Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Jón Árnason selur Gísla Eiríkssyni part í Hrafnabjörgum í Hörðudal og fær í staðinn jörðina alla Laugarvatn í Grímsnesi. Við Öxará, 3. júlí 1667.
Séra Sigurður Jónsson gefur dóttur dótturdóttur sinnar, Halldóru Gunnlaugsdóttur, jörðina Hafralæk í Aðaldal.
Eiríkur og Hallur Einarssyni samþykkja gjörning sem Brynjólfur Sveinsson biskup og Bergur Einarsson, bróðir þeirra, gerðu um Eyrarteig og Strandhöfn í Vopnafirði. Í Valþjófsstað, 29. maí 1658. Transskriftarbréfið skrifað í Skálholti 11. apríl 1659. Útdráttur.
Guðbrandur Þorláksson biskup gefur dóttur sinni Halldóru jörðina Skálá í Sléttahlíð vegna fjögurra ára landaskulda á Silfrastöðum sem hann var henni skuldugur. Einnig gefur hann henni jörðina Minni-Brekku á Höfðaströnd fyrir Hól í Flókadal sem hann hafði áður goldið henni í þjónustulaun. Í biskupsbaðstofunni á Hólum í Hjaltadal, 9. júní 1620.
Ólafur Tómasson gefur séra Gottskálk Jónsson og Markús Ólafsson kvitta um greiðslu fyrir Brunastaði í Mælifellskirkjusókn.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur séra Guðmundi Ketilssyni og konu hans Önnu Skúladóttur jörðina alla Svínabakka í Vopnafirði og fær í staðinn Ljósaland í Vopnafirði. Að Refstöðum í Vopnafirði, 20. ágúst 1663. Transskriftarbréfið var gert í Skálholti 15. nóvember sama ár. Útdráttur.
Sæmundur Árnason lofar hjónunum Þorgauti Ólafssyni og Marsibil Jónsdóttur að búa landskuldarlaust á Hrauni næstu fimm ár en þau 18 hundruð sem þau eiga hjá Sæmundi vegna kaupa hans á Hrauni og Hattardal skulu standa hjá Sæmundi ávaxtarlaus þar til hjónin þurfa eða vilja út taka.
Arnbjörn Þorgrímsson meðkennist að hafa fengið fulla greiðslu af Bjarna Sigurðssyni fyrir hálfar Brekkum á Rangárvöllum. Á Stokkseyri á Eyrarbakka, 17. mars 1620.
Þorgrímur Þorleifsson gefur dóttur sinni Solveigu í arfaskipti og þjónustulaun jörðina Landamót í Kinn og ánafnar henni eftir sinn dag Halldórsstaði í Kinn. Í Lögmannshlíð 9. desember 1598; bréfið skrifað í Djúpadal í Skagafirði 13. desember sama ár.
Bréf um ágreining Gunnsteins ábóta á fingeyrum og Snorra Steinssonar um ljóshval, sem kom í Hópsós og Böðvar Snorrason Húnakappi og hans kumpánar kölluðust sæft hafa.
Jón Magnússon selur Teiti Björnssyni jörðina Harastaði í Vesturhópi en fær í staðinn Signýjarstaði í Hálsasveit.
Tylftardómur útnefndur af Jóni Þorgeirssyni, kongs umboðsmanni í Hegranessþingi, um kæru Jóns til Sigurðar Magnússonar, að hann hafi verið í styrk og aðför til Hóls áSkaga með Þorsteini Bessasyni, þá er Þórálfur heitinn Guðmundsson var í hel sleginn.
Landvistarbréf út gefið af Kristjáni konungi öðrum til handa Ólafi Ormssyni er orðið hafði að skaða (vegið hafði) Skúla Þormóðsson.