Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1159 documents in progress, 1279 done, 40 left)
Sáttabréf um ágreining sprottinn af kaupi á Fremra-Núpi í Víðidal. Sætt séra Jóns Matthíassonar, séra Snjólfs Jónssonar og Árna
Gíslasonar um ágreining af kaupi Fremra-Núps í Núpsdal.
Jarðaskipti: Stóra-Borg í Vesturhópi fyrir Þorkelshól í Víðidal.
Eiður Snjólfs Jónssonar um að jörðin Fremri-Núpur sé hans rétt eign og hann hafi hvorki selt hana né neinum gefið, sbr. LXXII,9a.
Dómsbréf um eignarrétt á Fremra-Núpi í Núpsdal í Miðfirði, hvort hún sé rétt eign Hóladómkirkju: Helmingadómur, kvaddur af Ólafi byskupi Hjaltasyni og Oddi lögmanni Gottskálkssyni, dæmir sira Snjólfi Jónssyni jörðina Núp fremra í Núpsdal.
Sr. Þorleifur Björnsson afhendir Árna Gíslasyni jörðina Borg í Króksfirði gegn því að Árni taki að sér bréf um arf Bjarnar Þorleifssonar, föður Þorleifs, og komi þeim fyrir konunginn.
Vitnisburður Sigmundar Jónssonar um að Birgit Jónsdóttir hefði lýst því yfir að hún hefði gefið syni sínum, síra Pantaleóni, jörðina Nes í Grunnavíkurkirkjusókn til framfæris sér.
Sr. Þorleifur Björnsson afhendir Árna Gíslasyni jörðina Borg í Króksfirði gegn því að Árni taki að sér bréf um arf Bjarnar Þorleifssonar, föður Þorleifs, og komi þeim fyrir konunginn.
Sjöttardómur, kvaddur af Oddi lögmanni Gottskálkssyni, dæmir þeim bræðrum, Ásgrími og Hálfdani Einarssonum, 60 hundruð í Stóruborg í Vesturhópi, með því að faðir þeirra, Einar Ólafsson hafði áður fengið jörðina í skiptum fyrir Þorkelshól. Þorkelshóll var aftur dæmdur Daða bónda Guðmundssyni til eignar.
Vitnisburður Ólafs Þorleifssonar um að Einar Ólafsson hafi búið á Stóru-Borg og að hann hafi aldrei annað heyrt en að sú jörð hefði verið eign Einars, fengin honum af Gottskálki biskupi fyrir Auðkúlu.
Pétur Pálsson ábóti selur Jón Gunnlaugssyni „reka frá Snartastöðum réttsýni úr bjargi því, sem stendur í utanverðum Brekkuhól og þaðan réttsýni vestur í sjó“, undan sér og Munkaþverárklaustri fyrir fimm hundruð upp í Efrihóla í Núpasveit.
Afrit þriggja bréfa um lögmæti hjónabands Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur.
Afrit af átta bréfum, m.a. konungsbréfum, erkibiskupabréfum og biskupsbréfum, um hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur.
Kvittunarbréf fyrir andvirði Hvallátra.
Þorleifur Árnason kvittar séra Jón Snorrason fyrir andvirði Hvallátrs vestr í Ví
Vottaður vitnisburður um að Gunnlaugur Ormsson lofaði að selja Jóni Jónssyni fyrstum manna jarðirnar hálfa Silfrastaði, Egilsá og Þorbrandsstaði, ef hann seldi og að tilgreindu verði.
Vitnisburður: Um heimsókn og fjártöku Jóns Jónssonar á Eyri við Seyðisfjörð.
Vitnisburðr um heimreið og fjárupptöku Jóns Jónssonar, — er kendr er Solveigarson, — á Eyri í Seyðisfirði, þá er Þorleifr Örnólfsson bjó þar, eptir því skilyrði, er Björn Guðnason hafði honum unt, svo og um höstug orð og heitingar Jóns
við Arndísi Egilsdóttur konu Þorleifs.
