Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Um landamerki Bollastaða, Brandsstaða og Eyvindarstaða í Blöndudal.
Skiptabréf systkinanna Jóns Vigfússonar og Þorbjargar Vigfúsdóttur. Í Klofa á Landi 20. júní 1606.
Einar Jónsson („Eylerdt Johansen“) selur Herluf Daa jörðina Vatnsdal („Wartess dhall“) á Barðaströnd, í Dalskirkjusókn. Bréfið er skrifað á þýsku í Hamborg einhvern tíma á árabilinu 1606–1616.
Nokkrir punktar Árna Magnússonar, teknir upp úr jarðakaupabréfi, um þessar jarðir sem fóru sölum 1606: Sandeyri í Ísafirði, Veðrará í Önundarfirði, Kirkjuból í Steingrímsfirði og Brandsstaði og Bollastaði, báðar í Blöndudal. Árni getur sérstaklega um skilmála sem seljandinn Jón Sigurðsson leggur á kaupandann séra Snæbjörn (Torfason).
Ari Guðmundsson selur, með samþykki föður síns, Jóni Magnússyni eldra jörðina Gautastaði í Hörðudalshrepp. Í Snóksdal, 19. maí 1605. Útdráttur.
Arnór Loftsson kvittar Jón Magnússon fyrir andvirði jarðanna Hafstaða (Happstaða/Hafursstaða) á Fellsströnd og Skarðs í Bjarnarfirði. Í Hvammi í Hvammsveit, 18. nóvember 1605; bréfið skrifað í Ásgarði 26. janúar 1606.
Hannes Bjarnarson selur Sæmundi Árnasyni jörðina á Múla á Langadalsströnd en fær í staðinn Marðareyri og hálfa Steinólfstaði í Veiðileysufirði. Á Hóli í Bolungarvík, 20. febrúar 1605; bréfið skrifað sex dögum síðar.
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Útdrættir af tveimur bréfum um kaup herra Odds Einarssonar á Litla-Bakka í Kirkjubæjarkirkjsókn.
Séra Árni Ólafsson og kona hans Hólmfríður Bjarnardóttir selja herra Oddi Einarssyni jörðina Litla-Bakka í Kirkjubæjarþinghá. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 25. maí 1605; bréfið skrifað í Eydölum í Breiðdal einni nóttu síðar. Útdráttur.
Vitnisburður um landamerki á milli Skálavíkur og Jökulkeldu í Mjóafirði. Á Skálavík, 24. desember 1605.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Vindhælis og Vakurstaða, tekinn og skrifaður 23. júlí 1605.
Bjarni Sigurðsson selur séra Guðmundi Gíslasyni Moldartungu í Holtamannahrepp en fær í staðinn Galtafell og Hörgsholt. Á Gaulverjabæ í Flóa, 10. apríl 1605.
Kaupmáli Torfa Helgasonar og Sigríðar Styrsdóttur. Á Borg í Borgarhrepp, 6. október 1605.
Vitnisburður Sigmundar Þorleifssonar um landamerki á milli Kvennahóls og Stakkabergs á Skarðsströnd. Á Skarði á Skarðsströnd, 12. apríl 1604.
Jón Jónsson lofar að selja Sæmundi Árnasyni fyrstum átta hundruð í Vatnadal. Á Suðureyri við Súgandafjörð, 17. maí 1604; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 26. febrúar 1605.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni Tröð í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa Sveinseyri í Hraunskirkjusókn. Í Vigur, 11. desember 1604; bréfið skrifað í Þernuvík 28. desember sama ár. Útdráttur.
Séra Steingrímur Jónsson og Jón sonur hans selja Gísla Jónssyni jörðina alla Ófeigsfjörð á Ströndum fyrir Hamra í Þverárhlíð. Á Staðarfelli á Meðalfellsströnd, 17. september 1604. Útdráttur.
Ólafur Halldórsson selur Pétri Magnússyni Heimastaði í Höfðahverfi en fær í staðinn Merkigarð í Skagafirði auk lausafjár. Á Hólum í Eyjafirði, 28. apríl 1604. Útdráttur.
