Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1162 documents in progress, 1335 done, 40 left)
Vitnisburður sex manna um próftöku Bessa Einarssonar sýslumanns, í umboði Einars Þorleifssonar, um yfirgang Guðmundar ríka Arasonar. Óheilt afrit af transskriftarbréfi frá 10. maí 1446.
Bjarni Sigurðsson greiðir Þórði Halldórssyni fyrir jörðina hálfa Brúnastaði.
Afrit af sátt um landamerki mili Voðmúlastaða og Úlfsstaða.
Kvittun Orms Sturlusonar lögmanns og staðfesting á jarðaskiptum Jóns biskups Arasonar vegna Munkaþverárklausturs og Þórðar bónda Péturssonar.
Dómur vegna ákæru Magnúsar Þorvarðarsonar um arf eftir séra Gottskálk Jónsson. Útdráttur.
Jón biskup á Hólum selur síra Birni Jónssyni „frænda“ (syni) sínum jarðirnar Stóruborg og Litluborg í Víðidal fyrir jarðirnar Fremranúp í Núpsdal, Æsistaði i Langadal og Kollsá í Svarfaðardal; jarðamun lofar biskup að jafna seinna og setur Hóladómkirkju svo mikið jarðagóz til panta, sem hann hafði gefið dómkirkjunnar eign við Stóruborg.
Vitnsiburður að Magnús Þorkelsson handfesti Jóni Jónssyni að sverja þá frændsemi sem hann taldi í millum Guðfinnu Indriðadóttur og Guðrúnar Þorgautsdóttur og meðkenndi að hann hefði aldrei heyrt þeim lýst, Jóni og Guðrúnu.
Guðlaug Finnsdóttir selur Helgu Magnúsdóttur og dóttur hennar Sigríði Hákonardóttur jörðina Tungufell og fær í staðinn jörðina Fossá í Kjós (drög). Á eftir eru drög að skuldauppgjöri þar sem Guðlaug meðkennir sig hafa fengið greiðslu frá Helgu.
Haraldur Ketilsson selur séra Einari Sigurðssyni átta hundraða part í Raufarbergi í Hornafirði.
Þorsteinn Nikulásson selur Benedikt Halldórssyni hálfa Eyvindarstaði í Sölvadal. Útdráttur.
Vitnisburður um eignarétt til jarðarinnar Haga i Hvömmum.
Björn Bjarnarson og kona hans Hólmfríður Snæbjarnardóttir lofa að selja séra Snæbirni Torfasyni allar sínar jarðar þegar þau þyrftu eða vildu að öllu eins og þau hefðu gert samkvæmt samkomulagi við föður Snæbjörns, Torfa heitinn Jónsson.
Bjarni Jónsson lýsir landamerkjum og beit meðal jarðanna Kirkjubóls, Kroppstaða og Efstabóls. Í Hjarðardal við Dýrafjörð, 9. apríl 1610.
Vigdís Halldórsdóttir selur Sæmundi Árnasyni jörðina Hjarðarholt og Hreimsstaði í Borgarfirði og hlut í Norðurá, fær í staðinn Kirkjuból og Haukadal í Dýrafirði. Fyrri kaupskapur þeirra um Tungupart í Valþjófsdal endurnýjaður.
Skipti þeirra brœðra, síra Þorleifs og Sæmundar Eirikssona á jarðeignum bróður þeirra, sira Jóns í Vatnsfirði.
Guðbrandur Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan og ákærulausan um andvirði jarðarinnar Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 3. apríl 1610.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni tíu hundruð í jörðinni Hesteyri í Staðarkirkjusókn. Í Vigur, 20. nóvember 1603; bréfið skrifað 3. apríl 1604.
Virðing á peningum sem séra Þorsteinn Ólafsson galt sínum bróður Skúla Ólafssyni. Einnig lofar Skúli að selja Þorsteini fyrstum jörðina Tinda í Ásum. Gert í Vesturhópshólum 24. maí 1599; skrifað á sama stað þremur dögum síðar.
Vigfús Þorsteinsson gefur og arfleiðir eignir sínar til sona sinna Magnúsar og Jóns.
Fastaeignir Önnu Eyjólfsdóttur upp reiknaðar og sumar þeirra gefnar syni hennar, Jóni Fúsasyni, með samþykki eiginmanns hennar, Vigfúsar Þorsteinssonar. Í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum 3. febrúar 1593.
Arfskipti eftir Eggert Hannesson gefur og afhendir syni sínum Jóni Eggertssyni eldra jörðina Sandgerði í sinn móður- og föðurarf. Jón samþykkir gjörninginn. Á Hofstöðum í Miklaholtshrepp, 18. júní 1644.
Kolbeinn Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan um það andvirði sem Oddur hafði greitt Kolbeini fyrir part í Böðvarsdal. Á Hofi í Vopnafirði, 3. ágúst 1610; bréfið skrifað í Skálholti 9. október sama ár.
Dómur um réttmæti gjörnings sem fram hafði farið að Meðaldal í Dýrafirði árið 1612 á milli Þóru Ólafsdóttur og umboðsmanna barna hennar um átta hundruð í Kjaransstöðum. Gjöringurinn metinn nátturulegur og kristilegur í allan máta. Á Mýrum í Dýrafirði, 22. september 1614; bréfið skrifað á sama stað 8. maí 1615.
Vigfús bóndi Þorsteinsson selur Margréti Þorvarðsdóttur jörðina Mýnes í Eiðaþingum fyrir jörðina Hjartastaði.
