Archive Arnamagnæana dev

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík: 7446 documents
(1373 documents in progress, 2093 done, 40 left)
Útdráttur úr kaupbréfi þar sem Jón Vigfússon selur Hákoni Árnasyni jörðina Stóra-Dal undir Eyjafjöllum og fær í staðinn Dyrhóla í Mýrdal, Galtalæk á Landi og hálfa Miðey í Eystri-Landeyjum. Landamerkjum lýst.
Jón Jónsson og Oddný Bjarnadóttir selja Ara Magnússyni jörðina Æðey og fá í staðinn jörðina Tungu og lausafé. Í Vigur, 7. apríl 1608; bréfið skrifað í sama stað degi síðar.
Klögun Odds Svarthöfðasonar til Árna Magnússonar vegna framferðis umboðsmannsins Hans Christiansson Rafn, sem meðal annars rak hann af jörðinni Dölum þar sem hann hafði búið síðan 1685.
Alþingisdómur um jörðina Laugaból.
Þorkell Gamlason og Sæunn Jónsdóttir endurnýja hjónabandsgjörning sinn á Hólum í Hjaltadal, 2. janúar 1608. Bréfið skrifað á Ökrum í Blönduhlíð 22. janúar sama ár.
Þorsteinn prestur Eireksson, kirkjuprestur á Munkaþverá. Þorsteinn Jónsson djákni á Þingeyrum og Gísli Brandsson votta, að Hálfdán Einarsson seldi Jóni lögmanni Jónssyni LXc í Arnbjarnarbrekku í Hörgárdal í Möðruvallakirkjusókn fyrir LXc í lausafé, og gaf jafnframt, ásamt konu sinni Þrúðu Ormsdóttur, þessi LXc í próventu sína.
Loforð og skilmáli á milli hjónanna Þorleifs Bjarnasonar og Elínar Benediktsdóttur um jörðina Ánabrekku í Borgarfirði, er Þorleifur hafði Elínu gefið í tilgjöf á þeirra giftingardegi. Á Munkaþverá 15. febrúar 1608; bréfið skrifað á Hrafnagili 23. maí 1609.
Tylftakdómr út nefndr af Jóni biskupi á Hólum, Claus van der Mervize og lögmönnum báðum, Erlendi Þorvarðssyni og Ara Jónssyni, eptir konungs skipan um kæru Ögmundar biskups í Skálholti til Sigurðar Ólafssonar, að hann hefði legið með Solveigu Ólafsdóttur systur sinni.
Dómur á Vallnalaug í Skagafirði 18. september 1609 um stefnu vegna jarðarinnar Brúnastaða. Bréfið skrifað á Stað í Reyninesi 24. október sama ár.
Björn Eiríksson selur Páli Guðbrandssyni þá tíu hundraða jörð er hann átti hjá herra Guðbrandi Þorlákssyni og Guðbrandur var Birni skyldugur fyrir tíu hundruð í Neðri-Mýrum í Höskuldsstaðakirkjusókn. Á Vindhæli á Skagaströnd, 21. maí 1609; bréfið skrifað á Þingeyrum 30. maí sama ár.
Kvörtun Brynjólfs Magnússonar til Árna Magnússonar um að umboðsmaðurinn Niels Riegelsen meini honum að nýta jörðina Kirkjubæ andstætt samkomulagi við fyrrverandi umboðsmann, Hans Christiansson Rafn. Magnús Erlendsson, Sigurður Sölmundsson og Klemus Jónsson votta enn fremur að Brynjólfur hafi forsvaranlega hirt um jörðina.
Séra Jón Vigfússon og kona hans Anika Björnsdóttir lofa að selja Hannesi Björnssyni fyrstum manna jarðir sínar Höfn í Hvammssveit og Neðri- og Fremri-Brekku í Hvolskirkjusókn árið 1610. Grannar Hannesar votta að hann hafi auglýst fyrir þeim þennan lögmála við kirkjuna á Sauðafelli 1610. Bréfið var skrifað í Snóksdal, 4. maí 1617. Útdráttur.
Kaupbréf um þrjú hundruð og fjörutíu álnir í jörðunni Hellisholtum í Hrunamannahreppi fyrir lausafé.
Einar Sigurðsson gefur syni sínum Sigurði Einarssyni jarðarveð sem hann á í Skála á Strönd í Berufjarðarkirkjusókn. Í Eydölum, 17. ágúst 1610.
