Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Vitnisburður Bárðar Hemingssonar um að Jón Árnason hafi, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 3. nóvember 1624, gefið konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur allar sínar löggjafir, fyrir bón Arnfríðar Einarsdóttur.
Arnór Jónsson selur herra Oddi Einarssyni all jörðina Hraunkot í Grímsnesi. Í Skálholti, 24. desember 1624. Útdráttur.
Arfaskiptabréf Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur til barna þeirra. Í Holti í Önundarfirði, 6. janúar 1623; bréfið skrifað á Hvilft, 14. janúar sama ár.
Árni Björnsson gefur syni sínum Jóni 20 hundruð í jörðinni Ystu-Vík á Svalbarðsströnd á hans giftingardegi. Á Reykjum í Tungusveit, 31. ágúst 1623; bréfið skrifað á sama stað 3. desember sama ár.
Jón Bjarnason og kona hans Ólöf Jónsdóttir lofa að selja Halldóri Ólafssyni lögmanni fyrstum Neðstaland í Öxnadal. Á Lýtingsstöðum í Tungusveit, 10. maí 1623.
Árni Gíslason selur Páli Gíslasyni bróður sínum hálfan garðinn Hvanneyri og Hamra og fær í staðinn Norðtungu í Þverárhlíð og fleiri jarðir. Á Ytra-Hóli á Akranesi, 10. október 1623.
Björn Sveinsson vitnar að hann hafi fengið alla peninga frá Magnúsi Sæmundssyni vegna Heiðarbæjar. Að Meira-Fagradal, 21. febrúar 1623.
Kristín Magnúsdóttir selur móður sinni Ragnheiði Eggertsdóttur hálfan Kirkjuvog og fær í staðinn part í Miðhlíð í Hagakirkjusókn. Í Sauðlauksdal, 24. ágúst 1623; bréfið skrifað á Snjáfjöllum 31. desember sama ár.
Skilmálar á milli Magnúsar Björnssonar og Ólafs Grímssonar um jarðaskipti þeirra á Stafnhóli og Sölvanesi. Á Munkaþverá, 21. janúar 1623.
Synir herra Odds Einarssonar og Helgu Jónsdóttur, Árni, séra Gísli og séra Sigurður, leggja aftur til foreldra sinna jarðir sem þeir höfðu áður fengið til arfaskipta og gera þau ný arfaskipti. Í Skálholti, 24. febrúar 1623.
Vitnisburður Jóns Jónssonar um að Jón Gíslason á Öndverðarnesi hefði oft sagt að Öndverðarnesi ætti tvö engi í Bárarlandi. á Efri-Loftsstöðum, 21. febrúar 1623.
Árni Magnússon ritar nöfn sex manna sem voru vottar að transskriftarbréfi sem skrifað var að Presthólum 1623 eða 1625. Að öðru leyti eru hér engar upplýsingar um innihald þessa bréfs.
Magnús Þórarinsson selur Magnúsi Björnssyni fjögur hundruð í jörðinni Söndum í Kjós. Á Munkaþverá, 1. september 1622; bréfið skrifað á sama stað 13. janúar 1623. Útdráttur.
Vitnisburður Páls Þórðarsonar um ítök Hróarsholts í Bár. Í Gaulverjabæ í Flóa, 5. október 1622.
Kaupmálabréf Þorvalds Skúlasonar og Guðrúnar Erlendsdóttur. Í Reykjavík á Seltjarnarnesi, 2. júní 1622.
Guðmundur Vigfússon selur herra Oddi Einarssyni jörðina Hæl í Flókadal og fær í staðinn fimm hundruð í Möðruvöllum í Kjós og tíu hundruð í Syðri-Fossum í Andakíl. Á Mósestöðum (Mófellsstöðum) í Skorradal, 7. maí 1621.
Magnús Gissurson festir sér Þórkötlu Snæbjarnardóttur með samþykki móður hennar Þóru Jónsdóttur og bróður hennar séra Torfa Snæbjarnarsonar. Á Kirkjubóli í Langadal, 19. september 1621. Útdráttur.
Ísleifur Þorbergsdóttir gefur dóttur sinni Guðfinnu 40 hundruð í jörðinni Mannskapshóli (Mannskaðahóli) á Höfðaströnd með skilorði um framfærslu stúlkunnar Helgu Ísleifsdóttur. Ísleifur tilskilur einnig að hann skyldi búa á Djúpadal svo lengi sem hann vildi. Á Þorleiksstöðum (Þorleifsstöðum) í Blönduhlíð, 5. júlí 1621.
