Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1190 documents in progress, 1505 done, 40 left)
Séra Oddur Jónsson vitnar um að samskipti hans við Vigfús Þorsteinsson í Ási hafi ætíð verið góð. Gert á Presthólum í Núpasveit 20. ágúst 1594.
Dómur um ákæru á milli Guðmundar Illugasonar, í umboði séra Jóns og Jóns yngra Þórðarsona, og bræðranna Árna, Péturs, Bjarna og Þorsteins Magnússona sem snerist um kaup og próventugjörninga sem Þórður heitinn Pétursson, faðir séra Jóns og Jóns yngra, og hans kona Gunnvör Jónsdóttir höfðu gert við séra Sigurð Jónsson. Á Múla í Aðalreykjadal, 18 maí 1594.
Dómur á Spjaldhaga um hversu miklar gjafir Þórunn heitin Jónsdóttir hefði mátt gefa að lögum.
Jón, Ari og Jón, synir Magnúsar Jónssonar og Ragnheiðar Eggertsdóttur, játa og samþykkja öll sín samborin systkin löglega erfingja eftir föður sinn og móður. Á Bæ á Rauðasandi, 4. febrúar 1594.
Jón Eiríksson og kona hans Þórdís Eiríksdóttir selja Hákoni Árnasyni jörðina Sperðil í Ytri-Landeyjum. Á Krossi í Eystri-Landeyjum 10. maí 1594. Útdráttur.
Séra Ólafur Egilsson selur Gísla Þórðarsyni tíu hundruð í Snorrastöðum í Laugardal. Á Vatnsleysu í Biskupstungum 11. maí 1594; bréfið skrifað 15. október sama ár. Útdráttur.
Séra Hjálmur Einarsson, með samþykki konu sinnar Margrétar Björnsdóttur, selur Þórði Björnssyni fimm hundruð í jörðinni Teigargerði í Reyðarfirði. Hjálmur hafði áður selt Eiríki Árnasyni jörðina en þeim kaupum er við sama tilefni rift þar eð Hjálmur hafði ekki samþykki konu sinnar við þá sölu né hafði hann fengið fulla borgun fyrir. Á Kolfreyjustað 24. júní 1594; bréfið skrifað 10. maí 1595.
Gunnlaugur Ormsson seldur séra Birni Gíslasyni jörðina Skóga í Fnjóskadal fyrir lausafé. Á Saurbæ í Eyjafirði 16. september 1594. Útdráttur.
Vitnisburður Arnfríðar Jónsdóttur um fálka sem Þorkell Ívarsson fangaði á Möðruvöllum og gaf hundskjöt að éta, en hundinn hafði Torfi Jónsson hengt og Jakob Þórðarson flegið. Grund í Eyjafirði, 27. september 1594.
Fastaeignir Önnu Eyjólfsdóttur upp reiknaðar og sumar þeirra gefnar syni hennar, Jóni Fúsasyni, með samþykki eiginmanns hennar, Vigfúsar Þorsteinssonar. Í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum 3. febrúar 1593.
Ólafur Jensson Bagge, með samþykki konu sinnar Ingiríðar Marteinsdóttur, selur Hákoni Björnssyni jarðirnar Sandgerði og Uppsali á Miðnesi.
Dómur um föðurarf Guðrúnar Kapriansdóttur, en Jón heitinn Eyjólfsson, föðurbróðir Guðrúnar, hafði tekið arfinn í umboði Guðrúnar en hún ekki fengið nema brot af honum.
Guðrún Kaparaciusdóttir veitir Ólafi Jónssyni umboð sitt til að sækja sinn föðurarf með lögum.
Vigfús Þorsteinsson gefur og arfleiðir eignir sínar til sona sinna Magnúsar og Jóns.
Séra Jón Styrkárson selur Sæmundi Árnasyni jörðina Haukadal í Dýrafirði og fær í staðinn Skóga í Arnarfirði.
Guðmundur Ketilsson selur séra Oddi Þorkelssyni hálfa jörðina Ytri-Hlíð í Vesturárdal fyrir lausafé.
Dómur á Spjaldhaga í Eyjafirði um hver skuli erfa hálfa Grund í Eyjafirði eftir Ísleif heitinn Sigurðsson. Málinu vísað til næsta Öxarárþings.
Björn Bjarnarson og kona hans Hólmfríður Snæbjarnardóttir lofa að selja séra Snæbirni Torfasyni allar sínar jarðar þegar þau þyrftu eða vildu að öllu eins og þau hefðu gert samkvæmt samkomulagi við föður Snæbjörns, Torfa heitinn Jónsson.
Einar Ásmundsson og kona hans Málfríður Bjarnardóttir taka dóttur sína Kristínu Einarsdóttur til fullkomins arfs eftir því sem til stóð þá hennar ráð var óspjallað og gefa hana kvitta um sitt misferli fyrir guði og mönnum. Þetta gerðu þau fyrir bænarstað Bjarnar bónda Gunnarssonar.
Árbjartur Þorleifsson selur Guðmundi Gíslasyni átta hundruð í jörðinni Kjóastöðum í Biskupstungum.
Vigdís Halldórsdóttir selur Sæmundi Árnasyni jörðina Hjarðarholt og Hreimsstaði í Borgarfirði og hlut í Norðurá, fær í staðinn Kirkjuból og Haukadal í Dýrafirði. Fyrri kaupskapur þeirra um Tungupart í Valþjófsdal endurnýjaður.
Vitnisburður Gunnfríðar Jónsdóttur að hún hafi heyrt Magnús heitinn Jónsson lýsa því að hann gæfi Elínu dóttur sinni jörðina Þóroddsstaði.
