Arkivverket
Den Arnamagnæanske Samling
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Þjóðskjalasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1373 documents in progress, 2093 done, 40 left)
Þorkell Jónsson eldri selur Hákoni Björnssyni Götu í Selvogi fyrir lausafé en hluti fésins skal greiðast Borstrup Giedde til Tommerup höfuðsmanni, svo fremi sem höfuðsmaðurinn útvegi Þorkeli landsvist af konunginum.
Gjafabréf Ásbjarnar Guðmundssonar, gert í Ólafsvík 10. nóvember 1663, er hann gefur Friðriki konungi þriðja eftir sinn dag eignir sínar, sem voru 80 hundruð í föstu og 20 hundruð í kvígildum. Eftirrit með hendi Jóns Steinþórssonar.
Einar Nikulásson og kona hans Kristrún Jónsdóttir selja Guðmundi Illugasyni jörðina Rúgstaði í Eyjafirði.
Þorleifur Sigurðsson selur Jóni Björnssyni jörðina Kotá í Eyjafirði fyrir Litla-Eyrarland í Eyjafirði.
Ingibjörg Guðmundsdóttir selur föður sínum Guðmundi Illugasyni jörðina Sveinungsvík í Þistilfirði en sálugur Nikulás nokkur hafði gefið henni jörðina. Séra Þorsteinn Illugason bróðir Guðmundar er umboðsmaður hans í þessum kaupum og fær hann Ingibjörgu ofan á kaupverðið kross og kápu. Á Múla í Aðalreykjadal 3. apríl 1596.
Tvö kaupbréf fyrir Guðlaugsvík við Hrútafjörð, á einu blaði.
Skuldauppgjör vegna jarðarinnar Brjánsness við Mývatn sem Þorkell Jónsson og Valgerður Einarsdóttir höfðu selt Önnu Eyjólfsdóttur og Vigfúsi Þorsteinssyni. Á Haganesi við Mývatn 21. maí 1596; bréfið skrifað degi síðar.
Vitnisburður Ingveldar Jónsdóttur um jörðina Áslaugsstaði. Skrifað á Hofi í Vopnafirði 17. apríl 1596.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað í Hjarðar[dal] í Dýrafirði 1. maí 1596.
Vitnisburður Guðmundar Oddssonar um landamerki á milli Eyrar og Arnarnúps í Dýrafirði. Ritað á Hrauni í Dýrafirði 20. september 1596.
Árni Oddsson gefur syni sínum Daða Árnasyni jarðirnar Hól og Geitastekka í Hörðudal, Einholt í Krossholtskirkjusókn og hálfan Keiksbakka á Skógarströnd.
Kaupmáli Daða Árnasonar og Kristínar Jónsdóttur, gerður á Þingeyrum í Vatnsdal 19. desember 1596.
Ættleiðingarbréf Helgu og Þórunnar (ríku) Jónsdætra gert á Skútustöðum við Mývatn 6. júní 1596.
Kaupmáli Páls Jónssonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur gerður undir Múla á Skálmanesi 8. ágúst 1596; bréfið skrifað ári síðar.
Magnús Björnsson gefur lagaumboð Jóni Björnssyni bróður sínum vegna klögunarmáls Árna Geirmundssonar um Veturliðastaði í Fnjóskadal. Skrifað nær Hofi á Höfðaströnd 18. júní 1597.
Sunnefa Björnsdóttir lofar Tómasi Pálssyni að Sæmundur Árnason skuli fyrstur kaupa Steinólfstaði og Mærðareyri þá hún vildi þær selja. Gert á Steinólfsstöðum 4. júlí 1596; bréfið skrifað á Stað í Grunnavík 13. mars 1597.
Ari Ormsson og Sigríður Þorsteinsdóttir selja Þorleifi Bjarnasyni hálfa jörðina Hraundal í Álftatungukirkjusókn. Á Borg í Borgarfirði 19. september 1596.
Jón Jónsson lofar að selja Sæmundi Árnasyni fyrstum átta hundruð í Vatnadal. Á Suðureyri við Súgandafjörð, 17. maí 1604; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 26. febrúar 1605.
Vitnisburður Sigmundar Þorleifssonar um landamerki á milli Kvennahóls og Stakkabergs á Skarðsströnd. Á Skarði á Skarðsströnd, 12. apríl 1604.
Dómur á prestastefnu á Flögumýri í Skagafirði um jörðina Fagrabæ í Laufáskirkjusókn, 30. maí 1597.
Vitnisburður um samtal Sæmundar Árnasonar og Ara Jónssonar um jörðina Eyri og kaup Sæmundar á nefndri jörð af Ara. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; bréfið skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Ari Jónsson selur Sæmundi Árnasyni tíu hundruð upp í Eyri í Önundarfirði. Á Hóli í Bolungarvík 31. mars 1597; skrifað á sama stað 5. apríl sama ár.
Uppkast að stefnubréfi þar sem Gvendur (Guðmundur) Erlingsson á í umboði Guðbrands biskups að stefna Steinþóri Gíslasyni lagastefnu til Akra í Blönduhlíð fyrir Jón Sigurðsson lögmann og kóngs umboðsmann í Hegranesþingi.
