Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1155 documents in progress, 1257 done, 40 left)
Sex skjöl er varða inventarium Þingeyraklausturs.
Sendibréf frá Sigurði Sölmundssyni til Árna Magnússonar þar sem Sigurður færir Árna ýmis tíðindi úr Vestmannaeyjum.
Vottorð þar sem Árna Magnússon og Ólafur Árnason sýslumaður tjá niðurstöður sínar af rannsókn á mælikeröldum sem gerð var 4. júní 1704 í Vestmanneyjum að umboðsmanninum Christoffer Jenssyni viðstöddum.
Þrjú samhljóða eintök, öll undirrituð af Árna og Ólafi og með innsiglum þeirra.
Bónarbréf 14 Vestmannaeyinga þar sem undirritaðir biðja Árna Magnússon að rannsaka mælikúta til að sjá hvort allt sé með felldu.
Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693.
Kvörtun Brynjólfs Magnússonar til Árna Magnússonar um að umboðsmaðurinn Niels Riegelsen meini honum að nýta jörðina Kirkjubæ andstætt samkomulagi við fyrrverandi umboðsmann, Hans Christiansson Rafn. Magnús Erlendsson, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson votta enn fremur að Brynjólfur hafi forsvaranlega hirt um jörðina.
Klögun Odds Svarthöfðasonar til Árna Magnússonar vegna framferðis umboðsmannsins Hans Christiansson Rafn, sem meðal annars rak hann af jörðinni Dölum þar sem hann hafði búið síðan 1685.
Vitnisburður átta manna um skyldur formanna í „compagnisins“ skipum, í sjö liðum.
Vitnisburðarbréf Sigurðar Sölmundssonar þar sem hann lýsir þremur áklögunarefnum gegn umboðsmanninum Hans Christiansson Rafn, meðal annars um áverka sem hlaust af því að Rafn sló hann í andlitið, og biður Árna Magnússon um aðstoð.
Framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar í Brattahúsi yfir Pétri Vibe og Hans Chr. Ravn út af hrakníngum af einni jörð á aðra.
Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar, sem borinn var fram fyrir Árna Magnússyni. Þrír menn votta enn fremur að Einar segi satt frá.
Vitnisburður Sigurðar Sölmundssonar um lestingu á skipi í landtöku og kostnað sem af því leiddi.
Klögun Jóns Ólafssonar í Kirkjubæ um eignarhald hans á hjalli sem hann segir að Hans Christiansson umboðsmaður hafi án dóms og laga látið brjóta niður. Sigurður Sölmundsson og Magnús Erlingsson staðfesta frásögn Jóns.
Björn Ólafsson vitnar um það að hafa keypt hjall af Lofti Ögmundssyni að viðstöddum Niels Regelsen.
Á 2r hefur Árni Magnússon ritað frekari upplýsingar um sögu hjallsins.
Afrit af dómsbréfi um að Jón Sigurðsson á Vesturhúsum og Sigmundur Magnússon á Steinsstöðum hafi óleyfilega raskað jörð, dags. 20. nóvember 1703.
Sigurður Sölmundsson og Jón Guðmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 30. maí 1704.
Afrit af bréfi um þá skikkun að þeir sem eiga leyfislausa hesta skuli gjalda 24 fiska, helmingur fari til umboðsmannsins Christoffers Jensens og helmingur til fátækra. Skikkunin fór fram 2. nóvember 1703.
Þórður Þórðarson og Sigurður Sölmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 7. júní 1704.
Viðurkenning Christophers Jensens að hann hafi látið Gísla Ólafsson fá torfhús í Stakkagerði til fullrar eignar móti því að hann þóknist dálitlu eftirmönnum Jensens þegar hann hafi látið gera við húsið. Kornhólsskansi, 10. maí 1703.
Hákon Hannesson og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, Hlíðarenda, 15. júní 1704.
Afrit af bréfi þar sem sagt er frá deilum um þyngd fisks sem gerðu það að verkum að allar vigtir í Vestmannaeyjum voru bornar saman við kóngsins vigt. Þeim sem skiluðu réttri þyngd var skilað en hinar brotnar. Bréfið er dagsett 6. desember 1702 og undirritað af sex mönnum. Á eftir fylgir uppskrift af bréfi Sigurðar Björnssonar lögmanns þar sem hann lýsir þakklæti fyrir áðurskrifað bréf, dags. 20. júlí 1703. Diðrik Jürgen Brandt og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfum skrifað, dags. 6. júní 1704.
