Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1158 documents in progress, 1294 done, 40 left)
Vitnisburður Geirmundar prests Jónssonar, að Ormur lögmaður Sturluson hafi hegðað sér vel í öllu og boðið sig til að gjöra hverjum manni rétt á þingum og í samkundum, með meiru.
Jarðaskiptabréf.
Afhending lögmála í jörðina Látur í Mjóafirði.
Transskipt sjö bréfa um jarðamál Þorleifs lögmanns Pálssonar. (Yfirlit bréfanna er í DI XV, nr. 79). 1. Alþingisdómur Erlends lögmanns um Hól i Bolungarvík frá 30. júni 1543. (DI X, nr. 200) 2. Vitnisburður Sveins Jónssonar um Hól 2. sept. 1541. (DI X, nr. 367) 3. Vitnisburður Jóns Þórarinssonar um sama 2. sept 1541. (DI X, nr. 368) 4. Vitnisburður Grims Jónssonar og Svarts Bjarnasonar um sama efni 17. júní 1542. (DI XI, nr. 126) 5. Vitnisburður Ólafs Guðmundssonar um sama 2. sept. 1541. (DI X, nr. 369) 6. Vitnisburður Tómasar Jónssonar um sama 2. sept. 1541. (DI X, nr. 370) 7. Alþingisdómur Þorleifs lögmanns Pálssonar um Skálavíkurjarðir (Skálavíkurdómur) 30. júni 1542. (DI XI, nr. 139)
Kaupbréf fvrir 4 hundr. í Látrum i Aðalvík.
Vidisse á pappír. Skv. DI: Í LXVIII, 12 eru: (fyrirsagnirnar skrifaðar utanmáls m. annarri samtíða h., líklega hendi Árna Gislasonar): 3. „Giorningsbref Orms Stullasonar" frá 19. maí 1560 um Kjarlaksstaði og Ormsstaði (= frumrit LXXII, 15). (DI XIII, nr. 350), sjá einnig tengil á handrit.is) 4. „Witnisburdur Jons Marteinssonar og Bessa Biornssonar“ frá 23. dec. 1566 (= frumrit LXXII, 15). 5. „Witnisburdur Gunlaugs Kodranssonar" frá 6. febr. 1563 (= frumrit LXXII, 17). (DI XIV, nr. 51) 6. „Witnisburdur Fusa Jonssonar“ frá 6. febr. 1563 (= frumrit LXXII, 17). 7. „Witnisburdur Gudlaugar Ormzdottur“ 6. febr. 1563 (= frumrit LXVIII, 8). (DI XIV, nr. 50) 8. „Witnisburdur Sijra Finnboga og Sigmundar“ 20. sept. 1566 (= frumrit LXVIII, 9). (DI XIV, nr. 372) 9. „Vitnissburdur Sijra Finnboga og Runolfs“ 9. nóv. 1566—13. jan. 1567 (= frumrit LXXII, 17).
Vidisse á pappír. Í LXVIIl, 11 eru: 1. Vitnisburðr Jóns Halldórssonar frá 22. febr. 1567 um manndauða á Auðkúlu i plágunni 1495 (= frumrit i Fasc. LXXll, 18). 2. Vitnisburðr Ingibjargar Salamonsdóttur frá 13. apr. 1567 um sama efni (= frumrit í Fasc. LXXIII, 17).
Staðfesting tveggja manna um að textar tveggja meðfestra bréfa, AM Dipl. Isl. Fasc. LXVIII, 11 og 12, séu rétt uppskrifaðir.
Vitnisburðarbréf.
Lofan Orms Sturlusonar að selja Arna Gíslasyni fyrstum manna Kjarlaksstaði og Ormsstaði.
Kaupbréf fyrir Þverá ytri í Vestrhópi.
Jarðaskiptabréf og er Látrum í Aöalvik skipt viðSteig og Karlsstöðum í Veiðileysu. Tvö bréf á sama skinnblaði og sama AM nr.
Kaupbréf fyrir 4 hundr. i Látrum i Aðalvík.
Vitnisburður um Látur (Látra) í Aðalvík.
Vitnisburður um Látur (Látra) í Aðalvík.
Vitnisburður um lofan á sölu Látra i Aðalvik.
