Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1371 documents in progress, 2077 done, 40 left)
Sáttargerð Magnúsar biskups í Skálholti og Einars Björnssonar, bæði um víg Bjarna Þórarinssonar vegna Einars sjálfs og svo vegna Þorleifs bróður hans.
Magnús Ólafsson selur herra Oddi Einarssyni fimm hundraða part í Laugarvatni í Árnessýslu er Magnús átti með bróður sínum, Alexíusi Ólafssyni. Í Skálholti, 24. maí 1627.
Vitnisburður um að Guðmundur Hallgrímsson hefði sagt Halldóru Guðbrandsdóttur að hann léti sér vel líka þau skipti sem hann hafði gert við herra Guðbrand Þorláksson (föður Halldóru) á jörðunum Bárðartjörn, Hóli í Flókadal og Hugljótsstöðum. Á Hólum í Hjaltadal, 19. október 1627.
Ingibjörg Vigfúsdóttir gefur dótturdóttur sinni Guðrúnu Jónsdóttur Geitavík í Borgarfirði og neitar því að jörðin tilheyri börnum Péturs Pálssonar og Þorbjargar Bjarnadóttur. Á Fossi í Vopnafirði, 2. október 1628.
Jón Björnsson gefur syni sínum Finni Jónssyni jarðirnar Berufjörð og Skáldstaði. Í Flatey á Breiðafirði í júní 1600.
Hjónin Bergur Bjarnason og Gunnhildur Magnúsdóttir kvitta upp á að hafa fengið fulla greiðslu frá herra Guðbrandi Þorlákssyni fyrir jörðina Miðmó í Fljótum. Á Hólum í Hjaltadal, 7. apríl 1627.
Kristín Jónsdóttir selur syni sínum Árna Daðasyni tuttugu hundruð í Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagilskirkjusókn og fær í staðinn hálfa Gunnlaugsá í Ólafsfirði og hálft Nes í Fnjóskadal. Á Saurbæ í Eyjafirði, 10. febrúar 1628.
Um landamerki Bollastaða, Brandsstaða og Eyvindarstaða í Blöndudal.
Kristín Jónsdóttir selur syni sínum Árna Daðasyni tilkall Daða Daðasonar (annars sonar Kristínar sem gefur sitt samþykki) í jörðina Vík í Eyrarsveit. Á Akureyri, 4. mars 1628.
Testamentisbréf Þorláks Einarssonar, gert að Núpi við Dýrafjörð 29. apríl 1595.
Einar Þórðarson selur Erlendi Þorvarðssyni tíu hundruð í Ási í Melasveit. Á Belgsholti í Melasveit, 22. september 1630.
Hallsteinn Þorsteinsson kvittar Jón Oddsson um vígsbætur eptir Árna Hallkelsson bróðurson sinn, en Jón hafði lukt
Hallsteini fimtíu hundruð undir Valtý Sigurðssyni, er Valtýr átti að gjalda síra Oddi Ólafssyni í vígsbætur eptir Bjarna
Oddsson bróður hans.
Bréfið er læst saman við XXXII, 3, sjá DI VII, nr. 239.
Ólafur Sigfússon selur Brynjólfi Sveinssyni biskupi átta hundruð í Vakurstöðum og alla jörðina Hróaldsstaði, báðar í Vopnafirði, og fær í staðinn Fagranes á Langanesi. Á Meðalnesi í Fellum, 28. janúar 1662. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 22. ágúst sama ár.
Gjafabréf Jóns Oddssonar til handa Þorgilsi presti syni sinum um tíu hundruð upp í jörðina ytra Hvarf í Svarfaðardal.
Lýsing Þorsteins Finnbogasonar, að hann hafi gefið síra
Birni Gíslasyni brennistein í Fremri-Námum í sína lífsdaga.
Tylftardómr klerka norðan og sunnan, útnefndr af Jóni
biskupi á Hólum, er þá var administrator Skálholtsbiskupsdæmis,
um ákærur biskups til Daða Guðmundssonar.
Jón Finnbogason og kona hans Arnbjörg Kolbeinsdóttir lýsa skuldum í garð erfingja Jóns Vigfússonar vegna jarðarinnar Baldursheims í Skútustaðakirkjusókn. Komist er að samkomulagi og gefa Jón og Arnbjörg erfingja Jóns Vigfússonar kvitta og ákærulausa. Þá er landamerkjum Baldursheims lýst. Á Garði við Mývatn, 2. ágúst 1614; bréfið skrifað í Skálholti 7. desember sama ár.
