Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1373 documents in progress, 2093 done, 40 left)
Herra Oddur Einarsson, í umboði Jóns Björnssonar, selur Þorsteini Magnússyni jarðirnar Steina og Hlíð undir Eyjafjöllum. Einnig fær Þorsteinn Jóni jarðirnar Víkingavatn og Grásíðu fyrir Ytri-Djúpadal í Eyjafirði. Á Holti undir Eyjafjöllum, 24. október 1604. Bréfið er skrifað í Skálholti 2. nóvember sama ár en transskriftarbréfið gert í Skálholti 19. janúar 1619.
Klögun Jóns Ólafssonar í Kirkjubæ um eignarhald hans á hjalli sem hann segir að Hans Christiansson umboðsmaður hafi án dóms og laga látið brjóta niður. Sigurður Sölmundsson og Magnús Erlingsson staðfesta frásögn Jóns.
Þorvaldur Torfason samþykkir próventugjöf síns bróðurs Halldórs Torfasonar til Sæmundar Árnasonar. Á Hóli í Bolungarvík, 3. maí 1604; bréfið skrifað á Eyri í Skutulsfirði 9. maí sama ár. Útdráttur.
Vitnisburður um jarðabruðlan Narfa Ingimundarsonar.
Kvittan Eggerts lögmanns Hannessonar til Guðmundar Helgasonar um misferli.
Virðing á lausum peningum eftir Ásbjörn Guðmundsson andaðan.
Vitnisburðarbréf Sigurðar Sölmundssonar þar sem hann lýsir þremur áklögunarefnum gegn umboðsmanninum Hans Christiansson Rafn, meðal annars um áverka sem hlaust af því að Rafn sló hann í andlitið, og biður Árna Magnússon um aðstoð.
Stephán bisknp í Skálholti afleysir Jón Helgason af því
misferli, sem hann í féll, þá er hann í hel sló Þorleif Þórólfsson.
Bréf (Björns Þorleifssonar) til Jóns (dans) Björnssonar, þá er Jón vildi ríða í Vatnsfjörð með Birni Guðnasyni.
Guðrún Magnúsdóttir selur Ara Magnússyni alla jörðina Silfrastaði í Skagafirði. Í staðinn fær Guðrún jörðina Ósland, málajörð kvinnu Ara, Kristínar Guðbrandsdóttur, 80 hundruð að dýrleika. Ef Guðrún á ekki skilgetið barn eftir sinn dag fá Ari og hans arfar Ósland til baka.
Gottskálk biskup á Hólum gefur Jóni Þorvaldssyni ábóta á
Þingeyrum umboð til að leysa Jón Sigmundsson af því mannslagi, er hann í féll, þá er hann varð Ásgrími Sigmundssyni,
bróður sínum, að bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og
Jón hefði meðkenzt (Falsbréf, eitt af morðbréfunum).
Tveir prestar og tveir leikmenn vitna að þeir hafa lesið, transkriberað og vottað máldaga
Miklagarðskirkju í Eyjafirði eftir máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar.
Staðarbréf, út gefið af Ögmundi biskupi í Skálholti, handa
sira Þorleifi Björnssyni fyrir Staðarstað í Steingrímsfirði, er
Hallr prestr Ögmundsson hafði nú sagt lausum.
Tvö samhljóða afrit af bréfi Henriks Bielkes höfuðsmanns um að hann seldi og afhenti Eyjólfi Jónssyni jarðir í Borgarfirði og hafi fengið fulla borgun fyrir. Kaupmannahöfn, 28. júní 1676.
Útdrættir úr stóru transskriftarbréfi um Veturliðastaði.
Skoðun á lögmæti próventugjafar Þórðar Jónssonar til Sigurðar Jónssonar bróður síns. Í Eskjuholti 13. maí 1595.
Dómur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd um skipti á milli Ragnhildar Þórðardóttur og annarra erfingja Vigfúsar heitins Jónssonar eiginmanns hennar.
Sendibréf frá Sigurði Sölmundssyni til Árna Magnússonar þar sem Sigurður færir Árna ýmis tíðindi úr Vestmannaeyjum.
Erfðaskrá Halldórs Jakobssonar þar sem hann ánafnar bróðurdóttur sinni, Margréti Jónsdóttur Stephensen, og sonum hennar, Ólafi og Jóni, höfuðbólið Kolbeinsstaði.
Þórkatla Árnadóttir geldur og fær Jóni Dagstyggssyni, syni sínum, í sín þjónustulaun
allan þann part í jörðinni Hlíð í Kollafirði, er Árna syni hennar bar til erfða eftir
Dagstygg Jónsson föður sin, en hún hafði haft fyrir Árna þar til hann lést
og Jón unnið hjá henni kauplaust í níu ár, frá því að faðir hans lést.
