Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1161 documents in progress, 1335 done, 40 left)
Ólafur Tómasson gefur séra Gottskálk Jónsson og Markús Ólafsson kvitta um greiðslu fyrir Brunastaði í Mælifellskirkjusókn.
Jón Magnússon selur Teiti Björnssyni jörðina Harastaði í Vesturhópi en fær í staðinn Signýjarstaði í Hálsasveit.
Dómur á Neðri-Lönguhlíð í Hörgárdal um jörðina Brekku í Skagafirði, 21. apríl 1620. Magnús Björnsson hafði lánað Steindóri Gíslasyni og konu hans Guðrúnu Einarsdóttur 100 ríkisdali sem áttu að endurgreiðast á Alþingi 1619 (sbr. apógr. 5343). Steindór og Guðrún settu jörðina Brekku í veð og þar sem höfðu ekki greitt á gjalddaga er jörðin dæmd eign Magnúsar.
Kaupmáli og hjónavígsla Þórðar Erlendssonar og Ingibjargar Eiríksdóttur. Í Djúpadal í Skagafirði, 6. september og 18. október 1646.
Ari Guðmundsson selur, með samþykki föður síns, Jóni Magnússyni eldra jörðina Gautastaði í Hörðudalshrepp. Í Snóksdal, 19. maí 1605. Útdráttur.
Yfirlit með hendi Árna Magnússonar yfir transkriptabréfin frá Sæmundi Magnússyni á Hóli í Bolungavík.
Dómur í Skriðu í Hörgárdal vegna jarðarinnar Garðs í Ólafsfirði.
Vitnisburður Einars Oddssonar um gjöf Lopts heitins Ormssonar til Jóns Jónssonar á jörðunni „Svarbóli“ í Álptafirði.
Magnús Indriðason selur Páli Jónssyni 16 hundruð í jörðinni Kálfanesi.
Samningur milli Bjarna Péturssonar á Skarði og Sigmundar Oddssonar um að Bjarni byggir Sigmundi alla jörðina Kaldaðarnes á Ströndum til ábýlis frá fardögum 1732 til fardaga 1733 og lengur, ef þeim um semur, með nánar tilteknum byggingarskilmálum.
Transskriftarbréf með tveimur vitnisburðum um landamerki Stóra-Dals. Skrifað í Skálholti 15. febrúar 1614.
Vitnisburður um að Jón Gíslason hafi afgreitt Halldóri Þórðarsyni tíu hundruð í Meðalheimi í Hjaltabakkakirkjusókn til heimanfylgju dóttur sinnar Guðrúnar. Gjörningurinn átti sér stað í Þykkvaskógi í Miðdölum 9. september (líklega 1581) en vitnisburðurinn er dagsettur í Hjarðarholti í Laxárdal 17. desember 1581.
Guðbrandur Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Eyvindarstöðum í Vopnafirði, 3. ágúst 1604.
Björn Benediktsson selur Þorsteini Bjarnasyni aftur það veð er Björn átti á jörðinni Steindyrum í Höfðahverfi. Á Munkaþverá, 29. febrúar 1604; bréfið skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 17. apríl 1604.
Árni Magnússon ritar nöfn sex manna sem voru vottar að transskriftarbréfi sem skrifað var að Presthólum 1623 eða 1625. Að öðru leyti eru hér engar upplýsingar um innihald þessa bréfs.
Dómur um ákæru Guðmundar Eyvindssonar til Þorvalds Guðmundssonar, kveðinn upp í Berufirði 13. september 1582. Útdráttur.
Sæmundi Magnússyni er dæmd jörðin Grafarbakki á Öxarárþingi 1582.
Jarðaskiptabréf.
Bárður prestr Pétrsson, prófastr millum Langaness og Hvitaness, afleysir Jón Narfason og
Settceliu Bassadóttur af 5. barneign.
Magnús Guðmundsson selur Bjarna Sigurðssyni Þorgrímsstaði í Hjallakirkjusókn, er Bjarni hafði áður goldið Magnúsi upp í jörðina Traðarholt. Á Stokkseyri á Eyrarbakk, 27. janúar 1618. Útdráttur.
Vitnisburður Hallgeirs Sigurðssonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Ingibjörg Einarsdóttir selur Jóni Vigfússyni eldra Gíslholt í Holtamannahrepp. Að Einarshöfn á Eyrarbakka, 27. september 1667. Útdráttur.
Jón Sigurðsson selur Jóni Björnssyni hálfan Orrahól í Staðarfellskirkjusókn fyrir lausafé.
Ólafur Tómasson selur séra Gottskálki Jónssyni hálfa jörðina Brúnastaði í Mælifellskirkjusókn.
Séra Jón Halldórsson staðfestir að nýju það tilkall sem Benedikt Halldórsson, bróðir hans, á til Höskuldsstaða, þeirra föðurarfs. Á Möðruvöllum í Hörgárdal 7. febrúar 1583.
