Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7449 documents
(1636 documents in progress, 3432 done, 40 left)
Björn Guðmundsson, í umboði bræðranna Bergþórs og Sumarliða Bjarnasona, lýsir fyrir lögmönnunum á Öxarárþingi lögmála sem bræðurnir hafa lýst í hlut hvor annars í jörðinni Jörfa í Haukadal.
Björn Sveinsson selur bróður sínum, séra Jóni Sveinssyni, hálfan Botn í Súgandafirði og fær í staðinn hálfan Hafnarhólm á Selströnd. Á Holti í Önundarfirði, 23. febrúar 1620. Útdráttur.
Bræðurnir Bergþór og Sumarliði Bjarnarsynir lýsa lögmála í hlut hvor annars í jörðinni Jörfa í Haukadal. Að Kvennabrekku í Miðdölum, 25. maí 1620; bréfið skrifað á sama stað 17. maí 1621.
Vitnisburður um að Snorri heitinn Jónsson hafi lýst því að hafi fengið fulla borgun fyrir jarðarpart í Hallsstöðum frá bróður sínum Sigurði Jónssyni.
Tvö samhljóða afrit af bréfi Henriks Bielkes höfuðsmanns um að hann seldi og afhenti Eyjólfi Jónssyni jarðir í Borgarfirði og hafi fengið fulla borgun fyrir. Kaupmannahöfn, 28. júní 1676.