Kvittun andvirðis fyrir 20 hundr. i Guðrúnarstöðum
Transskrift 2 bréfa um eignarrétt á Hóli í Bolungarvík. 1. (DI IX, nr. 554) Tylftardómur út nefndr á Alþingi af lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og Ara Jónssyni, um kærur Illuga Ólafssonar til Ögmundar biskups, að hann héldi Brigit (Bríetu) móður sína út af Hóli og Hólseignum í Bolungarvik, er Brigit taldi erfðaeign sína eptir Einar Jónsson bróður sinn. 2. ATH 3. Texti transskripts.
Kvittun Bjarnar Eyjólfssonar til Árna Gíslasonar fyrir andvirði 10 hundr. í Barkarstöðum í Miðfirði.
Skýrsla Jóns Ólafssonar um samtal síra Jóns Filippussonar og Þorgerðar Jónsdóttur um Vetrliðastaði.
Jarðaskiptabréf Daða Guðmundssonar og Árna Gíslasonar.
Vitnisburður síra Gilbrigts Jónssonar um jarðaskipti Jónsbyskups Arasonar við Einar Ólafsson, Þorkelshóli fyrir Slóru-Borg.
Kaupmálabréf Magnúsar Jónssonar og Elenar Jónsdóttur.
Sex prestar Skálholtsbiskupsdæmis lofa að halda rétta trú og siðu, „eptir guðs lögum og páfanna setningum, sem gamall vani er til“, og að halda Jón biskup fyrir réttan yfirmann og Skálholtskirkju formann.
Kaup- og landamerkjabréf um Hróaldsstaði í Vopnafirði.
Thumas Oddsson selr Þorleifi Pálssyni, með samþykki Helgu Ketilsdóttur konu sinnar, átján hundruð í Kleifum í Gilsfirði, og kvittar um andvirðið.
Staðarbréf, út gefið af Ögmundi biskupi í Skálholti, handa sira Þorleifi Björnssyni fyrir Staðarstað í Steingrímsfirði, er Hallr prestr Ögmundsson hafði nú sagt lausum.
Staðarbréf, út gefið af Jóni biskupi á Hólum, handa síra Birni Jónssyni (syni hans) fyrir Melstað í Miðfirði.
Dómr sex klerka og sex leikmanna, útnefndr af Ögmundi biskupi í Skálholti, um það, hver afgreiðslumaðr skyldi reikningskapar kirkjunnar á Hóli í Bolungarvík og annara löglegra skulda, er þar áttu að greiðast eptir Einar Jónsson frá fallinn, með öðru fleira, er bréfið greinir.
Staðfest afrit þriggja bréfa um arfleiðslu Lofts Ormssonar til sonar síns Stefáns Loftssonar.
Sáttarbréf þeirra Gríms bónda Pálssonar og Þorleifs sonar hans af einni hálfu og af annari Vigfúsar lögmanns Erlendssonar og Hólmfríðar systur hans um allan hugmóð, heimsóknir, fjárupptektir og „sér í lagi um réttarbót Hákonar kongs, sem þeim hafði mest á millum borið“ (Nr. ,147)
Transskrift af fimm bréfum um Fell í Kollafirði: 1, Vitnisburði Hermundar prests Oddssonar 2. Jan. 1500, DI, VII, nr. 482. 2. Vitnisburði OrmsnMagnússonar 13. Marts 1494.DI,VII, nr. 270. 3. BréfiSveinbjarnar Aronssonar ofl. 24.Nóv. 1471. DI,V, nr. 578. 4. Löggjafabréfi Andrésar Guðmundssonar og Þorbjargar Óafsdóttur [3. okt. 1500-] 16. Febr. 1501. DI, VlI, nr. 516. 5. Kvittunarbréf Andrésar Guðmundssonar til Guðmundar sonar síns 31. Maí 1495. DI, VII, nr. 312. 6. Texti transskiptsins er í DI VIII, nr. 160.
Tveir menn votta, að þeir hafi séð kvittunarbréf það, er Ormur Jónsson þá (1497) kongs umboðsmaður milli Hítarár og Skraumu gaf Páli Aronssyni fyrir atvist að vígi Páls heitins Jónssonar (1496), og eins kvittunarbréf Guðna Jónssonar fyrir bótum eptir Pál.
Jón Björnsson fær Ormi Jónssyni til fullrar eignar jörðina Bólstað í Steingrímsflrði.
