Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1316 done, 40 left)
Vitnisburður um torfskurð frá Hofi í Vatnsdal í Brúsastaða jörðu.
Ingibjörg Einarsdóttir selur Jóni Vigfússyni eldra Gíslholt í Holtamannahrepp. Að Einarshöfn á Eyrarbakka, 27. september 1667.
Alþingisdómur um Fagrabæ á Eyjafjarðarströnd, 1. júlí 1609.
Synir herra Odds Einarssonar og Helgu Jónsdóttur, Árni, séra Gísli og séra Sigurður, leggja aftur til foreldra sinna jarðir sem þeir höfðu áður fengið til arfaskipta og gera þau ný arfaskipti. Í Skálholti, 24. febrúar 1623.
Jón Sigurðsson selur Jóni Björnssyni hálfan Orrahól í Staðarfellskirkjusókn fyrir lausafé.
Þormóður Ásmundsson og synir hans, séra Ásmundur, séra Jón, Gísli og Einar, selja Bjarna Sigurðssyni jörðina alla Kjóastaði í Biskupstungu eystri; landamerkjum lýst. Í Bræðratungu, 29. apríl 1607.
Jón ábóti á Þingeyrum selur Egli Grímssyni til fullrar eignar fjóra tigi hundraða í Hofi í Vatnsdal með tilgreindum
ítökum fyrir eignarhlutann í Spákonufelli og Árbakka.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 23.
Símon Oddsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfa jörðina Hlíðarenda í Ölfusi. Á Stokkseyrargerðum á Eyrarbakka, 4. janúar 1607.
Pétur Bjarnason eldri selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jörðin Gröf í Vopnafirði. Á Ásbrandsstöðum, 6. ágúst 1669. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 25. október sama ár.
Guðfinna Jónsdóttir gefur Sturlu Þórðarsyni syni sínum áttatigi hundraða, og kvittar hann af peningameðferð, en
bæði saman ánafna þau Valgerði Þórðardóttur tuttugu hundruð.
Skiptabréf um þann fimm hundraða part sem kirkjan á Hvilft átti í jörðinni Eyri í Önundarfirði.
Bréf sr. Ólafs Péturssonar til Sigurðar Björnssonar lögmanns um að Þórður Magnússon í Vestmannaeyjum skuli skikkaður
til að snúa aftur til sinnar ektakvinnu, Guðrúnar Ingjaldsdóttur í Útskálakirkjusókn, sem hefur ekki séð hann í á sjöunda ár, dags.
20. september 1699. Í framhaldi af bréfi sr. Ólafs kemur bréf Sigurðar til Ólafs Árnasonar, sýslumanns í Vestmannaeyjum, um þessa skikkun, dagsett sama dag.
Á 2v er utanáskriftin „Bréf hr. lögmannsins uppá Þórð Magnússon“.
Einar Oddsson gefur kirkjunni á Hofi í Vatnsdal kolviðargerð
upp á tvo hesta árlega í Fljótstunguskóg uppá þann part
er tilheyrði hálfri jörðunni Fljótstungu, er Einar átti.
Guðbrandur Oddson selur herra Oddi Einarssyni sex hundruð í Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn. Á Refsstöðum, 1. ágúst 1607.
Skiptabréf eptir Jón Einarsson á Geitaskarði.
Samantekt Árna Magnússonar um sölu Þormóðs Torfasonar á jörðinni Dalsmynni í Norðurárdal til séra Þorkels Arngrímssonar, sem fram fór í Görðum á Álftanesi árið 1671.
Meðkenning Níels Regelsens kaupmanns að hann hafi látið Helga Jónsson frá Búðarhóli í Austur-Landeyjum fá hjalla til eignar gegn því að hann árlega þóknist dálítið veturlegumanni sínum.
Þrír menn transskríbera testamentisbréf Solveigar Björnsdóttur frá 17. janúar 1495.
Texti upphafs og niðurlags transskriptsins er í DI VII, nr. 371 en texti bréfsins sjálfs er prentaður í DI VII, nr. 297.
Afrit af bréfi þar sem sagt er frá deilum um þyngd fisks sem gerðu það að verkum að allar vigtir í Vestmannaeyjum voru bornar saman við kóngsins vigt. Þeim sem skiluðu réttri þyngd var skilað en hinar brotnar. Bréfið er dagsett 6. desember 1702 og undirritað af sex mönnum. Á eftir fylgir uppskrift af bréfi Sigurðar Björnssonar lögmanns þar sem hann lýsir þakklæti fyrir áðurskrifað bréf, dags. 20. júlí 1703. Diðrik Jürgen Brandt og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfum skrifað, dags. 6. júní 1704.
Afrit af bréfi um þá skikkun að þeir sem eiga leyfislausa hesta skuli gjalda 24 fiska, helmingur fari til umboðsmannsins Christoffers Jensens og helmingur til fátækra. Skikkunin fór fram 2. nóvember 1703.
Þórður Þórðarson og Sigurður Sölmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 7. júní 1704.
Vitnisburður Eyvinds Magnússonar um að hann hafi aldrei heyrt þess getið að Jón Arason biskup hafi greitt séra Jóni Filippussyni nokkrar peninga fyrir jörðina Veturliðastaði í Fnjóskadal.
