Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1161 documents in progress, 1335 done, 40 left)
Vitnisburður um að Halldór Þorvaldsson hafi selt Sæmundi Árnasyni jörð og peninga er móðir hans átti í garð fyrrnefnds Sæmundar.
Finnbogi bóndi Jónsson selur Jóni Sigmundssyni jarðirnar Márstaði og Grund í Vatnsdal með tilgreindri kirkjuskyld og itökum, fyrir kaupahlutann i Grýtubakka í Höfðahverfi, með þeim atriðisorðum, er bréfið greinir.
Björn Magnússon veitir Finni Jónssyni umboð yfir Eyjaþingi (Svefneyjaþingi).
Kaupmálabréf Odds Tumassonar og Ceceliu Ormsdóttur.
Dómur sex manna út nefndr af Ólafi Guðmundssyni, kongs
umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um framfæri
Jóns Jónssonar.
Lýsing fjögurra manna, að Guttormur............son hafi neituð því, að hann hafi útgefið þann vitnisburð, að Eyjólfr
Gíslason hafi slegið Magnús biskup á munninn, svo að úr honum hefði farið tvær tennur.
Hallgrímur Magnússon og kona hans Þórunn Pálsdóttir selja séra Gísla Oddsyni hálfa Skjaldarvík í Kræklingahlíð og fá í staðinn hálfa Strönd í Vestari-Landeyjum og lausafé. Í Teigi í Fljótshlíð, 21. nóvember 1626. Útdráttur.
Blað úr reikningsbók um skip og útgerð.
Kaupmálabréf Páls Vítussonar og Helgu Jónsdóttur.
Alþingisdómur um jarðirnar Engey og Laugarnes.
NIkulás Oddsson og kona hans Guðrún Arnórsdóttir selja Bjarna Sigurðssyni jarðirnar Neistastaði í Hróarsholtskirkjusókn og Hraunkot í Grímsnesi og fá í staðinn Holt í Flóa og tíu hundruð í Brekkum í Árverjahrepp. Að Gaulverjabæ í Flóa, 21. febrúar 1631.
Guðrún Klængsdóttir selur séra Stefáni Gíslasyni tíu hundruð í Neðri-Gegnishólum í Flóa. Útdráttur.
Erfðaskipti eftir Gísla Þórðarson. Á Bolavöllum undir Botnsheiði, 2. júlí 1621; bréfið skrifað að Innra-Hólmi degi síðar.
Skiptabréf um þann fimm hundraða part sem kirkjan á Hvilft átti í jörðinni Eyri í Önundarfirði.
Brynjólfur Sveinsson fær Brandi og Birni Árnasonum Birnufell í Fellum og Skálanes í Seyðisfirði en fær í staðinn Strandhöfn í Vopnafirði. Að Valþjófstöðum í Fljótsdal, 28. ágúst 1657. Útdráttur.
Jón prestr Filippusson, prófastr í Eyjafirði, kvittar Björn Þorvaldsson
af tveimur barneignum með Guðrúnu Sigfúsdóttur.
Kaupbréf milli Brynjólfs Sveinssonar biskups og séra Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ um 14 hundruð í Selvogum eða 12 hundruð í Hrafnabjörgum fyrir 15 hundruð í Ingjaldsstöðum í Bárðardal. Að Gaulverjabæ í Flóa, 17. júlí 1663.
Jón Ólafsson fær Jóni Jónssyni lögmanni það andvirði sem faðir hans, Ólafur Brandsson, hafði gefið við parti í Innra-Botni, sem Jón Ólafsson hafði fengið Gísla Þórðarsyni en nú var klögun á komin. Á Arnarstapa, 2. janúar 1603; bréfið skrifað á sama stað degi síðar.
Tylftardómur og lögmannsúrskurðr, er lýsir friðhelgi yfir
Þorsteini Guðmundssyni á Grund, mönnum hans og fé hans
öllu.
Björn Magnússon, kóngsins umboðsmaður yfir Barðastrandarsýslu, gefur Ara Magnússyni bróður sínum umboð yfir syðra parti Barðastrandarsýslu í þrjú ár, frá 1608–1610, með skilmálum sem nánar eru teknir fram.
Sveinn Eyjólfsson kvittar Kolbein Jónsson um andvirði jarðarinnar Sigurðarstaða í Bárðardal. Kári Önundarson og Þorsteinn Eilífsson votta.
Eggert lögmaður Hannesson úrskurðar, að Jón Grímsson megi réttilega að sér taka Dynjandi í Grunnavík,
svo framt sem hann hefði lof og leyfi erfingja Narfa Jónssonar.
Indriði Jónsson og kona hans Ólöf Jónsdóttir selja Ólafi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Eyri í Önundarfirði. Skrifað í Hjarðardal 6. mars 1597.
Afrit af skrá um útgjöld Ögmundar biskups til Claus van der Marvitz hirðstjóra vegna síra Jörundar Steinmóðssonar.
Þórður Pétrsson kvittar Sigríði Einarsdóttur um alla þa peninga,
sem hann hefir átt eða mátt eiga eptir Hallgrím heit-
inn Pétrsson bróður sinn, svo og þá peninga, er Pétr ábóti
faðir hans hafði feingið honum. alt með því fororði, er bréfið hermir.
