Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1316 done, 40 left)
Þrír menn transskribera bréf um reka Vatnsfjarðarkirkju í Almenningum.
Jón Hólabiskup transskríberar vígslubréf Arna Skálholtsbiskups Ólafssonar þar sem Jóhannes biskup í Lýbiku vottar, að hann hafi í umboði Jóhannes páfa 23. vígt Árna [Ólafsson] til biskups í Skálholt í dómkirkjunni í Lýbiku í viðrvist tveggja nafngreindra biskupa og margra annara góðra manna. Heildartextinn er í nr. 633 en bréf Lübeckbiskups er í nr. 626.
Samantekt Árna Magnússonar á þeim tíu bréfum um Hvanneyri í Andakíl sem upp voru skrifuð í stórt transskriftarbréf sem hann hafði í láni frá séra Þórði Jónssyni á staðarstað um haustið 1709.
Dómur sex manna, útnefndr af Einari Brynólfssyni, er þá hafði sýslu í Vöðluþingi í umboð Ara lögmanns Jónssonar, um þann arf, er Jón Jónsson kallaði sér fallið hafa til umboðs vegna barna sinna eptir Hallottu Jónsdóttur, en Þorvaldr Árnason reiknaði sér hálfan arfinn eptir Hallottu systurdóttur sína til móts við sonu Ólofar Jónsdóttur.
Dómur Orms lögmanns um Hof á Höfðaströnd. Við Vallnalaug í Skagafirði, 22. ágúast 1571.
Ólafur Ísleiksson prófastur milli Geirólfs(gnúps) og Langaness úrskurðar jörðina í Vogum Vatnsfjarðarkirkju til æfinlegrar eignar samkvæmt testamentisbréfi Einars Eiríkssonar, er Björn bóndi Þorleifsson bar fram.
Jón Snorrason kvittar Einar bónda Oddsson vegna Ingileifar Jónsdóttur konu sinnar um andvirði sextán hundraða í Brandagili í Hrútafirði og fjögurra hundraða í Geithóli.
Transskiptabréfið er prentað í DI VI, nr. 85 en dómurinn sjálfur í DI V, nr. 434 um rán og gripdeildir Arnbjarnar Sæbjarnarsonar.
Sigurður Þorbergsson afhendir Páli Jónssyni jörðina alla Hólakot á Höfðaströnd fyrir þann kostnað og ómak sem Páll hefur haft fyrir sókn fyrir Sigurð á hálfum Möðruvöllum í Eyjafirði. Á Möðruvöllum, 30. apríl 1571.
a) Jarðaskiptabréf Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Gríms bónda Pálssonar á Möðruvöllum 1501. b) Dómur Kristjáns konungs hins annars um jarðabýti þeirra Þorvarðs lögmanns Erlendssonar og Gríms Pálssonar 1510.
Afskrift af tilskipun Kristjáns fjórða um taxta fyrir Íslandsverslun frá 16. desember 1619. Aftan við er athugasemd á íslensku um að annar originalinn liggi hjá Jóni Magnússyni eldra en hinn hjá Michael Wiibe borgmeistara í Kaupmannahöfn.
Afrit af kaupbréfi þar sem Hendrich Bielcke selur Jóni Halldórssyni Hnausa og Grímsstaði í Breiðuvík.
Afrit af íslenskuðu konungsbréfi um verslunareinokun á Íslandi til handa Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri til ársins 1614.
Afrit (brot) af dómi Erlends Þorvarðssonar og Þorleifs Pálssonar, lögmanna, út nefndur af Otta Stígssyni, fógeta og höfuðsmanni yfir allt Ísland, um fiskibáta Hamborgara, verslun útlendinga og fleira. Dómurinn var út gefinn á Öxarárþingi 30. júní 1545.
Friðrik II. konungur fær Pétri Einarssyni til eignar Elliðaey fyrir Arnarstapa, lýsingu Péturs þar og kröfur hans í garð Ögmundar biskups Pálssonar.
