Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1373 documents in progress, 2093 done, 40 left)
Hannes Björnsson selur Jóni Magnússyni eldra jörðina Tungu í Bitru. Að Snóksdal í Miðdölum, 3. mars 1603.
Ólöf hústrú Loptsdóttir handleggur Örnólfi Einarssyni til eignar jarðirnar Tannstaðarbakka, Útibliksstaði og Hvalsá hina minni, ef af honum geingi jarðirnar Álfadalur og Hraun á Ingjaldssandi, er Björn bóndi Porleifsson hafði selt Örnólfi.
Andrés biskup í Björgvin, Kristján Pétursson presutr við Postulakirkjuna sama staðar og fjórir ráðsmenn Björgynjar — þar á meðal Guttormur lögmaðr Nikulásson, bróðir Gottskálks biskups — lýsa því, að Ögmundr ábóti í Viðey hafi birt fyrir þeim páfabréf, ásamt fleirum bréfum, um hjónaband Þorleifs Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur, og staðfestu þeir þau.
Bréf um Ásgeirsá.
Vitnisburður, að Ögmundr biskup hafi gefið Jón murta Narfason og Sesceliu Bassadóttur kvitt um barnsektir, er þau voru opinber að orðin.
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens.
Dómur um Másstaði i Svarfaðardal.
Kvittun Orms Sturlusonar lögmanns og staðfesting á jarðaskiptum Jóns biskups Arasonar vegna Munkaþverárklausturs og Þórðar bónda Péturssonar.
Guðmundr Andrésson gefr og geldr Þorbirni Jónssyni til æfinlegrar eignar jarðirnar Kaldbak og Kleifar í Kallaðarnesskirkjusókn.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni tíu hundruð í jörðinni Hesteyri í Staðarkirkjusókn. Í Vigur, 20. nóvember 1603; bréfið skrifað 3. apríl 1604.
Sex menn votta að Þorkell Magnússon handlagði Árna biskupi Ólafssyni jörðina Bakka í Bæjarþingum í Borgarfirði, og að Kolbeinn Þorgilsson handlagði biskupi jörðina Þingnes til ævinlegrar eignar.
Lýsing Árna Geirssonar um landamerki milli Guðlaugsstaða og Langamýrar.
Afhendingarbréf Christoffers Heidemanns landfógeta á dönsku á jörðunni Þrastarhóli í Möðruvallakirkjusókn til Þórarins Vigfússonar Möðruvallaklausturshaldara. Gert við Öxará 5. júlí 1689 og lesið upp í lögréttu sama dag. Eftirrit, staðfest í Laufási 4. júní 1703 af Geiri Markússyni og Ormi Eiríkssyni.
Afrit úr máldagabók Gísla biskups af máldaga kirkjunnar á Eyri við Seyðisfjörð.
Jón Björnsson fær Ormi Jónssyni til fullrar eignar jörðina Bólstað í Steingrímsflrði.
Dómur um réttmæti gjörnings sem fram hafði farið að Meðaldal í Dýrafirði árið 1612 á milli Þóru Ólafsdóttur og umboðsmanna barna hennar um átta hundruð í Kjaransstöðum. Gjöringurinn metinn nátturulegur og kristilegur í allan máta. Á Mýrum í Dýrafirði, 22. september 1614; bréfið skrifað á sama stað 8. maí 1615.
Vitnisburður sex manna um próftöku Bessa Einarssonar sýslumanns, í umboði Einars Þorleifssonar, um yfirgang Guðmundar ríka Arasonar. Óheilt afrit af transskriftarbréfi frá 10. maí 1446.
Pétur Magnússon selur séra Sigurði Einarssyni, í umboði herra Guðbrands Þorlákssonar, jörðina Þorsteinsstaði í Skagafirði og fær í staðinn Torfufell í Eyjafirði. Á Hólum í Eyjafirði, 24. október 1605 (eða 1603). Útdráttur.
Ögmundur biskup í Skálholti samþykkir, að Teitr bóndi Þorleifsson hefir selt Eiríki Guðmundssyni og Guðrúnu Gunnlaugsdóttur konu hans jarðirnar Asgarð og Magnússkóga, með fleira, er bréfið hermir.
Sigríður Magnúsdóttir selur Oddi Tumasyni syni sínum Xc í Guðlaugsstöðum í Blöndudal fyrir XIIc í lausafé.
Vitnisburður, að Ögmundr Skálholtsbiskup „góðrar minningar" hafi gefið Jörundi Steinmóðarsyni og börnum hans 3. Júlí 1537 aptr þá peninga, sem hann hafði brotið af sér með misferlum sinum við biskup og kirkjuna, og lofaði að útvega einnig konungshlutann.
Ormr Jónsson fær Guðmundi Loptssyni til æfinlegrar eignar jörðina Bólstað í Kaldaðarnesskirkjusókn, en gefr Guðmund kvittan um það tilkall, er „Jón bóndi“ átti á jörðunni Bassastöðum.
