Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1161 documents in progress, 1335 done, 40 left)
Jón Egilsson kvittar Jón Björnsson um gjald fyrir Illugastaði á Laxárdal. Gert og skrifað á Holtastöðum í Langadal 30. maí 1581.
Dagsbréf Pétrs Trúlssonar hirðstjóra og höfuðsmanns yfir allt ísland, þar sem hann gefr Páli Jónssyni „frið og félegan dag“
„svo leingi hann kemr til míns herra kongsins náða“, en Páll hafði ófyrirsynju í hel slegið Böðvar Loptsson.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Séra Þorleifur Bjarnason og kona hans Herdís Bjarnadóttir selja Magnúsi Arasyni Fossá á Hjarðarnesi og fá í staðinn Brekku í Dýrafirði. Herdís og Þorleifur lofa einnig að selja Magnúsi fyrstum jörðina Hamar á Hjarðarnesi. Að Kirkjubotni í Önundarfirði, 16. september 1630.
Árni Gíslason fær Arnfinni bónda Guðmundssyni i umboð
kongsumbod það, er hann hafi haft á Ströndum um nokkur
ár, og tvær jarðir i Hrútafirði.
Jón Arason biskup selur Páli Grímssyni bóndajarðirnar Glaumbæ í Reykjadal og Halldórsstaði í Laxárdal og hálfa jörðina Hallbjarnarstaði í Reykjadal og hálfa jörðina Björg í Kinn og þar til eina tuttugu hundraða jörð sem þeim semdi en í mót
fékk biskup jörðina Hof á Höfðaströnd með Ytri-Brekku, Syðri-Brekku og Hraun. Galt Páll kirkjunni á Hofi jarðirnar Þrastastaði og Svínavelli á Höfðaströnd.
Afrit af skiptabréfi Ólafar Loftsdóttur og hennar barna eftir Björn Þorleifsson hinn ríka.
Virðing á lausum peningum eftir Ásbjörn Guðmundsson andaðan.
Ólafur byskup Hjaltason fær Halldóri Sigurðssyni i þjónustulaun sín Neslönd tvenn við Mývatn, Refsstaði í Laxárdal og
Hringver á Tjörnesi.
Dómur á Mýrum í Dýrafirði um Stærri-Garð í Dýrafirði.
Vitnisburður Bessa Hrólfssonar og Benedikts Ísleifssonar að þeir hafi verið viðstaddir þá Þórður heitinn Halldórsson seldi séra Jóni Gottskálkssyni Brúnastaði í kirkjunni í Hvammi í Laxárdal „um árið“. Vitnisburðurinn var skrifaður með eigin hendi séra Jóns 16. apríl 1614.
Vitnisburðarbréf Sigurðar Sölmundssonar þar sem hann lýsir þremur áklögunarefnum gegn umboðsmanninum Hans Christiansson Rafn, meðal annars um áverka sem hlaust af því að Rafn sló hann í andlitið, og biður Árna Magnússon um aðstoð.
Jón Jónsson selur Eggerti Hannessyni jarðarpartinn Ormsbæ á Hellisvöllum sex hundruð upp í jörðina Smyrlahól í Haukadal og fær í staðinn Lækjarskóg í Laxárdal en Eggert lýsir um leið lögmála í Lækjarskóg. Á Vætuökrum á Hellisvöllum, 12. október 1614; bréfið skrifað í Snóksdal í Breiðafjarðardölum 25. mars 1615.
Handsal og gjörningur á Þingvöllum um að Steindór Gíslason selji Ara Magnússyni þau fimmtíu hundruð í fastaeign sem undir honum stóðu af Óslands andvirði.
Bréf Kristjáns konungs þriðja um, að börn presta, þeirra
er eiginkvæntir eru, megi taka arf eftir foreldra sína.
Festingarbréf síra Þorláks Hallgrímssonar og Helgu Jónsdóttur.
Vitnisburður ellefu búenda í Fljótsdal um skikkan og athæfi Jakobs Hildibrandssonar. Gert á Skriðuklaustri 18. ágúst 1599.
Vitnisburður um að Jón Gíslason hafi afgreitt Halldóri Þórðarsyni tíu hundruð í Meðalheimi í Hjaltabakkakirkjusókn til heimanfylgju dóttur sinnar Guðrúnar. Gjörningurinn átti sér stað í Þykkvaskógi í Miðdölum 9. september (líklega 1581) en vitnisburðurinn er dagsettur í Hjarðarholti í Laxárdal 17. desember 1581.
Stephán bisknp í Skálholti afleysir Jón Helgason af því
misferli, sem hann í féll, þá er hann í hel sló Þorleif Þórólfsson.
Sæmundi Magnússyni er dæmd jörðin Grafarbakki á Öxarárþingi 1582.
Kæra Páls Jónssonar til Orms Sturlusonar og Þorbjargar Þorleifsdóttur um hald á Möðruvöllum og á kúgildum.
Vitnisburður um lýsing Guðrúnar Helgadóttur, að Gautastaðir væri hennar eign.
