Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1160 documents in progress, 1316 done, 40 left)
Gunnar Gíslason gefur dóttur sinni Ingibjörgu jarðirnar Mannskapshól, Hraun og Hólakot, allar á Höfðaströnd.
Þorleifur Bjarnason og kona hans Elín Benediktsdóttir selja Pétri Pálssyni jarðirnar Gillastaði, Hornstaði og Leiðólfsstaði í Laxárdalssveit og fá í staðinn Víðidalsá, Vatnshorn og Þyrilsvelli í Steingrímsfirði. Í Búðardal, 26. júlí 1617.
Jón prestr Filippusson, prófastr í Eyjafirði, kvittar Björn Þorvaldsson
af tveimur barneignum með Guðrúnu Sigfúsdóttur.
Jón Þorsteinsson selur Birni Benediktssyni jörðina Tunguhaga í Fljótsdal. Á Munkaþverá í Eyjafirði, 24. ágúst 1615; bréfið skrifað á Hrafnagil 28. nóvember sama ár. Útdráttur.
Jón Árnason selur Gísla Eiríkssyni part í Hrafnabjörgum í Hörðudal og fær í staðinn jörðina alla Laugarvatn í Grímsnesi. Við Öxará, 3. júlí 1667.
Jón Ólafsson fær Jóni Jónssyni lögmanni það andvirði sem faðir hans, Ólafur Brandsson, hafði gefið við parti í Innra-Botni, sem Jón Ólafsson hafði fengið Gísla Þórðarsyni en nú var klögun á komin. Á Arnarstapa, 2. janúar 1603; bréfið skrifað á sama stað degi síðar.
Hallbjörg Pálsdóttir selur Steindóri Ormssyni Kálfadal í Kollafirði. Í Neðra-Gufudal, síðast í ágúst 1620. Útdráttur.
Jón Gunnlaugsson selur Gísla Hákonarsyni lögmanni jarðirnar Tjörfastaði í Landmannahrepp, hálft Kópsvatn (Kóksvatn) í Ytra-Hrepp og hálfa Brennu í Lundarreykjardal og fær í staðinn Hellur á Landi. Í Bræðratungu, 15. október 1619.
Eiríkur Björnsson gefur syni sínum Torfa Eiríkssyni fimmtán hundruð í Þykkvabæ og fimm hundruð í Fossi (Urriðafossi). Á Stokkseyri á Eyrabakka, 26. desember 1610.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru jörðina Skálá í Sléttahlíð vegna fjögurra ára landaskulda á Silfrastöðum sem hann var henni skuldugur. Einnig gefur hann henni jörðina Minni-Brekku á Höfðaströnd fyrir Hól í Flókadal sem hann hafði áður goldið henni í þjónustulaun. Í biskupsbaðstofunni á Hólum í Hjaltadal, 9. júní 1620.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Guðmundi Ketilssyni og konu hans Önnu Skúladóttur jörðina alla Svínabakka í Vopnafirði og fær í staðinn Ljósaland í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 20. ágúst 1663. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 15. nóvember sama ár. Útdráttur.
Ögmundb biskup í Skálholti selur Eiríki bónda Torfasyni til fullrar eignar jörðina Gröf í Averjahrepp, fimtán hundruð að dýrleika, með fimm kúgildum, fyrir jörðina Grafarbákka í Hrunamannahrepp, en Grafarbakka, sem metinn var þrjátigi hundruð að dýrleika af sex skynsömum mönnum, geldr biskup síra Jóni Héðinssyni í ráðsmannskaup um þrjú ár fyrir dómkirkjuna í Skálholti.
Björn Magnússon, kóngsins umboðsmaður yfir Barðastrandarsýslu, gefur Ara Magnússyni bróður sínum umboð yfir syðra parti Barðastrandarsýslu í þrjú ár, frá 1608–1610, með skilmálum sem nánar eru teknir fram.
Kæra Páls Jónssonar til Orms Sturlusonar og Þorbjargar Þorleifsdóttur um hald á Möðruvöllum og á kúgildum.
Transkript skiptabréfs á eignum Þorleifs Grímssonar og Gríms sonar hans.
Brandur prestur Hrafnsson fær Grími presti Þorsteinssyni til fullrar eignar jörðina á Vífilsmýrum í Önundarfirði og kvittar um andvirðið.
