Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Birni Bjarnasyni jörðina Gilsárteig á Útmannasveit og fær í staðinn Böðvarsdal í Vopnafirði. Að Böðvarsdal, 20. ágúst 1651. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Ólafi Magnússyni og konu hans Sólrúnu Sigurðardóttur alla Hróaldsstaði í Selárdal og fær í staðinn Fell í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 17. ágúst 1651. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Bjarna Jónssyni jörðina Dvergastein í Seyðisfirði, Bárðarstaði í Loðmundarfirði og Sandvík í Norðfirði, með meiru, og fær í staðinn Fagranes á Langanesi, Bakka á Ströndum og Hróaldsstaði í Selárdal. Að Bustarfelli í Vopnafirði, 14. ágúst 1651.
Séra Þorleifur Jónsson gerir kaup við Brynjólf Sveinsson biskup um Neðra-Skarð og hálft Steinsholt fyrir 20 hundruð í Álftárósi og 10 hundruð í Skáney. Bréfið var skemmt þannig að ekki var ljóst hvor aðilinn keypti hvort jarðapar en Árni Magnússon taldi að Brynjólfur biskup hefði keypt Neðra-Skarð og hálft Steinsholt. Kaupin áttu sér stað 1651 eða fyrr. Útdráttur.
Þorgils Jónsson selur Jóni Illugasyni Víðilæk í Þverárhlíð og fær í staðinn hálfa Hrísa í Neshrepp. Á Lóni í Breiðavík, 28. október 1651. Útdráttur.
Eiríkur Jónsson selur Torfa Erlendssyni tíu hundruð í Barkarstöðum í Miðfirði. Á Stafnesi 5. júní 1651. Útdráttur.
[Ekkert apógraf með þessum númeri.]
Magnús Guðmundsson selur Einari Ólafssyni pláss á milli Stóra-Hofs og Minna-Hofs fyrir austan Bolalæk fyrir 20 ríkisdali. Að Syðra-Hofi á Rangárvöllum, 30. maí 1651.
Magnús Jónsson selur séra Gunnlaugi Snorrasyni jörðina Svarfhól í Geiradal og fær í staðinn Stöðlakot í Þykkvabæ og lausa aura. Að Reykhólum, 21. janúar 1651; bréfið skrifað að Haga á Barðaströnd 12. mars 1652.
Sveinn Árnason selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi sex hundruð í Kirnastöðum í Hvammsveit fyrir tólf hundruð í lausafé. Að Efra-Hrepp í Skorradal, 7. september 1649. Útdráttur.
Bjarni Eiríksson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi jörðina Sjávarhóla á Kjalarnesi.
Magnús Björnsson lögmaður og sex menn aðrir ákvarða landamerki sem skilja að jarðirnar Vatnshorn og Leikskála í Haukadal, en eigendur jarðanna, Bjarni Pétursson og Eggert Hannesson, deildu um landspláss á milli þeirra. Bréf sem Eggert Hannesson lagði fram sem dagsett var 28. maí 1438 dæmdi Magnús að væri falsbréf af ýmsum sökum og skar það í sundur.
Brynjólfur Sveinsson biskup gefur Sigurði Árnasyni jörðina Hvalnes í Lóni. Í Bjarnanesi, 19. september 1648. Útdráttur.
Daði Gíslason selur séra Þorláki Bjarnasyni jörðina Hrafnabjörg í Hörðudal og fær í staðinn Haga og Þorgeirshól í Staðarsveit, Ánastaði í Hraunhrepp og Kolviðarnes í Eyjahrepp. Á Helgafelli, 25. október 1648.
Daði Gíslason selur séra Þorláki Bjarnasyni jörðina Hrafnabjörg í Hörðudal og fær í staðinn Haga og Þorgeirshól í Staðarsveit, Ánastaði í Hraunhrepp og Kolviðarnes í Eyjahrepp. Á Helgafelli, 25. október 1648.
Magnús Bjarnason selur föður sínum Bjarna Sigurðssyni fimm hundruð í Syðri-Hömrum í Holtamannahrepp. Á Stokkseyri, 17. september 1647. Útdráttur.
