Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1316 done, 40 left)
Sturla Þórðarson selr Narfa Jónssyni jörðina alla Kirkjuból í Skutilsfirði, með samþykki Guðlaugar Finnbogadóttur konu sinnar, fyrir Þorsteinsstaði í Breiðafjarðardölum með þeim tunguspotti, er Þorsteinn bóndi Guðmundsson lagði til greindrar jarðar.
Vitnisburður tveggja manna um að séra Jón Jónsson hafi ekki lofað tengdaföður sínum Halli Magnússyni að krefjast ekki þeirra peninga sem hann mætti með lögum tilkall veita vegna konu sinnar Ólafar Hallsdóttur. Bréfið er gert sama dag og kaupmálabréf þeirra séra Jóns og Ólafar (sjá apógr. 4842).
Sveinbjörn Jónsson kvittar upp á að hafa meðtekið peninga af Jóni Björnssyni sem honum líkar fyrir það fé sem Sveinbirni var dæmt af Þorsteini heitnum Illugasyni og gefur hann erfingja Þorsteins kvitta og ákærulausa.
Afrit af jarðakaupabréfi dags. 10. nóvember 1631 þar sem Nikulás Einarsson selur Magnúsi bónda Björnssyni jörðina Reykjahlíð við Mývatn en fær í staðinn Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn. Afritið er dagsett 7. mars 1708.
Þorleifur Einarsson gefur Illuga Ormssyni 60 hundruð í jörðum og fríðum peningum.
Hannes Björnsson selur Jón Björnssyni jörðina alla Hnjúka á Ásum.
Jarðakaupabréf á milli Eggerts Hannessonar og Björns Bjarnarson.
Séra Arngrímur Jónsson gefur Guðbrandi Þorlákssyni biskupi veð og lögmála í jörðinni Bakka í Fljótum. Útdráttur.
Magnús Guðmundsson meðkennir að hafa fengið fulla peninga fyrir jörðina Svartagil í Norðurárdal og gefur hann Þórð Guðmundsson kvittan. Útdráttur.
Henrik Gerkens Hannesson selur Þórði Guðmundssyni hálfa Geirshlíð í Flókadal og fær í staðinn Kross á Akranesi. Útdráttur.
Afrit af bréfi J.P. Kleins um að hann, í umboði Hendrichs Bielckes höfuðsmanns, selji og afhendi Jóni Sigurðssyni eignina Gufufit vestan Hvítár til fullrar eignar, þegar hann sé búinn að fá fulla borgun. Gert á Bessastöðum 18. júlí 1682. Tveir menn votta að rétt sé eftir frumbréfi ritað á Einarsnesi 18. júní 1703.
Kaupmálabréf Magnúsar Jónssonar og Elenar Jónsdóttur.
Þrettán menn í Saurbæjarkirkjusókn á Kjalarnesi kvitta upp á góða hegðan og breytni séra Jóns Oddssonar.
Síra Jón Þorleifsson fœr Einari Þorgilssyni til eignar jörðina Fjörð.
Dómr sex klerka og sex leikmanna, útnefndr af Ögmundi biskupi í Skálholti, um það, hver afgreiðslumaðr skyldi reikningskapar kirkjunnar á Hóli í Bolungarvík og annara löglegra skulda, er þar áttu að greiðast eptir Einar Jónsson frá fallinn, með öðru fleira, er bréfið greinir.
Hundurinn Passop, sem komst lífs af við strand hollenska Indlandsfarsins Het Wapen van Amsterdam, er tvígefinn.
Vitnisburður um samtal þeirra Jóns Sigmuudssonar og Gottskálks biskups, að Jón hefði engu bætt fyrir þau tvö eigin börn sin, er hann hefði sjálfur látið farga,—látið drekkja öðru í Gljúfrá, en hinu í soðkatli. (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Afrit af vitnisburði um arfaskipti séra Torfa Jónssonar og séra Gissurar Sveinssonar eftir Magnús Gissurarson, einkum hvað snerti jarðirnar Lokinhamra og Hrafnabjörg, þá síðarnefndu selur Gissur Torfa. Gert að Lokinhömrum 27. ágúst 1663.
Árni Gíslason og Guðrún Þorleifsdóttir kvitta hvort annað um öll þeirra skipti.
Tvö afrit af bréfi Hendrichs Bielckes höfuðsmanns um að hann hafi selt og afhent Jóni presti Ólafssyni í Hvammi til fullrar eignar þriðja part í jörðinni Arnbjargarlæk í Borgarfjarðarsýslu og fengið fulla borgun fyrir. Gert í Kaupmannahöfn 28. júní 1676.
Auglýsing Egils Finnssonar um það hvernig hann og kona hans, Þorbjörg Guðmundsdóttir, hafi komist að þeim jarðarpörtum sem þau eigi í Stóra- og Litla-Kálfalæk í Borgarfirði og Hundadal stærra í Miðdölum, og hverjir hafi átt þessa jarðarparta á undan þeim.
