Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1162 documents in progress, 1335 done, 40 left)
parchment and paper
Ormur Sturluson lögmaður staðfestir í öllum greinum Staðarhólsdóm Þorleifs Björnssonar frá 26. maí 1479, um arf og gjafir Solveigar Þorleifsdóttir. Afrit af dóminum fylgir staðfestingu Orms.
Jón Grímsson kvittar síra Björn Jónsson fyrir andvirði jarðanna Reykjavíkur og Bakka í Bjarnarfirði, er hann hafði selt honum.
Guðrún Einarsdóttir samþykkir og staðfestir jarðarsölu sem eiginmaður hennar, Steinþór Gíslason, hafði gert við Ara Magnússon á Alþingi nokkrum árum fyrr. Á Knerri í Breiðuvík, 9. febrúar 1617.
Stephán Ólafsson selur Jóni Jónssyni jörðina Sámsstaði í Hvítársíðu, er legið hefir i eyði, fyrir fimtán hundruð í lausafé.
Um próventugjörning Önnu Lénarðsdóttur við Sæmund Árnason.
Próventugjöf Jóns Jónssonar til Brynjólfs biskups Sveinssonar.
Bjarni Jónsson selur bróður sínum Andrési Jónssyni fjögur hundruð í jörðinni Höfðaströnd í Grunnavíkurkirkjusókn. Skrifað á Snjáfjöllum 29. mars 1606.
Kjörbréf af Alþingi til handa Halldóri Ólafssyni að vera lögmaður norðan og vestan, útgefið á Öxarárþingi 30. júní 1619 af Gísla lögmanni Hákonarsyni.
Vitnisburður Bjarna Þorsteinssonar að hann var heimilisfastur hjá Guðmundi Hákonarsyni á Þingeyrum og hafi hann þar séð og lesið gjafabréf Guðmundar þar sem hann gaf fátækum jörðina Hamar á Ásum.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Haldórs Brandssonar um jarðirnar Lund í Þverárhlíð og Uppsali í Miðfirði.
Vitnisburður séra Jóns Þórðarsonar um að Guðmundur Illugason heitinn hefði lýst fyrir sér árið 1617 að hann hefði gefið syni sínum Illuga jörðina Sveinungsvík á Sléttu í Svalbarðskirkjusókn. Í Miklagarði í Eyjafirði, 26. september 1628.
Eiríkur Gíslason selur Markúsi Bjarnasyni hálfa jörðina Háholt í Eystrahrepp fyrir 25 hundruð í lausafé. Að Stokkseyri, 31. mars 1653. Útdráttur.
Kaupbréf fyrir sex hundruðum í jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn.
Ólafur Halldórsson selur Pétri Magnússyni Heimastaði í Höfðahverfi en fær í staðinn Merkigarð í Skagafirði auk lausafjár. Á Hólum í Eyjafirði, 28. apríl 1604. Útdráttur.
Ingibjörg Einarsdóttir selur Jóni Vigfússyni eldra Gíslholt í Holtamannahrepp. Að Einarshöfn á Eyrarbakka, 27. september 1667.
Bréf Gísla Jónssonar þar sem hann segir að Daði Guðmundsson hafi oft lýst því fyrir sér að hann hafi ekki haft líkamlegt samræði við Ingveldi Árnadóttur áður en honum fæddist Þórunn Daðadóttir með sinni dándikvinnu Guðrúnu Einarsdóttur. Hvammi í Hvammssveit 24. ágúst 1583.
Pétur Bjarnason eldri selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jörðin Gröf í Vopnafirði. Á Ásbrandsstöðum, 6. ágúst 1669. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 25. október sama ár.
Samantekt Árna Magnússonar um sölu Þormóðs Torfasonar á jörðinni Dalsmynni í Norðurárdal til séra Þorkels Arngrímssonar, sem fram fór í Görðum á Álftanesi árið 1671.
Séra Hallur Snorrason selur Oddi Steingrímssyni hálfa Stærri-Breiðavík. Að Desjarmýri í Borgarfirði, 29. maí 1627. Útdráttur.
Útdrættir tveggja bréfa um kaup Brynjólfs Sveinssonar biskup á Sunnudal í Vopnafirði.
Séra Högni Jónsson selur Einari Halldórssyni 28 hundruð í jörðinni Þingnesi í Bæjarsveit og hálft Efra-Nes í Stafholtstungum og fær í staðinn Seljaland undir Eyjafjöllum. Skrifað í Stafholti 28. maí 1620.
Guðmundur Ketilsson selur séra Oddi Þorkelssyni hálfa jörðina Ytri-Hlíð í Vesturárdal fyrir lausafé.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Þorsteini Jónssyni átta hundruð í Barðsnesi í Norðfirði og fjögur hundruð í Eiðum í Útmannasveit og fær í staðinn alla jörðina Dali í Mjóafirði. Að Eiðum, 30. ágúst 1672. Útdráttur.
Ragnhildur Einarsdóttir selur séra Bjarna Jónssyni, dótturmanni sínum, jörðina Skálanes í Dvergasteinskirkjusókn. Á Hallormsstöðum í Skógum, 11. maí 1637. Útdráttur.
Gunnlaugur prestur Arngrímsson selur síra Birni Jónssyni tíu hundruð í jörðunni Forsæludal í Vatnsdal fyrir tiu hundruð i lausafé.