Auðbjörg Einarsdóttir selur Sigurði Þorleifssyni jörðina Hrærekslæk í Kirkjubæjarþinghá. Á Egilsstöðum, 1. ágúst 1647. Fyrir neðan votta þrír menn að kaupbréfið hafi verið upplesið, endurnýjað og innsiglað á sama ári (1647).
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Einari Sigurðssyni Svanshól í Bjarnarfirði og hálfan Hamar á Selströnd og fær í staðinn 20 hundruð í Skarfanesi á Landi og annaðhvort tíu hundraða jarðarpart eða 80 ríkisdali. Að Stað í Steingrímsfirði, 10. ágúst 1647. Útdráttur.
Kaupmáli og hjónavígsla Þórðar Erlendssonar og Ingibjargar Eiríksdóttur. Í Djúpadal í Skagafirði, 6. september og 18. október 1646.
Vitnisburður Arnbjargar Kolbeinsdóttur m landamerki Baldursheima við Mývatn. Á Skútustöðum við Mývatn, 14. nóvember 1646.
Vitnisburður Þorsteins Vigfússonar um landamerki Baldursheima við Mývatn. Á Skútustöðum við Mývatn, 22. febrúar 1646.
Jón Eggertsson eldri selur Guðmundi Hákonarsyni Sandgerði á Miðnesi og fær í staðinn jörðina Skarð í Haukadal og hálfa Núpsdalstungu í Miðfirði. Að Þingeyrum í Vatnsdal, 30. júlí 1646.
Séra Sigurður Bjarnason selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði. Að Hestgerði í Hornafirði, 17. júlí 1646. Útdráttur.
Bjarni Oddson sýslumaður selur séra Sigurði Bjarnasyni fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði fyrir fimm hundruð í Viðborði í Hornafirði. Hestgerði í Hornafirði, 16. júlí 1646. Útdráttur.
Eiríkur Árnason selur séra Bjarna Jónssyni fjögur hundruð í Fremri-Kleif í Eydalastaðarkirkjusókn. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 21. janúar 1645. Útdráttur.
Gjörningur og sáttmáli á milli Brynjólfs Sveinssonar og séra Sigurðar Árnasonar um þá fastaeign sem Jón Jónsson eldri hafði gefið biskupinum til framfæris með sér. Á Skorrastað, 13. ágúst 1645.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Gunnlaugi Sölvasyni jörðina alla Ytri-Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði. Á Möðrudal á Fjalli, 29. júlí 1645.
Próventugjöf Jóns Jónssonar til Brynjólfs biskups Sveinssonar.
Brynjólfur Sveinsson selur séra Jóni Jónssyni 15 hundruð í Engihlíð í Langadal en fær í staðin tíu hundruð í Höskuldsstöðum í Laxárdal og annan fimm hundraða jarðarpart. Á Þingvöllum, 1. júlí 1645.
Sigurður Hákonarson selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi skipstöðu á jörðinni Strönd í Selvogi fyrir fimm hundruð.
Arfskipti eftir Eggert Hannesson gefur og afhendir syni sínum Jóni Eggertssyni eldra jörðina Sandgerði í sinn móður- og föðurarf. Jón samþykkir gjörninginn. Á Hofstöðum í Miklaholtshrepp, 18. júní 1644.
Árni Magnússon skrifar upp nöfn þessara persóna sem voru til samans á Leirá 2. febrúar 1644: Hústrú Helga Jónsdóttir, sonur hennar Árni Oddsson lögmaður, sr. Jón Jónsson prófastur og Páll Gíslason. Bréfið sagði Árni Magnússon annars vera marklaust.
Kaupgjörningur á milli annars vegar Eiríks Oddsonar, bróður hans Árna lögmanns og eiginkonu Eiríks, Þorbjargar Bjarnadóttur og hins vegar Brynjólfs Sveinssonar biskups. Brynjólfur fær í þessum viðskiptum jarðirnar Berufjörð, Skála, Torfastaði, Nýpssand, Vakurstaði, Hlíð, Áslaugarstaði, Breiðamýri og Brekkur en Eiríkur, Árni og Þorbjörg fá Sleggjulæk, Mávalæk, Írafell, Grafarkot, Vatnshorn, Sólheima, Hamraenda, Reyni og Galtarvík innri. Við Öxará, aðfaranótt 1. júlí 1644.
