Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1316 done, 40 left)
Jón Marteinsson seldur Eggert Hannessyni jarðirnar Svíney, Vífilsstaði, Keisbakka og Álftárbakka og fær í staðinn Hraun, Eyrarland, Skóga, Jökul og Grjótnes.
Gjafabréf síra Jóns Eirikssonar i Vatnsfirði fyrir skógarparti til Vatnsfjarðarkirkju.
Arngrímur Kolbeinsson selur Magnúsi Jónssyni Jarlsstaði í Bárðardal.
Afrit af bréfi Hendrichs Bielcke höfuðsmanns um að hann hafi selt og afhent Sigurði Björnssyni jörðina Litlu-Kálfavík í Borgarfjarðarsýslu 30. apríl 1675 og fengið fulla borgun fyrir. Skrifað í Kaupmannahöfn 28. júní 1676. Afritið var gert að Hvítárvöllum 10. mars 1682. Að þetta afrit sé rétt skrifað eftir því afriti er vottað við Öxará 9. júlí 1704.
Jarðaskiptabréf. Nýibær og Saurar.
Vitnisburður, að Loptur Ormsson hafi gefið Ljóti Ormssyni jörðina Hvammsdal í Saurbæ og kvittað hann um andvirðið.
Þrír menn afrita aðalsbréf Björns ríka Þorleifssonar frá 16. maí 1457 (sjá DI V, nr. 138).
Afrit af húsavirðingu á Arnarstapa sem gerð var 3. september 1683 af sex mönnum sem tilkallaðir voru af Þórði Steindórssyni sýslumanni og umboðshaldara yfir Arnarstapa. Afritið er staðfest af Þórði sjálfum 10. desember 1688.
Lofan Orms Sturlusonar að selja Arna Gíslasyni fyrstum
manna Kjarlaksstaði og Ormsstaði.
Transskriptabréf um Teitsmál (Sveinsstaðafund).
Tylftardómur útnefndur á Öxarárþingi af Hannesi Eggertssyni
hirðstjóra um Sveinsstaðareið Teits Þorleifssonar bónda og átján fylgjara hans, högg þeirra og slög,
orð og atvik, svo og skot og skemmd, er Grímur Jónsson veitti Teiti á þeim fundi.
Á eftir bréfinu fylgja þrír vitnisburðir, tveir eru transskript og samtíða dómnum, annar frá
Erlendi Þorvarðssyni og hinn frá Hannesi Eggertssyni. Þriðji er yngri en þar vitna um lestur bréfsins
Þorsteinn Þorleifsson, Jón Björnsson, Bjarni Torfason, Ólafur Narfason, Pétur Arason og Jón Loptsson.
Dómur, kvaddur af síra Jóni Þorleifssyni i umboði sira Gísla
officialis Jónssonar, dæmir Þórð Sigfússon skyldan að lúka
Árna bónda Gíslasyni, kirkjunnar vegna i Vatnsfirði, alla
þá tolla, er fallið hafa á Ósi í Bolungarvík, siðan Þórður fyrst
átti meðgerð með þeirri jörðu.
Magnús Björnsson selur Sigríði Árnadóttur og manni hennar Benedikt Þórðarsyni jörðina Bakka í Borgarfirði og fær í staðinn Bitru í Kræklingahlíð.
Bréf Eggerts Björnssonar á Skarði, skrifað 27. júní 1679, til lögmanna og lögréttumanna, fyrir hönd Björns sýslumanns Gíslasonar, að þeir gefi sýslumanni vottorð fyrir að hann hafi ekki verið orsök til þess þunga, sem leiguliðar hafi hlotið af umgengnum nautadauða, og ályktaður var árinu áður á alþingi.
Afrit af bréfi rituðu árið 1481 sem aftur er afrit af bréfi sem ritað var árið 1439. Það bréf er síðan afrit af frumbréfinu sem ritað var 17. júní 1368 og er vitnisburður séra Snorra Þorleifssonar, séra Flosa Jónssonar og séra Þorláks Narfasonar um biskupsgistingar á hálfkirkjum.
