Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1370 documents in progress, 2054 done, 40 left)
Tylftardómur út nefndur og samþykktur af Jóni Sigmundssyni lögmanni um kærur Björns Guðnasonar til Jóns Jónssonar Þorlákssonar og Solveigar Björnsdóttur, út af framfærslutöku Jóns við Jón heitinn Þórðarson er misfórst, um skatthald, um heimferð Jóns til Eyrar í Seyðisfirði og burtrekstur á málnytupeningi þaðan og aðrar óspektir. Jón Jónsson er dæmdur réttfangaður og réttgripinn hvar sem hann náist utan griðastaða.
Gyða Jónsdóttir fær Þorsteini presti Gruðmundssyni jörðina
Þverá í Vestrárdal til fullrar eignar, eptir því sem hún varð
eigandi í féskiptum eptir Gunnlaug bónda sinn, og gerir
hún það með samþykki og upplagi barna sinna, en skilr sér
framfæri hjá Þorsteini presti.
Vitnisburður Steins Sigurðssonar um landamerki milli Hóls og Hamars í Laxárdal.
Tveir klerkar transskribera eptir gömlum og góðum registris og rekaskrám Þingeyraklaustrs máldaga um reka fyrir
Melalandi.
Dómsbréf um kirknagóss og portio Holts í Fljótum.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 24.
Jón biskup skalli gefur vegna Hóla og Hvammskirkju með samþykki og ráði séra Einars officialis [Hafliðasonar] Birni bónda Brynjólfssyni kvittan um tilkall hans til reka undir Björgum, enda sór Björn að hann hefði eigi hafið tilkallið til þess að draga eignir undan heilagri kirkju.
Kristín Björnsdóttir (Vatnsfjarðar-Kristín) gefur Ólafi Jónssyni jörðina alla Reykjafjörð í Arnarfirði í þjónustulaun hans um tíu ár.
Þórður Jónsson selur systursyni sínum Þórði Árnasyni sextán hundruð í jörðinni Reyðarfelli í Borgarfirði og tekur undir sjálfum sér fimm hundruð er hann hafði haldið í þrettán ár af móðurarfi Þórðar Árnasonar og þrjú hundruð í ábata en setur engin söl á hinum helmingi jarðarverðsins af því að Ásta systir hans hafði orðið fyrir fjárskakka í fornum arfaskiptum við sig og bræður sína.
Tveir menn votta, að Þorkell prestur Guðbjartsson hafi fyrir
einu ári selt Ásgrími Jónssyni jörðiua Lundarbrekku í Bárðardal
fyrir jarðirnar Höskuldstaði og Hól í Helgastaðaþingum og
Haga í Grenjaðarstaðaþingum.
Helgi Gíslason selur Jóni Erlingssyni jörðina Deildará á Skálmarnesi fyrir tuttugu hundruð í lausafé.
Sex menn í dóm nefndir af Jóni Björnssyni, kóngs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, dæma Árna Einarssyni og Guðmundi Gíslasyni til eignar svo mikið í jörðunum Finnstungu og Brekku í Blöndudal og Gautsdal á Laxárdal sem svaraði því sem þeir höfðu misst þegar jörðin Marðarnúpur í Vatnsdal var dæmd af þeim en í hendur Helgu Jónsdóttur og hennar meðarfa á Bólstaðarhlíðarþingi haustið áður, en móðurfaðir þeirra Árna og Guðmundar, Brandur Ólafsson, hafði keypt Marðarnúp af Teiti Þorleifssyni fyrir áðurgreinda jarðarparta.
Vitnisburður síra Jóns Halldórssonar um að jörðin Ós í Strandasýslu eigi hálfan Vatnadal.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LXX, 7.
Guðbjörg Erlendsdóttir, með samþykki bónda síns Jóns Marteinssonar, selur Hákoni Björnssyni jörðina Götu í Selvogi fyrir lausafé.
Sjá AM Dipl. Isl. Fasc. LVIII, 3.
Þorbjökn Bjarnason selr Sveini Jónssyni tólf hundruð og
tuttugu í jörðunni Sveinseyri í Tálknaíirði, jörðina Lambeyri, flmm hundruð í Fossi í Otrardalsþingum, áttatigi álnar
ens sjöunda hundraðs í Skriðnafelli á Barðaströnd og partinn í Selskerjum, er liggr fyrir Hrakstaðaleiti, fyrir Bæ og
Hrafnadal í Hrútafirði, Hvítahlíð í Bitru og tíu hundruð fríð.
Gottskálk biskup á Hólum og administrator heilagrar Skálholtskirkju veitir hverjum þeim fjörutíu daga aflát, er með góðfýsi sækja til kirkju heilags Ólafs kongs í Vatnsfirði á tilgreindum helgidögum eða leggi kirkjunni lið, og svo fyrir
ýmsa aðra guðrækni.
Kaupmálabréf Indriða Hákonarsonar og Guðrúnar Gísladóttur.
Valgerður Gizurardóttir samþykkir sölu Árna Guttormssonar bónda síns á jörðinni í Kvígindisfelli í Tálknafirði til séra Bjarna Sigurðssonar, svo framt sem séra Bjarni héldi allan skilmála við Árna.
DI VII, nr. 321 er transskiptabréfið, DI VI, nr. 250 er transskíberaða bréfið. Efni þess er:
GunnarJónsson fær Ingveldi Helgadóttur jörðina Auðunarstaði í Víðidal til meðferðar, og skyldi hún standa fyrir peningum þeim, er Kristín Þorsteinsdóttir átti undir Lopti Ormssyni, og hafði feingið Ingveldi til fullrar eignar, en Bólstaðarhlíð fær hann Ingveldi til fullrar eignar, svo framt sú jörð yrði eign Stepháns Loptssonar, dóttursonar Gunnars.
Kristján konungur annar skipar Vigfús Erlendsson lögmann sunnan og austan á Íslandi.
Sjá apógr. 5006.
Þorsteinn Finnbogason selur Jóni Ásgrímssyni jarðirnar Hvamm á Galmaströnd, Haga á Árskógsströnd og Einarsstaði
í Kræklingahlíð, en Jón leggur á móti Breiðamýri í Reykjadal, Voga og Haganes við Mývatn og þar til Kálfborgará
eða Bjarnastaði í Bárðadal.
Uppskrift fimm vitnisburða um landareignina Krossavík í Vopnafirði; landamerkjum, eignum og ítökum lýst.
Alþingisdómur tólf manna, útnefndur af Baltasar hirðstjóra, um mál Þorláks Vigfússonar og Jóns Ófeigssonar, fyrir hönd konu sinnar Guðrúnar Sæmundardóttur, um jörðina í Skarði í Landmannahreppi. Var jörðin dæmd Guðrúnu.
Page 103 of 149