Magnús Indriðason selur Páli Jónssyni 16 hundruð í jörðinni Kálfanesi.
Guðbrandur Oddsson selur herra Oddi Einarssyni hálfa jörðina Böðvarsdal í Vopnafirði. Á Eyvindarstöðum í Vopnafirði, 3. ágúst 1604.
Björn Benediktsson selur Þorsteini Bjarnasyni aftur það veð er Björn átti á jörðinni Steindyrum í Höfðahverfi. Á Munkaþverá, 29. febrúar 1604; bréfið skrifað á Stóra-Hamri í Eyjafirði, 17. apríl 1604.
Bárður prestr Pétrsson, prófastr millum Langaness og Hvitaness, afleysir Jón Narfason og
Settceliu Bassadóttur af 5. barneign.
Vitnisburður Hallgeirs Sigurðssonar um Dálksstaði á Svalbarðsströnd.
Ormr Jónsson geldr og selr „bróður sínum" Sturlu Þórðarsyni
jörðina Kjarlaksstaði á Skarðsströnd með fjórum kúgildum
fyrir þá peninga, er Sturla og Guðlaug kona hans
höfðu feingið Orrni, og kvittar Ormr þau um andvirðið.
Jarðaskiptabréf Jóns Magnússonar og Gunnars Gíslasonar,
og skiptast þeir á Mannskapshóli og Mýrarkoti á Höfðaströnd fyrir Þórustaði á Eyjafjarðarströnd.
Úrskurður Orms lögmanns Sturlusonar, er dæmir gildan
-Spjaldhagadóm 27. janúar 1553 (nr. 275).
Afrit af bréfi Jóns Sigurðssonar sýslumanns að á manntalsþingi á Heggsstöðum í Andakíl 21. maí 1686 hafi Jón Benediktsson og sex aðrir borið vitni um að þeir hafi ávallt heyrt að Klausturtunga hafi fylgt jörðunni Grjóteyri, og sama ber á eftir Benedikt prestur Þórðarson sama dag. Undirskrifað af sýslumanni og 7 öðrum. Eftirrit staðfest á Melum í Melasveit 22. júní 1707 af Þorsteini Ketilssyni og Hálfdáni Helgasyni.
Pétur ábóti á Munkaþverá gefr og geldr Nikulási Guðmundssyni jörðina Hól á Tjörnesi í sín þjónustulaun.
Kaupmálabréf Finnboga (lögmanns) Jónssonar og Málfríðar Torfadóttur.
Thumas Oddsson selr Þorleifi Pálssyni, með samþykki Helgu
Ketilsdóttur konu sinnar, átján hundruð í Kleifum í Gilsfirði, og kvittar um andvirðið.
Björn Þorleifsson fær Páli Aronssyni til fullrar eignar
jörðina Látr á Ströndum í Aðalvíkrkirkjusókn.
Þorgils prestr Nikulásson, prófastr i milli Hvítaness og
Langaness, afleysir Jón murta Narfason og Sesseliu Bersadóttur af 4 barneignum.
Halldór Þorvaldsson selur Ara Magnússyni Tröð í Holtskirkjusókn en fær í staðinn hálfa Sveinseyri í Hraunskirkjusókn. Í Vigur, 11. desember 1604; bréfið skrifað í Þernuvík 28. desember sama ár. Útdráttur.
Vitnisburður þriggja manna, að þeir hafi verið við staddir,
þá er Jón ábóti Þorvaldsson tók umboð af Gottskalk bisk-
upi að leysa Jón Sigmundsson af mannslági því, er hann
féll í, þá er hann varð ófyrirsynju Ásgrími Sigmundssyni að
bana í kirkjugarðinum í Víðidalstungu, og Jón meðgekk fyr
ir biskupi og mörgum góðum mönnum (Falsbréf, eitt af
morðbréfunum ).
Seðill með minnispunktum Árna Magnússonar þar sem hann segir frá transskriftarbréfi sem hann hafi átt sem innihélt sjö skjöl um Arndísarstaði í Bárðardal frá árunum 1571–1578. Transskriftarbréfið var ritað 1595.
Bræðurnir Tómas, Grímur og Ari Ólafssynir selja Bjarna Sigurðssyni hálft áttunda hundrað í jörðinni Saurum á Skagaströnd. Á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 5. júní 1596. Útdráttur.
Dómur klerka útnefndr af Jóni presti Þorvaldssyni og Guðmundi Jónssyni officialibus Hólabiskupsdæmis, að Einar ábóti á
Munkaþverá og klaustrið skuli hafa og halda jörðina Illugastaði í Fnjóskadal þar til réttur Hólabiskup gerir þar lagaskipan upp á.
Verndarbréf Kristjáns konungs III. handa Katrínu Hannesdóttur, ekkju Gizurar biskups, og handa Þorláki Einarssyni
og bræðrum hans.
Page 112 of 149