Den Arnamagnæanske Samling
Nasjonalarkivet
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Vitnisburður um að Halldór Þorvaldsson hafi selt Sæmundi Árnasyni jörð og peninga er móðir hans átti í garð fyrrnefnds Sæmundar.
Oddur Snjólfsson vitnar um landamerki Guðlugstaða í Blönduhlíð. - Þar með fylgjandi vitnisburður Þórarins Ottarssonar, Eiríks Magnússonar og Gríms Magnússonar, að Oddur Snjólfsson hafi gefið svolátan vitnisburð.
Séra Þorsteinn Ásmundsson selur bróður sínum séra Þorbergi Fjósatungu í Fnjóskadal og fær í staðin Hraun í Unudal. Á Hólum í Hjaltadal, 13. október 1633.
Arnbjörn Þorgrímsson og kona hans Halla Eiríksdóttir selja Bjarna Sigurðssyni jörðina Brekkur í Árverjahrepp og Efstabakkaengi og fá í staðinn jörðina Húsa í Holtamannahrepp. Á Brekkum, 16. nóvember 1617.
Erfðaskipti eftir Gísla Þórðarson. Á Bolavöllum undir Botnsheiði, 2. júlí 1621; bréfið skrifað að Innra-Hólmi degi síðar.
Vitnisburður Bárðar Jónssonar um viðreign Jóns Sigmundssonar og hans fylgjara af einni álfu. en af annari Gísla,
Hermanns og Ólafs Filippussona, í kirkjugarðinum í Víðidalstuugu (1483).
Ágrip af vitnisburði um það, að Jón Sigmundsson (Brandssonar lögmanns, Jónssonar) hafi fest sér til eiginkonu Sigríði Þórisdóttur.
Vitnisburður Einars Oddssonar um viðreign Jóns Sigmundssonar og hans manna af einni álfu, en Filippussona af annari, í kirkjugarðinum í Víðidalstungu (1483).
Vitnisburður Magnúsar Sveinssonar um stefnu Magnúsar Jónssonar til séra Þorleifs Björnssonar vegna Reykjahóla á Reykjanesi.
Samantekt Árna Magnússonar um sölu Þormóðs Torfasonar á jörðinni Dalsmynni í Norðurárdal til séra Þorkels Arngrímssonar, sem fram fór í Görðum á Álftanesi árið 1671.
Guðmundur Ketilsson selur séra Oddi Þorkelssyni hálfa jörðina Ytri-Hlíð í Vesturárdal fyrir lausafé.
Dómur um ágreining vegna jarðarinnar Efra-Háls í Kjós á milli Vigfúsar Jónssonar á eina hönd og Páls Böðvarssonar og Margrétar Aradóttur á aðra. Vigfús kvaðst hafa keypt jörðina fyrir 13 árum af Páli og Margréti og bar hann fram landamerkjabréf og ítakabréf til stuðnings kröfu sinnar. Var jörðin dæmd fullkomin eign Vigfúsar. Á leiðarþingi á Sandatorfu 18. júlí 1590, bréfið skrifað degi síðar á Hvítárvöllum.
Page 112 of 149














































