Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1171 documents in progress, 1363 done, 40 left)
Þórkatla Árnadóttir geldur og fær Jóni Dagstyggssyni, syni sínum, í sín þjónustulaun
allan þann part í jörðinni Hlíð í Kollafirði, er Árna syni hennar bar til erfða eftir
Dagstygg Jónsson föður sin, en hún hafði haft fyrir Árna þar til hann lést
og Jón unnið hjá henni kauplaust í níu ár, frá því að faðir hans lést.
Jarðaskipti með þeim hjónum Eiriki Snjólfssyni og Þuríði Þorleifsdóttur og Halldóru, dóttur þeirra.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Jón biskup á Hólum selur síra Birni Jónssyni „frænda“ (syni)
sínum jarðirnar Stóruborg og Litluborg í Víðidal fyrir jarðirnar Fremranúp í Núpsdal, Æsistaði i Langadal og Kollsá
í Svarfaðardal; jarðamun lofar biskup að jafna seinna og
setur Hóladómkirkju svo mikið jarðagóz til panta, sem hann
hafði gefið dómkirkjunnar eign við Stóruborg.
Þorsteinn Bjarnason selur Birni Benediktssyni hálfa jörðina Svínárnes í Höfðahverfi en fær í staðinn jörðina Steindyr í Höfðahverfi. Á Munkþverá, 7. maí 1601; bréfið skrifað á Stóra-Hamri degi síðar.
Vitnisburður tveggja manna um að Þorleifur bóndi Bjarnarson hafi sýnt og lesið fyrir þeim Guðmundi Árnasyni og Jón Snorrasyni bréf um kaup Þorleifs á átta hundruðum í jörðinni Hallsstöðum af Torfa Ólafssyni, og annað bréf um próventu sem Torfi hafði gefið Þorleifi.
Dómur um misþyrming Gísla Árnasonar af hendi Eyjólfs Jónssonar og Margrétar konu hans (ágrip).
Eyjólfur Árnason selur séra Einari Sigurðssyni jörðina alla Hjartarstaði í Eiðamannaþinghá og fær í staðinn Raufarberg í Hornafirði.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Vitnisburður Bjarna Þorsteinssonar að hann var heimilisfastur hjá Guðmundi Hákonarsyni á Þingeyrum og hafi hann þar séð og lesið gjafabréf Guðmundar þar sem hann gaf fátækum jörðina Hamar á Ásum.
Kjörbréf af Alþingi til handa Halldóri Ólafssyni að vera lögmaður norðan og vestan, útgefið á Öxarárþingi 30. júní 1619 af Gísla
lögmanni Hákonarsyni.
Vitnisburður, að Vigdís Jónsdóttir hafi unnið að því bókareið, að hún hafi af eingum manni líkamlega syndgazt, utan sínum bónda Ólafi Filippussyni.
Rafn Jónsson selur Þorsteini Jónssyni jarðirnar Efra-Núp í Núpsdal með tilgreindum ítökum og landamerkjum, Þverá, Njálstaði, Daðastaði og Barðastaði, en Þorsteinn gefur í móti tuttugu hundraða jörð i Húnavatnsþingi, tíu kúgildi og tíu hundruð í fullum aurum.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Haldórs Brandssonar um jarðirnar Lund í Þverárhlíð og Uppsali í Miðfirði.
Afrit af umboðsbréfi þar sem Christofer Heidemann felur Jóni Sigurðssyni, sýslumanni í Borgarfjarðarsýslu, að
rannsaka kæru Eyjólfs Jónssonar. Við Öxará 9. júlí 1685.
Jón biskup á Hólum fær „vorum kæra frænda“ síra Birni
Jónssyni til fullrar eignar jörðina fremra Núp í Núpsdal
með alkirkjuskyld og setr máldaga fyrir kirkjunni.
Afrit af fjórum vitnisburðum um Iðunnarstaðalandamerki og um Tunguskóg og sölu á Iðunnarstöðum.
