Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1373 documents in progress, 2084 done, 40 left)
Bréf fyrir Forsæludal.
Erlendur Iögmaður Þorvarðsson lýsir því, að hann hafi selt
sira Birni Jónssyni jarðir þær, er hann átti í Vatnsdal, As,
Bakka og Eyjólfsstaði, og að síra Björn megi taka dóm-
laust að sér jörðina Vík út frá Stað í Skagafirði, og kvitt-
ar hann síra Björn um andvirðið.
Ari Þormóðsson selur Jóni Björnssyni allan arf sem honum til erfða fallið eftir bróður sinn Sigurð Þormóðsson.
Ari Jónsson selur sira Birni bróður sínum fyrir „mögulegt
verð“ jarðirnar Kjallaksstaði og Ormsstaði, er Ormr Sturlu-
son hafði selt honum.
Pétur Jónsson selur síra Birni Jónssyni jörðina Saurbæ í Vatns-
dal fyrir lausafé.
Fjórir vitnisburðir um virðingu og peninga á Hallgilsstöðum eftir Helga Kolbeinsson frá fallinn.
Erlendur lögmaður Þorvarðsson fær sira Birni Jónssyni til
fullrar eignar jörðina Ás í Vatnsdal, og hafði þeim komið
saman um andvirðið.
Jón biskup á Hólum selr síra Birni Jónssyni jarðirnar Krossa-
nes á Vatnsnesi og Eldjárnsstaði í Blöndudal fyrir jarðirnar
Haug í Núpsdal og Grenivík í Höfðahverfi.
Björn prestur Jónsson selur Oddi Einarssyni jarðirnar ytri og
syðri Þverá og Kistu i Vesturhópi fyrir jarðirnar Reyki, Múla
og Saurá i Miðfirði.
Síra Björn Jónsson seulr Ormi bónda Sturlusyni hálfa elleftu
vætt smjörs, eina lest skreiðar fyrir sunnan i kauptíð, og
sex hundruð, er Ormur skuldaði síra Birni, fyrir 20 kúgildi í
nœstu fardögum heima á Melstað, með þeim greinum er
bréfið hermir.
Tómas Brandsson selur Magnúsi Björnssyni átta hundruð og fjörutíu álnir í Þorkelsgerði í Selvogi og fær í staðinn tíu hundruð í Hafgrímsstöðum í Tungusveit. Á Reykjum í Tungusveit, 28. júlí 1633. Útdráttur.
Árni Teitsson selur Magnúsi Björnssyni jörðina Garðsvík á Eyjafjarðarströnd, 60 hundruð að dýrleika, og fær í staðinn þrjátíu hundruð í Harastöðum á Skagaströnd og jörðina Tungu í Svínavatnskirkjusókn, 20 hundraða virði, auk þess sem Magnús lofar að borga tíu hundraða skuld Árna til Björns Magnússonar. Að Skarði í Langadal, 6. október 1637. Útdráttur.
Mat á kúgildum er gjaldast áttu Páli bónda Jónssyni vegna Björns bónda Benediktssonar. Gert á Tannstöðum í Hrútafirði 28. maí 1589.
Ásmundur Sturluson handsalar Magnúsi Jónssyni hálfa jörðina Skóga í Reykjahverfi til fullrar eignar og gefur hann kvittan. Á Ærlæk í Öxarfirði, 13. ágúst 1628. Útdráttur.
Brynjólfur Sveinsson biskup selur Ólöfu Sigurðardóttur jörðina alla Fossgerði í Eiðamannaþinghá og fær í staðinn fimm hundruð í Búastöðum í Vopnafirði. Að Vindfelli í Vopnafirði, 11. ágúst 1657. Útdráttur.
Þórður Ólafsson, í umboði bróður síns séra Jóns Ólafssonar, selur séra Jóni Ormssyni jörðina Sólheima í Laxárdal. Á Stóra-Vatnshorni, 27. maí 1638.
Neðan við meðkennist séra Jón Ólafsson að hafa fengið fulla greiðslu af hendi séra Jóns Ormssonar. Á Kvennabrekku, 1. júní 1641.
Ormur bóndi Guðmundsson selur sira Birni Jónssyni jarðirnar
Kamb, Reykjarfjörð, Kjós, Naustvíkur, Kjesvog og Ávík, allar á Ströndum, fyrir lausafé.
Mat á kúgildum er gjaldast áttu Páli bónda Jónssyni vegna Björns bónda Benediktssonar. Gert á Reykjum í Miðfirði 5. maí 1589, skrifað á Staðarbakka degi síðar.
Ingvildur Grímsdóttir selur síra Birni Jónssyni jörðina Skarð
á Reykjaströnd, með ítaki og selför i Kálfárdalsjörð, fyrir
fjóra tigi hundraða í fastaeign og lausafé.
Magnús Björnsson lögmaður og bræðurnir Árni lögmaður, séra Sigurður og Eiríkur Oddssynir gera sátt um tilkall til arfs eftir Guðrúnu heitna Björnsdóttur. Gegn því að Magnús láti málið niður falla gefa bræðurnir honum 40 hundruð í jörðinni Krossavík í Vopnafirði er þeim hafði til erfða fallið eftir bróður sinn Gísla Oddsson biskup. Gert „í tjaldstað við fljótið hjá Höfðavík í Biskupstungum“ nokkrum dögum eftir Alþingi 1639 en endurnýjað og staðfest í Skálholti 26. júlí 1640.
Jarðakaupsbréf um Hól í Svartárdal. (Útdráttur ÁM).