Afrit af uppskrift sem lá á Höfða af transskriftarbréfi frá 1565 af máldaga Höfðakirkju frá 1461.
Vitnisburður um land Fljótsbakka.
Kæra Páls Jónssonar til Orms Sturlusonar og Þorbjargar Þorleifsdóttur um hald á Möðruvöllum og á kúgildum.
Handsal og gjörningur á Þingvöllum um að Steindór Gíslason selji Ara Magnússyni þau fimmtíu hundruð í fastaeign sem undir honum stóðu af Óslands andvirði.
Vitnisburður um lýsing Guðrúnar Helgadóttur, að Gautastaðir væri hennar eign.
Haldóra Gunnarsdóttir samþykkir prófentu Ingimundar Gunnarssonar bróður síns þá, er hann hafði geflð Vigfúsi Erlendssyni jörðina Flagbjarnarholt á Landi í prófentu sína.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði um Stærri-Garð í Dýrafirði.
Vitnisburður Bessa Hrólfssonar og Benedikts Ísleifssonar að þeir hafi verið viðstaddir þá Þórður heitinn Halldórsson seldi séra Jóni Gottskálkssyni Brúnastaði í kirkjunni í Hvammi í Laxárdal „um árið“. Vitnisburðurinn var skrifaður með eigin hendi séra Jóns 16. apríl 1614.
Testamentisbréf síra Þorleifs Björnssonar.
Eggert lögmaðr Hannesson festir Sesselju Jónsdóttur.
Herra Guðbrandur Þorláksson geldur Halldóru dóttur sinni jörðina Ytra-Hól í Flókadal í sín þjónustulaun og greinir frá öðrum peningum sem hún á hjá sér. Óstaðsett, 10. desember 1610; bréfið skrifað 12. febrúar 1611.
Lýsing Árna Geirssonar um landamerki milli Guðlaugsstaða og Langamýrar.
Árni Gislason veitir Eggert lögmanni Hannessyni umboð til næsta alþingis yfir eignum Ögmundar byskups í Vestfjörðum, þeim er hann hafði sjálfr kongsumboð á.
Þrír vitnisburðir um fjöruna Kóngsvík í Skaftafellssýslu.
Dómur tólf manna útnefndur á alþingi af Finnboga lögmannai Jónssyni milli þeirra Björns Guðnasonar og Björns Þorleifssonar um peninga og arf eftir Þorleif og Einar Björnssyni.
Afrit úr máldagabók Gísla biskups af máldaga kirkjunnar á Eyri við Seyðisfjörð.
Hjálmur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir kona hans gefa Elínu Pétursdóttur fimm hundruð í góðum peningum í löggjöf. Á Torfufelli í Eyjafirði, 11. maí 1611; bréfið skrifað á Hólum í Eyjafirði sama dag.
Gerningsbréf með síra Jóni Þorleifssyni í Vatnsfirði og Arna Gíslasyni um skipti þeirra ýmiss konar, þar á meðal tekur síra Jón umboð Árna á jörðum hans í Vestfjörðum, heitir að selja honum jarðir nokkurar, er hann kallar til norðanlands, ef hann kann að ná þeim með lögum, en Árni heitir að gefa upp við síra Jón Vatnsfjarðarstað þá um vorið, með fleiri greinum, er bréfið hermir.
Jón Björnsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Kaldrana á Skaga. Í Skálholti 3. júlí 1598.
Jón Jónsson selur Eggerti Hannessyni jarðarpartinn Ormsbæ á Hellisvöllum sex hundruð upp í jörðina Smyrlahól í Haukadal og fær í staðinn Lækjarskóg í Laxárdal en Eggert lýsir um leið lögmála í Lækjarskóg. Á Vætuökrum á Hellisvöllum, 12. október 1614; bréfið skrifað í Snóksdal í Breiðafjarðardölum 25. mars 1615.
Afhendingarbréf tveggja erfingja Henriks Bielckes á fimm jörðum í Rangárvallasýslu, eða svonefndu Bakkaumboði, til Jóns Péturssonar til fullrar eignar, og viðurkenning fyrir að hafa fengið fulla borgun. Skrifað í Kaupmannahöfn 25. apríl 1690. Á eftir bréfinu fer vitnisburður á dönsku um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi 18. júní 1703 undirritaður af Rasmus Hansen og Gísla Jónssyni. Aftan á stendur að Bakkaumboð tilheyri nú (1703) tveimur bræðrum, sr. Jóni Erlingssyni og sr. Hannesi Erlingssyni.
Festingarbréf síra Þorláks Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur.
Ingvildr Jónsdóttir fær Haldóru Jónsdóttur til fullrar eignar þá peninga, er henni höfðu til erfða fallið eptir Jón Jónsson bróður sinn, og hafði hún fyrir laungu uppetið þessar álnir hjá Haldóru.
Jón Björnsson fær Ormi Jónssyni til fullrar eignar jörðina Bólstað í Steingrímsflrði.
Guðrún Ólafsdóttir gefur manni sínum Helga Brynjólfssyni umboð til að selja Háafell í Hvítársíðu. Á Býjaskerjum, 7. júní 1611.
Sjöttardómur í héraði, kvaddur af Knúti kongsfógeta Steinssyni, dæmir Arnbjörgu Jónsdóttur löglegan erfingja föður síns, síra Jóns Bárðarsonar.