Jón Egilsson kvittar Jón Björnsson um gjald fyrir Illugastaði á Laxárdal. Gert og skrifað á Holtastöðum í Langadal 30. maí 1581.
Jón Þorsteinsson gefur Magnús Björnsson kvittan um útgjöld fyrir jarðirnar Þyrnisdal í Reykjadal og Hóla í Fljótum. Á Munkaþverá, 13. apríl 1629.
Dagsbréf Pétrs Trúlssonar hirðstjóra og höfuðsmanns yfir allt ísland, þar sem hann gefr Páli Jónssyni „frið og félegan dag“
„svo leingi hann kemr til míns herra kongsins náða“, en Páll hafði ófyrirsynju í hel slegið Böðvar Loptsson.
Dómur vegna Arndísarstaða í Bárðardal. Í Kópavogi, 5. júlí 1578.
Brynjólfur Þórðarson leggur í vald Ara Magnússonar tólf hundruð í jörðinni Meðaldal. Á Þingeyri, 12. ágúst 1629.
Séra Þorleifur Bjarnason og kona hans Herdís Bjarnadóttir selja Magnúsi Arasyni Fossá á Hjarðarnesi og fá í staðinn Brekku í Dýrafirði. Herdís og Þorleifur lofa einnig að selja Magnúsi fyrstum jörðina Hamar á Hjarðarnesi. Að Kirkjubotni í Önundarfirði, 16. september 1630.
Jón Árnason selur Gísla Eiríkssyni part í Hrafnabjörgum í Hörðudal og fær í staðinn jörðina alla Laugarvatn í Grímsnesi. Við Öxará, 3. júlí 1667.
Elín Pálsdóttir endurnýjar gjöf sína til tveggja dóttursona sinna, Björn og Páls Pálssona, um tíu hundraða jörð til handa hvorum þeirra og eykur við skilmála um hvað verði um gjöfina ef annar þeirra eða báðir falla frá. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 17. maí 1629.
Bjarni Oddsson fær Magnúsi Björnssyni til fullkominnar eignar jörðina Tannstaðabakka í Hrútafirði. Á Bustarfelli í Vopnafirði, 18. október 1630.
Árni Oddsson lögmaður selur Árna Teitssyni tíu hundruð í Harastöðum á Skagaströnd. Á Öxarárþingi, 1. júlí 1635. Útdráttur.
Eiríkur og Hallur Einarssyni samþykkja gjörning sem Brynjólfur Sveinsson biskup og Bergur Einarsson, bróðir þeirra, gerðu um Eyrarteig og Strandhöfn í Vopnafirði. Í Valþjófsstað, 29. maí 1658. Transskriftarbréfið skrifað í Skálholti 11. apríl 1659. Útdráttur.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru jörðina Skálá í Sléttahlíð vegna fjögurra ára landaskulda á Silfrastöðum sem hann var henni skuldugur. Einnig gefur hann henni jörðina Minni-Brekku á Höfðaströnd fyrir Hól í Flókadal sem hann hafði áður goldið henni í þjónustulaun. Í biskupsbaðstofunni á Hólum í Hjaltadal, 9. júní 1620.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Guðmundi Ketilssyni og konu hans Önnu Skúladóttur jörðina alla Svínabakka í Vopnafirði og fær í staðinn Ljósaland í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 20. ágúst 1663. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 15. nóvember sama ár. Útdráttur.
Eggert Sæmundsson kaupir part í Móðarhvoli (Móeiðarhvoli) í Hvolhrepp af Sigríði Pálsdóttur, er hún hafði erft eftir systur sína Hallbjörgu Pálsdóttur. Á Eyri í Kollafirði, 15. apríl 1631. Útdráttur.
NIkulás Oddsson og kona hans Guðrún Arnórsdóttir selja Bjarna Sigurðssyni jarðirnar Neistastaði í Hróarsholtskirkjusókn og Hraunkot í Grímsnesi og fá í staðinn Holt í Flóa og tíu hundruð í Brekkum í Árverjahrepp. Að Gaulverjabæ í Flóa, 21. febrúar 1631.
Narfi bóndi Sigurðsson og synir hans gefa Ivari Narfasyni alla
þá tiltölu, sem þeir eiga, til jarðanna Kollafjarðarness og Hvalsár, en Ivar fær sömu tiltölu aptur Guðmundi Andréssyni til eignar.
Page 107 of 149