Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1369 documents in progress, 2048 done, 40 left)
Þórunn Jónsdóttir selur bróður sínum séraSigurði Jónssyni jörðina Grund í Eyjafirði. Rekum á Tjörnesi sem Grund á tilkall til er lýst. Í staðinn fær Sigurður Þórunni jarðirnar Grýtubakka, Grenivík, Hlýskóga, Hvamm og Jarlstaði í Höfðahverfi og Lauga hina stærri í Reykjadal. Þórunn setur það skilyrði að hún megi áfram búa á Grund eins lengi og hún vill. Gjörninginn samþykkja Helga Jónsdóttir og synir hennar, Sigurður og Ísleifur yngri, og Halldóra, dóttir séra Sigurðar.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Sigmundssyni lögmanni norðan og vestan á Íslandi um erfðatilkall Björns Guðnasonar til garðsins Auðkúlu í Húnavatnsþingi og þeirra eigna, sem þar með fylgdu, en þær eignir hafði Ólafur Philipusson tekið upp og er sá gjörningur dæmdur ónýtur og ólöglegur.
Torfi og Eyjólfur Jónssynir selja Ara Magnússyni þrjú hundruð hvor í jörðinni Dal í Snæfjallakirkjusókn gegn sex hundruðum til hvors í fríðu, þegar Ara hentaði vel að greiða.
Vitnisburður Jóns Bjarnarsonar um skógarítak Haganess við Mývatn. Einnig um Glúmsstaðahella og veiðar við Sviðinsey.
Torfi bóndi Arason selur Skúla bónda Loptssyni jörðina Hvalsnes á Rosmhvalanesi og Gegnishól í Skagafirði, en Skúli selur Torfa jarðirnar Þykkvaskóg, Miðskóg, Þorólfsstaði, Smyrlahól Giljaland og Heinaberg.
Staðarhólsdómur Þorleifs hirðstjóra Björnssonar um gjafir og skuldir Solveigar heitinnar Þorleifsdóttur.
parchment and paper
Vitnisburður séra Styrkárs Hallssonar um eignarrétt á Gnýstaðareka.
Bréf um ágreining Gunnsteins ábóta á fingeyrum og Snorra Steinssonar um ljóshval, sem kom í Hópsós og Böðvar Snorrason Húnakappi og hans kumpánar kölluðust sæft hafa.
Samningur Lýtings bónda Húnljótssonar, eiganda Akra, og Gunnsteins abóta á Þingeyrum um að Þingeyrar eigi alla fiskveiði í Húnavatni frá vaði til Brandaness, en Lýtingr frá vaði út á mitt vatn fyrir sínu landi.
Transskriptarbréf Gunnsteins ábóta á Þinggeyrum og fimm annara af bréfi Jóns biskups skalla um veiði í Laxá frá 3. Júní 1359 (Dipl. Isl. III. Nr. 98).
Jón biskup skalli úrskurðar þá parta í Hafnarlöndum, er Kolbeinn bóndi Benediktsson gaf klaustrinu á Þingeyrum, æfinliga eign þess.
Þorgils Ólafsson og Þorgerðr Grímsdóttir kona hans selja Þórði presti Þórðarsyni jörð á Finnsstöðum fyrir lausafé og tilgreina hvalskipti og ítak í Spákonufell gegn ískyldu.
Afrit af þremur bréfum Kristján konungs þriðja til Daða bónda Guðmundssonar og Péturs bónda Einarssonar um að þeir sé Lauritz Múla hjálplegir að fanga Jón Arason, auk annars efnis.
Helgi Aronsson selur Guðina Jónssyni hálfa jörðina Hjörsey (Hersey) er liggur fyrir Mýrum í Hraunhrepp fyrir jörðina Skiphyl á Mýrum fyrir sextán hundruð og þar til átta hundruð í lausafé.
