Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1158 documents in progress, 1294 done, 40 left)
Jón Hólabiskup transskríberar vígslubréf Arna Skálholtsbiskups Ólafssonar þar sem Jóhannes biskup í Lýbiku vottar, að hann hafi í umboði Jóhannes páfa 23. vígt Árna [Ólafsson] til biskups í Skálholt í dómkirkjunni í Lýbiku í viðrvist tveggja nafngreindra biskupa og margra annara góðra manna. Heildartextinn er í nr. 633 en bréf Lübeckbiskups er í nr. 626.
Vilchin biskup í Skálholti skipar séra Þorstein Svarthöfðason til að dæma milli Guðmundar Einarssonar á Hrafnabjörgum og Vermundar ábóta á Helgafelli um það, er Guðmundr tók hest undan söðli ábóta.
Kaupmálabréf Brands Sölvasonar og Guðlaugar Ketilsdóttur.
Skiptabréf eftir Ásgrím Þórðarson á Marðarnúpi.
Samningur Orms Snorrasonar og Sigríðar Torfadóttur þar sem hún gefur Ormi fullt umboð til að kæra eftir móðurarfi hennar og öðrum hennar peningum, hvar sem hittast kynni og við hverja sem væri að skipta.
Yfirlýsing Halldóru Guðbrandsdóttur um að hún hafi keypt Hól í Flókadal og afhent Guðmundi Hákonarsyni.
Sáttargerð Guðbrands Þorlákssonar biskups milli þeirra Sigurðar bónda Jónssonar og sr. Erlends Pálssonar. Skipti Sigurður bóndi Dunhaga í Hörgárdal við biskup fyrir Illugastaði í Laxárdal, og þar með lofaði biskup honum vináttu sinni, en öll þræta milli þeirra Erlendar prests niður falla.
Elín Pálsdóttir gefur Sigríði Sigurðardóttur skógarhögg í Möðruvallaskógi til jarðarinnar Torfufells.
Séra Erlendur Þórðarson endurnýjar á sóttarsæng löggjafir sínar við konu sína, Guðfinnu Arnfinnsdóttur.
Erlendur prestur Þórðarson selur konu sinni Guðfinnu Arnfinnsdóttur Víðidalsá.
Vitnisburður um að Hannes Björnsson hafi selt Erlendi presti Þórðarsyni Víðidalsá í Steingrímsfirði og kvittað fyrir andvirðið.
Bréf Hannesar Björnssonar, að hann hafi fengið Erlendi presti Þórðarsyni til eignar jörðina Víðidalsá í Steingrímsfirði með 6 kúgildum og þar til málnytu 10 aura, og kvittar fyrir andvirðið.
Kaupmálabréf Einars Jónssonar og Guðnýjar Skíðadóttur.
Transskrift af kvittunarbréfi konungs og Otta Stígssonar til Jóns Björnssonar fyrir legorðssök. 1. (DI XI, nr. 333) Kkistján konungr III. kvittar Jón Björnsson af legorði með þeirri konu, er bróðir hans hafði áðr legið með og getið barn við. 2. (DI XI, nr. 395) Otti hirðstjóri Stigsson kvittar Jón Björnsson af öllu sakfelli til konungs fyrir brot hans með þeirri konu, er bróðir hans hafði áðr legið með, en Pétr Einarsson hefir Jóns vegna goldið i hendr hirðstjóra 15 hundruð fiska.
Afsalsbréf fyrir Kleifum. Thomas Oddsson og Helga Ketilsdóttir selja Pétri Loptssyni alla jörðina Kleifar í Gilsfirði ítölulausa fyrir þrjá tigi hundraða.
Alþingisbréf til konungs um lögmannskosningu. Bréf af Alþingi til Friðriks konungs hins fyrsta um lögmannskosningu Þorleifs Pálssonar og Ara Jónssonar.