Úrskurður og skoðunargerð Sveins biskups í Skálholti, með ráði þriggia presta og þriggja leikmanna, um skóg Vatnsfjarðarkirkju á Tjarnarnesi, sem henni er eignaður í Vilkinsmáldaga.
Úrskurður Sveins biskups í Skálholti, að kirkjan í Vatnsfirði skuli eiga alla tolla í Bolungarvík samkvæmt bréfi, er fyrir hann kom („Skallabréfl“ 14. Júní 1469, DI V nr. 483), þangað til önnur gögn komi fram, er framar gangi.
Stefán biskup í Skálholti lýsir svo mikið vera fallið til æfinlegs beneficium upp í heimalandið í Vatnsfirði, sem á bresti reikningsskap kirkjunnar, er lokið skyldi innan þriggja ára
Kaupbréf fyrir Laugum í Sælingsdal.
Gauti erkibiskup í Niðarósi staðfestir dóm og úrskurð Stepháns biskups í Skálholti, að Vatnsfjörður í Ísafirði skuli vera staðr (beneficium) æfinlega.
Dómur á Vallnalaug í Skagafirði vegna jarðarinnar Hofs á Höfðaströnd.
Afrit af konungsbréfi Friðriks II. sem býður að refsa fyrir ólifnaðarbrot eftir lögum landsins, en þar sem þau lög ná ekki til skal fylgja recessinum, þ.e. Kaldangursrecess frá 1558. Friðriksborg, 20. mars 1563.
Afrit af bréfi Ögmundar biskups Pálssonar til alþýðu manna í Skálholtsbiskupsdæmi gegn ýmsum óhæfum, svo sem hórdómum, manndrápum og að láta börn deyja úr hor og gegn öðrum stórsyndum. Dagsetningu vantar í uppskriftina en aðrar uppskriftir hafa 3. febrúar 1540.
Hallbjörn Helgason selur Arnóri Loftssyni jörðina Klúku í Bjarnarfirði.
Afrit af bréfi J. P. Kleins um að hann hafi í umboði Hendrichs Bielckes selt Jóni Jónssyni jarðirnar Kóngsbakka í Helgafellssveit og hálf Rauðkollsstaði („Rönchelstad“). Gert á Öxarárþingi 5. júlí 1682.
Kaupmálabréf Jóns Einarssonar og Helgu Guðmundsdóttur.
Sjöttardómur, kvaddur af Ormi lögmanni Sturlusyni, dæmir Margréti Erlendsdóttur eða hennar réttum forsvarsmanni, Páli bónda Grímssyni, eiginmanni hennar, rétta sókn þeirra peninga (Hofs á Höfðaströnd), er hann hafði gefið henni á brúðkaupsdegi þeirra, en síðan selt af ótta við ofríki.
Vitnisburður Sturlu Þórðarsonar um skilmála, er Pétur bóndi Loptsson gifti Ragnheiði, dóttur sína, Jóni Magnússyni.
Stephán Jónsson biskup í Skálholti úrskurðar Hælarvík á Hornströndum með öllum hvalreka og öðrum gæðum eign kirkjunnar í Vatnsfirði, samkvæmt máldögum hennar.
Björn Þorleifsson fær af sínum parti Stepháni biskupi í Skálholti í vald alla bóndaeignina í heimalandinu í Vatnsfirði og hálfa Borgarey, guði, jungfrú Marie, Ólafi kongi og öllum helgum til æfinlegrar eignar, ásamt öllum peningum í Vatnsfirði, kvikum og dauðum og ánefndum jörðum, en biskup kvittar Björn um þær sakir, er Björn (ríki) afi hans reið í Skálholt og greip peninga stólsins og hélt síðan leingi, og að sami Björn afi hans, ásamt Þorleifi syni sínum, reið til Helgafells og eyddi og spenti klaustrsins peninga, ennfremr að Þorleifur Björnsson, faðir hans, í annan tima reið i Skálholt með fjölmenni og tygjabramli og rauf biskupsherbergin, berandi út tygin og harneski staðarins í forþrot við staðarins umboðsmann og kirkjunnar, sem og um aðrar sakir, er Birni ber fyrir að svara.