Vitnisburður um landamerki Engihlíðar í Húnavatnsþingi.
Jón Arason biskup gefur Ara Jónssyni, syni sínum, jarðirnar Holtastaði í Langadal, Vatnahverfi, Lækjardal, Sæunnarstaði, Strúg og Refstaðimeð því sem jörðunum fylgir.
Ari Ólafsson selur Bjarna Sigurðssyni hálft þrettánda hundrað í jörðinni Miðskitju (Miðsitju). Í Guðdölum í Dölum, 25. maí 1595.
Vitnisburður um dýrleika Hofs í Dýrafirði.
Vitnisburður um landamerki í milli Dranga og Botns í Dýrafirði.
Ögmundr biskup i Skálholti selr Jóni presti Eiríkssyni jarðirnar Steinólfsstaði, Marðareyri, Steig og eyðikotið Kallstaði
í Veiðileysarfirði, Þverdal í Aðalvík og Unaðsdal á Snæfjallaströnd fyrir Eyri í Bitru, Gröf og Hvítahlið, af hvorri hendi
með þeim kúgildum, sem fylgja eiga.
Skiptabréf milli Guðrúnar Björnsdóttur og Solveigar Bjarnadóttur, dóttur hennar, á peningum
þeim sem Solveigu höfðu til erfða fallið eftir Bjarna Andrésson föður sinn (DI IX:270).
Opið bréf séra Þorleifs Björnssonar vegna stefnu Magnúsar Jónssonar varðandi sölu Þorleifs á Reykhólum á Reykjanesi til Páls Jónssonar.
Opið bréf séra Þorleifs Björnssonar um deilur hans við mág sinn Bjarna Guðmundsson um Reykhóla á Reykjanesi og Kollabúðir og stuld Guðmundar Bjarnasonar á sálmabók úr Reykhólakirkju. Þorleifur gefur Páli Jónssyni sakirnar þar sem hann er veikur af elli og ófær um að standa í klögunarmálum.
Vitnisburður Sigurðar Ormssonar um viðskipti Ögmundar Pálssonar biskups og Páls Fúsasonar. Sigurður segist hafa komið í þjónustu biskups þegar hann var 16 ára og þegar hann hafi verið 20 ára hafi Páll gefið Ögmundi Engey og Laugarnes sem greiðslu fyrir það lán sem faðir Páls, Fúsi, hafði fengið af Ögmundi þegar þeir voru báðir í Englandi. Ögmundur fær Páli jörðina Atgeirsstaði „til glaðnings“. Viðstaddir gjörninginn hafi verið Jón Björnsson og séra Guðmundur Jónsson ráðsmaður í Skálholti.
Nikulás Þorsteinsson fær Vigfúsi, bróður sínum, brennistein
i Fremri-Námum og heima i Hlíðarnámum og alla Kröflu
til ævinlegrar eignar.
Nikulás Þorsteinsson selur séra Jóni Sigurðssyni Fagrabakka í Laufáskirkjusókn og fær í staðinn Arnarvatn við Mývatn.
Dómur um arf eftir Sigríði Einarsdóttur.
Eggert Hannesson fær bróðursyni sínum Hannesi Björnssyni jarðirnar Stóra-Fjall í Borgarfirði og Álftárbakka á Mýrum í staðinn fyrir Ballará er Eggert hafði áður selt Hannesi en gekk af honum með dómi.
Samningur og sáttmáli um jörðina Kálfanes í Steingrímsfirði á milli Páls Jónssonar og hjónanna séra Indriða Ámundasonar og Guðlaugar Jónsdóttur.
Vitnisburður um kaup Sæmundar Jónssonar og Sigmundar Guðmundssonar á jörðinni Brú á Jökuldal og parti
úr Sólheimum í Mýrdal með samþykki Hólmfríðar Bjarnadóttur.
a) Úrskurður Eggerts lögmanns Hannessonar um Veturliðastaði.
b) Vitnisburður um Veturiðastaði. Eiður síra Þorsteins Gunnarssonar.
c) Eiður Böðvars Þórðarsonar um afsal síra Jóns Filippussonar
á Vetrliðastöðum i hendur Jóni byskupi Arasyni.
