlingssyni.
Afhendingarbréf Christoffers Heidemanns landfógeta á dönsku á jörðunni Þrastarhóli í Möðruvallakirkjusókn til Þórarins Vigfússonar Möðruvallaklausturshaldara. Gert við Öxará 5. júlí 1689 og lesið upp í lögréttu sama dag. Eftirrit, staðfest í Laufási 4. júní 1703 af Geiri Markússyni og Ormi Eiríkssyni.
Eftirrit af tveimur bréfum um Skarðshlíð með formála eftir Gísla Árnason, að Ási í Kelduhverfi 23. febrúar 1703. Segist Árni afskrifa þessi tvö bréf – þriðja bréfið hafði hann ekki við höndina – handa commissariis Árna Magnússyni og Páli Jónssyni Vídalín.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Afrit tveggja afhendingarbréfa á dönsku.
Afrit (tvö) af Ingveldarstaðaeignarskjali og Daðastaða, frá 1688. Viðvíkjandi Hendrik Bjelke. Afrit af jarðakaupabréfi dags. 15. mars 1688, þar sem erfingjar Henriks Bielke selja Christoffer Heidemann ýmsar jarðir.
Á eftir bréfinu fer vitnisburður á íslensku um að það hafi verið lesið upp í Lögréttu 3. júlí 1688. Undir hann hafa upprunalega skrifað: Sigurður Björnsson, Magnús Jónsson og Árni Geirsson.
Þar á eftir er ódagsettur vitnisburður á dönsku sem Runólfur Þórðarson og Gísli Illugason hafa undirritað.
Sama bréf er afritað á bl. 3r-7r. Íslenski vitnisburðurinn fylgir á 7v. Á 7v-8r er vitnisburður á dönsku, dagsettur 5. júlí 1694, undirritaður af L. C. Gottrup.
Afrit af jarðaskjölum sem tengjast Hendrich heitnum Bielcke.
Afrit af húsavirðingu á Arnarstapa sem gerð var 3. september 1683 af sex mönnum sem tilkallaðir voru af Þórði Steindórssyni sýslumanni og umboðshaldara yfir Arnarstapa. Afritið er staðfest af Þórði sjálfum 10. desember 1688.
Afrit af bréfi J.P. Kleins um að hann, í umboði Hendrichs Bielckes höfuðsmanns, selji og afhendi Jóni Sigurðssyni eignina Gufufit vestan Hvítár til fullrar eignar, þegar hann sé búinn að fá fulla borgun. Gert á Bessastöðum 18. júlí 1682. Tveir menn votta að rétt sé eftir frumbréfi ritað á Einarsnesi 18. júní 1703.
Afrit af bréfi J. P. Kleins um að hann hafi í umboði Hendrichs Bielckes selt Jóni Jónssyni jarðirnar Kóngsbakka í Helgafellssveit og hálf Rauðkollsstaði („Rönchelstad“). Gert á Öxarárþingi 5. júlí 1682.
Afrit af kaupbréfi þar sem Hendrich Bielcke selur Jóni Halldórssyni Hnausa og Grímsstaði í Breiðuvík.
Afrit af skjölum sem tengjast eignarhaldi á jörðinni Vestri-Skógum undir Eyjafjöllum.
Tvö afrit af bréfi Hendrichs Bielckes höfuðsmanns um að hann hafi selt og afhent Jóni presti Ólafssyni í Hvammi til fullrar eignar þriðja part í jörðinni Arnbjargarlæk í Borgarfjarðarsýslu og fengið fulla borgun fyrir. Gert í Kaupmannahöfn 28. júní 1676.
Afrit af bréfi Hendrichs Bielcke höfuðsmanns um að hann hafi selt og afhent Sigurði Björnssyni jörðina Litlu-Kálfavík í Borgarfjarðarsýslu 30. apríl 1675 og fengið fulla borgun fyrir. Skrifað í Kaupmannahöfn 28. júní 1676. Afritið var gert að Hvítárvöllum 10. mars 1682. Að þetta afrit sé rétt skrifað eftir því afriti er vottað við Öxará 9. júlí 1704.