Afrit af dómsbréfi um að Jón Sigurðsson á Vesturhúsum og Sigmundur Magnússon á Steinsstöðum hafi óleyfilega raskað jörð, dags. 20. nóvember 1703.
Sigurður Sölmundsson og Jón Guðmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 30. maí 1704.
Hannes Björnsson seldi, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Ólafsdóttur, Teiti Björnssyni Hof í Vatnsdal, LXc, fyrir Flatnefsstaði á Vatnsnesi XVIc, Ytri-Velli í Vatnsneshrepp og Melssókn, XXIIIc og Þóroddstaði í Hrútafirði XXIIIc og einn IVc að auki.
Erfðaskrá Valgerðar Hákonardóttur.
Brynjólfur Bjarnason byggir Guðmundi Jónssyni eignarjörð sína Kaldrananes í Strandasýslu með nánar til teknum skilmálum frá fardögum 1787, og framvegis, meðan þeim um semur.
Tvö bréf frá Þorvaldi Jónssyni til Brynjólfs biskups Sveinssonar um landamerki og jarðir á Norðausturlandi.
Kaupmálabréf Orms Loptssonar og Solveigar Þorleifsdóttur.
Björn Ólafsson vitnar um það að hafa keypt hjall af Lofti Ögmundssyni að viðstöddum Niels Regelsen.
Á 2r hefur Árni Magnússon ritað frekari upplýsingar um sögu hjallsins.
Vitnisburður, að Vigdís Jónsdóttir hafi unnið að því bókareið, að hún hafi af eingum manni líkamlega syndgazt, utan sínum bónda Ólafi Filippussyni.
Máldagi kirkju í Vesturhópshólum.
Eyrný Ólafsdóttir fær Sighvati Asgrímssyni jörðina að Bjargastöðum í Miðfirði til eignar, með tilgreindum ummerkjum.
Vitnisburður Egils Grímssonar um viðureign Jóns Sigmundssonar og hans manna af einni hálfu en þeirra Filippussona
af annarri, í kirkjugarðinum í Víðidalstungu árið 1483.
Vitnisburðarbréf Jóns Jónssonar um landamerki Sveinseyrar, milli Eyrar og Hóls (í Dýrafirði).
Skilmálar á milli Magnúsar Björnssonar og Ólafs Grímssonar um jarðaskipti þeirra á Stafnhóli og Sölvanesi. Á Munkaþverá, 21. janúar 1623.
Yfirlit með hendi Árna Magnússonar yfir transkriptabréfin frá Sæmundi Magnússyni á Hóli í Bolungavík.
Kristín Magnúsdóttir selur móður sinni Ragnheiði Eggertsdóttur hálfan Kirkjuvog og fær í staðinn part í Miðhlíð í Hagakirkjusókn. Í Sauðlauksdal, 24. ágúst 1623; bréfið skrifað á Snjáfjöllum 31. desember sama ár.
Björn Sveinsson vitnar að hann hafi fengið alla peninga frá Magnúsi Sæmundssyni vegna Heiðarbæjar. Að Meira-Fagradal, 21. febrúar 1623.
Jón biskup á Hólum kvittar síra Jón Brandsson um milligjöf milli jarðanna Grillis í Fljótum og Illugastaða í Flókadal.
Stephán biskup í Skálbolti kvittar Þorbjörn Jónsson af öllum sektum og sakaferlum meðan hann var með biskup
Magnúsi heitnum og til þess, sem nú er komið. og gefur honum leyfi til að flytja burt af Viðey peninga þá, er féllu
eptir Vilhjálm heitinn Ormsson og Guðrúnu Andrésdóttur, en Þorbirni bar í arf eptir Gróu systur sína.
Helgi Torfason selur Heinrik Gíslasyni sex hundruð í jörðinni Efstabæ í Skorradal. Í Reykjaholti, 2. maí 1607. Útdráttur.
Gjafabréf Jóns Magnússonar fyrir Hroðaskógi til Magnúsar, sonar síns.
Transskript af dómi Þorleifs Björnssonar um Reykhólaferð Andrésar Guðmundssonar frá 20. Janúar 1483.
Upphaf transskriptsins er í nr. 463 en transskríberaða bréfið er í nr. 417 (prentvilla er í DI en þar er bréfið sagt nr. 317).
Frumbréfið sjálft er í nr. 418.
Transskipt og frumbréf eru stungin saman.
Tvær yfirlýsingar þess efnis að Magnús Björnsson hefði lýst því yfir að séra Jón Magnússon, sonur hans, skyldi eiga kjör á þeim höfuðbólum sem Magnús og kona hans ætti eftir.
Vilchin biskup í Skálholti skipar séra Þorstein Svarthöfðason til að dæma milli Guðmundar Einarssonar á Hrafnabjörgum og Vermundar ábóta á Helgafelli um það, er Guðmundr tók hest undan söðli ábóta.
Jón biskup á Hólum selr Brandi Helgasyni jörð Hóladómkirkju
Holt í Svarfaðardal, og gefr Brandr kvitta ákœru upp á jörðina Tungu í Fljótum.
Page 144 of 149