Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Séra Teitur Helgason veitir vitnisburð um erfðaskrá Jóns heitins Ólafssonar. Reynivöllum í Kjós, 13. október 1582.
Vitnisburður Þóris ábóta og Gríms ábóta í Hólmi um stofnun Þingeyraklaustrs og biskupstíundir til klaustrsins fyrir vestan Vatnsdalsá.
Útdrættir af tveimur bréfum um kaup herra Odds Einarssonar á Litla-Bakka í Kirkjubæjarkirkjsókn.
Útdrættir tveggja bréfa um kaup Brynjólfs Sveinssonar biskup á Sunnudal í Vopnafirði.
Samningr Þoriáks Þorsteinssonar og Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur um jörðina Dal í Eyjafirði og annan arf eptir Árna heitinn Einarsson, bónda Sigríðar.
Séra Jósef Loftsson selur Árna Oddsyni lögmanni þrjátíu hundruð í jörðinni Leirá í Leirársveit og fær í staðinn tuttugu hundruð í Skáney í Reykholtskirkjusókn og tíu hundruð í annarri jörð. Einnig selur Jósef Árna Vatnshorn í Skorradal fyrir Arnarbæli í Grímsnesi. Í Haukadal í Biskupstungum, 7. nóvember 1633.
Björn og Jón Konráðssynir klaga að Torfi heitinn Jónsson hafi án samþykkis hans móður, Guðrúnar heitinnar Björnsdóttur, gefið konu sinni, Margréti Jónsdóttur, of mikla tilgjöf. Á Hvestu í Arnarfirði 1589. Útdráttur.
Séra Þorleifur Jónsson gerir kaup við Brynjólf Sveinsson biskup um Neðra-Skarð og hálft Steinsholt fyrir 20 hundruð í Álftárósi og 10 hundruð í Skáney. Bréfið var skemmt þannig að ekki var ljóst hvor aðilinn keypti hvort jarðapar en Árni Magnússon taldi að Brynjólfur biskup hefði keypt Neðra-Skarð og hálft Steinsholt. Kaupin áttu sér stað 1651 eða fyrr. Útdráttur.
Sáttargerð á milli Bjarna Björnssonar og séra Teits Halldórssonar. Bjarni staðfestir að séra Teitur skuli halda þriðjungi í Brjánslæk. Á Vaðli á Barðaströnd, 28. apríl 1617.
Kaupmáli og gifting séra Jóns Runólfssonar og Sigríðar Einarsdóttur. Á Hafrafellstungu í Öxarfirði, 31. júlí og 6. september 1618. Útdráttur.
Kaupbréf Ásgríms ábóta á Þingeyrum og Jóns bónda Sigmundssonar um jarðirnar Efranúp í Núpsdal, Melrakkadal í Víðidal og Hrís með tilgreindum ítökum og landamerkjum.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi átta hundruð í Vakurstöðum og alla jörðina Hróaldsstaði, báðar í Vopnafirði, og fær í staðinn Fagranes á Langanesi. Á Meðalnesi í Fellum, 28. janúar 1662. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 22. ágúst sama ár.