Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1161 documents in progress, 1335 done, 40 left)
Þorgautur Ólafsson selur Sæmundi Árnasyni 33 hundruð í jörðinni Álftadal í Sæbólskirkjusókn og fær í staðinn Tungu í Valþjófsdal, aðra jörð sem Sæmundur útvegar síðar og lausafé. Marsibil Jónsdóttir, kona Þorgauts, samþykkti þennan kaupskap. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. apríl 1601; bréfið skrifað 12. maí sama ár.
Þorgautur Ólafsson lofar að Sæmundur Árnason skyldi fyrstur eiga kost á að kaupa þær tvær jarðir sem Sæmundur hafði lofað Þorgauti fyrir 24 hundruð í Álfadal. Á Sæbóli á Ingjaldssandi, 27. maí 1601; skrifað á Eyri í Skutulsfirði 12. maí sama ár.
Gísli Björnsson selur Gísla Árnasyni tíu hundraða part með fjórum kúgildum er hann átti að gjalda séra Árna Gíslasyni. Á sama tíma fær séra Árni Gísla Árnasyni tíu hundruð í Hallgerðsey með fjórum kúgildum. Gísli Björnsson gefur séra Árna kvittan um alla peninga sem Árni hafði lofað að gjalda fyrir Gunnarsholt. Á Holti undir Eyjafjöllum, 8. desember 1602.
Nikulás Jónsson selr síra Sigurði Jónssyni jörðina Haga í
Reykjadal fyrir lausafé og fæðslu konu hans og barna til næstu
fardaga, og skal Nikulás þjóna hjá síra Sigurði næsta ár
Þorsteinn Bjarnason selur Birni Benediktssyni hálfa jörðina Svínárnes í Höfðahverfi en fær í staðinn jörðina Steindyr í Höfðahverfi. Á Munkþverá, 7. maí 1601; bréfið skrifað á Stóra-Hamri degi síðar.
Séra Snæbjörn Torfason selur Sæmundi Árnasyni jörðina Dvergastein í Álftafirði en fær í staðinn hálft Laugaból í Ísafirði, 17. júní 1601. Bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 10. júlí sama ár.
Alþíngisdómur sex manna (Jón Fúsason vc. ), útnefndur af lögmönnum báðum, Þórði Guðmundssyni og Jóni Jónssyni, til að dæma um hver eigandi skyldi vera að Harastöðum í Vesturhópi. Dæma þeir Jóni Einarssyni heimilt að halda jörðina þartil hún verði með lögum af honum sótt, en þier Skúlasynir, Þorbjörn og Jón höfðu ekki komið til alþíngis með skilríki sín, eptir Engihlíðar-dómi. Dómurinn fór fram á almennilegu Auxarárþíngi miðvikudaginn næstan eptir
Pétursmessu og Páls, en dómsbréfið skrifað á Melum í Melasveit XV Julii ár MDLXXIII.
Ísleifur Þorbergsson yngri selur Jóni Björnssyni Mýrarkot á Tjörnesi í Húsavíkursókn lausafé.
Skiptabréf eftir Þorleif Grímsson.
Afrit af fjórum vitnisburðum um Iðunnarstaðalandamerki og um Tunguskóg og sölu á Iðunnarstöðum.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Oddur Marteinsson selur Magnúsi Guðmundarsyni hálft land á Harastöðum í Vesturhópi með tilgreindum landamerkjum.
Samningur Orms Snorrasonar og Sigríðar Torfadóttur þar sem hún gefur Ormi fullt umboð til að kæra eftir móðurarfi hennar og öðrum hennar peningum, hvar sem hittast kynni og við hverja sem væri að skipta.
Þorleifur lögmaðr Pálsson staðfestir dóm Orms Guðmundssonar um löggjafir Ara Andréssonar og Þórdísar Gísladóttur
til Orms.
Bréf að síra Hallvarðr Bjarnason hafi geflð Marteini Þorvarðssyni og Sigríði konu hans hálfa jörðina Villinganes í
Goðdalakirkjusókn.
Gísli Björnsson og kona hans Þórunn Hannesdóttir leggja Hannesi Björnssyni aftur garðinn Snóksdal sem Hannes hafði gefið Þórunni dóttur sinni til réttra arfaskipta; einnig fengu þau honum Hamraenda og Skörð í Sauðafellskirkjusókn. Á móti fékk Hannes þeim Hrafnabjörg, Hamar, Fremri-Vífilsdal og Gunnarsstaði í Snóksdalskirkjusókn, auk Krossness á Ströndum.
Dómr sex presta, útnefndr at Jóni biskupi á Hólum, um ákæru síra Ólafs GuSmundssonar til síra Björns Jónssonar, að
síra Björn héldi fyrir sér jörðunni hálfum Reykjum í Miðfirði.