Bréf borgmeistara og ráðsmanna í Hamborg um sætt og sama þeirra Týls Péturssonar
og Hannesar Eggertssonar á Alþingi á Íslandi 29. júní 1520 um misgreiningar ýmsar þeirra á milli, svo og um gripdeildir,
Ara Andréssonar. En sætt þessi varð fyrir milligöngu tveggja skipherra Hinriks Hornemanns og Hinriks Vagets, er unnu nú að því bókareið, að sættin hefði farið á þá leið er bréfið hermir.
Þuríður Einarsdóttir fær í framfærslu sína síra Birni Jóns-
syni til eignar jörðina Bergstaði í Miðfirði, með þeim grein-
um, er bréfið hermir.
Úrskurður Finnboga lögmanns Jónssonar um arf eptir Pál Brandsson, þar sem hann samkvæmt dómum, er áður hafa
þar um gengið, úrskurðar þeim Þorleifl og Benedikt Grímssonum, sonarsonum Páls, allan arflnn.
Afrit af uppskrift sem lá á Höfða af transskriftarbréfi frá 1565 af máldaga Höfðakirkju frá 1461.
Vitnisburður síra Gilbrigts Jónssonar um jarðaskipti Jónsbyskups Arasonar við Einar Ólafsson, Þorkelshóli fyrir Slóru-Borg.
Dómur á Sauðanesi, 26. september 1620, um deilu Bjarna Jónssonar og séra Jóns Magnússonar um hálfa jörðina Hallgilstaði á Langanesi. Jörðin dæmd eign Bjarna.
Vitnisburður um eignarétt til jarðarinnar Haga i Hvömmum.
Björn Guðmundsson, í umboði bræðranna Bergþórs og Sumarliða Bjarnasona, lýsir fyrir lögmönnunum á Öxarárþingi lögmála sem bræðurnir hafa lýst í hlut hvor annars í jörðinni Jörfa í Haukadal.
Eggert lögmaðr Hannesson festir Sesselju Jónsdóttur.
Narfi Jónsson kærir fyrir Jóni lögmanni Sigmundssyni, að
sira Jón Eiríksson hafi gripið og tekið fyrir sér með fullu
ofríki jörðina Dynjandi í Grunnavík, og biður lögmann ásjár.
Sæmundur Árnason lofar hjónunum Þorgauti Ólafssyni og Marsibil Jónsdóttur að búa landskuldarlaust á Hrauni næstu fimm ár en þau 18 hundruð sem þau eiga hjá Sæmundi vegna kaupa hans á Hrauni og Hattardal skulu standa hjá Sæmundi ávaxtarlaus þar til hjónin þurfa eða vilja út taka.
Þórður Pétrsson kvittar Sigríði Einarsdóttur um alla þa peninga,
sem hann hefir átt eða mátt eiga eptir Hallgrím heit-
inn Pétrsson bróður sinn, svo og þá peninga, er Pétr ábóti
faðir hans hafði feingið honum. alt með því fororði, er bréfið hermir.
Vitnisburður tveggja manna um það, að oft hafi
þeir heyrt lesið upp konungsbréf um skírgetning barna
Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Guðlaug Finnsdóttir selur Helgu Magnúsdóttur og dóttur hennar Sigríði Hákonardóttur jörðina Tungufell og fær í staðinn jörðina Fossá í Kjós (drög). Á eftir eru drög að skuldauppgjöri þar sem Guðlaug meðkennir sig hafa fengið greiðslu frá Helgu.
Sveinn Símonarson og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir selja Ara Magnússyni sjö hundruð í jörðinni Súðavík í Álftafirði og sex hundruð í Seljalandi í Skutulsfirði og fá í staðinn þrettán hundruð í jörðunum Arnarnúpi og Skálará í Dýrafirði. Á Holti í Önundarfirði 5. október 1604; bréfið skrifað á sama stað 10. maí 1605.
Próventusamningur þeirra Vermundar ábóta á Helgafelli og Árna Helgasonar, og gefur Árni með sér til klaustursins jarðirnar Látur í Aðalvík og Höfða í Grunnavík og tólf kúgildi.
Sex menn votta að Þorkell Magnússon handlagði Árna biskupi Ólafssyni jörðina Bakka í Bæjarþingum í Borgarfirði, og að Kolbeinn Þorgilsson handlagði biskupi jörðina Þingnes til ævinlegrar eignar.