Vitnisburður granna Sæmundar Árnasonar að hann hafi lýst fyrir þeim lögmálum er hann hefur lagt í fimm jarðir á Vestfjörðum: Hvilftar í Önundarfirði, Hrauns í Dýrafirði, Steinólfstaða og Mærðareyri í Veiðileysufirði og Bjarnarstaða í Ísafirði. Gert og skrifað á Hóli í Bolungarvík 17. júní 1597.
Eiríkur Árnason selur séra Bjarna Jónssyni fjögur hundruð í Fremri-Kleif í Eydalastaðarkirkjusókn. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 21. janúar 1645. Útdráttur.
Kaupmálabréf Árna Péturssonar og Þuríðar Þorleifsdóttur.
Dómur þar sem kaupmálabréf Björns Benediktssonar og Elínar Pálsdóttur er dæmt löglegt í öllum greinum og jörðin Reykhólar metin fullkomin eign Elínar. Á alþingi 1. júlí 1598.
Sex menn lýsa því hvert ástand kirkjunnar á Holti undir Eyjafjöllum var þegar séra Árni Gíslason meðtók staðinn árið 1572. Skrifað á Holti 21. apríl 1598.
Helga Aradóttir lýsir sig lögarfa eftir föðursystur sína Þórunni heitna Jónsdóttur og gefur dóttur sinni Elínu Pálsdóttur fjórðung þar af með meiru. Á Munkaþverá 20. ágúst 1598.
Gunnlaugur Ormsson selur bróður sínum Páli Ormssyni 13 hundruð í jörðinni Innra-Fagradal í Saurbæ. Hér í mót fær Gunnlaugur tíu hundruð í Narfeyri á Skógarströnd, eign Guðrúnar Gunnsteinsdóttur konu Páls, með hennar samþykki. Á Staðarhóli í Saurbæ 15. maí 1597. Útdráttur.
Viðurkenning Christophers Jensens að hann hafi látið Gísla Ólafsson fá torfhús í Stakkagerði til fullrar eignar móti því að hann þóknist dálitlu eftirmönnum Jensens þegar hann hafi látið gera við húsið. Kornhólsskansi, 10. maí 1703.
Hákon Hannesson og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, Hlíðarenda, 15. júní 1704.
Þórður eldri og Þórður yngri Ámundasynir selja séra Sveini Símonarsyni og Bjarna Jónssyni jörðina alla Hraun á Ingjaldssandi og lofa að selja þeim Innri-Hjarðardal í Önundarfirði og Botn í Dýrafirði. Gert í Innri-Hjarðardal 17. maí 1597 en bréfið skrifað 10. apríl 1600.
Herdís Greipsdóttir samþykkir að maður hennar, Ari Jónsson, selji Sæmundi Árnasyni þau tvö hundruð í jörðinni Eyri sem Ari hafði áður gefið Herdísi. Á Kálfeyri í Önundarfirði 30. maí 1598; bréfið skrifað á Hóli í Bolungarvík 1. júní sama ár.
Bjarni Sigurðsson selur séra Guðmundi Gíslasyni Moldartungu í Holtamannahrepp en fær í staðinn Galtafell og Hörgsholt. Á Gaulverjabæ í Flóa, 10. apríl 1605.
Vitnisburður Jóns Guðmundssonar um landamerki á milli Vindhælis og Vakurstaða, tekinn og skrifaður 23. júlí 1605.
Vitnisburður um landamerki á milli Skálavíkur og Jökulkeldu í Mjóafirði. Á Skálavík, 24. desember 1605.
Landvistarbréf, útgefið af Hans konungi, handa Guðmundi Andréssyni, er varð Einari Hallssyni óforsynju að skaða.
Kaupbréf fvrir 4 hundr. í Látrum i Aðalvík.
Séra Árni Ólafsson og kona hans Hólmfríður Bjarnardóttir selja herra Oddi Einarssyni jörðina Litla-Bakka í Kirkjubæjarþinghá. Á Stöðvarstað í Stöðvarfirði, 25. maí 1605; bréfið skrifað í Eydölum í Breiðdal einni nóttu síðar. Útdráttur.
Gísli byskup Jónssson kvittar síra Þorleif Björnsson um
misferli sitt og veitir honum aftr prestskap
Kaupmálabréf Benedikts Halldórssonar og Valgerðar Björnsdóttur.
Meðkenning séra Halls Hallvarðssonar að hann hafi selt herra Oddi Einarssyni jörðina Ljósaland í Vopnafirði árið 1603 og staðfest kaupgjörninginn um sumarið 1604.
Skiptabréf.
Stephán biskup í Skálholti gefr Sturlu Þórðarson frjálsan og liðugan að gera hjúskaparband við Guðlaugu Finnbogadóttur.
Hannes Bjarnarson selur Sæmundi Árnasyni jörðina á Múla á Langadalsströnd en fær í staðinn Marðareyri og hálfa Steinólfstaði í Veiðileysufirði. Á Hóli í Bolungarvík, 20. febrúar 1605; bréfið skrifað sex dögum síðar.
Arnór Loftsson kvittar Jón Magnússon fyrir andvirði jarðanna Hafstaða (Happstaða/Hafursstaða) á Fellsströnd og Skarðs í Bjarnarfirði. Í Hvammi í Hvammsveit, 18. nóvember 1605; bréfið skrifað í Ásgarði 26. janúar 1606.
Page 113 of 149