Afsalsbréf Þorsteins Þórðarsonar á þrem hundruðum í Skriðnafelli á Barðaströnd með einu kúgildi til Guðrúnar Eggertsdóttur.
Jón Eyjólfsson lýsir sýn sem hann og Árni Guðmundsson sáu á himni á Snæfellsnesi.
Páll Ámundason selur Þorsteini Þórðarsyni part í jörðinni Skriðnafelli á Barðaströnd fyrir 30 ríkisdali in specie.
Björn Gíslason selur Eggert Björnssyni Skutulsey og 18 hundruð í Laxárholti fyrir 450 ríkisdali.
Gísli Magnússon selur syni sínum Birni Gíslasyni Skutulsey fyrir Mýrum og 18 hundruð í Laxárholti með sex kúgildum fyrir 450 ríksdali er Björn skyldi gjalda Hans Nanssyni, borgara í Kaupmannahöfn, en það var skuld eftir Þorleif Gíslason bróður hans andaðan.
Einar Jónsson samþykkir fyrir orð og tilögur Björns Gíslasonar að afhenda Þórunni Ólafsdóttur fjórða part í Auðnum á Hjarðarnesi.
Teitur Þórðarson stefnir Hannesi Einarssyni og Pétri Jónssyni fyrir að hafa ólöglega flutt ómagann Margréti heitna Ormsdóttur á heimili sitt eftir að dómur var genginn um heimilisfesti ómagans. Teitur krefst af þeim alls kostnaðar við uppihald ómagans.
Eggert Björnsson gefur Birni Gíslasyni umboð til að selja Þorgrími Árnasyni Tinda í Saurbæ.
Bréf Guðrúnar Þorláksdóttur, að hún þverneitar að samþykkja að Jón Ólafsson eldri, maður sinn, gjaldi 18 vættir tvennar til Gísla Jónssonar í notum arfsmunar milli þeirra systra Guðrúnar og Helgu.
Opið bréf Guðleifar Sigurðardóttur þar sem hún biður Gísla Jónsson, dótturmann sinn, að ganga ekki eptir þeim tvennum átján vættum sem Jón Ólafsson eldri, annar dótturmaður hennar, hefði átt að lofa með bréfuðum gjörníngi að gjalda honum í notum arfskiptamunar millum kvenna þeirra, systranna Guðrúnar og Helgu.
Lögfesta Björns Gíslasonar, í umboði föður síns Gísla Magnússonar, fyrir Syðra-Krossanesi í Kræklíngahlíð.
Björn Magnússon kaupir hálfa Möðruvelli í Eyjafirði af bróðursyni sínum Birni Gíslasyni. Í staðinn fær Björn Gíslason Ystu-Vík, Mið-Vík, Leyning og fleiri jarðir á Norðurlandi.
Þorleifur Magnússon lögfestir í umboði Jóns Þórðarsonar hálft annað hundrað í jörðinni Auðnum á Barðaströnd, sem var tilgjafareign Þórunnar Ólafsdóttur, konu Jóns, eftir fyrri mann hennar, Ívar Jónsson heitinn.
Dómsbréf um eignarrétt á Auðnum á Barðaströnd.
Vitnisburður Magnúsar Jónssonar um gerð kaupmála Ívars sálugs Jónssonar og Þórunnar Ólafsdóttur.
Jón Þórðarson gefur Þorleifi Magnússyni umboð til að semja við Einar og Sigurð Jónssyni viðvíkjandi jörðinni Auðnum vegna barna konu sinnar, Þórunnar Ólafsdóttur.
Stefnubréf Þorleifs Magnússonar, í umboði Jóns Þórðarsonar, til Einars Jónssonar, að koma til Hvestuþings 4. maí 1670 fyrir konungs umboðsmenn í Barðastrandarsýslu, Magnús Jónsson og Eggert Björnsson, og svara þar fyrir sig viðvíkjandi kröfu Þorleifs fyrir hönd barna Ívars Jónssonar til jarðarinnar Auðna á Barðaströnd af Einari og Sigurði bróður hans.