Guðni Jónsson gefr Páli Aronssyni frið og félegan dag fyrir sér og öllum sínum eptirkomendum og hefir gert við hann fulla sátt fyrir atvist að vígi Páls Jónssonar bróður Guðna, þegar Páll var ófyrirsynju í hel sleginn á Öndverðareyri(1496), og kveðst fésekt og „nægilse" hafa uppborið sín vegna og Orms bróður síns.
Björn Þorleifsson fær Páli Aronssyni til fullrar eignar jörðina Látr á Ströndum í Aðalvíkrkirkjusókn.
Oemr, bóndi Jónsson kvittar Pál Aronsson um þá reið og styrk, er hann veitti í tilför og gerningum, er (Páll) bróðir Orms var óforsynju í hel sleginn, en Ingvildr Helgadóttir gekk í borgun fyrir Pál um tuttugu hundruð.
Lýsing fimm klerka, að séra Steinn Þorvaldsson hafi lagt sig undir dóm tveggja tylfta klerka, sem Ólafr biskup til nefndi um kærur hans til séra Steins um óhlýðni við sig, mótblástr og fleira.
Vitnisburður um atför Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara í Grenivík á heimili Magnúsar Þorkelssonar, er þeir brutu þar bæjarhús og særðu Kristinu Eyjólfsdóttur, konu Magnúsar, svo að hún var blóðug.
Helgi Sigurðsson selr Brynjólfi Magnússyni jörðina Hallgilsstaði í Fnjóskadal fyrir 37 hundruð í lausafé, og tilgreinir landamerki.
Sex menn votta, að Þorálfr Þorgrímsson seldi Magnúsi syni sínum til fullrar eignar hálfa jörðina Granastaði i Köldukinn fyrir lausafé, og að Páll Þórálfsson seldi Magnúsi bróður sínum það hálft þriðja hundrað í jörðinni, er lionum hafði til erfða fallið cptir Steinuui Þorkelsdóttur móður sína.
Transskriftarbréf af dómi um gjafir og skuldir Sólveigar Þorleifsdóttur.
Transskrift af vitnisburði um viðskipti og slagsmál sr. Narfa Böðvarssonar og Halldórs Hákonarsonar í kirkjugarði. 1. DI V. nr. 672: Transskript. 2. DI V. nr. 328: Vitnisburðr sjö manna um viðskipti séra Narfa Böðvarssonar og bræðra hans og þeirra manna við Haldór Hákonarson og Ólaf Jónsson og þeirra menn í kirkjugarðinum í Holti í Önundarfirði, að ekki hefði þeir Haldór slegið fyrri en grjóti var til þeirra varpað úr kirkjugarðinum.
Transskriftarbréf af kvittunarbréfi konungs til Björns Þorleifssonar vegna kaupa á eigum Guðmundar Arasonar. Sjá DI V, nr. 416: Kristján Danakonungr hinn fyrsti lýsir því, að Björn Þorleifsson, „vor elskulegur þénari“, hafi goldið sér fjögur hundruð nóbila fyrir eignir Guðmundar Arasonar, er Björn hafð ikeypt, og kvittar konungr Björn með öllu fyrir endrgjaldi þessara eigna.
Kristján konungr hinn fyrsti veitir Guðina Jónssyni landsvist fyrir víg Guðmundar Magnússonar, er hann hafði ófyrirsynju drepið.
Þorvaldur (búland) Jónsson kaupir Strúg í Langadal af Jóni Bergssyni fyrir þrjátigi hundraða.
Kristján Danakonungr, hinn fyrsti með því nafni, ritar Nikulási páfa hinum fimta, og biðr bann ásjár fyrir Marcellus Skálholtsbiskup, sem orðið bafi saklaus fyrir rógi og illmælum.
Ari Bessason selur Birni bónda Þorleifssyni jörðina á Kleifum í Gilsfirði fyrir þrjátigi hundraða í lausafé, er skyldi lúkast út á þrem árum og skildi Ari Haldóru Helgadóttur konu sinni þetta fé til fullrar eignar.
Tveir menn votta, að Oddr Snorrason handlagði séra Þorkel Guðbjartsson öldungis kvittan um þau tíu hundruð, er varð honum skyldugr í milli jarðanna Gautstaða og Öxarár.
Þrír menn votta að Björn Sæmundsson seldi Oddi Snorrasyni jörðina Gautsstaði á Svalbarðsströnd, en Oddur leggur í móti jarðirnar Miðvík í Höfðahverfi og Nes í Hnjóskaldal og segir til ítaka.