Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1161 documents in progress, 1335 done, 40 left)
Vitnisburður að Sigmundur Brandsson heitinn hefði lýst því yfir í sinni dauðstíð, að synir Jóns Sigmundssonar heitins, Sturli og Grímur, væri sínir löglegir erfingjar og eignarmenn eftir sinn dag að jörðinni Bæ í Súgandafirði, með öðru fleira, er bréfið hermir.
Vitnisburður um heitorð Arngríms Kolbeinssonar um að selja Magnúsi Jónssyni fyrstum manna jörðina Grænavatn ef hann mætti nokkuru um ráða.
Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693.
Veitingarbréf séra Jóns Loftssonar fyrir Útskálum.
Vitnisburður um konungsbréf um skírgetning barna
Þorleifs Grímssonar og Solveigar Hallsdóttur.
Synir herra Odds Einarssonar og Helgu Jónsdóttur, Árni, séra Gísli og séra Sigurður, leggja aftur til foreldra sinna jarðir sem þeir höfðu áður fengið til arfaskipta og gera þau ný arfaskipti. Í Skálholti, 24. febrúar 1623.
Loforð Hans Christianss. Raufns fyrir að Ormur Hjörtsson („Jortsson“) megi fá Stakkagerði til ábúðar meðan hann lifi og haldi duglegan mann á skipum Companísins. „Chorenhaul“ (Kornhóli) 13. ágúst 1694.
Eftirrit gert og staðfest í Vestmannaeyjum 29. maí 1704.
Kristín Magnúsdóttir selur móður sinni Ragnheiði Eggertsdóttur hálfan Kirkjuvog og fær í staðinn part í Miðhlíð í Hagakirkjusókn. Í Sauðlauksdal, 24. ágúst 1623; bréfið skrifað á Snjáfjöllum 31. desember sama ár.
Stephán biskup í Skálbolti kvittar Þorbjörn Jónsson af öllum sektum og sakaferlum meðan hann var með biskup
Magnúsi heitnum og til þess, sem nú er komið. og gefur honum leyfi til að flytja burt af Viðey peninga þá, er féllu
eptir Vilhjálm heitinn Ormsson og Guðrúnu Andrésdóttur, en Þorbirni bar í arf eptir Gróu systur sína.
Bréf Orms lögmanns Sturlusonar um að hann gefur Jón bónda Björnsson, konu hans og alla þénara kvitt um allar þær sakir sem þau hafa mátt brotleg í verða.
Transskript af dómi sex manna útnefndum af vel bornum manni jungkæra Erlendi Þorvarðssyni lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ákæru Péturs Loptssonar til Eyjólfs Einarssonar vegna Sigríðar Þorsteinsdóltur konu sinnar um þann arf, er fallið
hafði eptir Ragnlieiði heitna Eiríksdóttur.
Transskript á vitnisburðarbréfi þar sem segir að Björn Þorleifsson hafi afhent mágum sínum Eyjólfi Gíslasyni og Grími Jónssyni, í arf kvenna sinna, jörðina Stærriakra í Blönduhlíð, Eyvindarstaði, Hvallátur og Skáleyjar og skyldi Björn kvittur um arfskiptið.
Sex skjöl er varða inventarium Þingeyraklausturs.
Árni Björnsson gefur syni sínum Jóni 20 hundruð í jörðinni Ystu-Vík á Svalbarðsströnd á hans giftingardegi. Á Reykjum í Tungusveit, 31. ágúst 1623; bréfið skrifað á sama stað 3. desember sama ár.
Dómr sex manna, utnefndr af .Tóni Jónssyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Hrútaf]arSarár, um gjafir Ara
heitins Andréssonar og Þórdísar heitinnar Gisladóttur til Orms Guðmundssonar.
Vitnisburður tveggja manna um að Þorleifur bóndi Bjarnarson hafi sýnt og lesið fyrir þeim Guðmundi Árnasyni og Jón Snorrasyni bréf um kaup Þorleifs á átta hundruðum í jörðinni Hallsstöðum af Torfa Ólafssyni, og annað bréf um próventu sem Torfi hafði gefið Þorleifi.
Dómur á Helgastöðum í Reykjadal um andvirði Arnarvatns við Mývatn, 12. maí 1604.
Vottorð Jóns Eyjólfssonar yngra um dýrleika jarðarinnar Hólmakots og að Sigríður kona hans hafi erft jörðina eftir föður sinn, séra Jón Ólafsson árið 1694.
Skrá Holtastaðakirkju um Spákonuarf.
Finnbogi Pétursson gefur Guðbrand Þorláksson biskup og hans arfa kvitta fyrir jarðarpartsverð í Skálá. Á Hólum í Hjaltadal, 24. september 1625.
Jón biskup á Hólum setr með ráði Helga álióta á Þingeyrum bróður Jóni Sæmundssyni skriptir fyrir barneign með
Eingilráð Sigurðardóttur.
Ari Magnússon selur Sæmundi Árnasyni jörðina Meiri-Hnífsdal og hálft fjórtánda hundrað í jörðinni Gljúfurá og fær í staðinn Látur í Aðalvíkursveit, Dvergastein í Álftafirði og hlut í Eyri í Önundarfirði, með skilmálum á báða bóga. Að Hóli í Bolungarvík, 17. apríl 1626; bréfið skrifað á sama stað 6. maí sama ár.
Sex menn votta að Þorkell Magnússon handlagði Árna biskupi Ólafssyni jörðina Bakka í Bæjarþingum í Borgarfirði, og að Kolbeinn Þorgilsson handlagði biskupi jörðina Þingnes til ævinlegrar eignar.