Erfðaskipti eftir Gísla Þórðarson. Á Bolavöllum undir Botnsheiði, 2. júlí 1621; bréfið skrifað að Innra-Hólmi degi síðar.
Magnús Gissurarson gerir erfðaskipti við bróður sinn Jón Gissuarson. Í Álftamýri, 8. september 1621.
Þorleifur Pétursson og kona hans Guðrún Hallsdóttir selja Guðbrandi Þorlákssyni biskupi jörðina Skálá í Sléttahlíð og fá í staðinn Miðmó í Flókadal og lausafé. Á Skálá, 21. ágúst 1621; bréfið skrifað á Hólum í Hjaltadal 21. apríl 1623.
Guðbrandur Þorláksson biskup setur jarðirnar Miðmó í Fljótum og 20 hundruð í Bjarnargili í veð fyrir 300 dala lán frá dóttur sinni Halldóru. Á Hólum í Hjaltadal, 16. júní 1621.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru ellefu hundruð í jörðinni Skálá í Sléttahlíð í staðinn fyrir jörðina Miðmó í Fljótum, sem Guðbrandur hefur í burt selt. Á Hólum í Hjaltadal, 9. nóvember 1621.
Bjarni Sigurðsson selur herra Oddi Einarssyni tíu hundruð í Strönd í Landeyjum, hálft Fjall í Ölvesi og eyðijörðina Fossnes í Arnarbæliskirkjusókn og fær í staðinn 25 hundruð í Syðri-Hömrum í Holtum, auk 12 dala. Í Skálholti, 30. maí 1621. Útdráttur.
Björn Sveinsson selur bróður sínum, séra Jóni Sveinssyni, hálfan Botn í Súgandafirði og fær í staðinn hálfan Hafnarhólm á Selströnd. Á Holti í Önundarfirði, 23. febrúar 1620. Útdráttur.
Bræðurnir Bergþór og Sumarliði Bjarnarsynir lýsa lögmála í hlut hvor annars í jörðinni Jörfa í Haukadal. Að Kvennabrekku í Miðdölum, 25. maí 1620; bréfið skrifað á sama stað 17. maí 1621.
Bjarni Sveinsson gefur sonum sínum Sumarliða og Bergþóri hvorum 15 hundruð í jörðinni Jörfa í Haukadal. Að Kvennabrekku í Miðdölum, 25. maí 1620; bréfið skrifað á sama stað 17. maí 1621.
Björn Guðmundsson, í umboði bræðranna Bergþórs og Sumarliða Bjarnasona, lýsir fyrir lögmönnunum á Öxarárþingi lögmála sem bræðurnir hafa lýst í hlut hvor annars í jörðinni Jörfa í Haukadal.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru jörðina Skálá í Sléttahlíð vegna fjögurra ára landaskulda á Silfrastöðum sem hann var henni skuldugur. Einnig gefur hann henni jörðina Minni-Brekku á Höfðaströnd fyrir Hól í Flókadal sem hann hafði áður goldið henni í þjónustulaun. Í biskupsbaðstofunni á Hólum í Hjaltadal, 9. júní 1620.
Dómur á Sauðanesi, 26. september 1620, um deilu Bjarna Jónssonar og séra Jóns Magnússonar um hálfa jörðina Hallgilstaði á Langanesi. Jörðin dæmd eign Bjarna.
Séra Högni Jónsson selur Einari Halldórssyni 28 hundruð í jörðinni Þingnesi í Bæjarsveit og hálft Efra-Nes í Stafholtstungum og fær í staðinn Seljaland undir Eyjafjöllum. Skrifað í Stafholti 28. maí 1620.
Steindór Gíslason og Guðrún Einarsdóttir kona hans leggja jörðina Brekku í Skagafirði í veð fyrir 100 ríkisdala lán frá Magnúsi Björnssyni. Á Innra-Hólmi á Akranesi, 8. júlí 1618; transskriftarbréfið skrifað á Möðruvöllum í Eyjafirði 13. febrúar 1622.
Dómur á Neðri-Lönguhlíð í Hörgárdal um jörðina Brekku í Skagafirði, 21. apríl 1620. Magnús Björnsson hafði lánað Steindóri Gíslasyni og konu hans Guðrúnu Einarsdóttur 100 ríkisdali sem áttu að endurgreiðast á Alþingi 1619 (sbr. apógr. 5343). Steindór og Guðrún settu jörðina Brekku í veð og þar sem höfðu ekki greitt á gjalddaga er jörðin dæmd eign Magnúsar.