Meðkenning Níels Regelsens kaupmanns að hann hafi látið Helga Jónsson frá Búðarhóli í Austur-Landeyjum fá hjalla til eignar gegn því að hann árlega þóknist dálítið veturlegumanni sínum.
Bréf sr. Ólafs Péturssonar til Sigurðar Björnssonar lögmanns um að Þórður Magnússon í Vestmannaeyjum skuli skikkaður
til að snúa aftur til sinnar ektakvinnu, Guðrúnar Ingjaldsdóttur í Útskálakirkjusókn, sem hefur ekki séð hann í á sjöunda ár, dags.
20. september 1699. Í framhaldi af bréfi sr. Ólafs kemur bréf Sigurðar til Ólafs Árnasonar, sýslumanns í Vestmannaeyjum, um þessa skikkun, dagsett sama dag.
Á 2v er utanáskriftin „Bréf hr. lögmannsins uppá Þórð Magnússon“.
Dómur sex manna, útnefndur af Ólafi sýslumanni Árnasyni að Hvítingum í Vestmannaeyjum 22. júní 1696, í máli milli Hans
Christensson Raufns og Odds Svarthöfðasonar út af óleyfilegum torfskurði síðarnefnds. Eftirrit staðfest af tveimur mönnum 31. maí 1703.
Byggingarbréf Hans Chr. Raufns handa Oddi Svarthöfðasyni fyrir hálfum Gjábakka í Vestmannaeyjum. „Ex Chorenhaul
Schanze“ 8. febrúar 1696.
Loforð Hans Christianss. Raufns fyrir að Ormur Hjörtsson („Jortsson“) megi fá Stakkagerði til ábúðar meðan hann lifi og haldi duglegan mann á skipum Companísins. „Chorenhaul“ (Kornhóli) 13. ágúst 1694.
Eftirrit gert og staðfest í Vestmannaeyjum 29. maí 1704.
Vottorð Jóns Eyjólfssonar yngra um dýrleika jarðarinnar Hólmakots og að Sigríður kona hans hafi erft jörðina eftir föður sinn, séra Jón Ólafsson árið 1694.
Afrit þriggja bréfa um sölu jarðarinnar Hólmakots í Borgarfjarðarsýslu.
Afrit af bréfi Jóns Sigurðssonar sýslumanns að á manntalsþingi á Heggsstöðum í Andakíl 21. maí 1686 hafi Jón Benediktsson og sex aðrir borið vitni um að þeir hafi ávallt heyrt að Klausturtunga hafi fylgt jörðunni Grjóteyri, og sama ber á eftir Benedikt prestur Þórðarson sama dag. Undirskrifað af sýslumanni og 7 öðrum. Eftirrit staðfest á Melum í Melasveit 22. júní 1707 af Þorsteini Ketilssyni og Hálfdáni Helgasyni.
Afrit af umboðsbréfi þar sem Christofer Heidemann felur Jóni Sigurðssyni, sýslumanni í Borgarfjarðarsýslu, að
rannsaka kæru Eyjólfs Jónssonar. Við Öxará 9. júlí 1685.
Tvö samhljóða afrit af bréfi Henriks Bielkes höfuðsmanns um að hann seldi og afhenti Eyjólfi Jónssyni jarðir í Borgarfirði og hafi fengið fulla borgun fyrir. Kaupmannahöfn, 28. júní 1676.
Afrit af jarðakaupabréfi þar sem Ólafur Jónsson Klow, í umboði Henriks Bielke, selur Eyjólfi Jónssyni nokkrar jarðir í Borgarfjarðarsýslu, dags. 21. júlí 1675.
Virðing á lausum peningum eftir Ásbjörn Guðmundsson andaðan.
Afhendingarbréf Jakobs Benediktssonar sýslumanns á mála Guðrúnar Ormsdóttur, ekkju Ásbjarnar Guðmundssonar, sem var 100 hundruð í föstu og lausu.
Gjafabréf Ásbjarnar Guðmundssonar, gert í Ólafsvík 10. nóvember 1663, er hann gefur Friðriki konungi þriðja eftir sinn dag eignir sínar, sem voru 80 hundruð í föstu og 20 hundruð í kvígildum. Eftirrit með hendi Jóns Steinþórssonar.
Afrit af kaupmála milli Ásbjarnar Guðmundssonar og Orms Vigfússonar, sem gefur Ásbirni dóttur sína Guðrúnu. Eyjar í Kjós, 2. júní 1649.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LVI, 16.
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens.
Page 1 of 149