Testamentisbréf síra Þorleifs Björnssonar.
Afrit af uppskrift sem lá á Höfða af transskriftarbréfi frá 1565 af máldaga Höfðakirkju frá 1461.
Þuríður Einarsdóttir fær í framfærslu sína síra Birni Jóns-
syni til eignar jörðina Bergstaði í Miðfirði, með þeim grein-
um, er bréfið hermir.
Sáttargerð milli Benedikts Halldórssonar og bræðra hans Jóns eldri og yngri Halldórssona um tilkall til jarðanna Höskuldsstaða og Eyrarlands, með samþykki föður þeirra, séra Halldórs [Benediktssonar]. Gert á Helgastöðum í Reykjadal 30. apríl 1582 en bréfið skrifað degi síðar á Múla í Aðalreykjadal.
Bréf (Björns Þorleifssonar) til Jóns (dans) Björnssonar, þá er Jón vildi ríða í Vatnsfjörð með Birni Guðnasyni.
Dómur um arf eftir Jón Guðmundsson. Skrifað í Hjarðardal í Dýrafirði 17. febrúar 1582.
Guðrún Magnúsdóttir selur Ara Magnússyni alla jörðina Silfrastaði í Skagafirði. Í staðinn fær Guðrún jörðina Ósland, málajörð kvinnu Ara, Kristínar Guðbrandsdóttur, 80 hundruð að dýrleika. Ef Guðrún á ekki skilgetið barn eftir sinn dag fá Ari og hans arfar Ósland til baka.
Afrit af skikkunarbréfi Ólafs biskups Rögnvaldssonar um sálumessur á Hólum í Hjaltadal. Uppskrift af bréfi Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups, dagsettu 30. júlí 1479, um sálumessur á Hólum í Hjaltadal.
Kaupmálabréf Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur á Grund.
Fyrri hluti skjalsins er efni kaupmálans.
Seinni hluti þess er vitnisburður um hann.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja og staðfesta kaup sem þeir höfðu gert sín á millum við Tjörfastaði í Landmannahrepp 3. september 1639 um að Bjarni keypti 13 hundruð í Rauðabergi í Hornafirði. Á Leirá í Leirársveit, 25. febrúar 1640. Útdráttur.
Gottskálk biskup á Hólum gefur Jóni Þorvaldssyni ábóta á
Þingeyrum umboð til að leysa Jón Sigmundsson af því mannslagi, er hann í féll, þá er hann varð Ásgrími Sigmundssyni,
bróður sínum, að bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og
Jón hefði meðkenzt (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Vitnisburður um eignarétt til jarðarinnar Haga i Hvömmum.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um kaupmála og fleira sem gert var í brúðkaupi Ólafs heitins Þorsteinssonar og Guðrúnar heitinnar Gunnlaugsdóttur í Grímstungu í Vatnsdal. Séra Þorsteinn Ólafsson meðtekur vitnisburð Jóns í viðurvist tveggja votta á Tindum á Ásum 28. maí 1599.
Vitnisburður um land Fljótsbakka.
Jón Grímsson kvittar síra Björn Jónsson fyrir andvirði jarðanna Reykjavíkur og Bakka í Bjarnarfirði, er hann hafði selt honum.
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur
til Orms.
Fúsi Helgason kvittar Andrés Arason um það sakferli, er
Andrés átti að gjalda móður Fúsa, og samþykkir Oddr bróðir
Fúsa það.
SÍRA Þorleifr Björnsson lýsir því, að liann viti ekki, að
jörðin Dynjandi í Jökulfjörðum liafi nokkurn tíma
komið í eign föður síns.
ORMR lögmaðr Slurluson úrskurðar gildan gerning
Ólafs byskups Hjaltasonar 18. ágúst 1555 (DI XII, nr. 53.)
Jón Þorsteinsson selur Birni Benediktssyni jörðina Tunguhaga í Fljótsdal. Á Munkaþverá í Eyjafirði, 24. ágúst 1615; bréfið skrifað á Hrafnagil 28. nóvember sama ár. Útdráttur.
Kvittun andvirðis Svanga í Skorradal.
Kaupmáli Hallgríms Guðmundssonar og Halldóru Pétursdóttur, gerður í Sigluvík á Svalbarðsströnd 1. september 1616. Útdráttur.
Tvö samhljóða afrit af bréfi Henriks Bielkes höfuðsmanns um að hann seldi og afhenti Eyjólfi Jónssyni jarðir í Borgarfirði og hafi fengið fulla borgun fyrir. Kaupmannahöfn, 28. júní 1676.
Vitnisburður tveggja manna um lýsing Narfa Ingimundarsonar á bruðli sjálfs sín á eignum stjúpbarna sinna.
Torfi Jónsson selr Eiríki Böðvarssyni jörðina Hillur á Galmaströnd fyrir lausafé og kvittar um andvirðið, en Agnes
Jónsdóttir kona Torfa samþykkir söluna.
Skiptabréf eftir Ásgrím Þórðarson á Marðarnúpi.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Page 26 of 149