Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1158 documents in progress, 1263 done, 40 left)
Bréf á dönsku frá Hans Christophersen til Otte Bielke um að hann hafi meðtekið bréf frá Birni Magnússyni, sýslumanni í Húnavatnsþingi, um embættismál, og sent það frá sér aftur.
San Juan de Ansoa frá Elantxobe á Spáni neitar því að hafa viljað liggja með Þórunni Jónsdóttur nauðugri og segist ekkert vilja með hana hafa.
Bjarni Jónsson selur Magnúsi Magnússyni jörðina Haukaberg á Barðaströnd og á móti selur Magnús Bjarna jörðina Minna-Lambadal í Dýrafirði.
Þrettán menn í Saurbæjarkirkjusókn á Kjalarnesi kvitta upp á góða hegðan og breytni séra Jóns Oddssonar.
Vitnisburður og kvittun um kaup séra Halldórs Daðasonar á Geldingaholti af bræðrunum Gísla og Bjarna Jónssonum.
Bréf Arngríms Jónssonar, umsjónarmanns Hólastiftis, um ágreiningshólma milli Staðarbakka og Reykja. Úrskurðar Arngrímur Reykjamönnum í vil.
Kjörbréf af Alþingi til handa Halldóri Ólafssyni að vera lögmaður norðan og vestan, útgefið á Öxarárþingi 30. júní 1619 af Gísla
lögmanni Hákonarsyni.
Uppkast af bréfi til Kristjáns IV. Danakonungs um kirkjujarðir sem seldar höfðu verið frá kirkjunni og um fátækt Íslendinga, meðal annars.
Uppkast að stefnubréfi þar sem Gvendur (Guðmundur) Erlingsson á í umboði Guðbrands biskups að stefna Steinþóri Gíslasyni lagastefnu til Akra í Blönduhlíð fyrir Jón Sigurðsson lögmann og kóngs umboðsmann í Hegranesþingi.
Sendibréf Jóns lögmanns Sigurðssonar til Guðbrands biskups um morðbréfin, gjaftolla og fleira.
Björn Magnússon veitir Finni Jónssyni umboð yfir Eyjaþingi (Svefneyjaþingi).
Afrit fjögurra bréfa um kirkjureikninga Hagakirkju og eignarhald á Haga á Barðaströnd, með athugasemdum skrifarans.
Vitnisburður Orms Erlingssonar eftir beiðni og kröfu Jóns Magnússonar eldra um það hvernig 10 hundruð í Siglunesi væri komin undan kirkjunni í Haga á Barðaströnd og um kaup þeirra Magnúsar Eyjólfssonar og Eggerts Hannessonar á 9 hundruðum í Holti og 8 hundruðum í Haga. Vitnisburðurinn er skrifaður í Haga 4. júní 1600, en séra Jón Egilsson og Sæmundur Jónsson setja 7. júní á sama stað og ári innsigli sín undir sem vitundarvottar.
Vitnisburður Eyjólfs Magnússonar eftir beiðni og kröfu Jóns Magnússonar eldra að Magnús sál. Eyjólfsson, faðir hans, hefði fengið Eggert heitnum Hannessyni kirkjunnar vegna að Haga á Barðaströnd 9 hundruð í Holti fyrir þau 10 hundruð, sem hann átti í Siglunesi, en seinna hafi Magnús orðið að fá honum til eignar 8 hundruð upp í Haga, sem hann ætlaði sér sjálfum til framfærslu.
Tvær yfirlýsingar þess efnis að Magnús Björnsson hefði lýst því yfir að séra Jón Magnússon, sonur hans, skyldi eiga kjör á þeim höfuðbólum sem Magnús og kona hans ætti eftir.
Vitnisburður Jóns Jónssonar og Skúla Jónssonar að Jón Björnsson hefði boðið sig undir lög að svara þeim lögum sem upp á vildu klaga um arf hans og Magnúsar bróður hans eftir Þórunni sálugu föðursystur þeirra.
Framburður síra Jóns Gottskálkssonar að Jón Sigurðsson frá Reynistað hafi komið til sín í Glaumbæ og náð bréfi (ͻ: morðbréfi) úr kistu séra Gottskálks föður síns, sem hann viti ekki hvað inni hafi haft að halda.
Sendibréf frá Sigurði Jónssyni til Björns bónda Benediktssonar um morðbréfamál Guðbrands Þorlákssonar biskups.
Jón Loftsson selur Jóni bónda Björnssyni Þyrisvelli (Þyrilsvelli) í Steingrímsfirði fyrir Laugar í Hvammssveit.
Meðkenning Eggerts Hannessonar að hann hafi meðtekið í útlöndum alla þá peninga sem Jón bóndi Björnsson í Flatey átti að gjalda fyrir jarðir og kúgildi.
Afrit af skrá um útgjöld Ögmundar biskups til Claus van der Marvitz hirðstjóra vegna síra Jörundar Steinmóðssonar.
Bréf Orms lögmanns Sturlusonar um að hann gefur Jón bónda Björnsson, konu hans og alla þénara kvitt um allar þær sakir sem þau hafa mátt brotleg í verða.
Sjöttardómur, kvaddur af Páli Vigfússyni lögmanni, um vanrækslu Eiríks Árnasonar sýslumanns og nefndarmanna hans um þingreið úr sýslu sinni.
