Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1162 documents in progress, 1336 done, 40 left)
Hjónin Sigurður Oddsson og Þórunn Jónsdóttir gefa hvoru öðru allar sínar löggjafir. Á Hróarsholti í Flóa, 7. nóvember 1616; bréfið skrifað á Laugardælum í Flóa, 31. mars 1617.
Skiptagjörningur þeirra bræðra Halls og Finns Ásgrímssona á landi, öllu búi og hýbýlum að Héðinshöfða á Tjörnesi.
Síra Jón Þorleifsson vitnar, að hann hafi lesið skjal
um það, að kirkjan í Alviðru ætti jörðina Skaga í Dýrafirði.
Reikningskapur nokkurra eigna kirkjunnar í Bólstaðahlíð “in prima visitatione (Guðbrands biskups) ecclesiarum occidentalium.
Sigurður Oddsson yngri og kona hans Þórunn Jónsdóttir afgreiða og handsala Árna Oddsyni jarðirnar Máná og Valadal á Tjörnesi og allt andvirði Galtalækjar í þá löggjöf sem sáluga Helga Jónsdóttir, kona Árna og systir Þórunnar, hafði Árna gefið úr sinni fastaeign. Sigurður og Þórunn tilskilja að Árni gjaldi þá peninga sem honum ber að svara af þeim arfi er Þórunn átti eftir sínar sálugu systur Helgu og Hólmfríði. Á Hróarsholti í Flóa, 24. desember 1616; bréfið skrifað í Skálholti 16. janúar 1617.
Útdrættir úr stóru transskriftarbréfi um Veturliðastaði.
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að
síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Magnús Jónsson gerir Bjarna Jónsson kvittan um peninga meðferð, en Bjarni hafði haft í umboði Magnúsar sýsluparta af Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslum og þar með nokkrar kóngsins jarðir í Álftafirði og Aðalvík, og hafði byggt jarðir Magnúsar í Dýrafirði, Önundarfirði og á Sandi.
Kvittun og lögfesta séra Þorsteins Illugasonar vegna kaupa hans á jörðinni Tunghaga í Vallaneskirkjusókn.
Skoðun og virðing á húsum og bæ í Tungu í Skutulsfirði.
Vitnisburðir um að Jóhanna Einarsdóttir hafi lofað að selja Árna Oddsyni fyrstum þá fastaeign er Einar heitinn Þormóðsson hafði henni gefið í sína löggjöf.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi
Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Vitnisburður um að Pétur Pálsson hafi spurt Ólöfu Eiríksdóttur um kvittun til Rauðanessbræðra vegna hennar tilgjafar. Ólöf segist láta sér líka alla gjörninga sem Gísli Þórðarson hefði þar um gjört og hefur handsöl við Pétur. Á Ásgarði í Hvammssveit, 8. október 1616.
Kaupmálabréf Jóns Árnasonar og Þuríðar Finnsdóttur. Í Flatey á Breiðafirði, júlí 1616. Útdráttur.
Einar Halldórsson lofar stjúpföður sínum, séra Högna Jónssyni, að greiða honum skuldir þær sem taldar eru upp í bréfinu. Eigi hann ekki til lausafé skal Högni eignast eitt hundrað af fasteignum Einars. Á Seljalandi undir Eyjafjöllum 7. nóvember 1616.
Torfi Einarsson selur Gísla Hákonarsyni lögmanni jörðina Meðalfell í Kjós og fær í staðinn Kirkjuból í Stöðvarfirði, Hreimsstaði í Útmannasveit og ótilgreinda þriðju jörð í Austfjörðum sem Gísli mun útvega síðar. Á Klofa í Landi, 23. júní 1617.
Bjarni Einarsson, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Þorláksdóttur, selur Bjarna Jónssyni jörðina Veðrará ytri í Önundarfirði og fær í staðinn Bassastaði og Bólstað á Selströnd. Útdráttur.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 15: Jón Arason biskup á Hólum veitir Magnúsi djákna Jónssyni (syni sínum) prófastsdæmi
milli Hrauns á Skaga og Hofs í Dölum, en Gísli prestur Sigurðsson fari með prófastsdæmið, dags. 26. ágúst 1528.
Dómur útnefndur af Finnboga lögmanni Jónssyni um afl og gildi útlúkningarbréfa Narfa Sigurðssonar og Sigurðar Narfasonar um Ásgeirsár, Lækjamót, og fjórar jarðir á Ströndum til Finnboga lögmanns og Teits Þorleifssonar.
Einar ábóti á Munkaþverá selur Guðmundi Þorleifssyni jörðina Ásgeirsvelli í Skagafirði fyrir jörðina Vestri-Tjarnir í Ljósavatnsskarði.
Fúsi Helgason kvittar Andrés Arason um það sakferli, er
Andrés átti að gjalda móður Fúsa, og samþykkir Oddr bróðir
Fúsa það.
Finnbogi Einarsson prestur fær Gísla syni sínum til fullrar eignar jörðina Fjósatungu
í Fnjóskadal og áskilur sér fyrstum kaup á henni vilji Gísli selja hana.
Helga Gísladóttir selur Jóni Jónssyni frænda sínum þá fastaeign sem hún átti í garð Jóns Jónssonar lögmanns, eiginmanns síns, í sinn mála.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Pétur Þorsteinsson og synir hans Finnbogi og Magnús selja herra Guðbrandi Þorlákssyni jarðinar Bjarnargil og Stafnshóll og fá í staðinn Skálá og Hraun í Sléttahlíð.