Transskipt sjö bréfa um jarðamál Þorleifs lögmanns Pálssonar. (Yfirlit bréfanna er í DI XV, nr. 79). 1. Alþingisdómur Erlends lögmanns um Hól i Bolungarvík frá 30. júni 1543. (DI X, nr. 200) 2. Vitnisburður Sveins Jónssonar um Hól 2. sept. 1541. (DI X, nr. 367) 3. Vitnisburður Jóns Þórarinssonar um sama 2. sept 1541. (DI X, nr. 368) 4. Vitnisburður Grims Jónssonar og Svarts Bjarnasonar um sama efni 17. júní 1542. (DI XI, nr. 126) 5. Vitnisburður Ólafs Guðmundssonar um sama 2. sept. 1541. (DI X, nr. 369) 6. Vitnisburður Tómasar Jónssonar um sama 2. sept. 1541. (DI X, nr. 370) 7. Alþingisdómur Þorleifs lögmanns Pálssonar um Skálavíkurjarðir (Skálavíkurdómur) 30. júni 1542. (DI XI, nr. 139)
Transskriftarbréf (4), varðandi líkflutninga, skiptingu lýsistolla og staðfestingar. Haldók prestr Jónsson og þrír leikmenn vidimera þrjú bréf um Akra og Krossholtskirkju: 1. Bréf Vermundar ábóta frá 18. Marts 1406, DI, III, Nr. 585. 2. Bréf Jóns Skálholtsbiskups frá 10. Marts 1410. DI, III, Nr. 608. 3. Bréf Stepháns biskups frá 9. Okt. 1502. DI, VII, Nr. 586 .
Skrá um reka Þingeyraklausturs. (Vantar aftan á).
Kaupbréf þeirra Jóns biskups Arasonar og Bjarna Skúlasonar um Skálá i Sléttahlíð, með tilgreindum reka (Falsbréf).
Skrá um aflát og syndaaflausnir í Augustinusarklaustrum ásamt útskýringum á eðli og takmörkunum syndaaflausna.
Vitnisburðarbréf að Finnbogi lögmaður Jónsson las upp og lét lesa bréf og skilríki um Grund í Eyjafirði og lagði upp lög og dóm fyrir jörðina og alla peninga fasta og lausa, sem hann reiknaði sér (til arfs) fallið hafa eftir Guðríði dóttur sína.
Dómur sex manna, útnefndur af Snæbirni Gíslasyni konungs umboðsmanni milli Gilsfjarðar og Langaness, um ágreining þýskra og Eyjólfs Gíslasonar út af skipi og peningum sem rak á hans lóð, og Eyjólfur hafði að sér tekið, sbr. AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,13 (DI VIII, nr. 547).
Vitnisburður um sátt Eggerts Hannessonar og Árna Gíslasonar.
parchment
Ormur lögmaður Sturluson staðfestir Skálavíkrdóm 30. júní 1542 (sjá Dipl. Isl. XI. nr. 139).
Uppskrift fimm bréfa með vottun um að Pétur Sigfússon og Þorlákur Ögmundarson hafa séð bréfin og lesið yfir. Frumrit bréfanna eru ekki varðveitt. (1504)
Pétur biskup Nikulásson staðfestir bréf Orms biskups frá 7. okt. 1346, þar sem hann fær Þingeyraklaustri jarðirnar Hjaltabakka og að Klifum (Dipl. Isl. II, Nr. 519).
Dómur og úrskurðr hins norska ríkisráðs, að Þorleifr Björnsson skuli halda eignum þeim undir lög og dóm, er Bjarni Þórarinsson og hans fylgiarar höfðu gripið, en fyrrum hafði átt Guðmundr Arason. Texti XXVI, 27 hefst eftir fyrstu greinarskil prentuðu útgáfunnar í DI VI, 360. Þar fyrir framan er inngangur sem er í öðru transskripti bréfins LXV, 12. Niðurlag transskriptsins sjálfs í XXVI, 27 er ekki prentað í DI VI, 360.
Hans Dana og Norðmanna konungr gefur Vigfúsi Erlendssyni landsvistarbréf fyrir handarafhögg á Halli Brandssyni.
1. DI III, nr. 383: Bjarni Ásgrímsson selur Benedikt Brynjólfssyni jarðirnar Syðri-Látur og Kaðalstaði og alla Grundarreka samkvæmt viðfestri rekaskrá 2. Vitnisburður frá 1580. 3. Aftan á skjalinu: DI III, nr. 385: Skrá um Grundarreka, sem Bjarni Ásgrímsson seldi Benedikt Brynjólfssyni.