Guðmundur Bjarnason gefur og greiðir Ara Magnússyni selhúsastöðu í Tungudal í Króksfirði.
Þorsteinn Torfason selr Eiríki bróður sínum til sóknar alla
peninga, sem hann fékk í sinn part eptir Ingibjörgu systur sína,
hver sem þá heldr eða hefir haldið án hans leyfis.
Örnólfur Ólafsson og kona hans Margrét Torfadóttir selja Ara Magnússyni sex hundraða part í jörðinni Kirkjubóli í Dýrafirði.
Dómur sex manna, út nefndr af Ólafi bónda Guðmundssyni
kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um kæru
Guðrúnar Björnsdóttur til Fúsa Brúmannssonar um hvaltöku og uppskurð fyrir Selvogum.
Gunnlaugur Ormsson lofar Daða Árnasyni að selja honum jörðina Ytra-Villingadal svo fremi sem Pétur Gunnarsson leysi ekki kotið til sín fyrir sama verð næstkomandi vor. Með fylgir vitnisburður sex granna Daða um að Daði hafi lýst fyrir þeim kaupgjörningi þeirra Gunnlaugs, sem átt hafi sér stað 6. mars 1600, og lesið upp bréf Gunnlaugs fyrir þá að Æsustöðum í Eyjafirði, 25. maí 1600.
Skipti eftir Þorleif Grímsson.
Tylftardómur útnefndur af Ögmundi biksupi í Skálholti og Erlendi Þorvarðssyni
lögmanni sunnan og austan á Íslandi um ágreining milli Hannesar Eggertssonar
og Týls Péturssonar um hirðstjórn yfir landinu og dæma þeir hirðstjórabréf það,
er Hannes hafði af konungi haft, myndugt.
Guðlaug Árnadóttir gefur dóttursyni sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Teigargerði í Reyðarfirði. Að Eyvindará, 16. júlí 1600.
Kolbeinn Jónsson lofar Jóni Þorlákssyni að hann skyldi aldrei áklaga né ásókn gefa Jóni um það sem hann þóttist eiga að honum, og gefur hann Jón kvittan. Á Akureyri í Eyjafirði, 10. ágúst 1600.
Ögmundr biskup i Skálholti fær Fúsa bónda Brunmannssyni
og Ólöfu Björnsdóttur konu hans til eignar jarðirnar Kirkjuból
í Dýrafirði, Dynjandi, Borg, Skjaldfönn og Rauðstaði í
Arnarfirði fyrir 24 hundruð í Valþjófsdal og 20 hundruð í
Hjarðardal í önundarfirði, svo og hálfa Alviðru i Dýrafirði,
og það, sem jarðir þær, er biskup fær, eru ódýrari, gefr
hann kvitt sökum þess, að þau hjón Fúsi og Ólöf hafi jafnan
verið sér og dómkirkjunni til styrks og hjálpar, gagns
og góða, og lofi svo að vera framvegis.
Vidisse af Kalmanstugudómi sem er dómur sex klerka og sex leikmanna, útnefndur af Ögmundi biskupi í Skálholti,
um spjöll á kirkjunni í Kalmanstungu, skort og fordjörfun á bókum hennar og skrúða
og um reikningsskap kirkjunnar fornan og nýjan.
Frumritið er í Bisk. Skalh. Fasc. VIII,16.
Ari Magnússon fær hjónunum Guðrúnu Jónsdóttur og Bjarna Jónssyni jörðina Efstaból í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa jörðina Kamb í Króksfirði. Að Ögri í Ísafirði, 2. desember 1600.
Jón Magnússon eldri lýsir lögmála á jörðunum Haukabergi og Litlu-Hlíð á Barðaströnd.
Bjarni Vigfússon fær Ögmundi biskupi í Skálholti til fullrar
eignar alla jörðina Hamar í Borgarhrepp og lofar að
Selja biskupi fyrstum aðrar jarðir sínar og týi, en Bjarni
skal í mót kvittr um sakferli sín og fornan reikningskap
Borgarkirkju, er honum bar til að svara; er síra Freysteinn
Grímsson við kaupið fyrir hönd biskups.
Sáttargerð Magnúsar biskups í Skálholti og Einars Björnssonar, bæði um víg Bjarna Þórarinssonar vegna Einars sjálfs og svo vegna Þorleifs bróður hans.
Kaupmálabréf Björns Þorvaldssonar og Herdísar Gísladóttur.
Dómur um það mál sem sira Björn Thómasson beiddist dóms á, hvort hann mætti halda níu kúgildum, sem Þorsteinn bóndi
Guðmundsson hefði goldið sér í þá peninga sem hann gaf Ólöfu dóttur sinni til giftingar, en þeir Björnsynir, Jón og Magnús töldu kúgildin fé Þórunnar Jónsdóttur en ekki Þorsteins og eru dómsmenn því samþykkir og dæma þeim kúgildin.