Afrit af skiptabréfi erfingja Magnúsar Björnssonar lögmanns.
Gísli Magnússon selur Birni Magnússyni bróður sínum hálfa Möðruvelli fyrir Eyraland með Kotá. Tilskilur Gísli að Björn skuli kaupa hinn helming Möðruvalla fyrir Ljósavatn og Reykjahlíð þegar Gísli vilji selja.
Bréf frá Hendrik Bjelke til embættismanna á Íslandi að þeir skuli hjálpa á alla lund þeim kóngsins mönnum sem færu um landið í leit að „metaller, mineralier och adskillig andet“.
Bjarni Jónsson selur Magnúsi Magnússyni part í Haukabergi á Barðaströnd og fær í staðinn part í Minna-Lambadal í Dýrafirði.
Afsalsbréf bræðranna Einars, Sigurðar og Magnúsar Jónssona, að þeir láta eftir Ívari bróður sínum, fyrir bón Jóns Ívarssonar, föður þeirra, að leysa til sín þeirra hluta í jörðinni Auðnum, sex hundruðum að dýrleika, í Brjánslækjarsókn.
Kaupmáli Björns Magnússonar og Helgu Guðmundardóttur.
Kaupmálabréf gert af Magnúsi Björnssyni lögmanni fyrir hönd Gísla sonar síns og Þorleifi Magnússyni fyrir hönd Þrúðar dóttur sinnar, og staðfesting festingarvotta á kaupmálanum.
Jón Egilsson selur Magnúsi Björnssyni lögmanni jarðir konu sinnar Sigríðar Jónsdóttur, Grænavatn og Kálfarströnd við Mývatn. Í staðinn fær Jón Strjúg og Syðsta-Gil í Langadal.
Listi með nöfnum þriggja íslenskra kvenna og tveggja íslenskra karla sem leyst voru frá Biskajum þegar Hendrik Willomsen (Rosenvinge) var á Spáni.
Tveir ódagsettir vitnisburðir um landareignina Krossavík í Vopnafirði.
Uppskrift fimm vitnisburða um landareignina Krossavík í Vopnafirði; landamerkjum, eignum og ítökum lýst.
Reikningur um lausnargjald 28 íslenskra kvenna og 22 danskra, norskra og íslenskra karlmanna sem keyptir voru í Alsír á árunum 1635–1636.
Þorleifur Magnússon gefur Magnúsi Jónssyni, bróðursyni sínum, umboð yfir jörðum og kúgildum í Tálknafirði í þrjú ár.
Kaupmáli Guðmundar Þorleifssonar og Þorgerðar Ólafsdóttur.
Halldóra Guðbrandsdóttir selur Guðmundi Hákonarsyni og konu hans Halldóru Aradóttur Silfrastaði í Blönduhlíð fyrir Ósland í Óslandshlíð og tíu hundruð í Bjarnargili í Fljótum, með skilyrðum.
Magnús Björnsson kaupir Reykjahlíð við Mývatn af Nikulási Einarssyni sem fær í staðinn fyrir Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn.
Lögfesta Jóns Þorsteinssonar, í lögegu umboði Magnúsar Björnssonar lögmanns, fyrir eign Magnúsar, Syðra-Krossanes í Kræklingahlíð, 30 hundruð að dýrleika, að tilteknum ummerkjum eftir gömlum innsigluðum bréfum og skilríkjum.
Vitnisburður um samning þeirra Ara Magnússonar og Guðmundar Hákonarsonar. Fékk Ari Guðmundi 10 hundruð í Bjarnargili í Fljótum fyrir það sem eftir hafði staðið ógreitt af arfahluta Halldóru dóttur hans, konu Guðmundar, hjá Guðbrandi biskupi, og Kristín Guðbrandsdóttir átti. Samþykkti Ari einnig að Halldóra Guðbrandsdóttir mætti selja Halldóru Aradóttur Silfrastaði í Blönduhlíð.
Page 5 of 149