Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1158 documents in progress, 1282 done, 40 left)
Magnús bóndi Björnsson kaupir jörðina Kross í Krosshlíð af hjónunum Nikulási Einarssyni og Þórdísi Jónsdóttur fyrir 12 hundruð en fær þeim í staðinn Fagranes við Mývatn fyrir 8 hundruð.
Vitnisburður Diðriks Jakobssonar um það hvernig Sveinseyri í Tálknafirði var skipt þegar hann bjó á hálfri jörðinni á móti Lassa Jakobssyni heitnum bróður sínum.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um það hvernig Sveinseyri í Tálknafirði var skipt þegar hann bjó á hálfri jörðinni á móti Lassa Jakobssyni heitnum.
Katrín Nikulásdóttir og maður hennar Kolbeinn Jónsson fá Pétri Pálssyni jarðirnar Hól og Garðshorn í Kinn með ýmsum skilmálum en Pétur hafði keypt þær af fyrri eiginmanni hennar, Sigurði Jónssyni heitnum. Katrín tekur fram að bréf sem tengjast jörðunum séu í varðveislu Jóns Einarssonar norður í Bólstaðarhlíð.
Afsals- og kvittunarbréf Jóns Illugasonar til Páls Guðbrandssonar fyrir tíu hundruðum í Neðri-Mýrum í Höskuldsstaðakirkjusókn.
Vitnisburður séra Halldórs Jónssonar um eignarrétt á jörðinni Hóli, sem Sæmundur Árnason kvaðst hafa selt konu sinni, Elenu Magnúsdóttur.
Sendibréf frá Guðbrandi Þorlákssyni til sonar hans Páls Guðbrandssonar á Þingeyrum, um ýmisleg erindi.
Guðbrandur Þorláksson biskup og Halldóra dóttir hans selja Ara Magnússyni Fell á Fellsströnd og Prestbakka í Hrútafirði fyrir Silfrastaði í Skagafirði með ýmsum skilyrðum á báða bóga.
Vitnisburður sex manna að þeir hafi heyrt Ara Magnússon lýsa því að hann og börn hans ættu forkaupsrétt á Silfrastöðum af Halldóru Guðbrandsdóttur eftir hennar dag, ef hún ætti ekki erfingja eftir, fyrir 90 hundraða í fasteign í Skagafirði eða Húnavatnsþingi.
Jón Vigfússon selur Eyjólfi Eiríkssyni 70 hundruð í Lögmannshlíð og Kollugerði í Kræklingahlíð en Eiríkur lætur á móti Næfurholt í Árverjahreppi sem samþykki konu sinnar, Þórdísar Eyjólfsdóttur. Báðir lofa að svara portio kirknanna á jörðunum sem þeir kaupa.
Vitnisburðarbréf Jóns Jónssonar um landamerki Sveinseyrar, milli Eyrar og Hóls (í Dýrafirði).
Guðrún Einarsdóttir selur Ara Magnússyni Silfrastaði, en hann henni aftur Ósland í Miklabæjarsókn, 80 hundruð að dýrleika, með samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur konu sinnar; skyldi Ósland falla til Ara í löggjafir Guðrúnar ef hún andaðist án lífserfingja.
Guðrún Magnúsdóttir selur Ara Magnússyni alla jörðina Silfrastaði í Skagafirði. Í staðinn fær Guðrún jörðina Ósland, málajörð kvinnu Ara, Kristínar Guðbrandsdóttur, 80 hundruð að dýrleika. Ef Guðrún á ekki skilgetið barn eftir sinn dag fá Ari og hans arfar Ósland til baka.
Kristín Guðmundardóttir selur Sæmundi Árnasyni sex hundruð í Látrum í Aðalvík.
Einar Nikulásson selur Birni Benediktssyni jörðina Hrakströnd við Mývatn.
Afrit þriggja manna af kaupbréfi þar sem Björn bóndi Benediktsson kaupir hálfan Hjalla í Höfðahverfi af Þorláki Ívarsson og konu hans Ingibjörgu Þórarinsdóttur, fyrir jörðina Brennihól í Kræklingahlíð og lausafé.
Bréf frá átján kaupmönnum í Hafnarfirði til þeirra Odds biskups Einarssonar og lögmannanna Þórðar Guðmundssonar og Jóns Jónssonar, upp á kvörtunarbréf þeirra til kaupmanna yfir versluninni; lofa kaupmenn þeim svari þegar er þeir geti haldið samkomu sín á milli.
