Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1318 done, 40 left)
Hallur Björnsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi sjö hundruð í Búastöðum í Vopnafirði og fær í staðinn hálfa Saurstaði í Jökulsárhlíð og þrjú hundruð í lausafé. Að Hofi í Vopnafirði, 16. ágúst 1657. Útdráttur.
Séra Jón Styrkárson selur Sæmundi Árnasyni jörðina Haukadal í Dýrafirði og fær í staðinn Skóga í Arnarfirði.
Kaupmáli milli Péturs Gunnarssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Synir herra Odds Einarssonar og Helgu Jónsdóttur, Árni, séra Gísli og séra Sigurður, leggja aftur til foreldra sinna jarðir sem þeir höfðu áður fengið til arfaskipta og gera þau ný arfaskipti. Í Skálholti, 24. febrúar 1623.
Guðfinna Jónsdóttir gefur Sturlu Þórðarsyni syni sínum áttatigi hundraða, og kvittar hann af peningameðferð, en
bæði saman ánafna þau Valgerði Þórðardóttur tuttugu hundruð.
Þrír menn transskríbera testamentisbréf Solveigar Björnsdóttur frá 17. janúar 1495.
Texti upphafs og niðurlags transskriptsins er í DI VII, nr. 371 en texti bréfsins sjálfs er prentaður í DI VII, nr. 297.
Sigurður Hákonarson selur bróður sínum Guðmundi Hákonarsyni hálfa jörðina Breiðabólstað í Hjallakirkjusókn. Á Þingeyrum í Vatnsdal, 12. nóvember 1642.
Skilmálar á milli Magnúsar Björnssonar og Ólafs Grímssonar um jarðaskipti þeirra á Stafnhóli og Sölvanesi. Á Munkaþverá, 21. janúar 1623.
Kristín Magnúsdóttir selur móður sinni Ragnheiði Eggertsdóttur hálfan Kirkjuvog og fær í staðinn part í Miðhlíð í Hagakirkjusókn. Í Sauðlauksdal, 24. ágúst 1623; bréfið skrifað á Snjáfjöllum 31. desember sama ár.
Björn Sveinsson vitnar að hann hafi fengið alla peninga frá Magnúsi Sæmundssyni vegna Heiðarbæjar. Að Meira-Fagradal, 21. febrúar 1623.
Stephán biskup í Skálbolti kvittar Þorbjörn Jónsson af öllum sektum og sakaferlum meðan hann var með biskup
Magnúsi heitnum og til þess, sem nú er komið. og gefur honum leyfi til að flytja burt af Viðey peninga þá, er féllu
eptir Vilhjálm heitinn Ormsson og Guðrúnu Andrésdóttur, en Þorbirni bar í arf eptir Gróu systur sína.
Bréf Orms lögmanns Sturlusonar um að hann gefur Jón bónda Björnsson, konu hans og alla þénara kvitt um allar þær sakir sem þau hafa mátt brotleg í verða.
Árni Gíslason selur Páli Gíslasyni bróður sínum hálfan garðinn Hvanneyri og Hamra og fær í staðinn Norðtungu í Þverárhlíð og fleiri jarðir. Á Ytra-Hóli á Akranesi, 10. október 1623.
Jón Bjarnason og kona hans Ólöf Jónsdóttir lofa að selja Halldóri Ólafssyni lögmanni fyrstum Neðstaland í Öxnadal. Á Lýtingsstöðum í Tungusveit, 10. maí 1623.
Halldór Marteinsson samþykkir gjöf Kristínar Markúsdóttur á jörðinni Seljalandi til eiginmanns síns, Nikulásar Björnssonar.
Máldagaágrip Grímstungna.
Gunnlaugr prestur Arngrímsson kvittar Jón Björnson af barneign með Oddnýju Magnúsdóttur.
Transskript á vitnisburðarbréfi þar sem segir að Björn Þorleifsson hafi afhent mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni, í arf kvenna sinna, jörðina Stærriakra í Blönduhlíð, Eyvindarstaði, Hvallátur og Skáleyjar og skyldi Björn kvittur um arfskiptið.
Nr. 26:Guðrún Höskuldsdóttir samþykkir stöðugt og myndugt það
jarðakaup (urn Djúpadal), er Guðmundr Þorvarðsson, sonr
hennar, hafði gert við Guðmund Olafsson, og kvittar um
andvirði Djúpadals.
Nr. 27Svo og festir Þorvarðr Helgason
Guðrúnu Höskuldsdóttur.
Árni Björnsson gefur syni sínum Jóni 20 hundruð í jörðinni Ystu-Vík á Svalbarðsströnd á hans giftingardegi. Á Reykjum í Tungusveit, 31. ágúst 1623; bréfið skrifað á sama stað 3. desember sama ár.
Kaupbréf Ara Magnússonar fyrir Reykhólum 1601 og samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur þar upp á.
Jón Björnsson gefur syni sínum Finni Jónssyni jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði. Í Flatey á Breiðafirði í júní 1600.
Gunnar Bjarnarson fær Þorbirni syni sínum 40 hundraða í Harastöðum, en það er öll jörðin, fyrir kostnað, sem Þorbjörn heflr haft fyrir honum og ómögum hans og til framfæris honum og þeim framvegis.
Vísitasía hálfkirkjunnar á Kirkjubóli í Skutulsfirði árið 1700.
Tveir útdrættir um kaup herra Odds Einarssonar á jörðinni Bót í Austfjörðum.
Arfaskiptabréf Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur til barna þeirra. Í Holti í Önundarfirði, 6. janúar 1623; bréfið skrifað á Hvilft, 14. janúar sama ár.
