Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Magnús Björnsson selur Jóni bróður sínum hálfa Arnarstaði í Eyjafirði fyrir Syðri-Brekku á Höfðaströnd og fimm hundruð í annarri jörð.
Þórður Pétursson vitnar um það að hafa heyrt samtal Sæmundar Árnasonar og Nikulásar Oddssonar þar sem Sæmdundur sagðist hafa fyrir löngu selt eiginkonu sinni, Elínu Magnúsdóttur, jörðina Hól og myndi hann því engum gefa hana.
Jarðaskiptabréf og er Látrum í Aöalvik skipt viðSteig og Karlsstöðum í Veiðileysu. Tvö bréf á sama skinnblaði og sama AM nr.
Guðmundur Illugason, að skipan Björns Benediktsson, tekur eiða af Guðrúnu Árnadóttur og dóttur hennar, Kristínu Jónsdóttur. Guðrún sver að hún hafi ekki haft líkamlegt samræði við annan en sinn ektamann Jón Björnsson og Kristín sver að hún hafi ekki haft líkamlegt samræði við annan en Björn Magnússon, son Magnúsar Björnssonar.
Kaupmálabréf gert af Magnúsi Björnssyni lögmanni fyrir hönd Gísla sonar síns og Þorleifi Magnússyni fyrir hönd Þrúðar dóttur sinnar, og staðfesting festingarvotta á kaupmálanum.
Vitnisburður um landareign Grundar í Eyjafirði, sbr. LXII, 3.
Umboðsbréf Sveins Þorgilssonar til Halldórs Hákonarsonar yfir peningum barna Sveins um þrjú ár.
Sr. Hallur Þórarinsson sendir Birni Guðnasyni bréf um Ásgrím frænda sinn.
Tveir menn votta, að þeir hafi séð kvittunarbréf það, er Ormur Jónsson þá (1497) kongs umboðsmaður milli Hítarár og Skraumu gaf Páli Aronssyni fyrir atvist að vígi Páls heitins Jónssonar (1496), og eins kvittunarbréf Guðna Jónssonar fyrir bótum eptir Pál.
Kieghe van Aneffelde hirðstjóri meðkennir að hann hafi tekið til láns af Stefáni biskupi þrjár lestir skreiðar af þeim peningum sem príor Atzerus Iguari hefur safnað vegna heilagrar Rómakirkju í Skálholtsbiskupsdæmi til forþénanar hins rómverska aflátsins, og lofar að greiða þær skilvíslega umboðsmanni heilagrar Rómakirkju.
Jón Loftsson selur Jóni bónda Björnssyni Þyrisvelli (Þyrilsvelli) í Steingrímsfirði fyrir Laugar í Hvammssveit.
Vitnisburður séra Halldórs Jónssonar um eignarrétt á jörðinni Hóli, sem Sæmundur Árnason kvaðst hafa selt konu sinni, Elenu Magnúsdóttur.
Afhendingarbréf Þorgerðar Magnúsdóttur um hálfan Héðinshöfða á Tjörnesi með tilgreindum húsum og vallarmörkum til Finnboga Jónssonar.
Vitnisburður um samning þeirra Ara Magnússonar og Guðmundar Hákonarsonar. Fékk Ari Guðmundi 10 hundruð í Bjarnargili í Fljótum fyrir það sem eftir hafði staðið ógreitt af arfahluta Halldóru dóttur hans, konu Guðmundar, hjá Guðbrandi biskupi, og Kristín Guðbrandsdóttir átti. Samþykkti Ari einnig að Halldóra Guðbrandsdóttir mætti selja Halldóru Aradóttur Silfrastaði í Blönduhlíð.
Skrá um eignir Vatnsfjarðarkirkju þegar Björn Guðnason tók við 1499 og þegar hann afhenti 1503. Einnig um þá muni sem hann hafði burt og um eignir Kirkjubólskirkju í Langadal.
Vitnisburður um landamerki milli Holts í Saurbæ og Brunnár. Vitnisburður Hermundar prests Oddssonar um lýsing Jóns kolls Oddssonar um landamerki Holts í Saurbæ og Brunnár.