Tvö afrit af bréfi Hendrichs Bielcke höfuðsmanns um að hann hafi selt og afhent Ragnhildi Jónsdóttur þrjú hundruð í jörðinni Stóra-Hólmi í Borgarfjarðarsýslu og fengið fulla borgun fyrir. Skrifað í Kaupmannahöfn 28. júní 1676.
Afrit af transskriftarbréfi með staðfestingu Kristjáns konungs fimmta, gert í Kaupmannahöfn 14. júní 1671, upp á kaupbréf gert í Hamborg 4. febrúar sama ár, þar sem Gabriel Marcellis konungs vegna selur séra Einari Þorsteinssyni í Múla til fullrar eignar jörðina Saltvík í Húsavíkursókn. Transskrifarbréfið er gert í Múla 14. október 1685 og er það eftirrit staðfest í Berufirði 19. júní 1703.
Afrit af opnu bréfi Friðriks III. Danakonungs um að presturinn á Reynivöllum í Kjós megi fyrst um sinn njóta jarðarinnar Vindáss í sömu sveit afgjaldslaust af því að prestssetrið hafi skemmst af skriðu. Útgefið í Kaupmannahöfn 7. maí 1664. Afritið vottað 9. júlí 1705.
Afrit af vitnisburði um arfaskipti séra Torfa Jónssonar og séra Gissurar Sveinssonar eftir Magnús Gissurarson, einkum hvað snerti jarðirnar Lokinhamra og Hrafnabjörg, þá síðarnefndu selur Gissur Torfa. Gert að Lokinhömrum 27. ágúst 1663.
Afrit af pósti úr vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar um máldaga og reikning kirkjunnar að Mýrum í Dýrafirði, frá 1650.
Afrit af bónarbréfi Arngríms prests Jónssonar lærða til Kristjáns IV. Danakonungs um að ekkja sín megi, þegar hans missi
við, njóta teknanna af Melstað og búa þar meðan hún lifi. Dagsett í ágúst 1638.
Afrit af jarðakaupabréfi dags. 10. nóvember 1631 þar sem Nikulás Einarsson selur Magnúsi bónda Björnssyni jörðina Reykjahlíð við Mývatn en fær í staðinn Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn. Afritið er dagsett 7. mars 1708.
Afrit af vottorði Halldóru Guðbrandsdóttur, að hún setur fé sitt í borgun ef hún með ráðsmönnum föður síns fær umsjón og yfirráð yfir Hóladómkirkju og Ari Magnússon sé frá skipaður. Gert 29. ágúst 1625.
Vitnisburður gerður á Hólum í Hjaltadal árið 1623 um yfirlýsingu Halldóru Guðbrandsdóttur um jarðakaupagjörning sem tengist Hóli í Flókadal, Guðmundi Hákonarsyni og Ara Magnússyni. Afritið er tilraun til lestrar á AM Dipl. Isl. Fasc. LXV, 31, sem er mjög illa farið.
Afskrift af tilskipun Kristjáns fjórða um taxta fyrir Íslandsverslun frá 16. desember 1619. Aftan við er athugasemd á íslensku um að annar originalinn liggi hjá Jóni Magnússyni eldra en hinn hjá Michael Wiibe borgmeistara í Kaupmannahöfn.
Afrit af bréfi Erlends Pálssonar, prests á Breiðabólstað, að hvalreki á Sigríðarstaðasandi tilheyri Breiðabólstað. Frumbréfið hefur verið gert ca. 1607–1612. Ólafur Eiríksson prestur vottar að rétt sé eftir originalnum skrifað.
Björn Magnússon, kóngsins umboðsmaður yfir Barðastrandarsýslu, gefur Ara Magnússyni bróður sínum umboð yfir syðra parti Barðastrandarsýslu í þrjú ár, frá 1608–1610, með skilmálum sem nánar eru teknir fram.
Afrit af afgreiðslubréfi þar sem Vigdísi Halldórsdóttur er gert að afhenda Birni Magnússyni fyrir hönd Daða Bjarnarsonar 24 hundruð í Lambadal innri í samræmi við alþingisdóm sem Björn Magnússon las upp í umboði Daða (sjá Alþingisbækur Íslands IV: 45-46). Meðaldalur, 15. október 1607.
Page 2 of 149