Vitnisburðarbréf um lesinn vitnisburð þess efnis að Elen Magnúsdóttir hefði gefið Jóni Magnússyni Þórustaði gegn því skilyrði að stúlkubarn yrði skírt Elen og skyldi jörðin fylgja nafni.
parchment and paper
Vitnisburður um loforð fyrir lögmála í jörðunni Geirseyri við Patreksfjörð.
Jón Gíslason gefur Þorleif Magnússon kvittan um þau 18 hundruð sem séra Magnús Magnússon heitinn hafði lofað að gjalda honum fyrir hálfa jörðina Meðalheim á Ásum.
Kvittunarbréf Ara Ormssonar og konu hans Sigríðar Þorsteinsdóttur til Bjarna Oddssonar um andvirði jarðarinnar Víghólsstaða.
Afrit þriggja vitnisburða um Geitaberg: a) Vitnisburður Jóns prests Þorleifssonar um handsalaðan gjörning milli Erlends Þorvarðssonar og Jóns Sigurðssonar vegna þrætu um landareign á milli Geitabergs og Dragháls, 1. júlí 1570. b) Vitnisburður Guðmundar Ormssonar um sama gjörning, 1. júlí 1570. c) Vitnisburður Magnúsar Jónssonar um að hann hafi aldrei heyrt tvímæli leika á að Geitaberg ætti það land sem Erlendur Þorvarðsson og Jón Sigurðsson þrættu um, 10. ágúst 1570.
Dómsbréf úr héraði um kirkjugóss á Grund í Eyjafirði.
Lýsing á lögmála lögðum á Látra á Ströndum. (Texti á innsiglisþvengjum).
Vitnisburður um að Guðmundur Vilhjálmsson hefði lofað því að Sæmundur Árnason skyldi eiga forkaupsrétt að Látrum í Aðalvík.
Sendibréf frá Páli Jónssyni á Staðarhóli til Guðbrands biskups.
parchment and paper
Vitnisburður Jóns Björnssonar og Bjarna Sveinssonar um eignarhald Skarðs á Skarfaskeri.
parchment and paper
Vitnisburður Magnúsar Filipussonar um að Þorleifur heitinn Pálsson á Skarði hafi léð séra Ólafi heitnum Magnússyni, presti á Stað á Reykjanesi, afnot af Skarfaskeri; Staðarkirkja eigi ekkert tilkall til þessa skers.
Vitnisburður um að Jón Jónsson lögmaður hafi fengið Gunnari Gíslasyni jörðina Syðri-Bægisá sem andvirði fyrir Silfrastaði, auk Hóls í Ólafsfirði.
Viðurvistarbréf sex manna um gjörning þeirra Jóns Jónssonar lögmanns og Gunnars Gíslasonar bónda um að allur ágreiningur milli þeirra skyldi niður falla, sem sprottinn var af sölu Gunnars á hálfum Silfrastöðum og Borgargerði til Jóns lögmanns. Skyldu þær jarðir nú vera eign Jóns með sama móti sem Gunnar keypti þær af Brandi.
Bjarni Oddsson kaupir Víghólsstaði á Skarðsströnd af hjónunum Ara Ormssyni og Sigríði Þorsteinsdóttur fyrir lausafé.
Vitnisburður Orms Erlingssonar um að þegar Sæmundur Árnason gekk að eiga Elenu Magnúsdóttur árið 1588 hafi faðir hennar, Magnús heitinn Jónsson, lýst því að Elen skyldi eignast Ballará í stað Þóroddsstaða.
Jón Konráðsson gefur Konráði syni sínum jörðina Kvígindisdal í Patreksfirði með tilteknum skilmálum.
Helmingaskipti á Geitabergi á milli Gísla Þórðarsonar og Guðmundar Jónssonar. Gert af Þórði Guðmundssyni lögmanni og fimm mönnum öðrum.
Viðurvistarbréf sex manna um gjörning þeirra Jóns Jónssonar lögmanns og Gunnars Gíslasonar bónda um að allur ágreiningur milli þeirra skyldi niður falla, sem sprottinn var af sölu Gunnars á hálfum Silfrastöðum og Borgargerði til Jóns lögmanns. Skyldu þær jarðir nú vera eign Jóns með sama móti sem Gunnar keypti þær af Brandi.