Eiríkur Walchendorph erkibiskup í Niðarósi staðfestir og samþykkir dóma og úrskurði Stepháns biskups í Skálholti, góðrar minningar, að Vatnsfjörður skuli fullkomlega vera staður (beneficium) eptirleiðis og æ upp héðan.
Dómur sex klerka, út nefndur af síra Jóni Eiríkssyni officialis Skálholtskirkju, um kæru síra Jóns vegna Vatnsfjarðarkirkju til Kolbeins Ingimundarsonar, er þá bjó í Unaðsdal á Snæfjallastrðnd, að hann hefði ekki haft til reiðu torf það, er þaðan skal gefast hvert sumar til Vatnsfjarðarkirkju.
Vitnisburður um lofan á sölu Látra i Aðalvik.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði um Syðra-Holt og Tungufell í Svarfaðardal.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði um Syðra-Holt og Tungufell í Svarfaðardal.
Úrskurður Orms Sturlusonar lögmanns um að kaupbréf fyrir jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn, sem séra Pantaleon Ólafsson bar fyrir hann, séu lögmæt.
Ögmundur biskup í Skálholti staðfestir og samþykkir dóm frá 19. apríl 1526. (sjá DI IX, nr. 289, Apogr 907).
Vitnisburður um fiskatolla Vatnsf]arðarkirkju í Bolungarvík og lambseldi kirkjunnar í Álptafirði og á Langadalsströnd.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar um, að gildr sé dómur, er Gunnar Gíslason lét ganga um þá giöf, er Jón byskup Arason gaf Guðrúnu Magnúsdóttur, sonardóttur sinni, Þórisstaði (Þórustaði) á Svalbarðsströnd. og dæmt hafði gjöfina gilda.
Afrit af vottorði Halldóru Guðbrandsdóttur, að hún setur fé sitt í borgun ef hún með ráðsmönnum föður síns fær umsjón og yfirráð yfir Hóladómkirkju og Ari Magnússon sé frá skipaður. Gert 29. ágúst 1625.
Dómur á Haganesi við Mývatn um Stóru-Velli í Bárðardal.
Björn Bjarnarson og kona hans Hólmfríður Snæbjarnardóttir selja Árna Gíslasyni jörðina Ægissíðu í Holtamannahrepp og fimm hundruð í Þykkvabæ í Háfskirkjusókn og fá í staðinn Hól og Bakka í Arnarfjarðardölum og hálfan Hokinsdal í Arnarfirði. Útdráttur.
Jón Þórðarson og kona hans Ingveldur Jónsdóttir selja Nikulási Þorsteinssyni jörðina Brekku í Núpasveit í Presthólakirkjusókn.
Séra Þorleifur Jónsson kvittar upp á að hafa fengið greiðslu fyrir Reykhóla á Reykjanesi frá Páli bónda Jónssyni.
Séra Þorleifur Jónsson kvittar upp á að hafa fengið greiðslu fyrir Reykhóla á Reykjanesi frá Páli bónda Jónssyni.
Sendibréf Jóns lögmanns Sigurðssonar til Guðbrands biskups um morðbréfin, gjaftolla og fleira.
Vitnisburður um fiskatolla Vatnsfjarðarkirkju í Bolungarvík.
Séra Þorleifur Jónsson kvittar upp á að hafa fengið greiðslu fyrir Reykhóla á Reykjanesi frá Páli bónda Jónssyni.
Vitnisburður um sætti á milli Orms Sturlusonar og Brands Ormssonar.
Uppkast af bréfi til Kristjáns IV. Danakonungs um kirkjujarðir sem seldar höfðu verið frá kirkjunni og um fátækt Íslendinga, meðal annars.