Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Friðrik þriðji Danakonungur staðfestir jarðaskiptabréf Henriks Bjelke þar sem Bjelke fær Sigurði Magnússyni jörðina Geirastaði við Mývatn, sem var eign Hóladómkirkju, og fær í staðinn Mélbrigðastaði í Knappsstaðakirkjusókn. Jarðabréfið var gert á Bessastöðum 28. júní 1651 en konungsbréfið er gefið út í Kaupmannahöfn 30. apríl 1652.
Þorsteinn Þorleifsson lýsir því yfir á alþingi að hann hafi keypt jörðina Neðri-Kot í Norðurárdal í Skagafirði og fengið í staðinn Tjarnir í Eyjafirði. Við Öxará, 6. júlí 1689. Neðan við auglýsinguna er ritað að bréfið hafi verið upp lesið í lögréttu 8. júlí sama ár.
Þórólfur Jónsson og kona hans Katla Jónsdóttir (Sturlusonar) selja Bjarna Einarssyni í umboði Brynjólfs Sveinssonar biskups tvö hundruð í jörðinni Hólum í Norðfirði. Að Helgustöðum í Reyðarfirði, 19. ágúst 1673. Útdráttur.
Jón Sturluson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi átta hundruð í jörðinni Hólum í Norðfirði fyrir lausafé. Að Hólum í Norðfirði, 17. ágúst 1673. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Pétri Bjarnasyni yngra hálfa jörðina Bustarfell í Vopnafirði og fær í staðinn alla jörðina Innri-Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði og lausafé. Að Torfastöðum í Vopnafirði, 3. september 1673. Transskriftarbréfið skrifað 30. október 1674.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Þorsteini Jónssyni átta hundruð í Barðsnesi í Norðfirði og fjögur hundruð í Eiðum í Útmannasveit og fær í staðinn alla jörðina Dali í Mjóafirði. Að Eiðum, 30. ágúst 1672. Útdráttur.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi hálfa jörðina Áslaugarstaði í Selárdal í Vopnafirði fyrir lausafé og loforð um að biskup taki son Ólafs í skóla. Að Saurbæ á Ströndum í Múlaþingi, 8. ágúst 1672. Samþykki Guðrúnar Jónsdóttur, konu Ólafs, fyrir þessum kaupum var ritað á Langanesi sama dag. Transskriftarbréfið var án staðar og dagsetningar en var líklega ritað um haustið 1672. Útdráttur.
Samantekt Árna Magnússonar um sölu Þormóðs Torfasonar á jörðinni Dalsmynni í Norðurárdal til séra Þorkels Arngrímssonar, sem fram fór í Görðum á Álftanesi árið 1671.
Pétur Bjarnason eldri selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jörðin Gröf í Vopnafirði. Á Ásbrandsstöðum, 6. ágúst 1669. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 25. október sama ár.
Ingibjörg Einarsdóttir selur Jóni Vigfússyni eldra Gíslholt í Holtamannahrepp. Að Einarshöfn á Eyrarbakka, 27. september 1667.
Jón Árnason selur Gísla Eiríkssyni part í Hrafnabjörgum í Hörðudal og fær í staðinn jörðina alla Laugarvatn í Grímsnesi. Við Öxará, 3. júlí 1667.
Ingibjörg Einarsdóttir selur Jóni Vigfússyni eldra Gíslholt í Holtamannahrepp. Að Einarshöfn á Eyrarbakka, 27. september 1667. Útdráttur.
Úr transskriftarbréfi um sölu á Áslaugarstöðum í Selárdal.
Vitnisburður Jóns Arngrímssonar um land Sæbóls á Ingjaldssandi. Á Álfadal á Ingjaldssandi, 22. febrúar 1666.
Pétur Þórðarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi móskurð í Innra-Hólmslandi á Akranesi. Að Brekku á Hvalfjarðarströnd, 11. maí 1665.
Kaupbréf milli Brynjólfs Sveinssonar biskups og séra Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ um 14 hundruð í Selvogum eða 12 hundruð í Hrafnabjörgum fyrir 15 hundruð í Ingjaldsstöðum í Bárðardal. Að Gaulverjabæ í Flóa, 17. júlí 1663.
Magnús Jónsson sýslumaður meðkennir að Skarfasker hafi fylgt með í sölu hans á Sviðnum til Björns Bjarnasonar. Að Miðhlíð á Barðaströnd, 24. mars 1663.