Árbjartur Þorleifsson selur Guðmundi Gíslasyni átta hundruð í jörðinni Kjóastöðum í Biskupstungum.
Auglýsing hreppstjóra og innbyggjenda í Víðidalshrepp að Jón Þorláksson eigi svo litla skuldlausa fjármuni að hann sé ekki löglega skyldur til að taka ómagana Björn Magnússon og Stíg Arason, sem upp á hann eigi að setjast. Bréfið er sennilega uppkast.
Steinunn Jónsdóttir fær Magnúsi Björnssyni, syni sínum, 40 hundruð í Ljósavatni.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Brynjólfur Bjarnason byggir Guðmundi Jónssyni eignarjörð sína Kaldrananes í Strandasýslu með nánar til teknum skilmálum frá fardögum 1787, og framvegis, meðan þeim um semur.
Gunnlaugur prestur Arngrímsson selur síra Birni Jónssyni tíu hundruð í jörðunni Forsæludal í Vatnsdal fyrir tiu hundruð i lausafé.
Ragnhildur Einarsdóttir selur séra Bjarna Jónssyni, dótturmanni sínum, jörðina Skálanes í Dvergasteinskirkjusókn. Á Hallormsstöðum í Skógum, 11. maí 1637. Útdráttur.
Tylftardómur útnefndur af Ögmundi biksupi í Skálholti og Erlendi Þorvarðssyni
lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ágreining milli Hannesar Eggertssonar
og Týls Péturssonar um hirðstjórn yfir landinu og dæma þeir hirðstjórabréf það,
er Hannes hafði af konungi haft, myndugt.
Vitnisburðarbréf, að Finnbogi lögmaðr Jónsson lýsti sig lögarfa eptir Guðríði Finnbogadóttur, dóttur sína.
Vitnisburður Egils Grímssonar um viðureign Jóns Sigmundssonar og hans manna af einni hálfu en þeirra Filippussona
af annarri, í kirkjugarðinum í Víðidalstungu árið 1483.
Jón Eiríksson og kona hans Þórdís Eiríksdóttir selja Hákoni Árnasyni jörðina Sperðil í Ytri-Landeyjum. Á Krossi í Eystri-Landeyjum 10. maí 1594. Útdráttur.
Dómur um ákæru á milli Guðmundar Illugasonar, í umboði séra Jóns og Jóns yngra Þórðarsona, og bræðranna Árna, Péturs, Bjarna og Þorsteins Magnússona sem snerist um kaup og próventugjörninga sem Þórður heitinn Pétursson, faðir séra Jóns og Jóns yngra, og hans kona Gunnvör Jónsdóttir höfðu gert við séra Sigurð Jónsson. Á Múla í Aðalreykjadal, 18 maí 1594.
Séra Oddur Jónsson vitnar um að samskipti hans við Vigfús Þorsteinsson í Ási hafi ætíð verið góð. Gert á Presthólum í Núpasveit 20. ágúst 1594.
Afrit af vitnisburðarbréfi um eignarrétt kirkjunnar í Snóksdal á eyðikotinu Þorgeirsstaðahlíð. Hvalgrafir á Skarðsströnd, 13. desember 1599.
Afrit af skiptabréfi erfingja Magnúsar Jónssonar.
Magnús Indriðason selur Páli Jónssyni 16 hundruð í jörðinni Kálfanesi.
Þrír menn votta að Björn Sæmundsson seldi Oddi Snorrasyni jörðina Gautsstaði á Svalbarðsströnd, en Oddur leggur í móti jarðirnar Miðvík í Höfðahverfi og Nes í Hnjóskaldal og segir til ítaka.
Einar Nikulásson selur Birni Benediktssyni jörðina Brekku í Núpasveit. Andvirðið skal Björn greiða Solveigu Þorsteinsdóttur í próventuskuld sem Einar og bróðir hans Þorsteinn voru skyldugir vegna bróður þeirra Hallgríms heitins. Á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði 6. ágúst 1601; bréfið skrifað á Munkaþverá 20. desember sama ár.