Bjarni Oddson sýslumaður selur séra Sigurði Bjarnasyni fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði fyrir fimm hundruð í Viðborði í Hornafirði. Hestgerði í Hornafirði, 16. júlí 1646. Útdráttur.
Dómur sex manna útnefndur af Birni Guðnasyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um framfæri Guðrúnar Arnadóttur.
Festingarbréf síra Þorleifs Björnssonar og Ragnhildar Jónsdóttur
Jón Oddsson meðkennist að hafa fengið fulla greiðslu vegna jarðarinnar Fells í Kollafirði eftir séra Snæbjörn heitinn Torfason að frátekinni tíu hundraða jörð. Jón lofar að sú jörð megi inni standa hjá húsfreyjunni Þóru Jónsdóttur (ekkju Snæbjörns) „þar til forkláraður væri portionis reikningur kirkjunnar undir Felli.“ Á Kirkjubóli í Langadal í maí 1607. Útdráttur.
Jón Magnússon selur Pétri Pálssyni tólf hundruð í Gróustöðum í Króksfirði fyrir átta hundruð í Drápuhlíð í Helgafellssveit. Á Alþingi 1608. Útdráttur.
Brynjólfur Bjarnason byggir Guðmundi Jónssyni eignarjörð sína Kaldrananes í Strandasýslu með nánar til teknum skilmálum frá fardögum 1787, og framvegis, meðan þeim um semur.
Vitnisburður, að Vigdís Jónsdóttir hafi unnið að því bókareið, að hún hafi af eingum manni líkamlega syndgazt, utan sínum bónda Ólafi Filippussyni.
Máldagi kirkju í Vesturhópshólum.
Vitnisburður Egils Grímssonar um viðureign Jóns Sigmundssonar og hans manna af einni hálfu en þeirra Filippussona af annarri, í kirkjugarðinum í Víðidalstungu árið 1483.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Ólafi Magnússyni og konu hans Sólrúnu Sigurðardóttur alla Hróaldsstaði í Selárdal og fær í staðinn Fell í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 17. ágúst 1651. Útdráttur.
Gunnlaugur Ormsson seldur séra Birni Gíslasyni jörðina Skóga í Fnjóskadal fyrir lausafé. Á Saurbæ í Eyjafirði 16. september 1594. Útdráttur.
Björn jungkæri Þorleifsson gefur og aptur leggur Andrési bónda Guðmundssyni og sonum hans, Guðmundi, Ara og Bjarna, garðinn Saurbæ á Rauðasandi með þeim jörðum, er þar fylgja, Núp í Dýrafirði, Hest í Önundarfirði og aðrar fleiri jarðir, er átt hafði Guðmundur Arason og Helga Þorleifsdóttir, en Andrés gefr og uppleggr í mót Reykhóla og aðrar fleiri jarðir.
Vitnisburðarbréf um lýsingu Hafliða Skúlasonar, sem verið hafði með Þorleifi Björnssyni frá því hann var ungur piltur og þar til hann lést um heimildir fyrir jörðinni Hvallátur í Mjóafirði, viðskipti Þorleifs og Lopts Ormssonar með fleiru.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Pétri Bjarnasyni yngra hálfa jörðina Bustarfell í Vopnafirði og fær í staðinn alla jörðina Innri-Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði og lausafé. Að Torfastöðum í Vopnafirði, 3. september 1673. Transskriftarbréfið skrifað 30. október 1674.
Kaupmáli vegna brúpkaups Koðráns Ólafssonar og Guðnýjar Brandsdóttur í Holti í Fljótum. Vottar að kaupmálanum voru Jón Arason biskup, séra Þorsteinn Jónsson, séra Þormóður Snorrason, séra Jón Brandsson, séra Grímur Jónsson, Þorsteinn Guðmundsson og Thómas Brandsson.
Jón Sturluson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi átta hundruð í jörðinni Hólum í Norðfirði fyrir lausafé. Að Hólum í Norðfirði, 17. ágúst 1673. Útdráttur.
Þórólfur Jónsson og kona hans Katla Jónsdóttir (Sturlusonar) selja Bjarna Einarssyni í umboði Brynjólfs Sveinssonar biskups tvö hundruð í jörðinni Hólum í Norðfirði. Að Helgustöðum í Reyðarfirði, 19. ágúst 1673. Útdráttur.
Þorsteinn Þorleifsson lýsir því yfir á alþingi að hann hafi keypt jörðina Neðri-Kot í Norðurárdal í Skagafirði og fengið í staðinn Tjarnir í Eyjafirði. Við Öxará, 6. júlí 1689. Neðan við auglýsinguna er ritað að bréfið hafi verið upp lesið í lögréttu 8. júlí sama ár.
Friðrik þriðji Danakonungur staðfestir jarðaskiptabréf Henriks Bjelke þar sem Bjelke fær Sigurði Magnússyni jörðina Geirastaði við Mývatn, sem var eign Hóladómkirkju, og fær í staðinn Mélbrigðastaði í Knappsstaðakirkjusókn. Jarðabréfið var gert á Bessastöðum 28. júní 1651 en konungsbréfið er gefið út í Kaupmannahöfn 30. apríl 1652.
Árni Magnússon skrifar upp nöfn þessara persóna sem voru til samans á Leirá 2. febrúar 1644: Hústrú Helga Jónsdóttir, sonur hennar Árni Oddsson lögmaður, sr. Jón Jónsson prófastur og Páll Gíslason. Bréfið sagði Árni Magnússon annars vera marklaust.