Brot af dómi um umboð á jörðum þeim og kúgildum er Pétri Loftssyni höfðu til erfða fallið eftir Stefán bróður sinn. Þórólfi Ögmundssyni er gert að afhenda Guðina Jónssyni, sem hafði löglegt umboð Péturs, erfðahlutinn eftir Stefán.
Minnispunktar Árna Magnússonar, fylgiskjal með apógr. 2355. Sjá einnig apógr. 2356.
Uppkast að dómstefnunnu í LXIV, 10. Sjá skráningarfærslu um hana.
Stefna Björns Guðnasonar til síra Jóns Eiríkssonar í Vatnsfirði að mæta á næsta Öxárárþingi fyrir Jóni lögmanni Sigmundssyni.
Sendibréf Jóns dans Björnssonar til Páls mágs síns Jónssonar á Skarði á Skarðsströnd.
Jörðin Meyjarhóll dæmd síra Sigurði Jónssyni til eignar í deilu hans við Jón Filipusson.
Dómur útnefndur af Guðna Jónssyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness um umboð Björns Þorleifssonar af Ólöfu Aradóttur og um arf eftir Solveigu Björnsdóttur. Dómurinn er til í mörgum pappírsafskriftum (DI VII:594-597).
Tólf prestar í dóm nefndir af herra Guðbrandi Þorlákssyni á Flugumýri í Skagafirði dæma séra Jón Magnússon réttilega afsettan vera af sínu embætti fyrir falsbréfagjörð með Grími Þórðarsyni upp á fimm menn í Fljótum, fyrir hverju þeir fóru fyrir Ísleif Þorbergsson umboðsmann sýslumanns og klöguðu sig fyrir biskupinum og sýslumanninum Sigurði bónda Jónssyni.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LXII, 10: Arfaskiptabréf Jóns Magnússonar eldra.
Sendibréf Guðna Jónssonar á Kirkjubóli til Jóns Sigmundssonar um viðgerð á söðli.
Minnisblöð Stefáns biskups um skiptagjörð hans milli Bæjarkirkju á Rauðasandi og Seyðisdalskirkju, og fjárskipti hans um sálugjöf Solveigar Björnsdóttur. Uppteiknan Stepháns biskups Jónssonar til minnis um, hverjir hafi setið skiptagjörð hans milli Bæjarkirkju á Rauðasandi og Seyðisdalskirkju og fjárskipti biskups um sálugjöf Solveigar Björnsdóttur til barna þeirra, er hún átti með Jóni Þorlákssyni.
Brot úr sendibréfi. Skv. AM 479 4to: "frá föður Ingibjargar... nefnir fjórðungsgjöf."
Þrjú bréf á sama skinnblaði. 1. (nr. 528) Bréf frá Birni Guðnasyni til Stepháns biskups í Skálholti um þá frændr sína Björn Þorleifsson og Þorstein bróður hans, og áhlaup það, er þeir hafi gert í Vatnsfirði „þetta árið“, að þeir hafi „bíryktað“ sig við biskup, um fylgi biskups við þá og fleira. 2. (nr. 529) Bréf frá Birni Guðnasyni til Stepháns biskups í Skálholti, þar sem hann biðr biskup að gera sér og kirkjunni í Hvammi (í Hvammssveit) rétt af Andrési Guðmundssyni og Guðmundi syni hans, er haldið hafl Hvalsárreka fyrir Hvammskirkju í þrjátigi vetur eða meir. 3. (nr. 530) Bréf Jóns (dans) Björnssonar, Guðna Jónssonar og átta manna annara á Vestfjörðum, þar á meðal Björns Guðnasonar, til Finnboga lögmanns Jónssonar, þar sem þeir mótmæla harðlega alþingisdómi þeim, er feldr var á þessu ári, og dæmir Björn Þorleifsson skilgetinn og lögkominn til arfs eptir Þorleif Björnsson föður sinn.
Skrá og reikningsskapur eftir Guðna Jónsson andaðan.
Loptur Magnússon handleggur Jóni Steinssyni sinn hluta í jörðinni Nesi í Grunnavík til umboðs í þrjú ár og lofar honum fyrstum kaupi á, með fleira skilorði, er bréfið hermir (DI VIII:276).