Björn Benediktsson selur Þorsteini Bjarnasyni aftur það veð er Björn átti á jörðinni Steindyrum í Höfðahverfi. Á Munkaþverá, 29. febrúar 1604; bréfið skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 17. apríl 1604.
Guðbrandur Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Eyvindarstöðum í Vopnafirði, 3. ágúst 1604.
Þorvaldur Torfason samþykkir próventugjöf síns bróðurs Halldórs Torfasonar til Sæmundar Árnasonar. Á Hóli í Bolungarvík, 3. maí 1604; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 9. maí sama ár. Útdráttur.
Herra Oddur Einarsson, í umboði Jóns Björnssonar, selur Þorsteini Magnússyni jarðirnar Steina og Hlíð undir Eyjafjöllum. Einnig fær Þorsteinn Jóni jarðirnar Víkingavatn og Grásíðu fyrir Ytri-Djúpadal í Eyjafirði. Á Holti undir Eyjafjöllum, 24. október 1604. Bréfið er skrifað í Skálholti 2. nóvember sama ár en transskriftarbréfið gert í Skálholti 19. janúar 1619.
Dómur á Helgastöðum í Reykjadal um andvirði Arnarvatns við Mývatn, 12. maí 1604.
Sveinn Símonarson og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir selja Ara Magnússyni sjö hundruð í jörðinni Súðavík í Álftafirði og sex hundruð í Seljalandi í Skutulsfirði og fá í staðinn þrettán hundruð í jörðunum Arnarnúpi og Skálará í Dýrafirði. Á Holti í Önundarfirði 5. október 1604; bréfið skrifað á sama stað 10. maí 1605.
Jón Ólafsson fær Jóni Jónssyni lögmanni það andvirði sem faðir hans, Ólafur Brandsson, hafði gefið við parti í Innra-Botni, sem Jón Ólafsson hafði fengið Gísla Þórðarsyni en nú var klögun á komin. Á Arnarstapa, 2. janúar 1603; bréfið skrifað á sama stað degi síðar.
Pétur Magnússon selur séra Sigurði Einarssyni, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, jörðina Þorsteinsstaði í Skagafirði og fær í staðinn Torfufell í Eyjafirði. Á Hólum í Eyjafirði, 24. október 1605 (eða 1603). Útdráttur.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni tíu hundruð í jörðinni Hesteyri í Staðarkirkjusókn. Í Vigur, 20. nóvember 1603; bréfið skrifað 3. apríl 1604.
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Jón Jónsson selur séra Gunnlaugi Bjarnasyni frænda sínum jörðina hálfa Gníp (Níp) í Búðardalskirkjusókn. Útdráttur.
Bjarni Kálfsson og kona hans Halldóra Tyrfingsdóttir selja Ara Magnússyni hálfa jörðina Brunná í Hvolskirkjusókn en fá í staðinn Keldu í Vatnsfjarðarþingum. Í Þernuvík, 20. apríl 1603.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Örstutt samantekt Árna Magnússonar um brúðkaup Þorbergs Hrólfssonar og Halldóra Sigurðardóttur sem fram fór á Reynistað haustið 1603. Guðný Jónsdóttir, móðir Halldóru, og Jón bróðir hennar gifta hana, en faðir hennar, Sigurður Jónsson, var þá látinn. Með uppteiknuðu litlu ættartré brúðhjónanna.
Alþingisdómur vegna jarðarinnar Helluvaðs við Mývatn.
Arnór Loftsson selur Pétri Pálssyni jörðina Vatnshorn í Steingrímsfirði. Á Staðarhóli í Saurbæ, 10. nóvember 1602; bréfið skrifað á sama stað 16. mars 1604.
Alþingisdómur um ágreining um landamerki jarðanna Oddgeirshóla og Brúnastaða, 1. júlí 1602.
Dómur um ákæru vegna jarðarinnar Bjarnarstaða í Selvogi. Á Öxarárþingi, 30. júní 1602.