Kolbeinn Oddsson lofar að selja herra Oddi Einarssyni fyrstum jörðina hálfa Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Bustarfelli í Vopnafirði, 28. júlí 1595.
Úrskurður konungs og ríkisráðs, að arfur eftir Þorleif
Grímsson skiptist í tvennt, og falli annar helmingr til
barna hans með fyrri konu, en hinn til barna með síð-
ari konu.
Björn jungkæri Þorleifsson gefur og aptur leggur Andrési bónda Guðmundssyni og sonum hans, Guðmundi, Ara og Bjarna, garðinn Saurbæ á Rauðasandi með þeim jörðum, er þar fylgja, Núp í Dýrafirði, Hest í Önundarfirði og aðrar fleiri jarðir, er átt hafði Guðmundur Arason og Helga Þorleifsdóttir, en Andrés gefr og uppleggr í mót Reykhóla og aðrar fleiri jarðir.
Jón prestur Jónsson leigir Guðmundi Þorkelssyni jörðina Syðri-Vík (Guðlaugsvík) við Hrútafjörð, með skilmálum.
Kaupmáli vegna brúpkaups Koðráns Ólafssonar og Guðnýjar Brandsdóttur í Holti í Fljótum.
Vottar að kaupmálanum voru Jón Arason biskup, séra Þorsteinn Jónsson, séra Þormóður Snorrason, séra Jón Brandsson, séra Grímur Jónsson, Þorsteinn Guðmundsson og Thómas Brandsson.
Pétr bóndi Loptsson selr Birni bónda Þorleifssyni jörðina
Heydal og hálfa Skálavík í Mjóafirði fyrir hálfar Akreyjar
í Skarðs kirkjusókn, með fleira fororði , er bréfið hermir.
Dómur sex manna, út nefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni
kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um kæru
Guðrúnar Björnsdóttur til Fúsa Brúmannssonar um hvaltöku og uppskurð fyrir Selvogum.
Björn Benediktsson selur Þorsteini Bjarnasyni aftur það veð er Björn átti á jörðinni Steindyrum í Höfðahverfi. Á Munkaþverá, 29. febrúar 1604; bréfið skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 17. apríl 1604.
Vitnisburður um vígslýsing Jóns Jónssonar, að hann hefði ófyrirsynju í hel slegið Orm heitinn Sigurðsson.
Vottorð Jóns Eyjólfssonar yngra um dýrleika jarðarinnar Hólmakots og að Sigríður kona hans hafi erft jörðina eftir föður sinn, séra Jón Ólafsson árið 1694.
Afrit af jarðakaupabréfi þar sem Ólafur Jónsson Klow, í umboði Henriks Bielke, selur Eyjólfi Jónssyni nokkrar jarðir í Borgarfjarðarsýslu, dags. 21. júlí 1675.
Kaupbréf þeirra síra Bjarnar Jónssonar og Bergþórs bónda
Grímssonar um jarðirnar Sámsstaði í Hvítársiðu, Leikskála
i Haukadal, Syðrivelli og Bakka í Miðfirði og Syðstahvamm
á Vatnsnesi.
Virðing á peningi frá Hvoli, gerð að bæn Helgu Þorláksdóttur vegna Erlendar Jónssonar sonar hennar af þremur prestum og þremur leikmönnum um þá muni sem ganga áttu til Björns Jónssonar Staðarfellskirkjuhaldara upp í reikning kirkjunnar. Gert á
alþingi 7. júlí 1691 og afskrift staðfest af 2 mönnum á Þingvelli 8. júlí sama ár.
Afrit af kaupmála milli Ásbjarnar Guðmundssonar og Orms Vigfússonar, sem gefur Ásbirni dóttur sína Guðrúnu. Eyjar í Kjós, 2. júní 1649.
Skrá um eignir Vatnsfjarðarkirkju. er síra Pantaleon Ólafsson afhenti Árna Gíslasyni.
Page 28 of 149