Ólafur Tómasson selur séra Gottskálki Jónssyni hálfa jörðina Brúnastaði í Mælifellskirkjusókn.
Jón Magnússon lýsir yfir að hann gengur í borgun um sex tigi hundraða sem Jón Hallsson á að hafa
til kaups við Guðrúnu Finnbogadóttur. Jón lýsti þessu yfir í vitni Einars ábóta og síra Finnboga á Munkaþverá.
Dómur á Spjaldhaga um arf eftir Eyjólf Finnbogason, 22. maí 1598. Bréfið er skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði 22. febrúar 1600.
Andrés Einarsson, með samþykki konu sinnar Ingibjargar Sigurðardóttur, selur Jón Magnússyni eldri alla jörðina Dynjandi í Arnarfirði.
Bessastaðadómur Orms lögmanns Sturlusonar 6. Júlí 1569 um jarðakærur síra Guðbrands Þorlákssonar og skilgetning barna Jóns lögmanns Sigmundssonar og Bjargar Þorvaldsdóttur.
Akradómur Orms lögmanns Sturlusonar um jarðakærur síra Guðbrands Þorlákssonar.
Úrskurður Óla Svarthöfðasonar officialis Skálholtskirkju um hvalreka Vatnsfjarðarkirkju á almenningum.
Þorvaldur Ólafsson sver þess eið að hafa aldrei á sinni ævi svívirðilega synd með karlmanni framið. Á Einarsstöðum í Kræklingahlíð, 1. maí 1627.
Vitnisburður um að Þórunn Jónsdóttir hafi gefið Ásmundi Þorsteinssyni og konu hans, Þuríði Þorbergsdóttur, kvitt um alla þá peninga, kvika og dauða, sem þau hefðu af henni fengið.
Kaupmáli Daða Daðasonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Á Saurbæ í Eyjafirði, 11. nóvember 1627.
Kaupmáli og hjónavígsla Magnúsar Einarssonar og Guðrúnar Björnsdóttur. Á Þykkvaskógi, 7. október 1627; bréfið skrifað á Staðarfelli 17. október sama ár. Útdráttur.
Dómur um mál síra Guðbrands Þorlákssonar er hann klagaði til Hóladómkirkju.
Séra Gísli Oddsson og Jón Þorsteinsson endurnýja þann kaupgjörning að Gísli seldi Aldísi dóttir Jóns fimmtán hundruð í Hlíð í Grafningi. Gísli setur þann skilmála að verði jörðin föl aftur eigi hann eða erfingjar hans fyrstu kaup þar á, á sama verði og hann seldi hana. Á Holti undir Eyjafjöllum, 30. mars 1627. Útdráttur.
Útdráttur úr transskriftarbréfi um sölu séra Gísla Oddssonar á jörðinni Hlíð í Grafningi til Jóns Þorsteinssonar og dóttur hans Aldísar, sem fram fór í Holti undir Eyjafjöllum 8. júlí 1625. Þar á eftir fylgja greiðslur Jóns: sú fyrsta var gerð á kaupdegi, önnur 16. september 1625, þriðja 30. janúar 1626 og fjórða 3. júlí 1626. Taldist jörðin þá fullkeypt.
Bréf Friðriks konungs annars 14. Apríl 1571, þar sem hann staðfestir alþingisdóm 1570 (VII), Bessastaðadóm 6. Júlí 1569 og Akradóm 18. Janúar 1570 um jarðamál Guðbrands biskups.
Halldór Ormsson arfleiðir son sinn Eyjólf með samþykki systur sinnar Sesselju Ormsdóttur. Á Skarði á Skarðsströnd 23. september 1581, bréfið sagt skrifað degi síðar í Saurbæ á Kjalarnesi (sjá athugasemd).
Arfleiðslu- og ættleiðingarbréf Þorleifs Þorleifssonar til barna sinnar Þorgríms, Ceciliu,
Ásmundar og Jóns, undir þær greinar er bréfið hermir.
Oddur Einarsson selur Þórði Guðmundssyni hálfa jörðina Hurðarbak fyrir lausafé. Sámsstöðum í Hvítársíðu, 9. september 1581.
Stefán Snorrason selur Eiríki Árnasyni jörðina Hrærekslæk í Tungu í Fljótsdalshéraði. Landamerkjum lýst. Enn fremur skilur Stefán svo á að Eiríkur veiti sér og konu sinni Salgerði Magnadóttur framfærslu svo lengi sem þau lifi og einnig syni þeirra Ólafi þar til hann er af ómagaaldri.
Stefán Snorrason selur Eiríki Árnasyni jörðina Hrærekslæk í Tungu í Fljótsdalshéraði. Landamerkjum lýst. Enn fremur skilur Stefán svo á að Eiríkur veiti sér og konu sinni Salgerði Magnadóttur framfærslu svo lengi sem þau lifi og einnig syni þeirra Ólafi þar til hann er af ómagaaldri.
Páll Oddsson og kona hans Valgerður Hallsdóttir selja séra Guðmundi Gíslasyni sex hundruð og fjögur ærgildi í Brattsholti í Stokkseyrarkirkjusókn. Útdráttur.
Vitnisburður fimm karla um að Þuríður Þorleifsdóttir hefði afhent Magnúsi Vigfússyni tengdasyni sínum jarðirnar Ás og Ekkjufell í Fljótsdalshéraði.
Sáttargerð Magnúsar biskups í Skálholti og Einars Björnssonar, bæði um víg Bjarna Þórarinssonar vegna Einars sjálfs og svo vegna Þorleifs bróður hans.
Page 142 of 149