Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1158 documents in progress, 1294 done, 40 left)
Uppkast að dómstefnunnu í LXIV, 10. Sjá skráningarfærslu um hana.
Stefna Björns Guðnasonar til síra Jóns Eiríkssonar í Vatnsfirði að mæta á næsta Öxárárþingi fyrir Jóni lögmanni Sigmundssyni.
Dómur um tilkall Jóns Jónssonar til arfs eftir Solveigu Björnsdóttur á hendur Birni Guðnasyni.
Sr. Hallur Þórarinsson sendir Birni Guðnasyni bréf um Ásgrím frænda sinn.
Skrá um eignir Vatnsfjarðarkirkju þegar Björn Guðnason tók við 1499 og þegar hann afhenti 1503. Einnig um þá muni sem hann hafði burt og um eignir Kirkjubólskirkju í Langadal.
Skilmálar fyrir aflausn Björns Guðnasonar.
Brot af dómi um umboð á jörðum þeim og kúgildum er Pétri Loftssyni höfðu til erfða fallið eftir Stefán bróður sinn. Þórólfi Ögmundssyni er gert að afhenda Guðina Jónssyni, sem hafði löglegt umboð Péturs, erfðahlutinn eftir Stefán.
Skuldaviðurkenning Eiríks Jónssonar við séra Gísla Brynjólfsson ásamt gjaldfresti og viðurlögum. Greiði Eiríkur ekki skuldina sonum séra Gísla, séra Guðmundi og Bjarna, föstudaginn í næstkomandi fardögum, skal hann fá þeim tíu hundruð í jörðinni Hóli í Bergsstaðakirkjusókn.
Afrit tveggja bréfa, gert í Skálholti árið 1672.
1) Hannes Bjarnason selur Bjarna Sigurðssyni Ísólfsstaði á Tjörnesi og tilgreinir landamerki, fær í staðinn Hlíð í Grafningi. Hagi í Holtum, 1. maí 1642.
2) Vitnisburður Jóns Finnbogasonar, handsalaður Hákoni Árnasyni, um landamerki Ísólfsstaða. Ytri-Tunga á Tjörnesi, 22. janúar 1582.
Helgi Jónsson afhendir Þormóði Torfasyni hálfan Bjarteyjarsand á Hvalfjarðarströnd svo að sín festarmey Ása Torfadóttir, systir Þormóðs og séra Sigurðar Torfasonar, megi halda öllu því góssi er hún hafði meðtekið í sinn föðurarf.
Gísli Álfsson, með samþykki konu sinnar Valgerðar Eiríksdóttur, selur biskupinum Brynjólfi Sveinssyni jörðina Hraunskot í Grímsnesi fyrir Hvammsvík í Kjós. Í þessari transskrift eru afrituð ýmis gögn sem tengjast þessum jörðum og landamerkjum þeirra.
Transskriftarbréf um kaup og greiðslu jarðarinnar Mjóaness, sem séra Jón Daðason seldi Brynjólfi Sveinssyni biskupi, með samþykki Þorsteins Þorsteinssonar.
Vitnisburður Helga Magnússonar um landamerki Vatnshorns og Þóreyjarnúps, gefinn Magnúsi Árnasyni.
Sigurður Guðmundsson, með skriflegu samþykki konu sinnar Kristínar Ormsdóttur, selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jarðirnar Fossá í Kjós og hálfan Seljadal. Í staðinn fá hjónin hálfa Þorláksstaði í Kjós og fimm hundruð í Ytra-Súlunesi í Melasveit, auk átta ríkisdala. Landmerki Fossár eru tilgreind.
Bréfið inniheldur einnig orðrétt afrit af samþykktarbréfi Kristínar Ormsdóttur.
Vottuð afrit tveggja bréfa:
1. Magnús Kortsson afsalar Brynjólfi Sveinssyni biskupi til skuldalausnar erfingjum Magnúsar heitins Þorsteinssonar föður konu sinnar eftir dómi sýslumannsins Gísla Magnússonar Efra-Lækjardal í Refasveit í Húnavatnssýslu (2. júlí 1662)
2. Kvittun fyrir greiðslu vegna téðs gjörnings (11. júlí 1662).
Vitnisburður um landamerki Hóls í Svartárdal.
Meðkenning Jóns Finnbogasonar að hann hafi í leyfi séra Gísla Brynjólfssonar haft brúkun vestur yfir Svartá í Hólsjörð og goldið fyrir 20 álna leigu á ári.
Vitnisburður Margrétar Guttormsdóttur um landamerki Dragháls í Svínadal.
Sveinn Árnason, í umboði Þorlaugar Einarsdóttur, lögfestir jörðina alla Dragháls í Svínadal og tilgreinir landamerki hennar.
Óvottað afrit af kaupmála Bjarna Snorrasonar og Ólafar Guðmundsdóttur, ritaður 1656, og arfaskiptabréfi Guðmunds Þorleifssonar og Þorgerðar Ólafsdóttur, foreldra Ólafar, ritað „nokkrum árum síðar“ en kaupmálinn.
