Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1172 documents in progress, 1349 done, 40 left)
Tylftardómur útnefndur af Jóni Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni í Hegranessþingi, um kæru Jóns til Sigurðar Magnússonar, að hann hafi verið í styrk og aðför til Hóls áSkaga með Þorsteini Bessasyni, þá er Þórálfur heitinn Guðmundsson var í hel sleginn.
Vitnisburður um meðkenning þeirra Ólafs og Sigmundar
Gunnarssona um fóta afhögg og áverka á Brynjólfi Sigurðssyni og bætr fyrir það.
Ákæra Einars Nikulássonar til Sigurðar Jónssonar og Katrínar Nikulásdóttur vegna sölu á jörðunum Hóli og Garðshorni í Kinn tekin fyrir dóm á Helgastöðum í Reykjadal 30. maí 1599. Málinu er vísað aftur til dóms á Ljósavatni þann 7. júní næstkomandi.
Helga Guðnadóttir og Eiríkr Torfason, sonr hennar, gefa
hvort annað kvitt um öll þeirra skipti.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Guðmundi Ketilssyni og konu hans Önnu Skúladóttur jörðina alla Svínabakka í Vopnafirði og fær í staðinn Ljósaland í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 20. ágúst 1663. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 15. nóvember sama ár. Útdráttur.
Dómr sjö manna, útnefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni, er
þá hafði míns herra kongsins sýslu og umboð milli Geirhólms
og Langaness, um gjöf Örnólfs Einarssonar til Þorleifs sonar síns,
meðal annars á jörðunni Breiðadal hinumfremra í Önundarfirði, en
bréfið báru fram þeir bræðr Jón og Ólafr Þorgautssynir.
Dómar og skilríki um arf þann sem Einari Ólafssyni hafði fallið eftir Solveigu Björnsdóttur móðurmóður sína, afrituð „úr kópíubók frá Hólum í Hjaltadal“.
D 1–9. Afrit af transskriftarbréfi frá Hólum í Hjaltadal, 6. maí 1517.
Kaupamálabréf séra Guðmundar Skúlasonar og Dísar Bjarnadóttur. Í Selárdal, 22. september 1611.
Vitnisburður sex manna um próftöku Bessa Einarssonar sýslumanns, í umboði Einars Þorleifssonar, um yfirgang Guðmundar ríka Arasonar. Óheilt afrit af transskriftarbréfi frá 10. maí 1446.
Transkriptabréf. Andrés biskup í Ósló, Mattís Hvörv prófastur við Maríukirkjuna í Ósló, Hans Mule höfuðsmaður á Akrhúsi, Eirikur Eiriksson lögmaður í Ósló og Bent Heringsson lögmaður undir Agðasíðu lýsa þvi, að Ögmundur ábóti í Viðey og biskupsefni í Skálholti hafi lagt fyrir þá bæði páfabréf og konungsbréf um, að löglegt skyldi hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, þótt þau væri fjórmenningar að frændsemi, og börn þeirra skilgetin og arfgeng, og staðfesta þeir og samþykkja öll þessi bréf.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Alþingisdómur um jörðina Laugaból.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Dómur útnefndur af Torfa bónda Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Skraumu, um tilkall Björns Guðnasonar til arfs eptir Solveigu Björnsdóttur.
Andrés biskup í Björgvin, Kristján Pétursson presutr við Postulakirkjuna sama staðar og fjórir ráðsmenn Björgynjar —
þar á meðal Guttormur lögmaðr Nikulásson, bróðir Gottskálks biskups — lýsa því, að Ögmundr ábóti í Viðey
hafi birt fyrir þeim páfabréf, ásamt fleirum bréfum, um hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, og staðfestu þeir þau.
Kaupmáli og brúðkaupsgjörningur Bjarna Björnssonar og Sesselju Eggertsdóttur.
Sigríður Bárðardóttir selur Margrétu Bárðardóttur fimm hundruð upp í jörðina Finnsstaði í Eiðaþinghá fyrir sjö hundruð í fullvirðis peningum.
Þorkell Gamlason og Sæunn Jónsdóttir endurnýja hjónabandsgjörning sinn á Hólum í Hjaltadal, 2. janúar 1608. Bréfið skrifað á Ökrum í Blönduhlíð 22. janúar sama ár.
Vitnisburður Þorbjargar Arngrímsdóttur um kaupmála sem gerður var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungum í Vatnsdal. Ingjaldur Illugason meðtók vitnisburð Þorbjargar í Hlíð í Miðfirði í viðurvist tveggja votta en bréfið var skrifað á Bjargi í Miðfirði 28. maí 1599.
Magnús Jónsson gerir Bjarna Jónsson kvittan um peninga meðferð, en Bjarni hafði haft í umboði Magnúsar sýsluparta af Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslum og þar með nokkrar kóngsins jarðir í Álftafirði og Aðalvík, og hafði byggt jarðir Magnúsar í Dýrafirði, Önundarfirði og á Sandi.
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Ólöf hústrú Loptsdóttir handleggur Örnólfi Einarssyni til
eignar jarðirnar Tannstaðarbakka, Útibliksstaði og Hvalsá
hina minni, ef af honum geingi jarðirnar Álfadalur og Hraun
á Ingjaldssandi, er Björn bóndi Porleifsson hafði selt Örnólfi.
Veitingabréf handa sira Halldóri Benediktssyni fyrir Munkaþverárklaustri.