Ungt, ónákvæmt afrit af bréfi Gauta Ívarssonar erkibiskups í Niðarósi til manna í Hólabiskupsdæmi, að allir þeir er vörslur hafi á hálfkirkjum séu skyldir að gera biskupi reikningsskap af þeim, en Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup hafði kært málið fyrir erkibiskupi.
Bréf Þórðar Auðunarsonar og tveggja annara manna, um
lögmannskaup það, er Björn Þorleifsson hirðstjóri galt
Brandi lögmanni Jónssyni.
Dómur sex manna (Sigurður Þormóðsson vc.), útnefndra af Heinrek Gerkens Hannessyni, sýslum. í Húnavatns þíngi, um þrætu útúr Harastöðum eptir Þorbjörn Gunnarsson, milli Jóns Einarssonar og Þorbjarnar Skúlasonar; dæma þeir Jón Einarsson skilgetinn sonarson Þorbjarnar Gunnarssonar og Harastaði hans eign, meðan hún er ekki með lögum af honum sókt, en skjóta málinu til Öxarár þíngs og skyldu Þorbjörn og Jón bróðir hans, Skúlasyni, að koma þángað með skilríki sín. Dómurinn stóð í Eingihlíð í Lángadal, á þíngstað réttum, fimmtudaginn næsta fyrir Ceciliu messu ár MDLXX og II en bréfið skrifað á
Þíngeyrum viku síðar.
Þóra Jónsdóttir selur föður sínum, Jóni Björnssyni, jörðina Hrafnagil í Laxárdal. Á Felli í Kollafirði, 23. júlí 1601; bréfið skrifað degi síðar.
Vitnisburðr, að Björn Guðnason hafi svarið þann eið á Alþingi 30. Júní fyrir Finnboga lögmanni, að Björn hafi þá eigi vitað annað sannara, er hann lýsti sig lögarfa eptir Solveigu Björnsdóttur, en að hann væri hennar lögarfi.
Vitnisburður um atför Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara
í Grenivík á heimili Magnúsar Þorkelssonar, er þeir brutu
þar bæjarhús og særðu Kristinu Eyjólfsdóttur, konu Magnúsar,
svo að hún var blóðug.
Vitnisburður Styrkárs prests Hallsonar, að hann hafi skipt viðum á Gnýstöðum milli Þingeyrarklausturs og Ásgeirsárkirkju
og hafi klaustrinu þá ekki verið eignaður nema hálfur viðteki á Gnýstöðum. Tungu í Víðudal laugardaginn fyrir hvítasunnu ár MDLXXXIII.
Dómur á Gaulverjabæ í Flóa um ákæru vegna Grímslækjar í Hjallakirkjusókn.
Transskript á dómsbréfi um kærur Hannesar Eggertssonar til Ögmundar biskups í Skálholti að biskup héldi fyrir sér og Guðrúnu Björnsdóttur konu sinni fjórum jörðum, Vatnsfirði, Aðalvík, Hvammi og Ásgarði og dæma þeir meðal annars Vatnsfjörð fullkomna eign Skálholtskirkju.
Frumbréfið er Bisk. Skalh. Fasc. XIV, 4 en transskr í Skalh. fasc XIV, 5 og 8 auk AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27.
Fullnaðarfærslur á nöfnum sem tengjast bréfinu, önnur en transskiptavotta, er að finna í færslunni við AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII, 27.
Reikningur Djúpadalskirkju i Eyjafirði.
Skiptabréf eftir Gissur Þorláksson.
Afrit af tylftardómi klerka útnefndum af Gottskálk biskupi á Hólum um hjónaband Ingilbrikts Jónssonar og Höllu Vilhjálmsdóttur, dags. 12. maí 1517.
Auglýsing hreppstjóra og innbyggjenda í Víðidalshrepp að Jón Þorláksson eigi svo litla skuldlausa fjármuni að hann sé ekki löglega skyldur til að taka ómagana Björn Magnússon og Stíg Arason, sem upp á hann eigi að setjast. Bréfið er sennilega uppkast.
Kaupbréf þeirra Kolbeins Oddasonar og Snorra Arnasonar
um jarðirnar Syðrivík og Skjallteinsstaði i Vopnafirði og
Hallgeirsstaði og Fremribrekkur á Langanesi.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir selja Ólafi Jónssyni jarðirnar Hornstaði í Laxárdal og Steinadal í Kollafirði.
Jarðaskipti með þeim hjónum Eiriki Snjólfssyni og Þuríði Þorleifsdóttur og Halldóru, dóttur þeirra.
Page 4 of 149