Þorleifur Bjarnason geldur Evfemíu dóttur sinni átta hundruð í Neðri-Brekku í Saurbæjarhrepp í löggjöf, auk fjögurra hundraða til arfaskiptareiknings og í heimanmund sinn. Á Fellsenda í Miðdalahrepp í maí 1610. Útdráttur.
Herra Oddur Einarsson, í umboði Jóns Björnssonar, selur Þorsteini Magnússyni jarðirnar Steina og Hlíð undir Eyjafjöllum. Einnig fær Þorsteinn Jóni jarðirnar Víkingavatn og Grásíðu fyrir Ytri-Djúpadal í Eyjafirði. Á Holti undir Eyjafjöllum, 24. október 1604. Bréfið er skrifað í Skálholti 2. nóvember sama ár en transskriftarbréfið gert í Skálholti 19. janúar 1619.
Dómur um misþyrming Gísla Árnasonar af hendi Eyjólfs Jónssonar og Margrétar konu hans (ágrip).
Ari Magnússon fær hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og Bjarna Jónssyni jörðina Efstaból í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa jörðina Kamb í Króksfirði. Að Ögri í Ísafirði, 2. desember 1600.
Afrit af umboðsbréfi þar sem Christofer Heidemann felur Jóni Sigurðssyni, sýslumanni í Borgarfjarðarsýslu, að
rannsaka kæru Eyjólfs Jónssonar. Við Öxará 9. júlí 1685.
Vitnisburðarbréf um viðureign Jóns Solveigarsonar, sem kallaður er Sigmundsson, og þeirra Filippussona, Gísla, Hermanns og Ólafs, í Víðidalstungu (1483).
Framburður síra Jóns Gottskálkssonar að Jón Sigurðsson frá Reynistað hafi komið til sín í Glaumbæ og náð bréfi (ͻ: morðbréfi) úr kistu séra Gottskálks föður síns, sem hann viti ekki hvað inni hafi haft að halda.
Þorvaldur (búland) Jónsson kaupir Strúg í Langadal af Jóni Bergssyni fyrir þrjátigi hundraða.
Örnólfur Ólafsson og kona hans Margrét Torfadóttir selja Ara Magnússyni sex hundraða part í jörðinni Kirkjubóli í Dýrafirði.
Afrit af vitnisburðarbréfi um eignarrétt kirkjunnar í Snóksdal á eyðikotinu Þorgeirsstaðahlíð. Hvalgrafir á Skarðsströnd, 13. desember 1599.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Jón Magnússon lýsir yfir að hann gengur í borgun um sex tigi hundraða sem Jón Hallsson á að hafa
til kaups við Guðrúnu Finnbogadóttur. Jón lýsti þessu yfir í vitni Einars ábóta og síra Finnboga á Munkaþverá.
Bjarni Pálsson selur Benedikt Halldórssyni, í umboði Jóns Jónssonar lögmanns, hálfa jörðina Syðri-Bægisá.
Tylittaedómr, út nefndr af Jóni Olafssyni í umboði föður
síns, Ólafs Guðmundssonar sýslumanns í Isafjarðarsýslu, um
framfæri barna Ólafs Jónssonar.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Þorvaldur Ólafsson sver þess eið að hafa aldrei á sinni ævi svívirðilega synd með karlmanni framið. Á Einarsstöðum í Kræklingahlíð, 1. maí 1627.
Árni Gíslason fær Arnfinni bónda Guðmundssyni i umboð
kongsumbod það, er hann hafi haft á Ströndum um nokkur
ár, og tvær jarðir i Hrútafirði.
Þorvaldur Torfason samþykkir próventugjöf síns bróðurs Halldórs Torfasonar til Sæmundar Árnasonar. Á Hóli í Bolungarvík, 3. maí 1604; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 9. maí sama ár. Útdráttur.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði 22. september 1614 um stefnu Magnúsar og Jóns Gissurarsona til Jóns Þorlákssonar um það félag sem gert skyldi hafa verið milli Þorláks heitins Einarssonar og konu hans Guðrúnar heitinnar Hannesdóttur. Málinu er skotið til alþingis. Bréfið er skrifað að Ögri í Ísafirði 17. nóvember 1614.
Síra Jón officialis Þorleifsson kvittar Jón Björnsson og Guðrúnu Þorleiksdóttur um þá fjórðu barneign, sem þau hafa
opinber að orðið sín í milli.
Þorsteinn Ormsson selur Ragnheiði Eggertsdóttur hálfa jörðina Miðhlíð á Barðaströnd og fær í staðinn Botn í Tálknafirði, með þeim skilmála að Ragnheiður fái fyrst að kaupa Botn skuli Þorsteinn vilja eða þurfa að selja jörðina. Í Bæ á Rauðasandi, 21. febrúar 1599.
Festíngar og kaupmálabréf Guðmundar Skúlasonar og Guðnýjar Brandsdóttur.
Bréf Friðriks konungs annars 14. Apríl 1571, þar sem hann staðfestir alþingisdóm 1570 (VII), Bessastaðadóm 6. Júlí 1569 og Akradóm 18. Janúar 1570 um jarðamál Guðbrands biskups.
Vitnisburður um jarðabruðlan Narfa Ingimundarsonar.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um kaupmála og fleira sem gert var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungu í Vatnsdal. Séra Þorsteinn Ólafsson meðtekur vitnisburð Jóns í viðurvist tveggja votta á Tindum á Ásum 28. maí 1599.
Page 25 of 149