Vitnisburður Grímu Skaftadóttur um landamerki Dragháls.
Þorlákur Skúlason Hólabiskup sendir Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi meðmæli sín um Þorleif Árnason.
Séra Gísli Brynjólfsson selur Þorleifi Ólafssyni tólf hundruð í Guðlaugsstöðum í Blöndudal fyrir tíu hundruð í Hóli í Svartárdal.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Jóni Daðasyni allt Skógsland austur á millum áa og tvö hundruð í Kjóastöðum.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Sigurði Árnasyni Neðra-Skarð í Leirársveit og Ás í Melasveit fyrir Hvalnes í Lóni og hálfa Þórisstaði í Ölfusi.
Magnús Jónsson, fyrir hönd Eggerts Björnssonar, selur séra Birni Snæbjörnssyni Tannanes í Önundarfirði fyrir Klúku í Arnarfjarðardölum og fjögur hundruð í Kjaranstöðum.
Vitnisburðir Páls Guðnasonar og Eiríks Guðnasonar um landamerki Klofa á Landi.
Vitnisburður Páls Guðnasonar, Jóns Bjarnasonar og Guðmundar Hróbjartssonar um skógarmörk á Klofaskógi. Einnig vitnisburður Eiríks Guðnasonar um Klofaey.
Vitnisburðir Ámunda Jónssonar og Jóns Höskuldssonar um landamerki milli Núps og Vestasta-Skála undir Eyjafjöllum.
Vitnisburður Eyjólfs Jónssonar um landamerki milli Núps og Vestasta-Skála undir Eyjafjöllum.
Lögfesta Hákonar Gíslasonar um Núp undir Eyjafjöllum, lesin upp á manntalsþingi á Holti.
Jón Brynjólfsson selur Sigurði Magnússyni jörðina Hamar á Hjarðarnesi fyrir lausafé.
Björn Bjarnason meðkennir með eigin handskrift að hann hafi selt séra Halldóri Teitssyni jörðina Sviðnur á Breiðafirði.
Jón Arngrímsson selur Þorláki Arasyni Hrafnadal í Hrútafirði fyrir aðra jörð að sama virði í Dalasýslu. Þorlákur lofar jafnframt að greiða Jóni árlega landskyld þar til Jón fær nefnda jörð.
Vitnisburður Jóns Bjarnarsonar um skógarítak Haganess við Mývatn. Einnig um Glúmsstaðahella og veiðar við Sviðinsey.
Vitnisburður Jón Bjarnarsonar um landamerki á milli Hóla og Hamars í Laxárdal.
Vitnisburður Þórarins Ásmundssonar um landamerki Hofsstaða við Mývatn.
Vitnisburður Einars Ólafssonar um landamerki Hofsstaða við Mývatn.
Vitnisburður Tómasar Sumarliðasonar um landamerki Sýrness í Aðalreykjadal.
Hákon Gíslason selur Stulla Jónssyni Hólshús í Flóa fyrir lausafé.
Afrit af vitnisburðarbréfum um landamerki á milli Hamars og Hóla í Laxárdal og eiður þar að lútandi.
1. Vitnisburður Steins Sigurðssonar, 30. maí 1644. (Frumrit í AM dipl. isl. fasc. LXII, 17.)
2. Vitnisburður Jóns Bjarnarsonar, 31. mars 1646. (Frumrit í AM dipl. isl. fasc. LXII, 23.)
3. Eiður Steins Sigurðssonar og Jóns Bjarnarsonar, gerður á Haganesþingi 15. apríl 1646.
Vitnisburður Steins Sigurðssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal.
Vitnisburður Halldórs Þorsteinssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal, handsalaður Þórunni Jónsdóttur.
Vitnisburður Ingvars Jónssonar um landamerki milli Hóla og Hamars í Laxárdal, handsalaður Þórunni Jónsdóttur.
Sigurður Hákonarson gefur bróður sinn Guðmund kvittan um verð jarðanna Götu og Eymu í Selvogi, og tilgreinir þá peninga sem Jón Egilsson í umboði Guðmundar færir honum.
Skipti á Skipaskaga vestan fram á milli Árna Oddssonar lögmanns og Þórarins Illugasonar. Landamerkjum lýst.
Ásbjörn Guðmundsson selur Þorláki Arasyni hálfan Svínaskóg fyrir lausafé.
Hákon Bjarnason selur Bjarna Sigurðssyni Ísólfsstaði á Tjörnesi fyrir Hlíð í Grafningi.
Arfaskiptabréf Jóns Magnússonar eldra.
Arfaskiptabréf Sesselju Ásmundsdóttur.
Tveir vitnisburðir, annars vegar Ingvars Jónssonar og hins vegar Gunnvarar Þorsteinsdóttur, um landamerki Hóla og Hamars í Laxárdal.
Page 9 of 149