Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1316 done, 40 left)
Bréf Gísla Jónssonar þar sem hann segir að Daði Guðmundsson hafi oft lýst því fyrir sér að hann hafi ekki haft líkamlegt samræði við Ingveldi Árnadóttur áður en honum fæddist Þórunn Daðadóttir með sinni dándikvinnu Guðrúnu Einarsdóttur. Hvammi í Hvammssveit 24. ágúst 1583.
Vitnisburður um að Snorri heitinn Jónsson hafi lýst því að hafi fengið fulla borgun fyrir jarðarpart í Hallsstöðum frá bróður sínum Sigurði Jónssyni.
Vitnisburður Gunnars Þorsteinssonar um að á Lambey í Fljótshlíð þann 31. ágúst 1597 hafi Vigfús Þorsteinsson og Hákon Árnason tekist í hendur og lofað að mæta báðir til næsta Öxarárþings til að leysa úr ágreiningi varðandi arfleiðingarbréf Þorbjargar Vigfúsdóttur. Vitnisburðurinn var útgefinn og skrifaður á Skútustöðum við Mývatn 8. júní 1598.
Vitnisburður um landamerki á milli Skálavíkur og Jökulkeldu í Mjóafirði. Á Skálavík, 24. desember 1605.
Landvistarbréf, útgefið af Hans konungi, handa Guðmundi Andréssyni, er varð Einari Hallssyni óforsynju að skaða.
Kaupbréf fvrir 4 hundr. í Látrum i Aðalvík.
Áreiðarbréf um landamerki á milli Gegnishóla og Seljatungu og á millum Gegnishólanna.
Séra Árni Ólafsson og kona hans Hólmfríður Bjarnardóttir selja herra Oddi Einarssyni jörðina Litla-Bakka í Kirkjubæjarþinghá. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 25. maí 1605; bréfið skrifað í Eydölum í Breiðdal einni nóttu síðar. Útdráttur.
Gísli byskup Jónssson kvittar síra Þorleif Björnsson um
misferli sitt og veitir honum aftr prestskap
Kaupmálabréf Benedikts Halldórssonar og Valgerðar Björnsdóttur.
Vitnisburður um vatnssókn frá Holti í Saurbæ „virkisvetrinn“ (1482—1483).
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Skiptabréf.
Stephán biskup í Skálholti gefr Sturlu Þórðarson frjálsan og liðugan að gera hjúskaparband við Guðlaugu Finnbogadóttur.
Hannes Bjarnarson selur Sæmundi Árnasyni jörðina á Múla á Langadalsströnd en fær í staðinn Marðareyri og hálfa Steinólfstaði í Veiðileysufirði. Á Hóli í Bolungarvík, 20. febrúar 1605; bréfið skrifað sex dögum síðar.
Um jarðaskipti herra Odds Einarssonar við Jón Björnsson.
Arnór Loftsson kvittar Jón Magnússon fyrir andvirði jarðanna Hafstaða (Happstaða/Hafursstaða) á Fellsströnd og Skarðs í Bjarnarfirði. Í Hvammi í Hvammsveit, 18. nóvember 1605; bréfið skrifað í Ásgarði 26. janúar 1606.
Veitingabréf síra Jóns Loptssonar fyrir Skinnastöðum í
Öxarfirði.
Vitnisburður Magnúsar Sveinssonar um stefnu Magnúsar Jónssonar til séra Þorleifs Björnssonar vegna Reykjahóla á Reykjanesi.
Skiptabréf systkinanna Jóns Vigfússonar og Þorbjargar Vigfúsdóttur. Í Klofa á Landi 20. júní 1606.
Séra Snæbjörn Torfason selur Bjarna Sigurðssyni hálfar Brekkur í Gunnarsholtskirkjusókn en fær í staðinn Hrafnagil í Laxárdal. Útdráttur. Á Þingvöllum, 30. júní 1606.
Einar Jónsson („Eylerdt Johansen“) selur Herluf Daa jörðina Vatnsdal („Wartess dhall“) á Barðaströnd, í Dalskirkjusókn. Bréfið er skrifað á þýsku í Hamborg einhvern tíma á árabilinu 1606–1616.
Kaupmálabréf Rafns Sigurðssonar og Skólastíku Gamalíelsdóttur.
Jón Sigurðsson og kona hans Sigríður Torfadóttir selja Jóni Björnssyni, vegna Snæbjarnar Torfasonar, jarðirnar Sandeyri á Snæfjallaströnd, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Steingrímsfirði. Í staðinn fá Jón og Sigríður Brandsstaði og Bollastaði í Blöndudal. Landamerkjum lýst og skilmálar settir. Í Kristnesi í Eyjafirði, 13. júní 1606.
Nokkrir punktar Árna Magnússonar, teknir upp úr jarðakaupabréfi, um þessar jarðir sem fóru sölum 1606: Sandeyri í Ísafirði, Veðrará í Önundarfirði, Kirkjuból í Steingrímsfirði og Brandsstaði og Bollastaði, báðar í Blöndudal. Árni getur sérstaklega um skilmála sem seljandinn Jón Sigurðsson leggur á kaupandann séra Snæbjörn (Torfason).