Vottorð, útgefið af borgarráði Hamborgar, um að Jürgen Otto sé, samkvæmt vitnisburði borgaranna Cordt Canzler og Hans Piel, Þjóðverji að ætt en ekki Vendi, fæddur af kristilegu hjónabandi Claus og Catrinen Otten, frjáls maður og að fullu gjaldgengur í samfélaginu.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. XLV, 17: Tuttugu og fjórir prestar fyrir norðan land votta að þeir hafi lesið útskrift af bréfi kanoka Þrándheimsdómkirkju, þar sem þeir fá Ögmundi Skálholtsbiskupi fullt umboð yfir Hóladómkirkju og hennar eignum og peningum, en þeir afsegja hans yfirráðum að hlíta fyrir margar greinir, er bréfið hermir, og appellera allan þann ágreining fyrir erkibiskupinn í Niðarósi, dags. 29. október 1522.
Árni Oddsson lögmaður og Bjarni Sigurðsson endurnýja kaupgjörning sem þeir höfðu gert 22. maí 1639 þess efnis að Árni seldi Bjarna jörðina Núpa í Reykjadal. Við Öxará, 2. júlí 1639; bréfið gert að Leirá 24. febrúar 1640.
Torfi Erlendsson kaupir Dalgeirsstaði í Miðfirði af móður sinni og stjúpföður svo að þau geti greitt skuldir sínar.
Sigurður Árnason samþykkir arfsal bróður síns Jóns Árnasonar á hálfum Eiðastað til hjónanna séra Eiríks Ketilssonar og Guðrúnar Árnadóttur í Vallanesi. Á Sandbrekku, 29. maí 1640.
Erlendur lögmaðr Þorvarðsson selr síra Birni Jónssyni jarðirnar Vík og Hól í Sæmundarhlíð og tuttugu nundruð í Víkum á Skaga, fyrir Vilmundarstaði í Borgarfirði og ánefnt
lausafé.
Vitnisburður um ágreining vegna landamerkja á milli Býjaskers og Sandgerðis. Sandgerði, 15. september 1590.
Dómur um ágreining vegna jarðarinnar Efra-Háls í Kjós á milli Vigfúsar Jónssonar á eina hönd og Páls Böðvarssonar og Margrétar Aradóttur á aðra. Vigfús kvaðst hafa keypt jörðina fyrir 13 árum af Páli og Margréti og bar hann fram landamerkjabréf og ítakabréf til stuðnings kröfu sinnar. Var jörðin dæmd fullkomin eign Vigfúsar. Á leiðarþingi á Sandatorfu 18. júlí 1590, bréfið skrifað degi síðar á Hvítárvöllum.
Eggert Jónsson vitnar að hann hafi selt bróður sínum Magnúsi Jónssyni tvö hundruð í jörðinni Höllustöðum á Reykjanesi og fengið fyrir fulla greiðslu. Að Haga á Barðströnd, 9. apríl 1642; bréfið skrifað á sama stað 23. janúar 1648.
Um jörðina (Efra-)Langholt í Ytrahrepp.
Eiríkur Erlendsson selur Bjarna Sigurðssyni fimm hundruð í jörðu sem Bjarni átti að gjalda Eiríki vegna lögmannsins Árna Oddssonar, fyrir fimm hundruð í Húsagarði, skv. kaupbréfi þeirra Bjarna og Árna. Á Hlíðarenda í Fljótshlíð, 23. október 1643. Útdráttur.
Björn Pálsson og kona hans Elín Pálsdóttir selja Bjarna Sigurðssyni 25 hundruð í jörðinni Skarfanesi á Landi. Á Skarði á Landi, 15. september 1643. Útdráttur.
Daði Daðason selur Birni Pálssyni jörðina Æsustaði í Eyjafirði og fær í staðinn jörðina Gröf á Höfðaströnd. Að Grund í Eyjafirði, 14. mars 1643.
Brynjólfur biskup Sveinsson ánafnar séra Jósef Loftssyni jörðina Gröf í Lundarreykjadal, hálfa Hafþórsstaði í Norðurárdal og Tunguengi í Norðurárdal og fær í staðinn jörðina Skáney í Reykholtsreykjadal. Í Skálholti, 18. janúar 1644.
Dómur á Lambey um umsjón og fjárvarðveislu eftir séra Erasmus Villadtsson.
Vitnisburður Þorsteins Helgasonar um að Árni Þorsteinsson hafi selt jörðina Þverá sér og sínum til hjálpræðis.
Afrit af skjölum sem tengjast eignarhaldi á jörðinni Vestri-Skógum undir Eyjafjöllum.
Vitnisburður um að meðfest bréf – kaupbréf Gottskálks biskups fyrir hálfu Óslandi og fleiri jörðum, gert á Hólum 4. júní 1508 (sjá DI 8, nr. 176) – hafi ekki komið fyrir þann dóm sem seinast var dæmdur um Ósland á milli Hólakirkju og Jóns Finnbogasonar á Víðivöllum af Oddi heitnum Gottskálkssyni. Þetta vitnisburðarbréf er skrifað á Hólum í Hjaltadal 26. janúar 1591.
Mat á kúgildum er gjaldast áttu Páli bónda Jónssyni vegna Björns bónda Benediktssonar. Gert á Stað í Hrútafirði 31. maí 1590.
Ari Ólafsson selur Markúsi Ólafssyni hálfa Sólheima í Blönduhlíð og fær í staðinn Gilhaga í Tungusveit og Villingadal fremri í Eyjafirði. Í Héraðsdal í Tungusveit 2. október 1590. Útdráttur.
Dómur um ágreining herra Guðbrands Þorlákssonar og Péturs Þorsteinssonar um hálfa jörðina Ósland, gerður á Ökrum í Blönduhlíð 18. júní 1591.
Page 110 of 149