Brynjólfur biskup Sveinsson ánafnar séra Jósef Loftssyni jörðina Gröf í Lundarreykjadal, hálfa Hafþórsstaði í Norðurárdal og Tunguengi í Norðurárdal og fær í staðinn jörðina Skáney í Reykholtsreykjadal. Í Skálholti, 18. janúar 1644.
Daði Daðason selur Birni Pálssyni jörðina Æsustaði í Eyjafirði og fær í staðinn jörðina Gröf á Höfðaströnd. Að Grund í Eyjafirði, 14. mars 1643.
Björn Pálsson og kona hans Elín Pálsdóttir selja Bjarna Sigurðssyni 25 hundruð í jörðinni Skarfanesi á Landi. Á Skarði á Landi, 15. september 1643. Útdráttur.
Eiríkur Erlendsson selur Bjarna Sigurðssyni fimm hundruð í jörðu sem Bjarni átti að gjalda Eiríki vegna lögmannsins Árna Oddssonar, fyrir fimm hundruð í Húsagarði, skv. kaupbréfi þeirra Bjarna og Árna. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 23. október 1643. Útdráttur.
Um jörðina (Efra-)Langholt í Ytrahrepp.
Útdrættir úr tveimur bréfum um fimm hundraða part í Sólheimum í Mýrdal.
Sigurður Hákonarson selur bróður sínum Guðmundi Hákonarsyni hálfa jörðina Breiðabólstað í Hjallakirkjusókn. Á Þingeyrum í Vatnsdal, 12. nóvember 1642.
Eggert Jónsson vitnar að hann hafi selt bróður sínum Magnúsi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Höllustöðum á Reykjanesi og fengið fyrir fulla greiðslu. Að Haga á Barðströnd, 9. apríl 1642; bréfið skrifað á sama stað 23. janúar 1648.
Um sölu á Harastöðum í Staðarfellskirkjusókn.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LXII, 10: Arfaskiptabréf Jóns Magnússonar eldra.
Sigurður Árnason samþykkir arfsal bróður síns Jóns Árnasonar á hálfum Eiðastað til hjónanna séra Eiríks Ketilssonar og Guðrúnar Árnadóttur í Vallanesi. Á Sandbrekku, 29. maí 1640.
Jón Árnason gefur séra Eiríki Ketilssyni alla hálfa jörðina Eiða sér og konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, til ævinlegrar framfærslu. Í Vallanesi á Völlum, 27. júlí 1640.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja og staðfesta kaup sem þeir höfðu gert sín á millum við Tjörfastaði í Landmannahrepp 3. september 1639 um að Bjarni keypti 13 hundruð í Rauðabergi í Hornafirði. Á Leirá í Leirársveit, 25. febrúar 1640. Útdráttur.
Torfi Erlendsson kaupir Dalgeirsstaði í Miðfirði af móður sinni og stjúpföður svo að þau geti greitt skuldir sínar.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja kaupgjörning sem þeir höfðu gert 22. maí 1639 þess efnis að Árni seldi Bjarna jörðina Núpa í Reykjadal. Við Öxará, 2. júlí 1639; bréfið gert að Leirá 24. febrúar 1640.
Magnús Björnsson lögmaður og bræðurnir Árni lögmaður, séra Sigurður og Eiríkur Oddssynir gera sátt um tilkall til arfs eftir Guðrúnu heitna Björnsdóttur. Gegn því að Magnús láti málið niður falla gefa bræðurnir honum 40 hundruð í jörðinni Krossavík í Vopnafirði er þeim hafði til erfða fallið eftir bróður sinn Gísla Oddsson biskup. Gert „í tjaldstað við fljótið hjá Höfðavík í Biskupstungum“ nokkrum dögum eftir Alþingi 1639 en endurnýjað og staðfest í Skálholti 26. júlí 1640.
Þórður Ólafsson, í umboði bróður síns séra Jóns Ólafssonar, selur séra Jóni Ormssyni jörðina Sólheima í Laxárdal. Á Stóra-Vatnshorni, 27. maí 1638.
Neðan við meðkennist séra Jón Ólafsson að hafa fengið fulla greiðslu af hendi séra Jóns Ormssonar. Á Kvennabrekku, 1. júní 1641.
Page 38 of 149