Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1373 documents in progress, 2093 done, 40 left)
Veitingabréf síra Jóns Loptssonar fyrir Skinnastöðum í Öxarfirði.
Skiptabréf systkinanna Jóns Vigfússonar og Þorbjargar Vigfúsdóttur. Í Klofa á Landi 20. júní 1606.
Séra Snæbjörn Torfason selur Bjarna Sigurðssyni hálfar Brekkur í Gunnarsholtskirkjusókn en fær í staðinn Hrafnagil í Laxárdal. Útdráttur. Á Þingvöllum, 30. júní 1606.
Einar Jónsson („Eylerdt Johansen“) selur Herluf Daa jörðina Vatnsdal („Wartess dhall“) á Barðaströnd, í Dalskirkjusókn. Bréfið er skrifað á þýsku í Hamborg einhvern tíma á árabilinu 1606–1616.
Jón Sigurðsson og kona hans Sigríður Torfadóttir selja Jóni Björnssyni, vegna Snæbjarnar Torfasonar, jarðirnar Sandeyri á Snæfjallaströnd, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Steingrímsfirði. Í staðinn fá Jón og Sigríður Brandsstaði og Bollastaði í Blöndudal. Landamerkjum lýst og skilmálar settir. Í Kristnesi í Eyjafirði, 13. júní 1606.
Nokkrir punktar Árna Magnússonar, teknir upp úr jarðakaupabréfi, um þessar jarðir sem fóru sölum 1606: Sandeyri í Ísafirði, Veðrará í Önundarfirði, Kirkjuból í Steingrímsfirði og Brandsstaði og Bollastaði, báðar í Blöndudal. Árni getur sérstaklega um skilmála sem seljandinn Jón Sigurðsson leggur á kaupandann séra Snæbjörn (Torfason).
Vitnisburður og eiður Jóns Arnórssonar prests í Einholti í Hornafirði að sú vörn sem hann hefur haft kirkjunnar vegna um þá fjöru sem Viðborðsmenn hafa áklagað undan kirkjunni sé rétt og falslaus. Á Einholti, 29. júní 1606.
Um lögmála Gísla Árnasonar fyrir Vestasta-Reyðarvatni á Rangárvöllum.
Magnús Vigfússon og sonur hans Árni Magnússon staðfesta þann gjörning sem gerður hafði verið á Hofi í Vopnafirði árið 1592 um að jörðin Eiðar skyldi vera ævinleg eign Árna og skyldi hann hafa hana fyrir 60 hundruð í rétt erfðaskipti móts við önnur sín systkin. Að Eiðum, 12. september 1606.
Guðrún Einarsdóttir greiðir Ara Magnússyni 60 hundruð í jörðinni Óslandi í Miklabæjarkirkjusókn í sín þjónustulaun. Á Laugarbrekku, 15. september 1607; bréfið skrifað á sama stað nokkrum dögum síðar.
Kaupmálabréf Andrésar Björnssonar og Guðlaugar Jónsdóttur.
Alþingisdómur um Fagrabæ á Eyjafjarðarströnd, 1. júlí 1609.
Þormóður Ásmundsson og synir hans, séra Ásmundur, séra Jón, Gísli og Einar, selja Bjarna Sigurðssyni jörðina alla Kjóastaði í Biskupstungu eystri; landamerkjum lýst. Í Bræðratungu, 29. apríl 1607.
Afrit af AM Dipl. Isl. Fasc. LX, 23. Símon Oddsson og kona hans Guðrún Þórðardóttir selja Bjarna Sigurðssyni hálfa jörðina Hlíðarenda í Ölfusi. Á Stokkseyrargerðum á Eyrarbakka, 4. janúar 1607.
Jón ábóti á Þingeyrum selur Egli Grímssyni til fullrar eignar fjóra tigi hundraða í Hofi í Vatnsdal með tilgreindum ítökum fyrir eignarhlutann í Spákonufelli og Árbakka.
Bréf sr. Ólafs Péturssonar til Sigurðar Björnssonar lögmanns um að Þórður Magnússon í Vestmannaeyjum skuli skikkaður til að snúa aftur til sinnar ektakvinnu, Guðrúnar Ingjaldsdóttur í Útskálakirkjusókn, sem hefur ekki séð hann í á sjöunda ár, dags. 20. september 1699. Í framhaldi af bréfi sr. Ólafs kemur bréf Sigurðar til Ólafs Árnasonar, sýslumanns í Vestmannaeyjum, um þessa skikkun, dagsett sama dag. Á 2v er utanáskriftin „Bréf hr. lögmannsins uppá Þórð Magnússon“.
Skiptabréf eptir Jón Einarsson á Geitaskarði.
Guðbrandur Oddson selur herra Oddi Einarssyni sex hundruð í Böðvarsdal í Refsstaðakirkjusókn. Á Refsstöðum, 1. ágúst 1607.