Vitnisburður og eiður Jóns Arnórssonar prests í Einholti í Hornafirði að sú vörn sem hann hefur haft kirkjunnar vegna um þá fjöru sem Viðborðsmenn hafa áklagað undan kirkjunni sé rétt og falslaus. Á Einholti, 29. júní 1606.
Um lögmála Gísla Árnasonar fyrir Vestasta-Reyðarvatni á Rangárvöllum.
Magnús Vigfússon og sonur hans Árni Magnússon staðfesta þann gjörning sem gerður hafði verið á Hofi í Vopnafirði árið 1592 um að jörðin Eiðar skyldi vera ævinleg eign Árna og skyldi hann hafa hana fyrir 60 hundruð í rétt erfðaskipti móts við önnur sín systkin. Að Eiðum, 12. september 1606.
Kaupbréf fyrir Hofi í Vatnsdal, Vatnsenda og Hálsum í Skorradal.
Bjarni Sigurðsson selur syni sínum Magnúsi fimm hundruð í Hömrum og tvö hundruð og fjögur ærgildi í Húsum í Holtamannahrepp og fær í staðinn sjö hundruð og 40 álnir í Fjalli í Arnarbæliskirkjusókn. Á Skarði á Landi, 23. september 1638. Útdráttur.
Dómur um ákæru Guðmundar Eyvindssonar til Þorvalds Guðmundssonar, kveðinn upp í Berufirði 13. september 1582. Útdráttur.
Ólafur Halldórsson selur Pétri Magnússyni Heimastaði í Höfðahverfi en fær í staðinn Merkigarð í Skagafirði auk lausafjár. Á Hólum í Eyjafirði, 28. apríl 1604. Útdráttur.
Guðrún Einarsdóttir greiðir Ara Magnússyni 60 hundruð í jörðinni Óslandi í Miklabæjarkirkjusókn í sín þjónustulaun. Á Laugarbrekku, 15. september 1607; bréfið skrifað á sama stað nokkrum dögum síðar.
Séra Björn Gíslason selur Jóni Björnssyni jörðina Garðshorn á Höfðaströnd og fær í staðinn Syðra-Villingaholt. Gert á Spjaldhaga í Eyjafirði á krossmessu (í maí eða september) 1595; bréfið skrifað degi síðar á Grund. Útdráttur.
Útdrættir úr þremur bréfum um kaup herra Odds Einarssonar á pörtum í jörðinni Krossavík í Vopnafirði.
Jón Björnsson fær systur sinni Ragnheiði Björnsdóttur og barni hennar Bjarna Sigurðssyni jarðirnar Syðsta-Mó í Fljótum og Neðri-Núp til að uppfylla fyrri skuldbindingar sínar; Ragnheiður gefur Jón kvittan. Á Auðkúlu í Svínadal, 6. nóvember 1571.
Séra Gottskálk Jónsson selur Markúsi Ólafssyni hálfa Brunastaði í Mælifellskirkjusókn.
Úrskurður Snorra kyngis Þorleifssonar officialis Skálholtskirkju um að allir búfastir menn, þeir er af landi hafa milli
Ísafjarðarár og Kleifa í Seyðisfirði, sé samkvæmt máldaga kirkjunnar í Vatnsfirði skyldir að ala henni lamb eða gefa ella.
Eggert Hannesson samþykkir að greiða Grími Jónssyni bætur eftir drápið á syni Gríms, Jóni, er Jón sonur Eggerts og Ólafur Jónsson báru ábyrgð á. Á Öxarárþingi, 30. júní 1571.
Vitnisburður Sveins Símonarsonar um góða hegðun Sæmundar Árnasonar. Í Holti í Önundarfirði, 3. júní 1617.
Pétur Þórðarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi hálfa jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XLV, 17: Tuttugu og fjórir prestar fyrir norðan land votta að þeir hafi lesið útskrift af bréfi kanoka Þrándheimsdómkirkju, þar sem þeir fá Ögmundi Skálholtsbiskupi fullt umboð yfir Hóladómkirkju og hennar eignum og peningum, en þeir afsegja hans yfirráðum að hlíta fyrir margar greinir, er bréfið hermir, og appellera allan þann ágreining fyrir erkibiskupinn í Niðarósi, dags. 29. október 1522.
Kaupmálabréf Andrésar Björnssonar og Guðlaugar Jónsdóttur.
Sæmundi Magnússyni er dæmd jörðin Grafarbakki á Öxarárþingi 1582.
Árni Ólafsson biskup í Skálholti fær Halli Jporgrímssyni jörðina
Hof i Vatnsdal og Eyfre-Tungu í Vatnsdal til fullrar eignar og
kvittar hann fyrir andvirði jarðanna, en jarðirnar hafði Árni
biskup feingið hjá þeim hjónum Styr Snorrasyni og Þuríði
Jónsdóttur.
Ragnhildur Einarsdóttir selur séra Bjarna Jónssyni, dótturmanni sínum, jörðina Skálanes í Dvergasteinskirkjusókn. Á Hallormsstöðum í Skógum, 11. maí 1637. Útdráttur.
Gunnlaugur prestur Arngrímsson selur síra Birni Jónssyni tíu hundruð í jörðunni Forsæludal í Vatnsdal fyrir tiu hundruð i lausafé.
Séra Jón Styrkárson selur Sæmundi Árnasyni jörðina Haukadal í Dýrafirði og fær í staðinn Skóga í Arnarfirði.
Page 143 of 149