Skrá er geymir arfleiðslubréf og gjafabréf varðandi Héðinshöfða. 1. (DI X, nr. 375) Jón prestr Finnbogason gefr Málfriði dóttur sinni 40 hundruð í jörðunni Héðinshöfða á Tjörnesi og lýsir þvi, að hann hafi arfleitt hana með öðrum börnum sínum. 2 (DI IX, nr. 372) Jón prestr Finnbogason arfleiðir með samþykki Þorsteins bróður síns Málfríði dóttur sína að jörðunni Héðinshöfða, en önnur börn sín til annara sinna peninga.
Kaupmáli Bjarnar Andréssonar og Guðrúnar Björnsdóttur.
Skrá um aflát og syndaaflausnir í Augustinusarklaustrum ásamt útskýringum á eðli og takmörkunum syndaaflausna.
Transskriftarbréf (4), varðandi líkflutninga, skiptingu lýsistolla og staðfestingar. Haldók prestr Jónsson og þrír leikmenn vidimera þrjú bréf um Akra og Krossholtskirkju: 1. Bréf Vermundar ábóta frá 18. Marts 1406, DI, III, Nr. 585. 2. Bréf Jóns Skálholtsbiskups frá 10. Marts 1410. DI, III, Nr. 608. 3. Bréf Stepháns biskups frá 9. Okt. 1502. DI, VII, Nr. 586 .
Úrskurður biskups um arfrétt eftir Sólveigu Björnsdóttur og samþykki klerka. Allt er þetta vidisse. 1. (DI VIII, nr. 296) Stephán biskup í Skálholti úrskurðar Jóni, Birni, Einari, Brigitu og Kristínu, börnum Solveigar Björsdóttur, þá peninga til eignar, sem skiptabréf biskups frá 26. Aug. 1511 (Nr. 295) segir til. 2. (DI VIII, nr. 295) Skipan og skipti Stepháns biskups í Skálholti á testamentumgerð Solveigar Björnsdóttur. 3. (DI VIII, nr. 322) Klerkar og leikmenn samþykkja á prestastefnu skiptagerð Stepháns biskups um testamentisgjafir Solveigar Björnsdóttur.
Vitnisburður um landamerki milli Holts í Saurbæ og Brunnár. Vitnisburður Hermundar prests Oddssonar um lýsing Jóns kolls Oddssonar um landamerki Holts í Saurbæ og Brunnár.
Óvidmeruð transskrift um eignir Guðmundar Arasonar. 1. DI V, nr. 323: Kristján hinn fyrsti Danakonungr selr Birni Þorleifssyni umboðsmanni sínum "upp á Ísland", eignir þær, er Guðmundr Arason (á Reykhólum) hafði "forbrotið", og kallar aptr bréf Kristophers konungs af Baiern um þessar eignir. 2. DI V, nr. 337: Henrik Kepken, umboðsmaðr Kristjáns konungs hins fyrsta, kvittar Björn Þorleifsson hirðstjóra sunnan og austan á Íslandi fyrir hálfu öðru hundraði nóbila og þrettán betr, er Björn geldr sem fyrsta sal upp í eignir Guðmundar Arasonar. 3. DI V, nr. 393 og 377. 4. DI V, nr. 416: Kristján Danakonungr hinn fyrsti lýsir því, að Björn Þorleifsson, „vor elskulegr þénari“, hafi goldið sér fjögur hundruð nóbila fyrir eignir Guðmundar Arasonar, er Björn hafði keypt, og kvittar konungr Björn með öllu fyrir endrgjaldi þessara eigna. 5. DI VI, nr. 360: Dómr og úrskurðr hins norska ríkisráðs, að Þorleifr Björnsson skuli halda eignum þeim undir lög og dóm, er Bjarni Þórarinsson og hans fylgiarar höfðu gripið, en fyrrum hafði att Guðmundr Arason.
Transskrift af skrá um dýrleika nokkurra jarða Guðmundar Arasonar. Bréfið er á þremur stöðum í DI VI. 623: Fimm menn transskríbera tvö bréf um peninga Guðmundar ríka Arasonar. 139: Þorleifur Björnsson og Diðrik Píning, hirðstjórar yfir alt Ísland, Einar Björnsson og Ólöf Loptsdóttir útnefna tólf menn til að virða peninga Guðmundar Arasonar, er Björn Þorleifsson og Einar bróðir hans höfðu að sér tekið. 140: Skrá um dýrleika á þeim jörðum Guðmundar Arasonar ríka á Reykhólum, sem voru ranglega haldnar og leggja skyldi aptr.