Alþingisbréf til konungs um lögmannskosningu. Bréf af Alþingi til Friðriks konungs hins fyrsta um lögmannskosningu Þorleifs Pálssonar og Ara Jónssonar.
Vitnisburðarbréf Jóns Hallssonar um sel í Heilagsdal við Grænavatn og um þrætu Kolbeins Arngrímssonar og Þorsteins Finnbogasonar.
Hans biskup í Björgvin lýsir því að Björn Þorleifsson hafi þjónað sér sem trúr dandisveinn þann tíma sem hann hefir verið í sinni þjónustu, tekur hann í vernd sína og heilagrar kirkju og gefur honum meðmæli til allra góðra manna, einkanlega til fógeta konungs og umboðsmanna.
Dómur tveggja presta og fjögurra leikmanna út nefndr af síra Ólafi Gilssyni, prófasti og almennilegum dómara milli Gilsfjarðar og Hrútafjarðarár, um ákærur Ólafs prests til Jóns Dagstyggssonar fyrir það, að hann hefði sundrað samvistum Einars heitins Bjarnarsonar og Þórkötlu Arnadóttur, og lagt heiptugar hendur á Jón Dagstyggsson bróður sinn.
Björn Þorleifsson gefur og uppleggur, í umboði Páls Jónssonar, Pétri Jónssyni og Jóni syni hans, ef Páll vill það samþykkja, alla þá peninga og arf sem Pétur tók þar þá við og hafði áður upp borið, en enga aðra, eftir síra Jón Jónsson föður sinn, en Birni þótti fallið hafa Páli Jónssyni til erfða eftir greindan síra Jón Jónsson bróður sinn, og geldur Pétri þrjá tigi hundraða í arflausn.
Afrit af jarðakaupabréfi dags. 10. nóvember 1631 þar sem Nikulás Einarsson selur Magnúsi bónda Björnssyni jörðina Reykjahlíð við Mývatn en fær í staðinn Héðinshöfða á Tjörnesi og Finnsstaði í Eiðakirkjusókn. Afritið er dagsett 7. mars 1708.
Tylftardómur útnefndur af Eyjólfi lögmanni Einarssyni um kæru Erlends bónds Erlendssonar til Eiríks Jónssonar um hald á jörðinni Lágafelli í Eystri-Landeyjum.
Viðurvistarbréf sex manna um gjörning þeirra Jóns Jónssonar lögmanns og Gunnars Gíslasonar bónda um að allur ágreiningur milli þeirra skyldi niður falla, sem sprottinn var af sölu Gunnars á hálfum Silfrastöðum og Borgargerði til Jóns lögmanns. Skyldu þær jarðir nú vera eign Jóns með sama móti sem Gunnar keypti þær af Brandi.
Loptur Guttormsson og þrír menn aðrir transskríbera testamentisbréf Haldórs prests Loptssonar.
Sex menn, útnefndir af Þórði Guðmundssyni, kóngs umboðsmanni í Þverárþingi, dæma Guðrúnu dóttur Þorsteins heitins Torfasonar alla jörðina Hersey (Hjörsey) fyrir Mýrum eftir gjöf föður hennar, en ónýta klögun Ara Ormssonar, sem eigna vildi Hersey Sigríði eiginkonu sinni og elstu dóttur Þorsteins heitins.
Páll Ámundason selur Þorsteini Þórðarsyni part í jörðinni Skriðnafelli á Barðaströnd fyrir 30 ríkisdali in specie.
Sáttmáli og kaup milli Magnúsar Sæmundssonar af einni hálfu og Björns Sveinssonar, Guðnýjar Pálsdóttur, eiginkonu Björns, og Páls Ormssonar af annari hálfu, viðvíkjandi eignarrétt hálfum Heiðarbæ í Steingrímsfirði og hálfum Hafnarhólma.
Björn Magnússon selur bróður sínum og mágkonu, Eyjólfi Magnússyni og Sigríði Pálsdóttur, jörðina Hlíð í Kollafirði með ýmsum skilyrðum og fær í staðinn jörðina Sveinseyri í Tálknafirði.