Meðkenning Níels Regelsens kaupmanns að hann hafi látið Helga Jónsson frá Búðarhóli í Austur-Landeyjum fá hjalla til eignar gegn því að hann árlega þóknist dálítið veturlegumanni sínum.
Afrit af bréfi þar sem sagt er frá deilum um þyngd fisks sem gerðu það að verkum að allar vigtir í Vestmannaeyjum voru bornar saman við kóngsins vigt. Þeim sem skiluðu réttri þyngd var skilað en hinar brotnar. Bréfið er dagsett 6. desember 1702 og undirritað af sex mönnum. Á eftir fylgir uppskrift af bréfi Sigurðar Björnssonar lögmanns þar sem hann lýsir þakklæti fyrir áðurskrifað bréf, dags. 20. júlí 1703. Diðrik Jürgen Brandt og Þórður Þórðarson votta að rétt sé eftir frumbréfum skrifað, dags. 6. júní 1704.
Afrit af bréfi um þá skikkun að þeir sem eiga leyfislausa hesta skuli gjalda 24 fiska, helmingur fari til umboðsmannsins Christoffers Jensens og helmingur til fátækra. Skikkunin fór fram 2. nóvember 1703. Þórður Þórðarson og Sigurður Sölmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 7. júní 1704.
Afrit af dómsbréfi um að Jón Sigurðsson á Vesturhúsum og Sigmundur Magnússon á Steinsstöðum hafi óleyfilega raskað jörð, dags. 20. nóvember 1703. Sigurður Sölmundsson og Jón Guðmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 30. maí 1704.
Hannes Björnsson seldi, með samþykki konu sinnar Guðrúnar Ólafsdóttur, Teiti Björnssyni Hof í Vatnsdal, LXc, fyrir Flatnefsstaði á Vatnsnesi XVIc, Ytri-Velli í Vatnsneshrepp og Melssókn, XXIIIc og Þóroddstaði í Hrútafirði XXIIIc og einn IVc að auki.
Björn Ólafsson vitnar um það að hafa keypt hjall af Lofti Ögmundssyni að viðstöddum Niels Regelsen. Á 2r hefur Árni Magnússon ritað frekari upplýsingar um sögu hjallsins.
Eyrný Ólafsdóttir fær Sighvati Asgrímssyni jörðina að Bjargastöðum í Miðfirði til eignar, með tilgreindum ummerkjum.
Vitnisburðarbréf Jóns Jónssonar um landamerki Sveinseyrar, milli Eyrar og Hóls (í Dýrafirði).
parchment
Jón biskup á Hólum kvittar síra Jón Brandsson um milligjöf milli jarðanna Grillis í Fljótum og Illugastaða í Flókadal.
Helgi Torfason selur Heinrik Gíslasyni sex hundruð í jörðinni Efstabæ í Skorradal. Í Reykjaholti, 2. maí 1607. Útdráttur.
Dómur sjö klerka og sjö leikmanna útnefndur af Jóni biskupi Arasyni, „er þá hafði kongsins umboð í Vöðluþingi“, um ákœru Jóns Magnússonar til Gísla prests Guðmundsson ar vegna Kristínar Eyjólfsdóttur móður sinnar um aðtöku Gísla prests á arfi eptir Finn heitinn Þorvaldsson systurson Kristínar.
Guðbrandur Oddson gefur herra Odd Einarsson kvittun og ákærulausan fyrir andvirði Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 1. ágúst 1607.
Alþingisdómur vegna Hrauns í Unadal, 1. júlí 1607. Bréfið skrifað 17. apríl 1610.
Þóra Jónsdóttir selur Finni Jónssyni tíu hundruð í Skógum í Þorskafirði en fær í staðinn sex hundruð í Brekku í Gunnarsholtskirkjusókn og lausafé. Einnig gefa þau hvort annað kvitt um þau skipti og peningareikning sem Finnur og fráfallinn eiginmaður Þóru, séra Snæbjörn Torfason, höfðu gert sín á milli. Í Flatey á Breiðafirði, 29. ágúst 1607; bréfið skrifað á sama stað 29. apríl 1608.
Kaupmálabréf Kristínar Oddsdóttur og Lofts Skaftasonar. Í Skálholti, 14. júní 1607, bréfið skrifað á sama stað 28. mars 1613.
Jón Vigfússon selur Eyjólfi Eiríkssyni 70 hundruð í Lögmannshlíð og Kollugerði í Kræklingahlíð en Eiríkur lætur á móti Næfurholt í Árverjahreppi sem samþykki konu sinnar, Þórdísar Eyjólfsdóttur. Báðir lofa að svara portio kirknanna á jörðunum sem þeir kaupa.
Framburður og umkvörtun Einars Guðbrandssonar í Brattahúsi yfir Pétri Vibe og Hans Chr. Ravn út af hrakníngum af einni jörð á aðra. Fjórir menn votta að hafa heyrt vitnisburð Einars Guðbrandssonar, sem borinn var fram fyrir Árna Magnússyni. Þrír menn votta enn fremur að Einar segi satt frá.