Kvittun andvirðis Svanga í Skorradal.
Sex menn votta, að Þorálfr Þorgrímsson seldi Magnúsi syni sínum til fullrar eignar hálfa jörðina Granastaði i Köldukinn fyrir lausafé, og að Páll Þórálfsson seldi Magnúsi bróður sínum það hálft þriðja hundrað í jörðinni, er lionum hafði til erfða fallið cptir Steinuui Þorkelsdóttur móður sína.
Sigurður Oddsson yngri og kona hans Þórunn Jónsdóttir afgreiða og handsala Árna Oddsyni jarðirnar Máná og Valadal á Tjörnesi og allt andvirði Galtalækjar í þá löggjöf sem sáluga Helga Jónsdóttir, kona Árna og systir Þórunnar, hafði Árna gefið úr sinni fastaeign. Sigurður og Þórunn tilskilja að Árni gjaldi þá peninga sem honum ber að svara af þeim arfi er Þórunn átti eftir sínar sálugu systur Helgu og Hólmfríði. Á Hróarsholti í Flóa, 24. desember 1616; bréfið skrifað í Skálholti 16. janúar 1617.
Afrit þriggja bréfa um sölu jarðarinnar Hólmakots í Borgarfjarðarsýslu.
Arnbjörn Þorgrímsson meðkennist að hafa fengið fulla greiðslu af Bjarna Sigurðssyni fyrir hálfar Brekkum á Rangárvöllum. Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 17. mars 1620.
Þorleifur Bjarnason geldur Evfemíu dóttur sinni átta hundruð í Neðri-Brekku í Saurbæjarhrepp í löggjöf, auk fjögurra hundraða til arfaskiptareiknings og í heimanmund sinn. Á Fellsenda í Miðdalahrepp í maí 1610. Útdráttur.
Þorgrímur Þorleifsson gefur dóttur sinni Solveigu í arfaskipti og þjónustulaun jörðina Landamót í Kinn og ánafnar henni eftir sinn dag Halldórsstaði í Kinn. Í Lögmannshlíð 9. desember 1598; bréfið skrifað í Djúpadal í Skagafirði 13. desember sama ár.
Samantekt Árna Magnússonar upp úr þremur skinnbréfum um kaup Sæmundar Árnasonar á jörðunum Botni í Mjóafirði, Hólum í Dýrafirði og Haukabergi á Barðaströnd af hjónunum Sigfúsi Torfasyni og Jófríði Ormsdóttur.
Vitnisburðarbréf um lofan Björns Þorleifssonar við þá mága sína Eyjólf Gíslason, Grím Jónsson og Guðmund Andrésson, er heimtu að honum föðurarf kvenna sinna, svo og við Kristínu systur sína, er og heimti föðurarf sinn.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Vitnisburður tveggja manna um lýsing Narfa Ingimundarsonar á bruðli sjálfs sín á eignum stjúpbarna sinna.
Vitnisburður um að Helgi Steinmóðsson gefi Steinmóði Jörundssyni, syni Jörundar Steinmóðssonar, hálfa
jörðina Steinanes í Arnarfirði.
Skiptabréf eftir Ásgrím Þórðarson á Marðarnúpi.
Ónýting á kaupskap á milli bræðranna Örnólfs og Jóns Ólafssona á jörðinni Hvilft í Önundarfirði. Á Hvilft 10. maí 1598; bréfið skrifað í Holti í Önundarfirði 31. maí sama ár.
Árni Jónsson selur Jóni Vigfússyni þrjú hundruð og 40 álnir í Ölvaldsstöðum í Borgarkirkjusókn. Í Borgarhrepp, 24. september 1616; bréfið skrifað á Kalastöðum fáum dögum síðar. Útdráttur.
Árni Gíslason fær Arnfinni bónda Guðmundssyni i umboð
kongsumbod það, er hann hafi haft á Ströndum um nokkur
ár, og tvær jarðir i Hrútafirði.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um kaupmála og fleira sem gert var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungu í Vatnsdal. Séra Þorsteinn Ólafsson meðtekur vitnisburð Jóns í viðurvist tveggja votta á Tindum á Ásum 28. maí 1599.
Page 24 of 149