Kaupmálabréf Gunnlaugs Ormssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur.
Arnfinnur Jónsson kongs umboðsmaðr í „Vöðlaþingi" kvittar þá feðga Þorstein Hákonarson og Hákon Jónsson um
allar þær sakir, er þeir kynni sekir að hafa orðið við konungdóminn.
Þorleifur Eyjólfsson ættleiðir, með uppgjöf síra Magnúsar
Eyjólfssonar bróður sins, syni sína Magnús og Þorkel.
Dómur sex manna, kvaddra af Gunnari sýslumanni Gíslasyni,
erþá hélt Hegranesþing, um að vera skyldu eign Þórðar Þorleifssonar þær jarðir og peningar,
er Grímr bóndi, bróðir hans, hafði heitið honum skjallega til kvonarmundar.
Þorsteinn prestur Eireksson, kirkjuprestur á Munkaþverá. Þorsteinn Jónsson djákni á Þingeyrum og Gísli Brandsson votta, að Hálfdán Einarsson seldi Jóni lögmanni Jónssyni LXc í Arnbjarnarbrekku í Hörgárdal í Möðruvallakirkjusókn fyrir LXc í lausafé, og gaf jafnframt, ásamt konu sinni Þrúðu Ormsdóttur, þessi LXc í próventu sína.
Vitnisburður um jarðabruðl Narfa Ingimundarsonar.
Kaupmálabréf Gunnlaugs Ormssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur. Útdráttur.
Áreiðarbréf um landamerki á milli annars vegar Bæjarstaðar (Gaulverjabæjar) og Gegnishóla í Flóa og hins vegar Hróarsholts og Súluholts.
Ambrosius hirðstjóri Illiquad kvittar Jón Oddsson um þegngildi fyrir Árna Hallkelsson, er Jón hafði ófyrirsynju í hel slegið.
Bréfið er læst saman við XXXII, 4, sjá DI VII, nr. 344.
Kaupmálabréf Magnúsar Magnússonar og Guðnýjar Bjarnadóttur.
Jón Arnfinnsson selur Þorvarði Björnssyni tíu hundruð í Gilsárvelli í Borgarfirði. Útdráttur.
Vitnisburður um sætt Magnúsar Jónssonar og Bjarnar Bjarnasonar um bætr Bjarnar fyrir menn sina fyrir
grip þeirra á fé Magnúsar.
Gunnlaugur Ormsson gefur séra Björn Gíslason kvittan um andvirði jarðarinnar Seljahlíðar.
Jón Ólafsson selur syni sínum, Ólafi Jónssyni, jarðirnar Hjarðardal stærri og minni og fær í staðinn frá Ólafi og konu hans Ingibjörgu Jónsdóttur Tjaldanes í Saurbæ og Kirkjuból, Músarnes og Eiðshús, allar á Skálmarnesi.
Alþingisdómur um Hofstaði á Mýrum.
Gísli Jónsson biskup selur Gísla Þórðarsyni Lambhaga í Leirársveit, dómkirkjujörð, en dómkirkjan fær í staðinn jörðina Hjallanes í Holtum.
Hannes Björnsson gefur Daða, syni Árna Oddssonar, 20 hundruð úr sínum peningum.
Gísli Álfsson, með samþykki konu sinnar Valgerðar Eiríksdóttur, selur biskupinum Brynjólfi Sveinssyni jörðina Hraunskot í Grímsnesi fyrir Hvammsvík í Kjós. Í þessari transskrift eru afrituð ýmis gögn sem tengjast þessum jörðum og landamerkjum þeirra.
Kaupmálabréf og hjónavígsla séra Jóns Jónssonar og Ólafar Hallsdóttur.
Page 147 of 149