Tylftakdómr út nefndr af Jóni biskupi á Hólum, Claus van
der Mervize og lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og
Ara Jónssyni, eptir konungs skipan um kæru Ögmundar
biskups í Skálholti til Sigurðar Ólafssonar, að hann hefði
legið með Solveigu Ólafsdóttur systur sinni.
Kaupmálabréf Björns Magnússonar og Sigríðar Daðadóttur. Án upphafs.
Bréf um Ásgeirsá.
Dómur á Vallnalaug í Skagafirði 18. september 1609 um stefnu vegna jarðarinnar Brúnastaða. Bréfið skrifað á Stað í Reyninesi 24. október sama ár.
Síra Þorleifur Björnsson arfleiðir fjögur börn sín með samþykki Jóns Björnssonar, bróður síns.
Björn Eiríksson selur Páli Guðbrandssyni þá tíu hundraða jörð er hann átti hjá herra Guðbrandi Þorlákssyni og Guðbrandur var Birni skyldugur fyrir tíu hundruð í Neðri-Mýrum í Höskuldsstaðakirkjusókn. Á Vindhæli á Skagaströnd, 21. maí 1609; bréfið skrifað á Þingeyrum 30. maí sama ár.
Dómur sex manna út nefndur af Birni Guðnasyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness
um erfð eftir Kristínu Sumarliðadóttur, milli Gríms Jónssonar bónda, systursonar Kristínar, og Ara Andrésssonar bónda .
Skiptabréf um þann fimm hundraða part sem kirkjan á Hvilft átti í jörðinni Eyri í Önundarfirði.
Vitnisburður, að Ögmundr biskup hafi gefið Jón murta Narfason og Sesceliu Bassadóttur kvitt um barnsektir, er þau
voru opinber að orðin.
Kvörtun Brynjólfs Magnússonar til Árna Magnússonar um að umboðsmaðurinn Niels Riegelsen meini honum að nýta jörðina Kirkjubæ andstætt samkomulagi við fyrrverandi umboðsmann, Hans Christiansson Rafn. Magnús Erlendsson, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson votta enn fremur að Brynjólfur hafi forsvaranlega hirt um jörðina.
Afrit af Viðvíkurdómi frá 1474 um Hólateig í Fljótum og staðfestingu Ólafs biskups á dómi þessum.
Dómur um réttmæti gjörnings sem fram hafði farið að Meðaldal í Dýrafirði árið 1612 á milli Þóru Ólafsdóttur og umboðsmanna barna hennar um átta hundruð í Kjaransstöðum. Gjöringurinn metinn nátturulegur og kristilegur í allan máta. Á Mýrum í Dýrafirði, 22. september 1614; bréfið skrifað á sama stað 8. maí 1615.
Jón Björnsson fær Ormi Jónssyni til fullrar eignar jörðina
Bólstað í Steingrímsflrði.
Sigurður Jónsson selur Bjarna Oddssyni jörðina alla Hallsstaði í Staðarfellskirkjusókn fyrir Efri-Langey og lausafé.
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens.
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Vigfús bóndi Þorsteinsson selur Margréti Þorvarðsdóttur jörðina Mýnes í Eiðaþingum fyrir jörðina Hjartastaði.
Testamentisbréf Sigurðar prests (beigalda) Jónssonar.
Viðbót við bréfið er á minna skjali sem fest er saman við hitt með innsiglisþvengnum.
Dómur um þann orðróm sem Vigfús Jónsson, sonur hans Jón Vigfússon og Ari Jónsson höfðu á sig fengið um faðerni barns þess sem Ragnheiður Þórðardóttir hafði alið.
Bergþór Grímsson selur síra Birni Jónssyni jarðirnar Hlið á
Vatnsnesi og Bæ og Finnbogastaði í Trékyllisvík fyrir Óspaks-
staði í Hrútafirði og þrjátiu og fimm hundruð í lausafé.
Lauritz Kruus till Suenstup” höfuðsmaður, afsalar Guðbrandi biskupi “paa Kronens och Domkirckens wegne – en aff
Domkirckens Jorder” Ásgeirsá í Víðdal fyrir 60# með 3# landskuld, en biskup lét aftur “til Kronen ich Domkircken” Hvamm í Fljótum með Höfn og Bakka, með sama dýrleika og landskuld. Hólum daginn eftir Bartholomei 1589. Vottar Gunnar Gíslason “Mester Hans Seuerinsson, sera Jon Kragsson, sere Bernne Gamlesson” og tveir aðrir.
Kaupbréf um þrjú hundruð og fjörutíu álnir í jörðunni
Hellisholtum í Hrunamannahreppi fyrir lausafé.
Einar Sigurðsson gefur syni sínum Sigurði Einarssyni jarðarveð sem hann á í Skála á Strönd í Berufjarðarkirkjusókn. Í Eydölum, 17. ágúst 1610.
Ari Jónsson selur sira Birni bróður sínum fyrir „mögulegt
verð“ jarðirnar Kjallaksstaði og Ormsstaði, er Ormr Sturlu-
son hafði selt honum.
Dómur um Másstaði i Svarfaðardal.
Illugi Illugason selur Páli Guðbrandssyni fimm hundruð í jörðinni Neðri-Mýrum á Skagaströnd. Á Þingeyrum, 7. janúar 1613.
Page 20 of 149