Vitnisburður um landamerki Engihlíðar í Húnavatnsþingi.
Ólafur Þorsteinsson selur Þórði Kolbeinssyni jörðina Fellsmúla á Landi en Þórður selur Ólafi aftur jarðirnar Höfðabrekku og Kerlingardal í Mýrdal.
Kaupbréf fyrir Ásgeirsá. Kaupbréf þeirra Jóns biskups Arasonar og Þorgríms Guðmundssonar um jarðirnar Álfgeirsvelli í Skagafirði, Brekku í Óslandshlíð og Háleggsstaði, dags. 7. júní 1528.
Brot af kaupbréfi fyrir tíu hundruðum í Hafgrímsstöðum í Tungusveit og átta hundruðum og 40 álnum í Þorkelsgerði í Selvogi.
Þórður Pétursson vitnar um það að hafa heyrt samtal Sæmundar Árnasonar og Nikulásar Oddssonar þar sem Sæmdundur sagðist hafa fyrir löngu selt eiginkonu sinni, Elínu Magnúsdóttur, jörðina Hól og myndi hann því engum gefa hana.
Vitnisburður Gunnfríðar Jónsdóttur að hún hafi heyrt Magnús heitinn Jónsson lýsa því að hann gæfi Elínu dóttur sinni jörðina Ballará í staðinn fyrir jörðina Þóroddsstaði.
Guðmundur Steinsson staðfestir að hann hafi heyrt Magnús Jónsson oft og tíðum lýsa því að Elín Magnúsdóttir, dóttir hans, skyldi eignast jörðina Þóroddsstaði.
Vitnisburður Þorvalds Jónssonar um að hann hafi, ásamt fleiri mönnum (ónefndum), verið við staddur þegar Magnús Jónsson gaf Elínu Magnúsdóttur, dóttur sinni, jörðina Þórustaði.
Kaupmáli séra Magnúsar Magnússonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur.
Björn Bjarnason selur Árna Gíslasyni jörðina Jökulkeldu gegn lausafé.
Ingibjörg Salómonsdóttir ber þann vitnisburð að Valgerður Gunnlaugsdóttir hafi sagt henni að Solveig Björnsdóttir hafi látist á eftir syni sínum, Jóni Pálssyni, og bróðurdætrum, Ólöfu og Þorbjörgu, í sóttinni miklu.
Ólafur prestur Guðmundsson afleysir Þorstein Guðmundsson af annarri barneign með Guðrúnu Ásmundsdóttur, svo og af öllum öðrum brotum við heilaga kirkju, dags.
Afrit þriggja bréfa um arf eftir Solveigu Björnsdóttur, ritað 27. ágúst 1517.
Uppkast að Leiðarhólmsskrá. Samþykkt Jóns Sigmundssonar lögmanns og 22 annarra eiðsvara, fóvita og lögréttumanna á milli Hvítár í Borgarfirði og Helkunduheiðar, um að mega neyta eldri réttar gagnvart ofbeldi og ágangi biskupa og klerkavalds.
Dómur útnefndur á Öxarárþingi af Ólafi Diðrekssyni hirðstjóra um vígsbætur eftir Þorstein Engilbriktsson, er Magnús Gunnlaugsson hafði drepið. Bréfið er óheilt.
Óheilt stefnubréf skorið í strimla. Jón prestur Jónsson stefnir manni til Miðdals þriðjudaginn næsta fyrir Pétursmessu og Páls (sem er 29. júní) til að svara til saka fyrir Stefáni biskupi í Skálholti.
Samningur milli Odds Bjarnarsonar og Bjarnar Jónssonar. Bréfið er óheilt og samanstendur af þremur ræmum sem notaðar hafa verið sem innsiglisþvengir.
Dómur sex manna útnefndur af Einari bónda Dálkssyni um erfðamál milli séra Einars Þorvarðssonar og Guðrúnar nokkurrar.
Vitnisburður Jóns Halldórssonar um fráfall Solveigar Björnsdóttur og fólks hennar í sóttinni miklu.
Þrjú samfest skinnbréf um loforð Orms Sturlusonar um forkaupsrétt Árna Gíslasonar í Kjarlaksstöðum og Ormsstöðum.
Árni Gíslason og Guðrún Þorleifsdóttir kvitta hvort annað um öll þeirra skipti.
Ormur Sturluson lofar að selja Árna bónda Gíslasyni jarðirnar Kjarlaksstaði og Ormsstaði á Skarðsströnd ef þær dæmast aftur til Orms og konu hans, Þorbjargar Þorleifsdóttur, en Ormur viðurkennir að hann hafi hvorki mátt gefa né selja nokkrum manni þessar jarðir.
Vitnisburður um sátt Eggerts Hannessonar og Árna Gíslasonar.
Vitnisburður um sátt Eggerts Hannessonar og Árna Gíslasonar.
Steinunn Eiríksdóttir fær dóttur sinni Guðrúnu Þorleifsdóttur þrjár jarðir með skilmálum.
Dómsbréf um eignarrétt á Fremra-Núpi.
Dómr sex manna, kvaddra af Árna Gislasyni, dæmir ónýtt og ólöglegt kaup þeirra síra Jóns Mattíassonar og sira Snjólfs
Jónssonar um Núp fremra, en gilt kaup þeirra sira Snjólfs og Árna Gíslasonar um sömu jörð.
Page 4 of 149