Gísli Björnsson selur Gísla Árnasyni tíu hundraða part með fjórum kúgildum er hann átti að gjalda séra Árna Gíslasyni. Á sama tíma fær séra Árni Gísla Árnasyni tíu hundruð í Hallgerðsey með fjórum kúgildum. Gísli Björnsson gefur séra Árna kvittan um alla peninga sem Árni hafði lofað að gjalda fyrir Gunnarsholt. Á Holti undir Eyjafjöllum, 8. desember 1602.
Sigríður Þorláksdóttir selur Ara Magnússyni tólf hundruð í Ketilseyri, sex hundruð í Hesteyri og Arnardal hinn efri. Sigríður fær þó að halda jörðunum eins lengi og hún lifir eða þar til hún vill þær sjálfviljug af höndum láta. Í Arnardal hinum meiri 16. júní 1602; bréfið skrifað að Ögri við Ísafjörð 13. desember sama ár.
Árni Guðmundsson selur séra Sigurði Einarssyni sex hundruð í jörðinni Hemlu í Vestur-Landeyjum. Einnig lofar Árni að selja séra Sigurði og engum öðrum Minni-Hildisey í Austur-Landeyjum. Útdráttur.
Sendibréf Sigurðar Jónssonar til sonar síns Jóns. Sigurður tjáir sig um hrakandi heilsu sína og erfðaskrá og það að hann hafi óskað þess af yfirvaldinu að Jóni verði veitt umboð Reynistaðarklausturs og sýslunnar, og gefur hann Jóni leiðbeiningar um hvernig haga eigi því starfi. Á Stað, 27. ágúst 1602.
Erfðaskrá Sigurðar Jónssonar, gerð á Stað í Reyninesi 12. ágúst 1602. Transskriftarbréf frá 20. maí 1648, sem aftur var afrit af annarri transskrift, ódagsettri.
Kolbeinn Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn en fær í staðinn Skálanes í Hofskirkjusókn, með meiru. Í Breiðdal (á Eydölum) 27. nóvember 1602.
Vitnisburður Þórðar Ögmundssonar og Jóns Pálssonar um að Efri-Hvítidalur ætti engjar innan tiltekinna landamerkja og að Guðmundur heitinn Jónsson hefði aldrei gert tilkall til þeirra. Líklega falsbréf.
Kaupbréf Ara Magnússonar fyrir Reykhólum 1601 og samþykki Kristínar Guðbrandsdóttur þar upp á.
Áður en gengið er frá kaupum Björns Benediktssonar á Reykhólum af Ara Magnússyni, lofar Ari að ábyrgjast sjálfur þrennar klaganir sem upp á jörðina kynnu að koma; 1) af höndum erfingja eða niðja Björns Guðnasonar, 2) af höndum erfingja séra Greips heitins Þorleifssonar, eða 3) af höndum Ragnheiðar Pálsdóttur eða hennar örfum.
Jón Jónsson lögmaður greiðir Jón Jónssyni skuld fyrir málajarðir konu sinnar, Helgu heitinnar Gísladóttur, sem hún hafði selt Jóni Jónssyni, en það eru þrjár jarðir í Norðurárdal. Á Þingeyrum, 17. apríl 1601.
Séra Gamli (Gamalíel) Hallgrímsson gefur vitnisburð og útskýringu vegna hórdómsbrots er sonur hans Þorkell var getinn utan hjónabands, en með vitnisburði sínum vill Gamli þagga niður vondar tungur sem leggja hneykingu til Þorkels vegna framferðis foreldra hans. Á Grenjaðarstöðum 20. febrúar 1601.
Dómur í Viðvík í Viðvíkursveit um ákæru Guðmundar Einarssonar skólameistara, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, til séra Jón Gottskálkssonar vegna Brúnastaða í Mælifellskirkjusókn. Kveðinn 14. janúar 1601; bréfið skrifað 10. febrúar sama ár.
Pétur Þorsteinsson gefur dóttur sína Sigríði kvitta og sátta við sig upp á það misferli sem henni hafði á orðið og gerir hana aftur arftæka eftir sig til jafns við önnur börn sín, sem samþykkja gjörninginn. Á Skálá í Sléttuhlíð, 21. febrúar 1601.