Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1158 documents in progress, 1294 done, 40 left)
Kolbeinn Benediktsson geldur Þingeyraklaustri jðrð að Hurðarbaki á Kólkumýrum fyrir sextán hundruð, er Gunnsteinn ábóti fékk honum.
Samningur Lýtings bónda Húnljótssonar, eiganda Akra, og Gunnsteins abóta á Þingeyrum um að Þingeyrar eigi alla fiskveiði í Húnavatni frá vaði til Brandaness, en Lýtingr frá vaði út á mitt vatn fyrir sínu landi.
Transskriptarbréf Gunnsteins ábóta á Þinggeyrum og fimm annara af bréfi Jóns biskups skalla um veiði í Laxá frá 3. Júní 1359 (Dipl. Isl. III. Nr. 98).
Eiríku Bárðarson selur Gunnsteini ábóta að Þingeyrum með samþykki konventubræðra bálfa jörð hvora Sauðanes og Syðri-Knjúka fyrir lausafé og áskildi sér borð á staðnum tveggja fardaga í milli.
Jón biskup skalli úrskurðar þá parta í Hafnarlöndum, er Kolbeinn bóndi Benediktsson gaf klaustrinu á Þingeyrum, æfinliga eign þess.
Einar Eiríksson fær Gunnsteini ábóta og klaustrinu á Þingeyrum jörðina að Akri á Kólkumýrum til fullrar eignar og kvittar fyrir andvirði hennar.
Samningur séra Guðbjarts Eyjólfssonar ráðsmanns á Þingeyrum og Bjarna bónda Kolbeinssonar um rekaskipti með Brekknajörðum á Skaga.
Gunnar þorkeisson fær Þingeyrastað jörðina á Hæli og kvittar Unnstein ábóta fyrir fjögur hundruð upp í andvirði hennar, en gefur það sem jörðin er meira verð sér til sáluhjálpar og áskilur sér leg að kirkjunni þar.
Þorgils Ólafsson og Þorgerðr Grímsdóttir kona hans selja Þórði presti Þórðarsyni jörð á Finnsstöðum fyrir lausafé og tilgreina hvalskipti og ítak í Spákonufell gegn ískyldu.
Prófentusamningur Jóns Eyjólfssonar og Helgu Loðinsdóttur hósfreyju hans við Sveinbjörn ábóta og klaustrið á Þingeyrum.
Sveinbjörn ábóti á Þingeyrum kvittar Jón bónda Eyjólfsson fyrir jörðunum Sauðadalsá og Þremi, er hann hefir afhent ráðsmanni staðarins samkvæmt prófentubréfi sínu (Nr. 410).
Tveir menn votta að Einar prestur Hafliðason hafi selt Sveinbirni Hrafnssyni jörðina Sauðadalsá á Vatnsnesi með þeim landa merkjum, er þeir skýra frá; svo telja þeir og landamerki Bergstaða og Stapa á Vatnsnesi.
Nikulás prestur Kálfsson kvittar Illuga Björgólfsson fyrir afhending á kirkjufjám á Hofi á Skagaströnd.
Vitnisburður Brands forgilssonar og tveggja manna annarra að Þingeyraklaustur hafi átt og haldið alla fiskveiði í «Víðudalsá» fyrir Syðri-Borg að helmingi við Þorkelshólsmenn frá Ingimundarhóli og ofan til Melrakkadalsáróss meir en þrjátiu ár átölulaust.
Jón ábóti á Þingeyrum selur, með samþykki fjögurra conventubræðra Þórði Þórðarsyni jörðina í Króki undir Brekku a tráskildum reka, fyrir jörðina Langamýri í Svínavatnsþingum.
Skúli bóndi Loptsson selr Tómasi Dorsteinssyni jörðina Vakrstaði í Halladal fyrir hálft átjánda hundrað og fimtán alnir í Hóii í Svartárdal, silfrkross, er vo mörk, átta stikur klæðis og þar til kúgildi.
Þorleifur Björnsson selur bróður Guðmundi Geirmundssyni jörðina Böðvarshóla í Vesturhópi Þingeyraklaustri til fullrar eignar, og kvittar um andvirðið.
Þorleifur Björnsson selur bróður Guðmundi Geirmundssyni jörðina Böðvarshóla í Vesturhópi Þingeyraklaustri til fullrar eignar, og kvittar um andvirðið.
Prófentdsamninse Þorvalds (bálands) Jónssonar við Ásgrím ábóta á Þingeyrum fyrir Gottskálk Þorvaldsson, son sinn.
Herþrúður Eiríksdóttir gefur Jóni Sigmundssyni allar sínar löggjafir og vingjafir, en selur honum jörðina Klömbur í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Dómr klerka út nefndur af Gottskalk biskupi á Hólum, þar sem jörðin Kallaðarnes í Bjarnarfirði er dæmd óbrigðanlega eign klaustrsins á Þingeyrum, en Jón ábóti Þorvaldsson hafði lukt jörðina Gottskalk biskupi upp í skuld, þegar Jón ábóti var prestur og officialis Hólakirkju.
Jón Jónsson gefur klaustrinu á Þingeyrum með sér í prófentu jörðina Bersastaði á Miðfjarðarnesi, fyrir tólf hundruð, og þar til átján hundruð í lausafé, með fleirum greinum, er bréfið sér líkast hermir.
Prófentugjörningur Árna bónda Bárðarsonar og Arngríms ábóta Brandssonar á Þingeyrum.
Ormur biskup Ásláksson úrtekur alla kennimanns skylld á Giljá, eignarjörð Þingeyraklausturs.
Jón skalli Eiríksson biskup á Hólum staðfestir bréf Orms biskups frá 9. Marts 1353 um Giljá (Sjá DI III, nr. 31).
Samningr Gunnsteins ábóta á Þingeyrum og Þorsteins Böðvarsonar út af kröfu, er Þorsteinn hóf til nokkurs hluta úr Giljá og Beinakeldu.
Þjóðólfur Þorvaldsson kvittar Jón Bergsson fyrir andvirði Neðstabæjar í Norðurárdal í Höskuldstaðaþingum.
Jón ábóti á Þingeyrum tekur með samþykki konventubræðra Helga Þorvaldsson og Guðrúnu Ólafsdóttur konu hans til próvantu á á staðinn á Þingeyrum, en þau gáfu í próventu með sér jörðina í Kirkjubæ í Norðurárdal í Hörskuldsstaðaþingum.
Tveir klerkar transskribera eptir gömlum og góðum registris og rekaskrám Þingeyraklaustrs máldaga um reka fyrir Melalandi.