Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1161 documents in progress, 1335 done, 40 left)
Pétur Þorsteinsson og synir hans Finnbogi og Magnús selja herra Guðbrandi Þorlákssyni jarðinar Bjarnargil og Stafnshóll og fá í staðinn Skálá og Hraun í Sléttahlíð.
Þorvaldur Torfason samþykkir próventugjöf síns bróðurs Halldórs Torfasonar til Sæmundar Árnasonar. Á Hóli í Bolungarvík, 3. maí 1604; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 9. maí sama ár. Útdráttur.
Um sölu á Harastöðum í Staðarfellskirkjusókn.
Vitnisburður um jarðabruðlan Narfa Ingimundarsonar.
Transskript af DI VII, nr. 421 (Dipl. Isl. fasc. XXXIII, 23).
Kvittan Eggerts lögmanns Hannessonar til Guðmundar Helgasonar um misferli.
Kaupmáli Torfa Helgasonar og Sigríðar Styrsdóttur. Á Borg í Borgarhrepp, 6. október 1605.
Virðing á lausum peningum eftir Ásbjörn Guðmundsson andaðan.
Vitnisburðr um úrskurð Finnboga lögmanns um arf (Einars Ólafssonar) dóttursonar Solveigar Björnsdóttur.
Vitnisburðarbréf Sigurðar Sölmundssonar þar sem hann lýsir þremur áklögunarefnum gegn umboðsmanninum Hans Christiansson Rafn, meðal annars um áverka sem hlaust af því að Rafn sló hann í andlitið, og biður Árna Magnússon um aðstoð.
Björn Þorleifsson selur Helga Gíslasyni jörðina Deildará á Skálmarnesi fyrir xiij aura silfurfesti, en það, sem jörðin er
meira verð, gaf Björn og galt Helga í sín þjónustulaun.
Stephán bisknp í Skálholti afleysir Jón Helgason af því
misferli, sem hann í féll, þá er hann í hel sló Þorleif Þórólfsson.
Bjarni Sigurðsson selur syni sínum Magnúsi fimm hundruð í Hömrum og tvö hundruð og fjögur ærgildi í Húsum í Holtamannahrepp og fær í staðinn sjö hundruð og 40 álnir í Fjalli í Arnarbæliskirkjusókn. Á Skarði á Landi, 23. september 1638. Útdráttur.
Bréf (Björns Þorleifssonar) til Jóns (dans) Björnssonar, þá er Jón vildi ríða í Vatnsfjörð með Birni Guðnasyni.
Guðrún Magnúsdóttir selur Ara Magnússyni alla jörðina Silfrastaði í Skagafirði. Í staðinn fær Guðrún jörðina Ósland, málajörð kvinnu Ara, Kristínar Guðbrandsdóttur, 80 hundruð að dýrleika. Ef Guðrún á ekki skilgetið barn eftir sinn dag fá Ari og hans arfar Ósland til baka.
Gottskálk biskup á Hólum gefur Jóni Þorvaldssyni ábóta á
Þingeyrum umboð til að leysa Jón Sigmundsson af því mannslagi, er hann í féll, þá er hann varð Ásgrími Sigmundssyni,
bróður sínum, að bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og
Jón hefði meðkenzt (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Hrólfur Bjarnason og sonur hans Bessi Hrólfsson selja herra Guðbrandi Þorlákssyni samtals 30 hundruð í jörðinni Skálá í Fellskirkjusókn. Gert að Hólum í Hjaltadal 3. apríl 1583, bréfið skrifað á sama stað fjórum dögum síðar.
Tveir prestar og tveir leikmenn vitna að þeir hafa lesið, transkriberað og vottað máldaga
Miklagarðskirkju í Eyjafirði eftir máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar.
Staðarbréf, út gefið af Ögmundi biskupi í Skálholti, handa
sira Þorleifi Björnssyni fyrir Staðarstað í Steingrímsfirði, er
Hallr prestr Ögmundsson hafði nú sagt lausum.
Séra Björn Gíslason selur Jóni Björnssyni jörðina Garðshorn á Höfðaströnd og fær í staðinn Syðra-Villingaholt. Gert á Spjaldhaga í Eyjafirði á krossmessu (í maí eða september) 1595; bréfið skrifað degi síðar á Grund. Útdráttur.
Tvö samhljóða afrit af bréfi Henriks Bielkes höfuðsmanns um að hann seldi og afhenti Eyjólfi Jónssyni jarðir í Borgarfirði og hafi fengið fulla borgun fyrir. Kaupmannahöfn, 28. júní 1676.
Guðmundur Vigfússon selur herra Oddi Einarssyni jörðina Hæl í Flókadal og fær í staðinn fimm hundruð í Möðruvöllum í Kjós og tíu hundruð í Syðri-Fossum í Andakíl. Á Mósestöðum (Mófellsstöðum) í Skorradal, 7. maí 1621.
Útdrættir úr tveimur bréfum um fimm hundraða part í Sólheimum í Mýrdal.
