Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1351 documents in progress, 2039 done, 40 left)
Jón Þorbjarnarson selur Böðvari súbdjákn Ögmundarsyni jörðina Hallfríðarstaði í Hörgárdal með tilteknum ítökum og landamerkjum fyrir lausafé (Íslenzkt fornbréfasafn III:503).
Próventusamningur Loðins Skeggjasonar og frú Ingibjargar abbadísar á Reynistað, þar sem Loðinn leggur á borð með sér, meðal annars, jörðina Heiði í Gönguskörðum (DI III:496). Afskrift frá 1609 af skjali frá 1394. Önnur afskrift er í AM Ap. 5670 og eftir henni er bréfið prentað í Fornbréfasafninu.
parchment
Þorvaldr vasi Ögmundarson selr Haldóri presti Loptssyni alla hálfa jörðina í Kritsnesi í Eyjafirði með tilgreindum ítökum og hálfkirkju skyld.
parchment
Björn Brynjólfsson gerir jafnaðarskipti milli barna sinna Ólafs, Sigríðar og Málfríðar. Fylgiseðill með bréfinu er nr. ad V3 er prentaður í IO, nr. 88.
parchment
Sölvi prestur Brandsson fær Brandi syni sínum alla jörðina Svertingsstaði með hálfum Steinstöðum í fjórðungsgjöf og aðrar löggjafir og lýsir því að hann hafi fengið Brandi jörðina Reyki í Hrútafirði upp í fjóra tugi hundraða.
Falsbréf ritað á uppskafning. Texti þess snýst um landamerki á milli Núps (Gnúps) og Alviðru og Gerðhamra í Dýrafirði.
Loftur Tjörvason og Þóra Nikulásdóttir kona hans selja Birni Einarssyni jörðina Fót í Seyðisfirði og handleggja aleigu sína í hans vernd og umboð.
Séra Guðmundur Jónsson selur í umboði séra Steinmóðar Þorsteinssonar Hákoni bónda í Hvammi í Eyjafirði jörðina Varðgjá.
Þórður prestur Þórðarson selur Birni bónda Brynjólfssyni jarðirnar Illugastaði og Hrafnagil fyrir jörðina Sneis í Laxárdal. Afrit af bréfi frá 6. mars 1390.
Ormur Snorrason selur Ólafi Skeggjasyni allt land á Syðri-Völlum í Miðfirði fyrir lausafé.
Jón biskup skalli gefur vegna Hóla og Hvammskirkju með samþykki og ráði séra Einars officialis [Hafliðasonar] Birni bónda Brynjólfssyni kvittan um tilkall hans til reka undir Björgum, enda sór Björn að hann hefði eigi hafið tilkallið til þess að draga eignir undan heilagri kirkju.
Örnólfur bóndi Jónsson kvittar Guttorm son sinn fyrir andvirði hálfs Staðarfells, er hann hafði selt honum 1383 og fyrir hálfa selveiði fyrir Hellu.
Árni Gunnlaugsson selur Hauki Finnssyni jörðina Skáney í Reykjadal fyrir jörðina undir Hömrum í Reykjadal og lausafé.
Örnólfr bóndi Jónsson selr með samþykki Herdísar konu sinnar Guttormi syni sínum hálfa jörðina Staðarfell á Meðalfellsströnd með öllum gögnum og gæðum.
Dómur sex presta útnefndir af séra Marteini Þjóðólfssyni um skuldaskipti séra Þorsteins Jónssonar á Grenjaðarstað og séra Bjarna Þorgrímssonar.
Tveir menn transskríbera úrskurð um landamerki Hvamms og Móbergs frá 24. júlí 1379 (Íslenzkt fornbréfasafn III:671). Úrskurður Einars prests Hafliðasonar um landamerki milli Hvamms og Móbergs í Langadal í Húnavatnssýslu (Íslenzkt fornbréfasafn III:339). Skilgreint sem falsbréf í IO en ekki í DI.
Þrjú bréf í einu skjali. Prentuð í DI á fjórum stöðum. Transskriptabréfið sjálft: Ásgrímr prestr Guðbjartsson og tveir menn aðrir transskríbera þrjú jarðakaupabréf Möðruvallaklaustrs (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.328). a) Arngeir prestr Jónsson selr Auðuni ráðsmanni á Möðruvöllum fyrir hönd klaustrsins Torfuvík og jörðina á Gunnarstöðum fyrir lausafé, en með því skilyrði að hann eigi forkaupsrétt að hvorutveggja ef klaustrið láti aptr falt. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.275) b) Arngeir prestr Jónsson selr klaustrinu á Möðruvöllum jörðina Áland í Þistilfirði fyrir lausafé. (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.278). c) Arnór prestr Jónsson selr með samþykki klaustrsins á Möðruvöllum séra Arngeiri Jónssyni jörðina Áland í þistilfirði, er hann áðr hafði selt klaustrinu, en klaustrið skilr nú rekana frá (Íslenzkt fornbréfasafn III:nr.299).
Þorsteinn lögmaður Eyjólfsson gefur Katli Grímssyni kvittan um ólöglega meðferð á peningum þeim, sem Ketill hafði gefið í vald og vernd Þorsteins, en Ketill handleggur honum allan reka á Rúteyjarströnd milli Hvalár og Dögurðardalsár.
Kári prestur Bergþórsson selur Bjarna Þorsteinssyni jörðina Hnútstaði í Aðaldal fyrir lausafé.
Samningur Jóns biskups skalla og Dálks bónda Einarssonar um landamerki milli Miklabæjar í Blönduhlíð og Reykja í Tungusveit og um veiði í Jökulsá.
Þórarinn Skálholtsbiskup staðfestir úrskurð séra Snorra kyngis officialis (um ærgjald úr Æðey til Vatnsfjarðarkirkju), sem og máldaga kirkjunnar.
Skeggi Oddsson handleggur Þorsteini bónda Eyjólfssyni jörðina Reppisá í Kræklingahlíð með gögnum og gæðum til æfinlegrar eignar upp í skuld til Þorsteins.
Bróðir Jón Sigurðsson Skálholtsbiskup vígir kirkju í Alviðru í Dýrafirði helgaða Guði, Maríu guðsmóður, heilögum Ólafi og blessuðum Benedikt. Einnig máldagi kirkjunnar.