Transskrift af transskrift af skipunarbréfi Diðriks Pínings til hirðstjóra. Texti transskriptsins sjálfs er í DI VI, nr. 468, transkript transkripts frá 21. maí 1484 er í nr. 456 og hirðstjórabréf frá 26. nóv. 1483 er í nr. 448. 448: Hans konungr skipar Diðrik Píning hirðstjóra yfir alt Ísland, af því að Þorleifr Björnsson kom eigi á konungs fund að segja „sína trú þjónustu eptir því sem það sig burði“ og ákveðið var.
Vitnisburður um seldan 1/2 Héðinshöfða með ýmsum skilmálum. Vitnisburður sex manna, að Ásgrímr Hallsson hafi selt Finnboga Jónssyni hálfa jörðina Héðinshöfða, og að það hefði verið tilskilið, ef Finnbogi sækti með lögum hálfa jörðina þá handseldi Ásgrímr Finnboga jarðirnar Áland í Þistilfirði og Hlíð á Langanesi fyrir þá peninga, er Finnbogi hafði gefið Ásgrími fyrir Héðinshöfða.
Umboðsbréf Sveins Þorgilssonar til Halldórs Hákonarsonar yfir peningum barna Sveins um þrjú ár.
Afhendingarbréf Þorgerðar Magnúsdóttur um hálfan Héðinshöfða á Tjörnesi með tilgreindum húsum og vallarmörkum til Finnboga Jónssonar.
Þorgerður Magnúsdóttir selr Finnboga Jónssyni hálfan Héðinshöfða á Tjörnesi með hálfri Lundey og eins manns aungulveiði á Botnsvatn.
Kaupbréf fyrir Hvallátrum.
Skipan Sæmundar Ormssonar um almennig í Hornafirði (brot). Sjá skráningarfærslu á handrit.is
Skinnrolla með tveimur bréfum: Efst: Ákærur Þorbjarnar Flóventssonar til Björns Árnasonar. (DI VII, nr. 224) Neðar: Skrá um peningaskipti Björns Guðnasonar og Guðna föður hans. (DI VII, nr. 223)
Vinstri helmingur dómsbréfs klerka um barsmíð Jóns Sigmundssonar á tilgreindum klerki. Dómr klerka útnefndr á prestastefnu af Gottskalki biskupi á Hólum um barsmíð Jóns Sigmundssonar á Ólafi presti Guðmundssyni (Beggu-Láfa), og dæma þeir Jón í bann og kunnan og sannan að mörgum falsbréfum.
Jóni Sigmundssyni handfest jörðin á Vindheimum. Vitnisburðr tveggja manna um landamerki Vindheima á Þelamörk.
Dómstefna til Jóns Sigurðssonar um skuld af réttum eignum fátækra.
Testamentisbréf Páls Brandssonar á Möðruvöllum.
Virðing á húsabót í Tungu í Fljótum og þremur hjáleigum.
Minnisblöð Stefáns biskups (reikningar). Prentað í þremur nr. í DI VII: 1. (329) Reikningur um nokkrar fjárheimtur Skálholtsstaðar vestra. 2. (330) Skrá um þær kirkjur er Páll bóndi Jónsson á Skarði og Jón bóndi danr Björnsson áttu að svara fyrir gagnvart Stepháni biskupi, svo og nokkur annar reikningskapur. 3. (594) Vaðmálareikningur Skálholtsstaðar.
Minnisblöð Stefáns biskups um skiptagjörð hans milli Bæjarkirkju á Rauðasandi og Seyðisdalskirkju, og fjárskipti hans um sálugjöf Solveigar Björnsdóttur. Uppteiknan Stepháns biskups Jónssonar til minnis um, hverjir hafi setið skiptagjörð hans milli Bæjarkirkju á Rauðasandi og Seyðisdalskirkju og fjárskipti biskups um sálugjöf Solveigar Björnsdóttur til barna þeirra, er hún átti með Jóni Þorlákssyni.