Eyjólfur Magnússon selur Magnúsi Jónssyni Hól í Bíldudal en fær í staðinn Reykjarfjörð og hálfan Foss í Otrardalskirkjusókn.
Sveinn Símonarson og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir selja Ara Magnússyni sjö hundruð í jörðinni Súðavík í Álftafirði og sex hundruð í Seljalandi í Skutulsfirði og fá í staðinn þrettán hundruð í jörðunum Arnarnúpi og Skálará í Dýrafirði. Á Holti í Önundarfirði 5. október 1604; bréfið skrifað á sama stað 10. maí 1605.
Pétur Þórðarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi móskurð í Innra-Hólmslandi á Akranesi. Að Brekku á Hvalfjarðarströnd, 11. maí 1665.
Sex menn votta, að Þorálfr Þorgrímsson seldi Magnúsi syni sínum til fullrar eignar hálfa jörðina Granastaði i Köldukinn fyrir lausafé, og að Páll Þórálfsson seldi Magnúsi bróður sínum það hálft þriðja hundrað í jörðinni, er lionum hafði til erfða fallið cptir Steinuui Þorkelsdóttur móður sína.
Afrit þriggja bréfa um sölu jarðarinnar Hólmakots í Borgarfjarðarsýslu.
Jón prestr Eiríksson, prófastr og almennilegr dómari yfir
öllum kirkjunnar málum millum Geirhólms og Hvítaness, afleysir
Bjarna Jónsson af einföldu hórdómsbroti með Ingibjörgu Ormsdóttur
en þau eru að þriðja manni og fjórða.
Alþingisdómur vegna Stóruvalla í Bárðardal.
Vitnisburður Jóns Arngrímssonar um land Sæbóls á Ingjaldssandi. Á Álfadal á Ingjaldssandi, 22. febrúar 1666.
Dómur sex manna, útnefndur af Ólafi sýslumanni Árnasyni að Hvítingum í Vestmannaeyjum 22. júní 1696, í máli milli Hans
Christensson Raufns og Odds Svarthöfðasonar út af óleyfilegum torfskurði síðarnefnds. Eftirrit staðfest af tveimur mönnum 31. maí 1703.
Eyjólfur Magnússon yngri gerir kunnugt að hann hafi selt Eggert Hannessyni 25 hundruð í jörðinni Hreggstöðum (sem Eyjólfur hafði áður fengið í skiptum við Eggert fyrir jörðina Haga) og fengið í staðinn jörðina Hrísdal í Arnarfirði.
Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693.
Lögfestur á jörðinni Fossum í eigu hálfkirkjunnar á Kirkjubóli í Skutlsfirði.
Loforð Hans Christianss. Raufns fyrir að Ormur Hjörtsson („Jortsson“) megi fá Stakkagerði til ábúðar meðan hann lifi og haldi duglegan mann á skipum Companísins. „Chorenhaul“ (Kornhóli) 13. ágúst 1694.
Eftirrit gert og staðfest í Vestmannaeyjum 29. maí 1704.
Dómur á Gröf vegna ákæru séra Jóns Egilssonar á Grím Þórisson um þjófnað.
Um jarðirnar Krakavelli í Flókadal og Brúnastaði í Tungusveit.
Sex skjöl er varða inventarium Þingeyraklausturs.
Dómur á Helgastöðum í Reykjadal um andvirði Arnarvatns við Mývatn, 12. maí 1604.
Kaupmálabréf séra Jóns Jónssonar og Margrétar Daðadóttur. Á Munkaþverá, 18. ágúst 1626.
Skoðun og virðing á peningum eftir Jón Ormsson heitinn. Gert á Einarstöðum í Reykjadal 1. júní 1581.
Herra Oddur Einarsson, í umboði Jóns Björnssonar, selur Þorsteini Magnússyni jarðirnar Steina og Hlíð undir Eyjafjöllum. Einnig fær Þorsteinn Jóni jarðirnar Víkingavatn og Grásíðu fyrir Ytri-Djúpadal í Eyjafirði. Á Holti undir Eyjafjöllum, 24. október 1604. Bréfið er skrifað í Skálholti 2. nóvember sama ár en transskriftarbréfið gert í Skálholti 19. janúar 1619.
Þorgils Jónsson selur Jóni Illugasyni Víðilæk í Þverárhlíð og fær í staðinn hálfa Hrísa í Neshrepp. Á Lóni í Breiðavík, 28. október 1651. Útdráttur.
Klögun Jóns Ólafssonar í Kirkjubæ um eignarhald hans á hjalli sem hann segir að Hans Christiansson umboðsmaður hafi án dóms og laga látið brjóta niður. Sigurður Sölmundsson og Magnús Erlingsson staðfesta frásögn Jóns.
Helga Gísladóttir selur Jóni Jónssyni frænda sínum þá fastaeign sem hún átti í garð Jóns Jónssonar lögmanns, eiginmanns síns, í sinn mála.
Margrét Jónsdóttir selur Þormóði Ásmundssyni fimm hundruð í jörðinni Grafarbakka í Ytrahrepp.
Page 138 of 149