Jón Ólafsson lýsir því að hann hafi verið viðstaddur á Espihóli í Eyjafirði á hvítasunnu 1553 þegar Jón Oddsson festi Hallóttu Magnúsdóttur sér til eiginkonu með samþykki Einars heitins Brynjólfssonar, sem þá var hennar giftingarmaður (lögráðamaður).
Jón Pálsson selur Jóni Jónssyni, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, hálfa jörðina Gauksstaði á Svalbarðsströnd, en hálfa gaf Jón Pálsson Páli syni sínum (á barnsaldri) og fékk Guðbrandi biskupi umboð yfir.
Vitnisburðarbréf Jóns Hallssonar um sel í Heilagsdal við Grænavatn og um þrætu Kolbeins Arngrímssonar og Þorsteins Finnbogasonar.
Jón Jónsson lögmaður afhendir Gunnlaugi Ormssyni jarðirnar Leyning, Ystu-Vík, Villingadal og hálfan Jökul í Eyjafirði á móti hálfum Silfrastöðum, Egilsá og Þorbrandsstöðum. Gunnlaugur lýsir Jón kvittan.
1. DI III, nr. 383: Bjarni Ásgrímsson selur Benedikt Brynjólfssyni jarðirnar Syðri-Látur og Kaðalstaði og alla Grundarreka samkvæmt viðfestri rekaskrá 2. Vitnisburður frá 1580. 3. Aftan á skjalinu: DI III, nr. 385: Skrá um Grundarreka, sem Bjarni Ásgrímsson seldi Benedikt Brynjólfssyni.
Gunnar Gíslason selur Jóni Jónssyni lögmanni hálfa Silfrastaði og Borgargerði í Skagafirði með sama skilmála og Brandur Ormsson og kona hans Hallótta Þorleifsdóttir hefðu þær áður selt Gunnari (sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. LXVIII, 27).
Brandur Ormsson selur, með samþykki konu sinnar Hallóttu Þorleifsdóttur, Gunnari Gíslasyni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og Borgargerði. Í staðinn skal Gunnar taka son Brands og Hallóttu, Tómas, og ala upp og manna og gjalda honum síðan andvirði jarðanna ávaxtarlaust þegar hann er af ómagaaldri. Í lok bréfsins er þó greint frá því að Gunnar gangi ekki framar að þessu kaupi en að Jón lögmaður keypti að honum sömu jarðir með sama skilmála.
Brandur Ormsson selur, með samþykki konu sinnar Hallóttu Þorleifsdóttur, Gunnari Gíslasyni hálfa Silfrastaði í Skagafirði og Borgargerði. Í staðinn skal Gunnar taka son Brands og Hallóttu, Tómas, og ala upp og manna og gjalda honum síðan andvirði jarðanna ávaxtarlaust þegar hann er af ómagaaldri.
Uppkast að próventugjörningi Bjarna Einarssonar við Nikulás Þorsteinsson og son hans Hallgrím. Fær Bjarni Nikulási allt það fé sem hann hafði erft eftir foreldra sína að undanskildum Ytra-Hóli í Kaupangssveit og lýsir lágmarksupphaldi sem hann krefst af Nikulási. Sigríður Einarsdóttir, systir Bjarna og erfingi hans, samþykkir gjörninginn.
Sölvi Árnason, með samþykki konu sinnar Þórunnar Björnsdóttur, selur Einari Magnússyni tíu hundruð í Stóru-Reykjum í Flókadal fyrir lausafé.
Helga Jónsdóttir lýsir því að hún hafi gefið Björgu Kráksdóttur, dóttur sinni, hálfa jörðina Torfalæk.
Guðrún Þorleifsdóttir gerir skipti meðal barna sinna, með samþykki séra Magnúsar Magnússonar, bæði á föðurarfi þeirra og og peningum öðrum sem hún vildi þeim gefa og gjalda.
Vitnisburður Jóns Filipussonar að séra Jón Brandsson afi hans hafi neitað að hann hafi selt Jóni lögmanni jörðina Garð í Olafsfirði, heldur hafi Hallur Magnússon átt að taka að sér þá jörð til eignar eftir gjörningi þeirra á millum, svo og hafi hann lýst óánægju sinni um Jón lögmann.
Mótmælaskjal gegn marköngladómi.
Skiptabréf.