Skrá og reikningsskapur eftir Guðna Jónsson andaðan.
Tvö bréf á einni skinnrollu. 1. (DI IV, nr. 531) Lýsing Sigurðar J>órðarsonar (í Haga) í banalegu sinni að hann skuldaði eingum manni neitt og ekki heldr Þormóði Ólafssyni. 2. (DI IV, 532) Vitnisburðr Halls Alexanderssonar um ýmis viðskipti þeirra máganna Sigurðar Þórðarsonar (í Haga) og þormóðar Ólafssonar.
Sendibréf Jóns Erlingssonar til Björns bónda Guðnasonar, um mál þeirra frændanna Björns Þorleifssonar og Björns Guðnasonar.
Þrjú bréf á sama skinnblaði. 1. (nr. 528) Bréf frá Birni Guðnasyni til Stepháns biskups í Skálholti um þá frændr sína Björn Þorleifsson og Þorstein bróður hans, og áhlaup það, er þeir hafi gert í Vatnsfirði „þetta árið“, að þeir hafi „bíryktað“ sig við biskup, um fylgi biskups við þá og fleira. 2. (nr. 529) Bréf frá Birni Guðnasyni til Stepháns biskups í Skálholti, þar sem hann biðr biskup að gera sér og kirkjunni í Hvammi (í Hvammssveit) rétt af Andrési Guðmundssyni og Guðmundi syni hans, er haldið hafl Hvalsárreka fyrir Hvammskirkju í þrjátigi vetur eða meir. 3. (nr. 530) Bréf Jóns (dans) Björnssonar, Guðna Jónssonar og átta manna annara á Vestfjörðum, þar á meðal Björns Guðnasonar, til Finnboga lögmanns Jónssonar, þar sem þeir mótmæla harðlega alþingisdómi þeim, er feldr var á þessu ári, og dæmir Björn Þorleifsson skilgetinn og lögkominn til arfs eptir Þorleif Björnsson föður sinn.
Brot úr sendibréfi. Skv. AM 479 4to: "frá föður Ingibjargar... nefnir fjórðungsgjöf."
Sendibréf Kristínar Guðnadóttur til Jóns Asgeirssonar bónda síns.
Sendibréf Jóns dans Björnssonar til Páls mágs síns Jónssonar á Skarði á Skarðsströnd.
Sendibréf Guðna Jónssonar á Kirkjubóli til Jóns Sigmundssonar um viðgerð á söðli.
Þorgiis prestr Nikulásson gerir og gefr, eptir undirtali við Ragnhildi Bjarnadóttur, alla menn Björns Guðnasonar frjálsa og kvitta um alla sök og sókn og alt skaðræði, sem hann þóttist af þeim hafa feingið, „sérdeilis tilskilið það rusk og rask, högg eðr slög, sem til kom með þeirra monnum á Holtseingi," en skilur þó undan þessari kvittan Helga Pálsson, nema meðan hann sé undir vernd Björns eða Ragnhildar.
Sendibréf Björns ríka Þorleifssonar til Brands lögmann Jónssonar um gripdeildir Lopts (Ormssonar), þjónustulaun Brands hjá Birni og fleira.
Tvær dómstefnur frá Birni Guðnasyni til: 1) LXIV, 12 (recto) Ólafs Filippussonar (nr. 531) Stefna Björns Guðnasonar til Ölafs Filippussonar til Staðarhóls i Saurbæ fyrir Narfa Sigurðsson kongsumboðsmann milli Gilsfjarðar og Gljúfrár um hald á arfi eptir Solveigu Björnsdóttur. 2) LXIV, 12 (verso) Björns Þorlákssonar. (nr. 532) Stefna Björns Guðnasonar til Björns Þorleifssonar til alþingis um aðtekt og ísetu arfs eptir Solveigu Björnsdóttu.r