Vottorð þar sem Árna Magnússon og Ólafur Árnason sýslumaður tjá niðurstöður sínar af rannsókn á mælikeröldum sem gerð var 4. júní 1704 í Vestmanneyjum að umboðsmanninum Christoffer Jenssyni viðstöddum. Þrjú samhljóða eintök, öll undirrituð af Árna og Ólafi og með innsiglum þeirra.
Dómur tólf manna útnefndr af Egli Grímssyni um vígsmál eptir Haldór Snorrason og Arvið Mattheusson.
Afrit af sátt um landamerki mili Voðmúlastaða og Úlfsstaða.
Bjarni Jónsson lýsir landamerkjum og beit meðal jarðanna Kirkjubóls, Kroppstaða og Efstabóls. Í Hjarðardal við Dýrafjörð, 9. apríl 1610.
Guðbrandur Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan og ákærulausan um andvirði jarðarinnar Böðvarsdals. Á Refsstöðum í Vopnafirði, 3. apríl 1610.
Kolbeinn Oddsson gefur herra Odd Einarsson kvittan um það andvirði sem Oddur hafði greitt Kolbeini fyrir part í Böðvarsdal. Á Hofi í Vopnafirði, 3. ágúst 1610; bréfið skrifað í Skálholti 9. október sama ár.
Jón prestur Ólafsson selr Jóni biskupi á Hólum jörðina Meðaldal í Dýrafirði fyrir Tjörn í Aðaldal með 10 kúgildum og tíu hundruð í parflegum peningum, og er hálfkirkju skyld á Tjörn og bænhúss skyld í Meðaldal.
Skrá um eignir Vatnsfjarðarkirkju. er síra Pantaleon Ólafsson afhenti Árna Gíslasyni.
Dómur á Miðgörðum í Staðarsveit um arf eftir Orm Þorleifsson, 7. maí 1610.
Fúsi Helgason kvittar Andrés Arason um það sakferli, er Andrés átti að gjalda móður Fúsa, og samþykkir Oddr bróðir Fúsa það.
Tumi Jónsson selur Jóni Sigurðssyni lögmanni þau fimmtán hundruð í jörðu er dæmd höfðu verið Tuma af erfingjum Markúsar heitins Ólafssonar.
Þorleifur Bjarnason geldur Evfemíu dóttur sinni átta hundruð í Neðri-Brekku í Saurbæjarhrepp í löggjöf, auk fjögurra hundraða til arfaskiptareiknings og í heimanmund sinn. Á Fellsenda í Miðdalahrepp í maí 1610. Útdráttur.
Jörðin Skerðingsstaðir dæmd eign Bjarna Björnssonar á Berufjarðarþingi 27. ágúst 1591.
Sjöttardómur, kvaddur af Ormi lögmanni Sturlusyni, dæmir Margréti Erlendsdóttur eða hennar réttum forsvarsmanni, Páli bónda Grímssyni, eiginmanni hennar, rétta sókn þeirra peninga (Hofs á Höfðaströnd), er hann hafði gefið henni á brúðkaupsdegi þeirra, en síðan selt af ótta við ofríki.
Þrír vitnisburðir um fjöruna Kóngsvík í Skaftafellssýslu.
Herra Guðbrandur Þorláksson geldur Halldóru dóttur sinni jörðina Ytra-Hól í Flókadal í sín þjónustulaun og greinir frá öðrum peningum sem hún á hjá sér. Óstaðsett, 10. desember 1610; bréfið skrifað 12. febrúar 1611.
Hjálmur Jónsson og Sigríður Jónsdóttir kona hans gefa Elínu Pétursdóttur fimm hundruð í góðum peningum í löggjöf. Á Torfufelli í Eyjafirði, 11. maí 1611; bréfið skrifað á Hólum í Eyjafirði sama dag.
Afhendingarbréf tveggja erfingja Henriks Bielckes á fimm jörðum í Rangárvallasýslu, eða svonefndu Bakkaumboði, til Jóns Péturssonar til fullrar eignar, og viðurkenning fyrir að hafa fengið fulla borgun. Skrifað í Kaupmannahöfn 25. apríl 1690. Á eftir bréfinu fer vitnisburður á dönsku um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi 18. júní 1703 undirritaður af Rasmus Hansen og Gísla Jónssyni. Aftan á stendur að Bakkaumboð tilheyri nú (1703) tveimur bræðrum, sr. Jóni Erlingssyni og sr. Hannesi Erlingssyni.