Skiptabréf eftir Þorleif Grímsson.
Vitnisburður um að Jón Arason biskup selur Magnúsi Björnssyni jörðina Nautabú í Mælifellskirkjusókn fyrir jarðirnar Róðugrund í Flugumýrarkirkjusókn og Ásgrímsstaði í Borgarkirkjusókn.
Dómur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd um skipti á milli Ragnhildar Þórðardóttur og annarra erfingja Vigfúsar heitins Jónssonar eiginmanns hennar.
Jón Torfason selur móður sinni Þorkötlu Snæbjarnardóttur garðinn allan Kirkjuból í Langadal á Langadalsströnd. Í staðinn fær Jón Árbæ í Holtamannahrepp. Enn fremur lýsir Þorkatla því yfir að Kirkjuból verði eign sonar síns Snæbjörns Torfasonar eftir sinn dag.
Dómur sex manna (Sigurður Þormóðsson vc.), útnefndra af Heinrek Gerkens Hannessyni, sýslum. í Húnavatns þíngi, um þrætu útúr Harastöðum eptir Þorbjörn Gunnarsson, milli Jóns Einarssonar og Þorbjarnar Skúlasonar; dæma þeir Jón Einarsson skilgetinn sonarson Þorbjarnar Gunnarssonar og Harastaði hans eign, meðan hún er ekki með lögum af honum sókt, en skjóta málinu til Öxarár þíngs og skyldu Þorbjörn og Jón bróðir hans, Skúlasyni, að koma þángað með skilríki sín. Dómurinn stóð í Eingihlíð í Lángadal, á þíngstað réttum, fimmtudaginn næsta fyrir Ceciliu messu ár MDLXX og II en bréfið skrifað á
Þíngeyrum viku síðar.
Jón Magnússon selur Teiti Björnssyni jörðina Harastaði í Vesturhópi en fær í staðinn Signýjarstaði í Hálsasveit.
Sendibréf frá Sigurði Sölmundssyni til Árna Magnússonar þar sem Sigurður færir Árna ýmis tíðindi úr Vestmannaeyjum.
Páll Jónsson fær Steinunni Jónsdóttur, systur sinni, Ljótsstaði fyrir Saurhól.
Vitnisburður Oddgeirs Folkvatssonar og Þorleifs Clemenssonar um landamerki millum Geststaða og Grafar í MIðdal í Steingrímsfirði og Tungukikjusókn.
Afhendingarbréf fyrir Eyrarlandi.
Erlendur Iögmaður Þorvarðsson lýsir því, að hann hafi selt
sira Birni Jónssyni jarðir þær, er hann átti í Vatnsdal, As,
Bakka og Eyjólfsstaði, og að síra Björn megi taka dóm-
laust að sér jörðina Vík út frá Stað í Skagafirði, og kvitt-
ar hann síra Björn um andvirðið.
Hjúskaparleyfi síra Þorleifs Björnssonar og Ragnhildar Jónsdóttur.
Veitingarbréf séra Jóns Loftssonar fyrir Útskálum.
Ari Jónsson selur sira Birni bróður sínum fyrir „mögulegt
verð“ jarðirnar Kjallaksstaði og Ormsstaði, er Ormr Sturlu-
son hafði selt honum.
Fjórir vitnisburðir um virðingu og peninga á Hallgilsstöðum eftir Helga Kolbeinsson frá fallinn.
Steinn Jónsson synjar fyrir að hafa verið kvaddur til vitnis um samning þeirra Ara lögmanns Jónssonar og Þorleifs Grímssonar um heimanfylgju Halldóru, dóttur Þorleifs og konu Ara.
Vitnisburður um heitorð Arngríms Kolbeinssonar um að selja Magnúsi Jónssyni fyrstum manna jörðina Grænavatn ef hann mætti nokkuru um ráða.
Bréf Ögmundar biskups í Skálholti til allrar alþýðu manna
í Skálholtsbiskupsdæmi móti þeim hinum nýja sið, og hótar
hann þeim, er honum fram halda, forboði undir banns áfelli,
en býðr hinum aflausn, er snúast vilja til betrunar.
Vitnisburðarbréf um landamerki Gnúps og Alviðru í
Dýrafirði.
Árni Teitsson selur Magnúsi Björnssyni jörðina Garðsvík á Eyjafjarðarströnd, 60 hundruð að dýrleika, og fær í staðinn þrjátíu hundruð í Harastöðum á Skagaströnd og jörðina Tungu í Svínavatnskirkjusókn, 20 hundraða virði, auk þess sem Magnús lofar að borga tíu hundraða skuld Árna til Björns Magnússonar. Að Skarði í Langadal, 6. október 1637. Útdráttur.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Ásmundur Sturluson handsalar Magnúsi Jónssyni hálfa jörðina Skóga í Reykjahverfi til fullrar eignar og gefur hann kvittan. Á Ærlæk í Öxarfirði, 13. ágúst 1628. Útdráttur.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Framburður síra Jóns Gottskálkssonar að Jón Sigurðsson frá Reynistað hafi komið til sín í Glaumbæ og náð bréfi (ͻ: morðbréfi) úr kistu séra Gottskálks föður síns, sem hann viti ekki hvað inni hafi haft að halda.
Page 27 of 149