Um að Pétur Pálsson hafi stefnt Jóni Björnssyni fyrir Grundararf til Spjaldhaga í Eyjafirði mánudaginn næstan eftir krossmessu næstkomandi haust árið 1606.
Útdrættir úr stóru transskriftarbréfi um Veturliðastaði.
Tumi Sveinsson lofar herra Guðbrandi Þorlákssyni að selja honum fyrstum jörðina Bakka í Barðskirkjusókn.
Jóhann Pétursson hirðstjóri og höfuðsmaður yfir allt Ísland kvittar, fyrir meðalgaungu Ögmundar biskups,
Bjarna Erlendsson af því sakferli, er móðir hans varð brotleg fram hjá Erlendi Bjarnasyni bónda sínum.
Séra Jón Styrkárson selur Sæmundi Árnasyni jörðina Haukadal í Dýrafirði og fær í staðinn Skóga í Arnarfirði.
Pétur Einarsson selur Magnúsi Jónssyni tíu hundruð í jörðinni Melum í Hrútafirði. Á Ballará, 26. mars 1636.
Vitnisburðarbréf að Jón Arason prestur
ættleiddi fjögur börn sín sem hann átti með fylgikonu sinni, Helgu Sigurðardóttur:
Ara, Magnús, Björn og Þórunni, og skyldi Þórunn taka jafnháan hlut við bræður sína.
Sigurður Jónsson selur Bjarna Oddssyni jörðina alla Hallsstaði í Staðarfellskirkjusókn fyrir Efri-Langey og lausafé.
Skoðun á lögmæti próventugjafar Þórðar Jónssonar til Sigurðar Jónssonar bróður síns. Í Eskjuholti 13. maí 1595.
Kaupmáli milli Péturs Gunnarssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Dómur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd um skipti á milli Ragnhildar Þórðardóttur og annarra erfingja Vigfúsar heitins Jónssonar eiginmanns hennar.
Brandur Jónsson gefur séra Birni Gíslasyni kúgildi sér til ævinlegs framfæris.
Sendibréf frá Sigurði Sölmundssyni til Árna Magnússonar þar sem Sigurður færir Árna ýmis tíðindi úr Vestmannaeyjum.
Gísli Björnsson fær Daða syni sínum tíu hundruð í jörðinni Hrafnabjörgum í Hörðudal og selur honum að auki Gunnarsstaði og fær í staðinn Hlíð í Miðfirði. Í Snóksdal, 17. nóvember 1631; skrifað á Geitastekkum degi síðar.
Vitnisburður tveggja manna um það, að Finnbogi Jónsson lýsti því, að Björn Snæbjarnarson hefði handsalað sér fyrstum kaup á hálfri jörðunni Héðinshöfða fyrir það andvirði er hann mætti kjósa og bréfið greinir.
Bjarni Guðmundsson endurnýjar við Sæmund Árnason kvittun fyrir part í Látrum í Aðalvík sem Sæmundur hafði keypt af Bjarna og konu hans Kristínu Gvöndardóttur.
Steinmóður Jörundsson selur Eggert Hannessyni tíu hundruð í jörðinni Látrum á Breiðafirði og fær í staðinn tíu hundruð í jörðinni Skálavík í Mjóafirði.
Gjörningur og kaupskapur á milli hjónanna Magnúsar Guðnasonar og Helgu Guðmundsdóttur um jarðirnar Kópsvatn í Hrunamannahrepp, Hólshús í Flóa, Fjall í Ölfusi og Skálmholtshraun í Villingaholtshrepp. Í Stúfholti í Holtum, 9. apríl 1633.
Vitnisburður Páls Þórðarsonar um ítök Hróarsholts í Bár. Í Gaulverjabæ í Flóa, 5. október 1622.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Skrá Holtastaðakirkju um Spákonuarf.
Þórkatla Árnadóttir geldur og fær Jóni Dagstyggssyni, syni sínum, í sín þjónustulaun
allan þann part í jörðinni Hlíð í Kollafirði, er Árna syni hennar bar til erfða eftir
Dagstygg Jónsson föður sin, en hún hafði haft fyrir Árna þar til hann lést
og Jón unnið hjá henni kauplaust í níu ár, frá því að faðir hans lést.
Magnús Þórarinsson selur Magnúsi Björnssyni fjögur hundruð í jörðinni Söndum í Kjós. Á Munkaþverá, 1. september 1622; bréfið skrifað á sama stað 13. janúar 1623. Útdráttur.
Þórunn Jónsdóttir selur Magnúsi Björnssyni allan reka fyrir jörðinni Hóli á Tjörnesi.
Jón Torfason selur móður sinni Þorkötlu Snæbjarnardóttur garðinn allan Kirkjuból í Langadal á Langadalsströnd. Í staðinn fær Jón Árbæ í Holtamannahrepp. Enn fremur lýsir Þorkatla því yfir að Kirkjuból verði eign sonar síns Snæbjörns Torfasonar eftir sinn dag.
Séra Sigurður Jónsson gefur dóttur dótturdóttur sinnar, Halldóru Gunnlaugsdóttur, jörðina Hafralæk í Aðaldal.
Page 139 of 149