Guðrún Sæmundsdóttir, með ráði og vilja foreldra sinna, sver eið fyrir alla menn fyrir kirkjudyrunum á Hóli í Bolungarvík, 2. september 1620.
Kaupmálabréf Magnúsar Arasonar og Þórunnar Jónsdóttur. Að Ögri í Ísafirði, 10. september 1620.
Um reikningsskap Möðruvallakirkju í Eyjafirði
Arnbjörn Þorgrímsson meðkennist að hafa fengið fulla greiðslu af Bjarna Sigurðssyni fyrir hálfar Brekkum á Rangárvöllum. Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 17. mars 1620.
Hallbjörg Pálsdóttir selur Steindóri Ormssyni Kálfadal í Kollafirði. Í Neðra-Gufudal, síðast í ágúst 1620. Útdráttur.
Finnbogi Pétursson selur herra Guðbrandi Þorlákssyni jörðina Skálá. Í Felli í Sléttahlíð, 1. júní 1619.
Jón Gunnlaugsson selur Gísla Hákonarsyni lögmanni jarðirnar Tjörfastaði í Landmannahrepp, hálft Kópsvatn (Kóksvatn) í Ytra-Hrepp og hálfa Brennu í Lundarreykjardal og fær í staðinn Hellur á Landi. Í Bræðratungu, 15. október 1619.
Björg Ásmundsdóttir selur séra Þorbergi Ásmundssyni bróður sínum hálfa Hrafnsstaði í Bárðardal. Á Fjósatungu í Fnjóskadal, 25. maí 1619. Útdráttur.
Sæmundur Árnason lýsir lögmála sínum í jörðina Meiribakka í Skálavík. Á Hóli í Bolungarvík, 21. febrúar 1619.
Séra Jón Sigurðsson selur Jóni Magnússyni hálfa jörðina Eyri í Seyðisfirði og fær í staðinn jarðirnar Fót í Eyrarkirkjusókn, Heydal í Mjóafirði og Suðureyri í Súgandafirði. Á Eyri, 21. ágúst 1619.
Jón Jónsson „sem kallaður er afi“ geldur og afhendir Árna Gíslasyni hálfa Litlu-Þúfu í Miklaholtshrepp í andvirði jarðarinnar Grímsstaða í Álftártungukirkjusókn. Á Fáskrúðarbakkaþingi, 10. maí 1619.
Sæmundur Árnason lofar hjónunum Þorgauti Ólafssyni og Marsibil Jónsdóttur að búa landskuldarlaust á Hrauni næstu fimm ár en þau 18 hundruð sem þau eiga hjá Sæmundi vegna kaupa hans á Hrauni og Hattardal skulu standa hjá Sæmundi ávaxtarlaus þar til hjónin þurfa eða vilja út taka.
Útdrættir úr tveimur transskriftarbréfum sem tengjast aðallega Ásgarði og Magnússkógum.
Þorgautur Ólafsson og hans kona Marsibil Jónsdóttir selja Sæmundi Árnasyni jörðina Hraun á Ingjaldssandi og sex hundruð í Stærri-Hattardal í Álftafirði. Þorgautur og Marsibil gefa síðan Sæmundi allt andvirðið sér til ævinlegs framfæris. Í kirkjunni á Sæbóli á Ingjaldssandi, 6. júní 1618. Í lok bréfsins hefur Ari Magnússon ritað með eigin hendi að Sæmundur Árnason hafi lesið bréfið upp á Eyrarþingi 1619.
Magnús Guðmundsson selur Bjarna Sigurðssyni Þorgrímsstaði í Hjallakirkjusókn, er Bjarni hafði áður goldið Magnúsi upp í jörðina Traðarholt. Á Stokkseyri á Eyrarbakk, 27. janúar 1618. Útdráttur.
Eiríkur Magnússon selur séra Ólafi Einarssyni, vegna herra Odds Einarssonar, jörðina Skála í Berufjarðarkirkjusókn. Á Kirkjubæ í Tungu, 26. desember 1618. Útdráttur.
Kaupmáli og gifting séra Jóns Runólfssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Á Hafrafellstungu í Öxarfirði, 31. júlí og 6. september 1618. Útdráttur.