Afrit af samþykkt Ólafs sýslumanns Einarssonar og tólf annarra um skipaútgerð í Vestur-Skaftafellssýslu, gerð á Heiði í Mýrdal 2. júní 1694 eftir skriflegri áskorun Sigurðar Björnssonar lögmanns. Þessir svonefndu skipapóstar eru svo samþykktir af lögmönnum 19. júní 1695 og lesnir upp í lögréttu 17. júlí 1703. Eftirritið er staðfest af Ólafi sýslumanni sjálfum.
Samtök og áskorun Vestflrðinga til Finnboga lögmanns Jónssonar, að hann haldi gömul lög og íslenzkan rétt, einkum í erfðamálinu eptir Þorleif Björnsson.
Vitnisburður Bjarna Jónssonar um Landeign og landamerki Guðlaugstaða í Blönduhlíð.
Sigurður Sigurðsson selur bróður sínum Jóni Arnórssyni hálfa jörðina Óspakseyri í Bitrufirði og hálfa jörðina Gröf í Krossárdal en fær í staðinn 16 hundruð í jörðinni Gillastöðum í Laxárdal.
Lýsing á kaupi á þremur hundruðum í jörðinni Hesteyri í Aðalvíkurkirkjusókn.
Björn Magnússon veitir Finni Jónssyni umboð yfir Eyjaþingi (Svefneyjaþingi).
Kaupmálabréf Odds Tumassonar og Ceceliu Ormsdóttur.
Dómur sex manna út nefndr af Ólafi Guðmundssyni, kongs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness, um framfæri Jóns Jónssonar.
Lýsing fjögurra manna, að Guttormur............son hafi neituð því, að hann hafi útgefið þann vitnisburð, að Eyjólfr Gíslason hafi slegið Magnús biskup á munninn, svo að úr honum hefði farið tvær tennur.
Blað úr reikningsbók um skip og útgerð.
Kaupmálabréf Páls Vítussonar og Helgu Jónsdóttur.
Jón prestr Filippusson, prófastr í Eyjafirði, kvittar Björn Þorvaldsson af tveimur barneignum með Guðrúnu Sigfúsdóttur.
Jón Ólafsson fær Jóni Jónssyni lögmanni það andvirði sem faðir hans, Ólafur Brandsson, hafði gefið við parti í Innra-Botni, sem Jón Ólafsson hafði fengið Gísla Þórðarsyni en nú var klögun á komin. Á Arnarstapa, 2. janúar 1603; bréfið skrifað á sama stað degi síðar.
Björn Magnússon, kóngsins umboðsmaður yfir Barðastrandarsýslu, gefur Ara Magnússyni bróður sínum umboð yfir syðra parti Barðastrandarsýslu í þrjú ár, frá 1608–1610, með skilmálum sem nánar eru teknir fram.
Þórður Pétrsson kvittar Sigríði Einarsdóttur um alla þa peninga, sem hann hefir átt eða mátt eiga eptir Hallgrím heit- inn Pétrsson bróður sinn, svo og þá peninga, er Pétr ábóti faðir hans hafði feingið honum. alt með því fororði, er bréfið hermir.
Sveinn Símonarson og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir selja Ara Magnússyni sjö hundruð í jörðinni Súðavík í Álftafirði og sex hundruð í Seljalandi í Skutulsfirði og fá í staðinn þrettán hundruð í jörðunum Arnarnúpi og Skálará í Dýrafirði. Á Holti í Önundarfirði 5. október 1604; bréfið skrifað á sama stað 10. maí 1605.
Sex menn votta, að Þorálfr Þorgrímsson seldi Magnúsi syni sínum til fullrar eignar hálfa jörðina Granastaði i Köldukinn fyrir lausafé, og að Páll Þórálfsson seldi Magnúsi bróður sínum það hálft þriðja hundrað í jörðinni, er lionum hafði til erfða fallið cptir Steinuui Þorkelsdóttur móður sína.
Afrit þriggja bréfa um sölu jarðarinnar Hólmakots í Borgarfjarðarsýslu.
Jón prestr Eiríksson, prófastr og almennilegr dómari yfir öllum kirkjunnar málum millum Geirhólms og Hvítaness, afleysir Bjarna Jónsson af einföldu hórdómsbroti með Ingibjörgu Ormsdóttur en þau eru að þriðja manni og fjórða.
Dómur sex manna, útnefndur af Ólafi sýslumanni Árnasyni að Hvítingum í Vestmannaeyjum 22. júní 1696, í máli milli Hans Christensson Raufns og Odds Svarthöfðasonar út af óleyfilegum torfskurði síðarnefnds. Eftirrit staðfest af tveimur mönnum 31. maí 1703.
Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693.
Loforð Hans Christianss. Raufns fyrir að Ormur Hjörtsson („Jortsson“) megi fá Stakkagerði til ábúðar meðan hann lifi og haldi duglegan mann á skipum Companísins. „Chorenhaul“ (Kornhóli) 13. ágúst 1694. Eftirrit gert og staðfest í Vestmannaeyjum 29. maí 1704.
Sex skjöl er varða inventarium Þingeyraklausturs.
Dómur á Helgastöðum í Reykjadal um andvirði Arnarvatns við Mývatn, 12. maí 1604.