Haraldur Ketilsson selur séra Einari Sigurðssyni átta hundraða part í Raufarbergi í Hornafirði.
Þorsteinn Nikulásson selur Benedikt Halldórssyni hálfa Eyvindarstaði í Sölvadal. Útdráttur.
Magnús Vigfússon gefur syni sínum Árna Magnússyni jörðina Eiðastað í Útmannasveit.
Árni Magnússon selur séra Einari Sigurðssyni þriðjung í Berufirði og Hólaland í Borgarfirði.
Eyjólfur Árnason selur séra Einari Sigurðssyni jörðina alla Hjartarstaði í Eiðamannaþinghá og fær í staðinn Raufarberg í Hornafirði.
Vitnisburður Sigríður Þorleifsdóttur um að Skarfasker tilheyrði Skarði á Skarðsströnd.
Tólf menn skera úr um landamerki milli Barkarstaða og Fljótsdals í Fljótshlíð fyrir bræðurna Magnús og Erlend Hjaltasyni.
Þórður Gíslason selur Ingibjörgu Vigfúsdóttur jörðina Búastaði í Hofstaðakirkjusókn.
Dómur vegna ákæru Magnúsar Þorvarðarsonar um arf eftir séra Gottskálk Jónsson. Útdráttur.
Teitur Eiríksson og kona hans Katrín Pétursdóttir lofa að greiða skuldir Teits til Ólafs Jónssonar.
Bjarni Pálsson selur Benedikt Halldórssyni, í umboði Jóns Jónssonar lögmanns, hálfa jörðina Syðri-Bægisá.
Sæmundur Árnason lýsir lögmála þeim yfir jarðir á Vestfjörðum sem honum hafði til erfða fallið eftir föður sinn Árna Gíslason.
Bjarni Sigurðsson greiðir Þórði Halldórssyni fyrir jörðina hálfa Brúnastaði.
Dómur um ágreining herra Guðbrands Þorlákssonar og Péturs Þorsteinssonar um hálfa jörðina Ósland, gerður á Ökrum í Blönduhlíð 18. júní 1591.
Herra Guðbrandur Þorláksson selur Magnúsi Jónssyni Gautsstaðí á Eyjafjarðarströnd og fær í staðinn Gauksstaði í Skagafirði.
Jörðin Skerðingsstaðir dæmd eign Bjarna Björnssonar á Berufjarðarþingi 27. ágúst 1591.
Vitnisburður um að meðfest bréf – kaupbréf Gottskálks biskups fyrir hálfu Óslandi og fleiri jörðum, gert á Hólum 4. júní 1508 (sjá DI 8, nr. 176) – hafi ekki komið fyrir þann dóm sem seinast var dæmdur um Ósland á milli Hólakirkju og Jóns Finnbogasonar á Víðivöllum af Oddi heitnum Gottskálkssyni. Þetta vitnisburðarbréf er skrifað á Hólum í Hjaltadal 26. janúar 1591.
Dómur á Lambey um umsjón og fjárvarðveislu eftir séra Erasmus Villadtsson.
Ari Ólafsson selur Markúsi Ólafssyni hálfa Sólheima í Blönduhlíð og fær í staðinn Gilhaga í Tungusveit og Villingadal fremri í Eyjafirði. Í Héraðsdal í Tungusveit 2. október 1590. Útdráttur.
Mat á kúgildum er gjaldast áttu Páli bónda Jónssyni vegna Björns bónda Benediktssonar. Gert á Stað í Hrútafirði 31. maí 1590.
Páll Böðvarsson og Ólafur Eyjólfsson komast að sátt um peningaskipti á milli bræðranna Böðvars og Ólafs Eyjólfssona. Á Þingvöllum 2. júlí 1590; bréfið skrifað á Hvítárvöllum fáum dögum síðar.
Vitnisburður Þorsteins Helgasonar um að Árni Þorsteinsson hafi selt jörðina Þverá sér og sínum til hjálpræðis.
Dómur um ágreining vegna jarðarinnar Efra-Háls í Kjós á milli Vigfúsar Jónssonar á eina hönd og Páls Böðvarssonar og Margrétar Aradóttur á aðra. Vigfús kvaðst hafa keypt jörðina fyrir 13 árum af Páli og Margréti og bar hann fram landamerkjabréf og ítakabréf til stuðnings kröfu sinnar. Var jörðin dæmd fullkomin eign Vigfúsar. Á leiðarþingi á Sandatorfu 18. júlí 1590, bréfið skrifað degi síðar á Hvítárvöllum.
Vitnisburður um ágreining vegna landamerkja á milli Býjaskers og Sandgerðis. Sandgerði, 15. september 1590.
Mat á kúgildum er gjaldast áttu Páli bónda Jónssyni vegna Björns bónda Benediktssonar. Gert á Reykjum í Miðfirði 5. maí 1589, skrifað á Staðarbakka degi síðar.
Mat á kúgildum er gjaldast áttu Páli bónda Jónssyni vegna Björns bónda Benediktssonar. Gert á Tannstöðum í Hrútafirði 28. maí 1589.
Vottorð, útgefið af borgarráði Hamborgar, um að Jürgen Otto sé, samkvæmt vitnisburði borgaranna Cordt Canzler og Hans Piel, Þjóðverji að ætt en ekki Vendi, fæddur af kristilegu hjónabandi Claus og Catrinen Otten, frjáls maður og að fullu gjaldgengur í samfélaginu.
Björn og Jón Konráðssynir klaga að Torfi heitinn Jónsson hafi án samþykkis hans móður, Guðrúnar heitinnar Björnsdóttur, gefið konu sinni, Margréti Jónsdóttur, of mikla tilgjöf. Á Hvestu í Arnarfirði 1589. Útdráttur.