Kaupbréf Ara Magnússonar fyrir Reykhólum 1601 og samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur þar upp á.
Jón Björnsson gefur syni sínum Finni Jónssyni jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði. Í Flatey á Breiðafirði í júní 1600.
Dómur á Gröf í Ytrahreppi vegna kaupa Þormóðar Ásmundssonar á parti í Grafarbakka.
Ormr Jónsson geldr og selr „bróður sínum" Sturlu Þórðarsyni
jörðina Kjarlaksstaði á Skarðsströnd með fjórum kúgildum
fyrir þá peninga, er Sturla og Guðlaug kona hans
höfðu feingið Orrni, og kvittar Ormr þau um andvirðið.
Jarðaskiptabréf Jóns Magnússonar og Gunnars Gíslasonar,
og skiptast þeir á Mannskapshóli og Mýrarkoti á Höfðaströnd fyrir Þórustaði á Eyjafjarðarströnd.
Vitnisburður um Bolungarvíkurtolla Vatnsfjarðarkirkju.
Erfðaskrá Valgerðar Hákonardóttur.
Tvö bréf frá Þorvaldi Jónssyni til Brynjólfs biskups Sveinssonar um landamerki og jarðir á Norðausturlandi.
Transkriptabréf Ögmundar ábóta í Viðey á úrskurði Jóns erkibiskups í Niðarósi þar sem hann dæmir
Odda og Vatnsfjörð undir forræði Skálholtsbiskups.
Kaupmálabréf Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Skrifað í Hjarðardal í Dýrafirði 15. ágúst 1582.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar, er dæmir gildan
-Spjaldhagadóm 27. janúar 1553 (nr. 275).
Afrit af bréfi Jóns Sigurðssonar sýslumanns að á manntalsþingi á Heggsstöðum í Andakíl 21. maí 1686 hafi Jón Benediktsson og sex aðrir borið vitni um að þeir hafi ávallt heyrt að Klausturtunga hafi fylgt jörðunni Grjóteyri, og sama ber á eftir Benedikt prestur Þórðarson sama dag. Undirskrifað af sýslumanni og 7 öðrum. Eftirrit staðfest á Melum í Melasveit 22. júní 1707 af Þorsteini Ketilssyni og Hálfdáni Helgasyni.
Pétur ábóti á Munkaþverá gefr og geldr Nikulási Guðmundssyni jörðina Hól á Tjörnesi í sín þjónustulaun.
Kaupmálabréf Finnboga (lögmanns) Jónssonar og Málfríðar Torfadóttur.
Thumas Oddsson selr Þorleifi Pálssyni, með samþykki Helgu
Ketilsdóttur konu sinnar, átján hundruð í Kleifum í Gilsfirði, og kvittar um andvirðið.
Björn Þorleifsson fær Páli Aronssyni til fullrar eignar
jörðina Látr á Ströndum í Aðalvíkrkirkjusókn.
Þorgils prestr Nikulásson, prófastr i milli Hvítaness og
Langaness, afleysir Jón murta Narfason og Sesseliu Bersadóttur af 4 barneignum.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um að Jón Gíslason á Öndverðarnesi hefði oft sagt að Öndverðarnesi ætti tvö engi í Bárarlandi. á Efri-Loftsstöðum, 21. febrúar 1623.
Sæmundur Magnússon selur Þormóði Ásmundssyni tíu hundruð í jörðinni Grafarbakka í Hrunakirkjusókn. Bræðratungu, 6. janúar 1582, bréfið skrifað degi síðar.
Vitnisburður séra Jóns Jónssonar um skipti og peningaafgreiðslur eftir Eirík heitinn Torfason. Torfastöðum í Biskupstungum, 4. júlí 1582.
Magnús Gissurson festir sér Þórkötlu Snæbjarnardóttur með samþykki móður hennar Þóru Jónsdóttur og bróður hennar séra Torfa Snæbjarnarsonar. Á Kirkjubóli í Langadal, 19. september 1621. Útdráttur.
Bréf fyrir Forsæludal.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni Tröð í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa Sveinseyri í Hraunskirkjusókn. Í Vigur, 11. desember 1604; bréfið skrifað í Þernuvík 28. desember sama ár. Útdráttur.
Vitnisburður þriggja manna, að þeir hafi verið við staddir,
þá er Jón ábóti Þorvaldsson tók umboð af Gottskalk bisk-
upi að leysa Jón Sigmundsson af mannslági því, er hann
féll í, þá er hann varð ófyrirsynju Ásgrími Sigmundssyni að
bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og Jón meðgekk fyr
ir biskupi og mörgum góðum mönnum (Falsbréf, eitt af
morðbréfunum ).
Page 140 of 149