Dómr sex manna útnefndr af Guðna Jónssyni, er þá hafði kongs sýslu og umboð milli Geirhólms og Langaness, um það, hversu full eignarvitni þau skyldi, er ger voru um þá gjöf, er Brandr heitinn Jónsson gaf Sigmundi syni sínum jörðina Bæ í Súgandafirði og hálfan Vatnadal.
Vitnisburður um að síra Sigmundur Guðmundsson og Kristín Þórarinsdóttir, móðir hans, hafi handsalað að hvort þeirra skal eiga jörðina Hlíð er liggur á Langanesi meðan annað þeirra lifir. Einnig að Kristín hafi fest þann bókareið að hún hefði ekki meiri peninga úr föðurgarði en bréfið greinir.
Sigurður Daðason kongs umboðsmaður í Húnavatnsþingi gefur Egli bónda Grímssyni fult umboð til að halda þing um mannslag Jóns Sigurðssonar, að leiða megi víglýsing hans. Falsbréf
Samþykki Ólafs byskups Hjaltasonar á hjónabandi Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur.
Vitnisburðr, að Jón Narfason festi sér til eiginkonu Sesseliu Bassadóttur.
Festingarbréf síra Þorleifs Björnssonar og Ragnhildar Jónsdóttur
Vitnisburður fimm karla um að Þuríður Þorleifsdóttir hefði afhent Magnúsi Vigfússyni tengdasyni sínum jarðirnar Ás og Ekkjufell í Fljótsdalshéraði.
Kvittun Jóns Björnssonar og Guðrúnar Þorleiksdóttur af fimmtu barneign í einföldu frillulífi, gefin þeim af síra Jóni officialis Þorleifssyni.
Vitnisburður og kvittun um kaup séra Halldórs Daðasonar á Geldingaholti af bræðrunum Gísla og Bjarna Jónssonum.
Úrskurður Jóns ábóta í Viðey officialis í Vestfjörðum um hvalreka Vatnsfjarðarkirkju á almenningum.
Afrit fjögurra bréfa um kirkjureikninga Hagakirkju og eignarhald á Haga á Barðaströnd, með athugasemdum skrifarans.
Afrit af bréfi Erlends Pálssonar, prests á Breiðabólstað, að hvalreki á Sigríðarstaðasandi tilheyri Breiðabólstað. Frumbréfið hefur verið gert ca. 1607–1612. Ólafur Eiríksson prestur vottar að rétt sé eftir originalnum skrifað.
Vitnisburður gerður á Hólum í Hjaltadal árið 1623 um yfirlýsingu Halldóru Guðbrandsdóttur um jarðakaupagjörning sem tengist Hóli í Flókadal, Guðmundi Hákonarsyni og Ara Magnússyni. Afritið er tilraun til lestrar á AM Dipl. Isl. Fasc. LXV, 31, sem er mjög illa farið.
Dómur tólf manna útnefndr af Egli Grímssyni um vígsmál eptir Haldór Snorrason og Arvið Mattheusson.
Afrit af jarðaskjölum sem tengjast Hendrich heitnum Bielcke.
Þorleifur Grímsson kvittar Þorstein Guðmundsson á Grund um legorðssök.
Tvö afrit af bréfi Hendrichs Bielcke höfuðsmanns um að hann hafi selt og afhent Ragnhildi Jónsdóttur þrjú hundruð í jörðinni Stóra-Hólmi í Borgarfjarðarsýslu og fengið fulla borgun fyrir. Skrifað í Kaupmannahöfn 28. júní 1676.
Oddgeir biskup í Skálholti staðfestir máldaga Vatnsfjarðarkirkju (Dipl. Isl. II. Nr. 380) og úrskurð Jóns ábóta um hvalreka á Almenningum frá 13. Júní 1377.
Griðarbréf Torfa Sigfússonar, gefið út af konungi, er heitir honum landsvist og uppgjöf sakar af vígi síra Hálfdans Þórarinssonar, er „sveinn“ Torfa hafi vegið.
Afrit af opnu bréfi Friðriks III. Danakonungs um að presturinn á Reynivöllum í Kjós megi fyrst um sinn njóta jarðarinnar Vindáss í sömu sveit afgjaldslaust af því að prestssetrið hafi skemmst af skriðu. Útgefið í Kaupmannahöfn 7. maí 1664. Afritið vottað 9. júlí 1705.
Kaupmálabréf Jóns Magnússonar og Valgerðar Tumadóttur. Útdráttur.
Samantekt Árna Magnússonar um transskriftarbréf sem séra Arngrímur Jónsson og Vigfús Þorsteinsson gerðu á Hólum í Hjaltadal 8. júní 1571. Transskrifarbréfið samanstóð af afritum níu bréfa.
Vitnisburður Lúðvíks Hanssonar um að Páll heitinn Vigfússon lögmaður hefði oft lýst því fyrir sér að brygði Hjalti og Anna nokkuð af því sem Páll hefði þeim fyrir sagt og tilskilið á kaupdegi og þeirra festingardegi væri allur þeirra gjörningur ónýtur með öllu. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 2. júní 1571.