Jón Jónsson í Nesi á Selvogi gefur sýslumanninum Torfa Erlendssyni sína löggjöf í jörðinni Hildisey í Austur-Landeyjum. Skrifað að Þorkelsgerði í Selvogi 8. júlí 1663.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Guðmundi Ketilssyni og konu hans Önnu Skúladóttur jörðina alla Svínabakka í Vopnafirði og fær í staðinn Ljósaland í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 20. ágúst 1663. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 15. nóvember sama ár. Útdráttur.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi átta hundruð í Vakurstöðum og alla jörðina Hróaldsstaði, báðar í Vopnafirði, og fær í staðinn Fagranes á Langanesi. Á Meðalnesi í Fellum, 28. janúar 1662. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 22. ágúst sama ár.
Útdrættir tveggja bréfa um kaup Brynjólfs Sveinssonar biskup á Sunnudal í Vopnafirði.
Sólrún Sigurðardóttir selur Ólafi Sigurðssyni fjögur og hálft hundrað í Hróaldsstöðum í Vopnafirði og gefur honum eitt og hálft hundrað í sömu jörð. Á Krossi í Mjóafirði, 4. júlí 1661. Transskriftarbréfið er gert í Skálholti 15. nóvember 1663. Útdráttur.
Gísli Sigurðsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jarðirnar Skálanes nyðra og Gröf, báðar í Vopnafirði, og fær jörð jafndýra í Borgarfirði. Í Skálholti, 11. febrúar 1660.
Séra Pétur Rafnsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi tvö og hálft hundrað í Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Að Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 23. maí 1659.
Pétur Þórðarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi hálfa jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík.
Gísli Þórðarson selur Jóni Brynjólfssyni tólf hundruð í Hvammi í Kjós og fær í staðinn hálfan Bjargshól í Miðfirði. Í Neðri-Vífilsdal, 18. janúar 1658. Útdráttur.
Eiríkur og Hallur Einarssyni samþykkja gjörning sem Brynjólfur Sveinsson biskup og Bergur Einarsson, bróðir þeirra, gerðu um Eyrarteig og Strandhöfn í Vopnafirði. Í Valþjófsstað, 29. maí 1658. Transskriftarbréfið skrifað í Skálholti 11. apríl 1659. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson fær Brandi og Birni Árnasonum Birnufell í Fellum og Skálanes í Seyðisfirði en fær í staðinn Strandhöfn í Vopnafirði. Að Valþjófstöðum í Fljótsdal, 28. ágúst 1657. Útdráttur.
Hallur Björnsson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi sjö hundruð í Búastöðum í Vopnafirði og fær í staðinn hálfa Saurstaði í Jökulsárhlíð og þrjú hundruð í lausafé. Að Hofi í Vopnafirði, 16. ágúst 1657. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Ólöfu Sigurðardóttur jörðina alla Fossgerði í Eiðamannaþinghá og fær í staðinn fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði. Að Vindfelli í Vopnafirði, 11. ágúst 1657. Útdráttur.
Bjarni Oddsson fær syni sínum Pétri Bjarnasyni eldri jarðirnar Torfastaði og Teig, báðar í Vopnafirði, til réttra arfaskipta. Móðir Péturs og systkini samþykkja gjörninginn. Að Bustarfelli, 18. ágúst 1657.
Brynjólfur Sveinsson biskup kaupir sex og hálft hundrað í Rauðabergi í Hornafirði fyrir lausafé 1656. Útdráttur.
Um arfaskipti á milli bræðranna Árna lögmanns, séra Sigurðar og Eiríks Oddsona vegna þeirra systur Margrétar heitinnar Oddsdóttur. Í Öndverðarnesi, 4. júní 1656.
Björn Sæbjörnsson vitnar um að hafa fengið greiðslu frá Brynjólfi Sveinssyni biskupi vegna Fremri-Hlíðar í Vopnafirði og gefur hann biskup kvittan. Í Leiðarhöfn í Vopnafirði, 6. september 1656. Transskriftarbréfið gert í Skálholti 16. október sama ár.
Björn Sæbjarnarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jörðina Fremri-Hlíð í Vopnafirði. Að Leiðarhöfn í Eystra-Skálanesslandi, 4. janúar 1654. Transskriftarbréfið er ritað að Hofi í Vopnafirði, 16. apríl 1657.
Eiríkur Gíslason selur Markúsi Bjarnasyni hálfa jörðina Háholt í Eystrahrepp fyrir 25 hundruð í lausafé. Að Stokkseyri, 31. mars 1653. Útdráttur.
Þorlákur Skúlason meðkennir að hann hafi fengið Magnúsi Björnssyni lögmanni jörðina Hóla í Laxárdal í réttum jarðaskiptum. Á Hólum í Hjaltadal, 10. september 1652.
Arfaskiptabréf eftir Guðrúnu heitna Magnúsdóttur. Að Lambhaga í Skilmannahrepp, 26. október 1652.
Page 37 of 149